Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
Kvikmyndir
Mest á óvart kom mikil aðsókn að fjölskyldumyndinni Honey, I Shrunk
the Kids sem fjallar um nokkur börn sem minnka niður i þumalstærð.
Batman hefur á aðeins þremur mánuðum halað inn 238 milljónir doll-
ara sem er ótrúleg peningaupphæð.
Bandaríkin:
Aldrei meiri
aðsókn í
kvikmpdahúsm
Metaðsókn hefur verið í kvik-
myndahúsin í Bandaríkjunum í
sumar. Myndir sem búist var við
að gerðu þaö gott gerðu enn betur
en búist var við og nokkrar myndir
komu verulega á óvart hvað að-
sókn snertir.
Á mánudaginn var lauk alman-
akssumrinu í Bandaríkjunum og
þá er kvikmyndamarkaðurinn
gerður upp eftir sumarið og niður-
staðan kom flestum á óvart. Talið
er að á sumrinu hafi komið í kass-
ann hjá kvikmyndaiðnaðinum
tvær billjónir dollara sem er met
og langtum meira en spáð hafði
verið og voru þó spámar í hærri
kantinum. Og þaö sem meira er,
fimm kvikmyndir komust upp fyrir
100 milljón dollara múrinn í sum-
ar. Það hefur aldrei skeð áður. Yfir-
leitt hafa það aðeins verið ein eða
tvær myndir sem hafa náö á einu
sumri að fara yfir 100 milljón doU-
ara múrinn.
Ein kvikmynd sló öUum öðrum
við. Það er Batman. Hún náði inn
á þremur mánuðum 238 mflljónum
doUara og hafa ekki fengist jafn-
mikhr peningar inn á jafnskömm-
um tíma á neina kvikmynd og ef
heldur fram sem horfir mun hún
taka metið af E.T. sem „mest sótta“
kvikmynd aUra tima.
Það verður þá aö hafa í huga að
Bandaríkjamenn mæla aUt í doU-
urum og það er vitað að aldrei verö-
ur áhorfendafjöldametið slegið en
það met er síðan 1939 þegar Gone
With the Wind var sýnd við ótrú-
lega aösókn um gjörvöU Bandarík-
in. Mun ódýrara var í kvikmynda-
hús þá og doUarinn í aUt öðrum
verðflokki þá en nú.
Hvað sem því Mður hefur Batman
slegið öUum öðrum kvikmyndum
við þetta sumarið og velta menn
fyrir sér af hveiju. VUja margir
kenna um snjallri auglýsingaher-
ferð fyrirfram þar sem mikfl
áhersla var lögð á að Jack Nic-
holson léki þrjótinn í myndinni. Þá
voru aðstandendur myndarinnar
snjaUir í að búa tíl fyrirfram mynd-
aðan spenning í kringum myndina
sem svo sannarlega hefur skUað
sér.
Þær kvikmyndir, sem komu
næstar Batman, voru Indiana Jon-
es and the Last Crusade og Lethal
Weapon II. Má geta þess aö gróöinn
af Lethal Weapon II er orðinn tvö-
falt meiri heldur en gróðinn af fyrri
myndinni. Ghostbuster II náði
einnig að fara yfir 100 milljón doll-
ara markið.
Enn eitt árið virðast Wamer
bræður ætla að vera það kvik-
myndafyrirtæki sem græðir mest,
en á þeirra vegum eru bæði Bat-
man og Lethal Weapon 2.
Aðrar framhaldsmyndir gerðu
það ekki eins gott, en þó tókst Star
Trek V, The Final Frontier að kom-
ast upp fyir 50 miUjón doliara í
sumar sem þykir mjög gott. Licen-
ce To KUl olli framleiðendum í
Bandaríkjunum nokkmm von-
brigðum, en viðtökurnar utan
Bandaríkjanna hafa verið geysi-
góðar og er hún nú komin yfir 100
mUljón dollara markið ef miðað er
við allan heiminn.
Þær myndir sem mest hafa komið
á óvart hvað aðsókn snertir koma
báðar frá Disney-fyrirtækinu. Önn-
ur þeirra er Dead Poet Society sem
er dramatísk kvikmynd með Robin
WiUiams í aöalhlutverki. Leikstjóri
er Peter Weir. Dead Poet Society
er fremst þeirra mynda sem gerðar
em fyrir „fuUorðna" og hafa gengið
framar vonum.
