Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 23
(• >;u :/<mo'jAi ; SEPTEMBER 1989. 35 vegna þess hve allt hefur gengiö hér vel. Samheldni hefur ráðið þar mestu meðal bæjarbúa og vonandi verður svo áfram. Ég held að mikil sjálfs- bjargarviðleitni sé hér í mönnum. Þó að fyrirtæki föður míns standi upp úr þá er hér mikið af smábátum og fiskverkunum þar sem menn vinna vel.“ Bolungarvík er aö mörgu leyti frá- brugðin öðruip bæjum á landinu. Þar finnst til dæmis ekkert Sambands- fyrirtæki og íbúar virðast búa vel því mikið er af nýjum og fallegum ein- býlishúsum. Allt frá fyrstu tíð hafa Bolvíkingar getað stært sig af fólks- fjölgun þar tii nú er íbúatala stendur í stað. „Það hefur verið töluverð hreyfing á aðkomufólki hér á síðustu árum. Á fyrri áratug fjölgaði hér mikið,“ segir Jón Friðgeir. Einar gamli skipti sér gjarnan af störfum sonar síns og fyrirtæki með- an hann lifði. „Það var oft gaman að honum,“ segir Jón Friðgeir. „Ef menn töluðu mikið saman þegar hann bar að ávarpaði hann venjulega á þá leið að hér gengi allt nema vinn- an. Hann var strangur og menn báru virðingu fyrir honum. Faðir minn gekk alltaf hér um með hatt á höfði.“ Byrjaði í brauðgerðarhúsinu Jón Friðgeir er fæddur 1931 og það var árið 1956 sem fyrirtæki hans var stofnað sem trésmíðaverkstæði og verktakastarfsemi. „Ég keypti gam- alt hús af föður mínum, setti upp trésmíðavélar og fékk einn mann í vinnu. í húsinu var áður bakarí, Brauðgerðarhús Bolungarvíkur hf.,“ segir Jón Friðgeir. Árið 1964 setti hann upp plastverk- smiðju og síðan jókst starfsemin, fyr- irtækið stækkaði og Jón Friðgeir byggði við gamla brauðgerðarhúsið. Nú ná byggingar hans á milli tveggja gatna og Jón Friðgeir hefur ekki hugmynd um hvert flatarmálið er orðið. í dag rekur Jón Friðgeir einn- ig verslanir bæði með byggingarvör- ur og húsgögn. Hann stærir sig af því að selja vörur sínar á sama verði og tíðkast í Reykjavík, jafnvel lægra. Jón Friðgeir hefur ávallt farið sjálfur til útlanda og keypt inn vörur og flyt- ur því beint inn án milliliða. Með þessu hefur hann náð verðinu niður. „Ég hef náð í stóran markað. Menn koma til mín af öllum Vestfjörðum. Verslunin er stór miðað við bæinn en starfsemin hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Jón Friðgeir. „Það er al- gengt að menn komi hingað frá Isafirði til aö versla. Þar sem ég kaupi húsgögn beint að utan fást þau ekki á öðrum stöðum og eru oft á mun lægra verði. Auk þess ligg ég kannski lengur með lager og hækka ekki þær vörur eins og margir aðrir. Ég hef líka selt húsgögn til Reykja- víkur,“ segir Jón Friðgeir stoltur. Harkaleg árás Eins og tíðkast í sjávarplássum á landsbyggðinni vinna bæjarbúar mikið. A götum sést varla hræða, enda næg vinna í frystihúsinu. Það fólk sem DV-menn ræddu við á göt- unni var sammála um að Jón Frið- geir hefði rétt fyrir sér í þessu máli og fannst fráleitt að hann færi úr bænum. Greinilegt var að mál Jóns hefur vakið mikla athygli í bænum. „íbúar hér horfa mikið á sjónvarp á kvöldin en við vorum að eignast „Faðir minn hefði stutt mig í þessu máli,“ segir Jón Friðgeir Einarsson sem tekið hefur við uppbyggingunni í Bolungarvík af föður sínum. Nú hyggst hann fara burt, ölium að óvörum. okkar fyrsta pöbb. Hér er golfvöllur og hann