Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 22
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989. Ég tapaði bara orrustu - segir Jón Friðgeir Einarsson, verktaki í Bolungarvík Jón Friðgeir er með rikustu mönnum landsins en farartæki hans innan- bæjar er hjólið. „Pabbi var þekktur fyrir hattinn, ég fyrir hjólið,“ segir Jón Friðgeir. DV-myndir GVA Jón Friögeir Einarsson í Bolungar- vík kom fólki mjög á óvart og þá sér- staklega eigin ætt er hann skyndilega setti allar eigur sínar í Bolungarvík í sölu og sagðist ætla aö flytja burt en hann er einn stærsti verktaki landsins og stóreignamaður í Bol- ungarvík. Ástæðan er sú að þrír flokksbræður hans í Sjálfstæðis- flokknum og einn krati, sem mynda meirihluta í bæjarstjóm Bolungar- víkur, höfnuðu tilboði hans í innrétt- ingar grunnskólans á staðnum sem þó var lægst. Þessu vill Jón Friðgeir ekki una og í mótmælaskyni sagði hann sig úr Sjálfstæðisflokknum, setti eigur sínar í sölu og hefur ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Sparisjóðinn í Bolungarvík. Jón Friðgeir segist ekki vita hvers vegpa flokksbræður hans í bæjar- stjóm hafi gengið fram hjá sér en bætir við að stirðleika hafi gætt í samskiptum sínum við þessa stjórn í nokkurn tíma. Jón Friögeir segist vera tilbúinn til sátta og að boltinn sé hjá bæjarstjórnarmönnum. „Ég hef þó ekki ennþá orðið var við minnsta vott í þá átt frá þeim,“ segir hann. Byggði bæinn upp Þessi umsvifamesti einstaklingur á Vestfjörðum hefur nánast byggt upp Bolungarvík. Hann hefur byggt öll s'tærri hús bæjarins og flest íbúðar- húsin einnig. Jón Friðgeir byggði nýja grunnskólann, sem deilurnar snúast um, og hann er nú með elli- heimiliö á staðnum i byggingu. Þá má geta þess að hann hefur undan- farið unnið við byggingu ratsjár- stöðvar Vamarhðsins á Bolafjalli. Einar Guðfinnsson, faöir Jóns Friðgeirs, kom til Bolungarvíkur ungur að árum. Hann fjárfesti í bát og hóf róður. Einar eignaðist smám saman fleiri báta, hann kom upp frystihúsi á staönum, verslun og þjónustu. Einar átti Bolungarvík, enda staðurinn gjarnan kenndur við hann. Margir telja að Jón Friðgeir sé eftirmynd föður síns og sannar- lega hefur hann haldið uppbygging- unni viö á staðnum. Það var líka Einar sem valdi nafnið á stráksa. Góður fylgdarmaóur „Ég er næstyngstur minna systk- ina en foreldrar mínir áttu tíu börn. Tvö létust ung,“ segir Jón Friðgeir. „Þegar ég fæddist var búið að skíra í höfuðið á flestum nákomnum. Skip- stjóri hér, Jón Friögeir, vinur föður míns, drukknaði um svipað leyti og ég fæddist og foreldra mína dreymdi hann oft. Þeir töldu hann vera að vitja nafns. Þegar ég veiktist snögg- lega og var ekki hugað líf var ég skírður í skyndi og gefið nafn hins látna skipstjóra. Mér batnaði fljótt er ég haföi fengið nafnið og hef ekki kennt mér meins síðan,“ segir Jón Friðgeir. „Ég hef þá trú að þessi nafni minn hafi fylgt mér síöan. Það fékk ég raunar staðfest er ég fór fyrir mörgum árum á miðilsfund hjá hin- um fræga Hafsteini Bjömssyni. Þá kom hinn látni skipstjóri og sagðist fylgjast með mér. Ég veit dæmi þess að nafni minn hafi bjargað mér. Ég var staddur við Óshhðina fyrir mörgum árum. Ók þá vörubíl fyrir föður minn í hjá- verkum þegar htið var að gera í bygg- ingavinnunni. Þetta var snemma morguns í hálfrökkri og var grjót í hhðinni. Ég fór úr bílnum til aö tína það frá eins og þá var vani og með ljósin á bílnum. Þá fannst mér eins og kahað væri til mín. Ég leit við og sá að kletturinn var að síga fram og tók því til fótanna. Mér tókst að kom- ast aftur fyrir bílinn og skipti engum togum að heilmikið af grjóti kom nið- ur á veginn. Jarðýta vann ahan dag- inn við að ryðja veginn. Á þessari hættustund held ég að nafni minn hafi aðvarað mig,“ segir Jón Frið- geir. Líkur föður sínum Þegar Jón Friðgeir er spurður hvort hann haldi að nafni hans