Hin Disney-myndin sem sló
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
óvænt í gegn er Honey, I Shrunk
the Kids, fjölskyldumynd í léttari
kantinum sem íjallar um krakka
sem óvænt eru minnkaöir í þumal-
fmgurstærð. Sú kvikmynd náði inn
á einni helgi þrefalt meira en að-
standendur myndarinnar höfðu
vonast eftir.
Aðrar „fullorðinskvikmyndir“,
er nutu vinsælda í sumar og komu
þægUega á óvart, eru nýjasta kvik-
mynd Rob Reiner, When Harry Met
SaUy, sem er gamansöm raunsæis-
mynd með BUly Crystal og Meg
Ryan í aðalhlutverkum, og Parent-
hood, þar sem Steve Martin sýnir
nýja hUð á sér sem leikari. Leik-
stjóri þeirrar myndar er Ron How-
ard.
Það er nokkuð gaman að velta
fyrir sér fortíð þessara tveggja leik-
sfjóra, Rob Reiner og Ron Howard.
Báðir voru þeir geysivinsæUr ieik-
arar í sjónvarpsþáttum í Banda-
ríkjunum áður en þeir hófu að leik-
stýra myndum og Howard var
meira að segja bamastjama hjá
Disney og lék í mörgum kvikmynd-
um fyrir Disney-fyrirtækiö. Þeim
hefur nær undantekningarlaust
gengið mjög vel íleikstjórastarfinu
og þykja með betri yngri leikstjór-
um vestanhcifs.
Dýrasta kvikmyndin, sem sett
var á markaðinn í sumar, var The
Abyss sem fmmsýnd var fyrir
mánuði. Hún hefur á fjórum vikum
tekið inn 40 miUjónir doUarar en
það nær ekki einu sinni kostnaöin-
um sem tahnn er um 60 miUjónir
doUara. Framleiöendur myndar-
innar em þó ekkert hræddir um
að peningarnir komi ekki þvi flest-
ir em gapandi yfir því tækniævin-
týri sem boðið er upp á í þessari
neðansj ávarmynd.
Aldrei hafa jafnfáar kvikmyndir
valdið vonbrigðum og í sumar. Það
er helst að þeir sem gerðu kvik-
myndina Great Balls Of Fire séu í
sárum, því miklu var búist við af
þessari mynd sem segir frá kafla í
ævi rokksöngvarans Jerry Lee
Lewis. Eftir ágæta byijunarhelgi
steindó aðsóknin að henni. Og það
sannaðist enn einu sinni aö Syl-
vester StaUone er aðeins vinsæU
sem Rocky eða Rambo, því nýjasta
kvikmynd hans Lock Up kolféU.
Karate Kid III er einnig kvikmynd
sem engum líkaði og þótt mikið
hafi verið reynt að auglýsa hana
upp verður þetta sjálfsagt síðasta
kvikmyndin í þessum mynda-
flokki.
Sú mikla aösókn í kvikmyndahús
sem hefur verið í sumar í Banda-
ríkjunum verður sjálfsagt ekki tíl
þess aö þeir í Hollywood fari að
gera betri myndir. Dýrum kvik-
myndum mun fjölga og uppsveifla
verður þar tU nokkrar myndir kol-
faUa sem skeður einhvem tíma.
Má minna á „stórmyndirnar" sem
fylgdu í kjöU'arið á Ben Hur eða
náttúruhamfaramyndir sem næst-
um því fóru með öll risafyrirtækin
á hausinn á sínum tíma.
í raun er engin ein skýring af
hverju allur þessi fjöldi fór í kvik-
myndahús í sumar. Kannski er
hluta sannleikans að finna í oröum
eins forstjóra dreifmgarfyrirtækis
sem sagði: „Fólk fór í kvikmynda-
hús í sumar af því alUr voru að
tala um kvikmyndir."
-HK
Eln af „fullorðinsmyndunum" sem sló í gegn er When Harry Met Sally.