er mikið notaður. Áuk þess fara menn hér mikið á skíði á vet- urna og hestamennska er talsverð. Þeir sem hér eru uppaldir láta sér ekki leiðast. Við erum með góðan Lionsklúbb, hér er blómleg leiklist á veturna og mannlífið yflrleitt gott,“ segir Jón Friögeir. Hann segist þess vegna vera mjög sár og ekki síður undrandi yfir af- greiðslu og hörku í máh sínu. „Það lá mikið á að afgreiða þetta mál og frestur kom ekki til greina, sem er fátítt hér,“ segir hann. Jón Friðgeir játar að hér sé um ein- hvers konar árás á sig að ræða. Hann ætlar að hætta viðskiptum sínum við Sparisjóðinn og færa þau yfír til ísa- fjarðar og suður til Reykjavíkur. „Stjórnarmaður í Sparisjóðnum, sem er alþýðuflokksmaður, er einn af þeim sem stóðu að þessari aðför gegn mér ásamt aðstoðarsparisjóðsstjór- anum. Ég vil taka fram að samband við sparisjóðsstjórann sjálfan hefur verið með ágætum. Fyrir bæjar- stjórnarfundinn þegar málið var af- greitt beitti ég þrýstingi mínum til sparisjóðsstjórans svo hann gæti haft áhrif á sína menn. Ég sagði að mér fyndist það hörð atganga að menn hans ynnu gegn mínu fyrirtæki þar sem ég væri með öll mín viðskipti í þessum banka. Vegna þessa sagðist ég segja öllum mínum viðskiptum upp. Þetta dugði ekki til heldur. Sparisjóðsstjórinn svaraði því til að þá væri eðlilegt að ég borgaði upp skuldir fyrirtækisins við bankann. Ég hef unnið að þvi og get sagt það hér að ég er tilbúinn til þess,“ segir Jón Friðgeir. Vont mál Hann segist ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi sölu fyrirtækj- anna en segist ætla að selja á góðu verði og góðum kjörum. „Við gerum okkur grein fyrir því aö staðsetning- in er ekki metin háu verði.“ Jón Friðgeir segir að þessi mikla pressa, sem hann setti á málið, sé tóm stífni en engu að síður sé þetta hið versta mál sem hafi komið illa við sig og fjölskyldu sína. Jón Friðgeir á fjögur börn. Hann er tvíkvæntur en fyrri kona hans, Ásgerður Hauksdóttir, lést úr krabbameini árið 1972. Þau áttu þrjú börn og það yngsta var aðeins fimm ára er Ásgerður féll frá. Með síðari konu sinni, Margréti Kristjánsdótt- ur, á Jón Friðgeir tólf ára son. Jón Friðgeir vill ekki samþykkja að það sé frekja af hans hálfu að sætta sig ekki við þessi málalok. „Ég er kannski svolítið ýtinn fyrir mig og mitt fyrirtæki og vil gera sem besta samninga fyrir mitt fólk. Það vilja allir halda sínu. Ég hef aldrei fengið neitt hér á silfurfati. Verkin hef ég fengið þegar ég hef boðið lægst, enda bið ég ekki um að mér sé hyglað á einn eða annan hátt. Ég vil aðeins að farið sé eftir leikreglum. í þessu tiltekna máli var fimm aðil- um boðið að bjóða í verkið. Þetta var ekki opið útboð og samkvæmt ís- lenskum staöli á að semja við lægst- bjóðanda. Jón Friðgeir er lærimeistari þeirra tveggja ungu manna sem reka tré- smíðafyrirtækið Þrótt í Bolungarvík. Það var einmitt það fyrirtæki sem fékk verkið. Jón Friðgeir segir að það megi ekki taka sem svo að hann standi í deilum við Þrótt, síður en svo. „Ég vil aðeins að farið verði eft- ir reglum um útboð og stend fast á mínu,“ segir þessi stærsti verktaki landsins. En hvert er ferðinni heitið ef hann lætur ekki af hótun sinni? „Liggja ekki allar leiðir suður?“ -ELA LAUGÁrdÁgUR 9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.