hafi áhrif á þá ákvörðun að flytja burt segist hann ekki geta svarað því. „Ég er hins vegar fuhviss um að faðir minn hefði staðið með mér,“ segir hann. Jón Friðgeir viðurkennir að það sé stór ákvörðun að ákveða að taka sig upp og flytja frá stað þar sem hann hefur komið ár sinni svo vel fyrir borð. „Mörgum finnst þetta skrýtið," segir hann. „Þetta er bara spumingin um að þegja ahtaf. Ýmis- legt hefur komið hér upp sem mér hefur mislíkað varðandi ákvarðana- tökur bæjarstjómar og ég veit að ég er ekki einn um það hér í bænum. Mér fmnst að í bæ eins og Bolungar- vík, þar sem erfiðleikarnir era mikl- ir og menn standa ekki beint í biðröð- um að koma hingað, eigi bæjar- stjórnin að vera liðleg í samskiptum sínum við atvinnubfiö. Það verða að gilda ákveönar leikreglur í útboðs- málum. Þetta er ekki fyrsta málið sem bæjarstjórnin fer með eins og henni þóknast. í raun og vera er þetta verk í grunnskólanum ekki stórt. Það sem skiptir máh er aö þetta er innan- hússverk og með því gæti ég skaffað trésmiðum mínum áframhaldandi vinnu í vetur. Undanfarin ár hafa starfað hjá mér allt frá þijátíu upp í áttatíu menn eftir því hversu mikiö er að gera. Töpuð orrusta Mönnum finnst ég kannski of harð- ur í þessu máh. Ég lagði á mikinn pólitískan þrýsting eftir að ég frétti að minir menn stæðu gegn mér en varð samt undir. Orrustan er töpuð en stríðið ekki. Systir mín, Dódó (Halldóra), sem býr í Reykjavík, ræddi við mig og vildi meina að þetta mál kæmi illa við okkar góðu og samheldnu fjöl- skyldu. Henni finnst ég hafa gengið of langt og spurði hvort ekki væri hægt að miðla málum. Ég lét þess getið að póhtík og viðskipti væri eitt, fjölskyldan og vinir annað. Þá sagði hún að ég væri alveg eins og hann faðir okkar. Hún spurði hann eitt sinn af hverju hann væri svona harð- ur í viðskiptum við vini sína og fé- laga. Þá svaraði sá gamh: Elsku Dódó mín, viðskiptin eru í öðram vasan- um, vinskapurinn í hinum.“ Jón Friðgeir hefur aldrei boðið sig fram í póhtík en engu að síður hefur hann tekið þátt í stjómmálum. Hann hefur verið formaður Sjálfstæðis- félagsins lengst ahra og setið í hinum ýmsu nefndum. Valdabarátta í Víkinni? Þegar Jón Friðgeir er spurður hvort togstreita sé komin upp milli ætta í Bolungarvík segist hann ekki geta trúað því. „Hér era tvær ættir og i þeim eru komnir þrír ætthðir. Foreldrar mínir og foreldrar hinna voru mikhr vinir og samstarf þeirra á mihi með ágætum. Sumir. vilja halda því fram að eitthvað kraumi undir núna en ég er ekki kunnugur því.“ Þrír bræður Jóns Friðgeirs reka fyrirtæki Einars Guðfinnssonar en öhum eignum hans hefur verið skipt upp. Jón Friðgeir rekur eigið fyrir- tæki, sá fimmti rekur flutningafyrir- tæki í bænum og sá sjötti er búsettur í Reykjavík. Synir bræöranna, sem reka fyrirtæki Einars Guðfinnsson- ar, starfa einnig í fyrirtækjunum þannig að þriðji ætthðurinn er að komast til valda í Víkinni. Þar á meðal er Einar Jónatansson sem einnig er forseti bæjarsfjórnar og samfiokka frænda sínum, Jóni Frið- geiri. Fyrirtæki Jóns Friðgeirs gengur vel og aht atvinnulíf í Bolungarvík á fuhu, eins og hann orðar það. Gagn- stætt við önnur sjávarpláss virðast menn ekki kvarta í Víkinni þó hallað hafi undan fæti þar eins og annars staðar. Eins og ahir vita gengur verk- takabransinn upp og niöur á íslandi. „Ég hef verið heppinn því að mér hefur gengið vel,“ segir Jón Friðgeir. Öðruvísi bær Einar Guöfinnsson, faðir Jóns Friðgeirs, sem fæddur var í Litiabæ í Djúpi, kom til Bolungarvíkur árið 1924 og ástæðan var einungis sú að þaðan var styst á miðin. „Hér var verstöð á þeim tíma og aðeins örfáir sem bjuggu hér allt áriö,“ segir Jón Friðgeir. „Þegar ég var að alast hér upp eftir síðari heimsstyrjöldina byrjaði bærinn að stækka. Það hefur alltaf verið htið upp til Bolvíkinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.