Aðalhlutverkin leika Meg Ryan og Billy Crystal.
MICKEY ROURKE hefur af
einhveijum ástæðum lagt það í
vana sinn aö leika náunga sem
síður en svo eru geðslegir á
hvíta tjaldinu. Nú hefur dæmið
snúist við. i nýjustu kvikmynd
sinni, Johnny Handsome, sem
leikstýrt er af Walter Hill, leik-
ur hann tanga einn sem losnar
úr fangelsi og fær sér nýtt nafn,
nýja vinnu og nýtt andUt sem
er mun myndarlegra en hann
áður hafði. Þetta andUt fær
hann með aðstoð lýtalæknis.
Ekki byrjar hann þó nýtt Uf því
hann er ákveðinn að hafa upp
á stúlku einni sem kom honum
í fangelsi. Aörir leikarar í
Johnny Handsome eru Forest
Whitaker, sem leikur lýtalækn-
inn, og Ellen Barkin er leikur
stúlkuna sem Johnny Hand-
someleitarað.
<r ★ ★
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Fen-
eyjum hófstá mánudaginn. Þá
var frumsýnd nýjasta kvik-
mynd Lánu WertmuUers, On a
MoonUt Night. WertmuUer seg-
ir að myndin sé ástarsaga á tim-
um eyðni. Helstu ieikarar í
myndinni eru Nastassia Kinski,
Faye Dunaway, Peter O’Toole
og Rutger Hauer. Auk evr-
ópskra mynda veröa á hátíöinni
myndir frá Bandaríkjunum,
Japan, íran, Kína og Indlandi.
Tveir látnir snilUngar kvik-
myndasögunnar, Jean Cocteau
og CharUe Chaplin, veröa
heiðraðir meö sýningum á
myndum eftir þá. Formaður
dómnefndar aö þessu sinni er
sovéski leikstjórinn Andrei
Smimov.
★ ★ *
AL PACINO er ekki afkasta-
mikiU leikari. Og þegar hann
leikur í kvikmyndum yfirgefúr
hann varla New York og leikur
nánast eingöngu í myndum er
gerast þar. Hann bregður ekki
út af vananum í nýjustu kvik-
mynd sinni, Sea of Love. Enn
einu sinni leikur hann New
York-löggu. Að þessu sinni
Frank KeUer sem Ufir flóknu
lífi. Ekki einfaldar það hlutina
aö hann uppgötvar að eigin-
kona hans gæti verið moröing-
inn í morömáU sem hann vinn-
ur að. Morðmál þetta er yfir-
gripsmikiö og er moröinginn
kvenmaður sem nær sér í karl-
kyns fórnarlömb meö því að
svara auglýsingum í einka-
máladáUd í dagblaði. Eiginkon-
una leikur EUen Barkin. Leik-
stjóri er Harold Becker.
* ★ ★
KRIS KRISTOFERSON leikur
aðalhlutverkið í nýjustu „Víet-
nam-myndinni“, Welcome
Home, sem leikstýrt er af
Franklin J. Schaffner. Þar leik-
ur hann fyrrverandi hermann
sem hefúr veriö í felum í
Kambódíu í sauljánár. Hann
er að sjálfsögðu talinn löngu
dauður af vinum og ættingjum.
Það skapast því vandræða-
ástand í smábænum sem hann
bjó í þegar hann birtist aUt í
einu. Eiginkonan hefur gifst
aftur og í raun er hann óvel-
kominn þótt allir fagni honum
á yfirboröinu. Jobeth WiUiam
leikur eiginkonuna og Sam
Water9ton sernni eiginmann
hennar.
★ ★ ★
DAVED CRONENBERG, sá
þekkti hryllingsleikstjóri, hefur
skipt um hlutverk, aö minnsta
kosti í smátíma. Hann leikur
nefnilega aðalhlutverkið í
hryllingsmyndihni The Night-
breed sem leikstýrt er af hroll-
vekjurithöfundinum Clive
Barker er leikstýrði HeUraiser
fyrir tveimur árum. Cronen-
berg leikur sálfræðing einn sem
er á kafi í aUs konar ógeði. Aör-
ir leikarar eru Craig Sheffer og
Charles Haid.