Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 44
FR ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsíngar - Askrift - Dreifing: Sinmi 27022
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
Alfreð Þorsteinsson:
böggunarstöð
í Gufunesi
„Fólk, sem fengið hefur úthlutað
lóðum í Hamrahverfi, sótti á sínum
tíma um á þeim forsendum að öll
starfsemi viðkomandi sorpi myndi
leggjast niöur. Nú virðast þeir hins
vegar vera að fá sorpböggunarstöð í
næsta nágrenni," sagði Alfreð Þor-
steinsson, fulltrúi Framsóknar í
borgarráði, en hann lét bóka sérstök
mótmæli við fyrirhugaðri sorpbögg-
unarstöð í Gufunesi.
Á borgarráðsfundi voru samning-
ur borgarstjóra við hreppsnefnd
Kjalarnesshrepps um urðun sorps
og kaupsamningur á Álfsnesi sam-
þykktir með öllum greiddum at-
kvæðum. Alfreð hefur ekki atkvæð-
isrétt en lét bóka mótmæli. Þar for-
dæmir hann vinnubrögð borgar-
stjóra sem hafði hvorki samráð við
minnihlutann né sína eigin flokks-
bræður áður en samningurinn var
gerður.
Aifreð sagði í samtali viö DV að á
fundinum hefði komið fram að Hita-
veita Reykjavíkur mundi ekki yfir-
taka 70 milljónir af Hitaveitu Kjalar-
ness heldur væri upphæðin um 92
milljónir. -gse
Hundur fyrir bíl:
Beit sjúkraliðana
Hundur af poodle-tegund varð fyrir
bíl á Álfhólsvegi í Kópavogi í gær.
Hundurinn slapp óbrotinn en meidd-
ist eitthvað.
Hvutti var að sjálfsögðu reiður yfir
meðferðinni og þegar tveir vegfar-
endur ætluðu að hlúa að honum
gerði hann sér lítið fyrir og beit þá.
Þurftu þeir að fara á slysavarðstof-
una þar sem þeir voru sprautaðir við
stífkrampa. Hundurinn fór hins veg-
arádýraspítalann. -SMJ
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
Eppo fékk
flugleyfið
- flýgur til Grænlands á næstu dögum
Eppo með skeytíð góða, sem hann fékk sent frá dönskum flugmálayfir-
völdum i gær, í munninum. Hann segist vera búinn að þyngjast um 5
kíió eftir að hann kom til Reykjavikur. DV-mynd Hanna
Svifdrekakappanum Eppo Nu-
man barst loksins í gær jákvætt
svar frá dönskum flugyfirvöldum
um að hann megi fljúga yfir danskt
flugumferðarsvæði við Grænland
áleiðis til New York. Eppo segist
þurfa aö fá hagstætt flugveður fyr-
ir 18. september því nú liður að
vetri og fariö er að kólna í veðri.
„Ég veit ekki alveg hvenær ég get
fariö af stað en ég er alveg i skýjun-
um yfir þessu. Biöin var orðinmjög
löng og það er búið að taka mjög á
að sitja við símann og telefaxtækið
allan daginn til þess að þrýsta á
þetta langsótta leyfi - ég er meira
að segja búinn að þyngjast um 5
kflfó,“ sagði Eppo viðDV oghló við.
„Mínir möguleikar rýrðust mjög
þegar Lafitte þurfti að nauðlenda í
síðasta mánuði í Grænlandi - ég
hefði getað verið kominn af stað
fyrir iöngu. Þáð er langt siðan ég
útvégaði öll tæki, sem Danir krefj-
ast til flugsins, og nú er mér ekkert
að vanbúnaði - nema hvað ég bíð
eftir fylgdarflugmanninum mínum
og ég reikna með að það verði
Domiervél sem mun fylgja mér.
í fyrradag fór ég í könnunarflug
með Helga Jónssyni tii Kulusuk í
mjög góðu veðri og skoðaði aðstæö-
ur. Dagurinn í fyrradag hefði hent-
að mér mjög vel.
Ég hef heyrt aö Grænlendingar
séu heldur óhressir með að ég fijúgi
beint frá Kulusuk og yfir jökuiinn
tii Syðri-Straumíjarðar. Hins vegar
er óvist hvaöa leið ég fer og flýg
örugglega ekki yfir jökulinn nema
aöstæður séu heppilegar fyrir mig.
Ég beiö eftir hagstæðu flugveðri frá
Skotlandi til Færeyja í fjórar vikur
og sneri tvisvar sinnum við þannig
að þeir þurfa ekkert að vera hrædd-
ir um að ég passi mig ekki.
Ef ég kemst alla leið til New York
fyrir veturinn má ég teJjast mjög
heppinn. En þá næ ég því lang-
þráða takmarki að afhenda Sam-
einuðu þjóöunum tillöguna að 31.
grein mannréttindasáttmálans um
umhverfismál sem er megintil-
gangur þessarar ferðar sem hefur
staðið yfir í allt sumar.
Ferðin hefur kostaö mig ofijár -
hótelkostnaö, símreikninga, fylgd-
arflugvél, flugmenn, tryggingar og
fleira. Ég verð að viðurkenna að
ég er dálítiö geggjaður en það er
þó án þess að flana að neinu. Von-
andi verða einhverjir sem vilja
styrkja mig á leiöinni. Flugleiðir
hafa gefið mér góðan afslátt og svo
fékk ég góöa upphæð frá manni
sem vildi styrkja málefnið í
Stomoway á Skotlandi. Þeir pen-
ingar eru reyndar búnir núna en
þaö kemur dagur eftir þennan
dag,“ sagði hamingjusami flug-
maöurinn og æringinn Eppo Nu-
man.
-ÓTT
Fyrirskipa
handtöku
móðurinnar
Handtökuheimild hefur nú verið
gefin út á Hildi Ólafsdóttur, móður-
ina sem haft hefur átta ára gamla
dóttur sína í felum eins og DV hefur
greint frá.
Að sögn Hildar mun fyrrverandi
eiginmaður hennar hafa kært hana
og elstu dóttur þeirra til Rannsókn-
arlögreglunnar fyrir barnsrán.
Þær mæðgur segjast vera að bjarga
barninu frá slæmum aðbúnaði og
eina ráðið til þess sé að hafa telpuna
í felum á meðan verið sé að safna
gögnum gegn foðurnum. Hildur
reynir nú allar leiðir til að fá úr-
skurði dómsmálaráðuneytisins
hnekkt en hann var gegn óskum
Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Hildur hefur að undanförnu verið
á flækingi með barniö þar eð hennar
er leitað. Hún þverneitar að gefa sig
eða láta barnið af hendi þar sem það
sé ósk telpunnar litlu aö fá að dvelja
hér á landi hjá móður sinni og systk-
inum. -GHK
Seyðisfjöröur:
Fiskveiðasjóður
og Byggðasjóður
samþykkja leigu
Fiskveiðasjóður og Byggðasjóður
hafa samþykkt tilboð Gullbergs hf.
um að fyrirtækið leigi eignir þrota-
bús Fiskvinnslunnar Norðursíldar
hf. Það veltur því á Landsbankanum
hvort leigan veröur samþykkt end-
anlega en bankinn er stærsti kröfu-
hafinn. Mun ákvörðun bankans
liggja fyrir á mánudag. Fiskveiða-
sjóður á kröfur upp á 33 milljónir
króna en Byggðasjóður upp á rúm-
lega 20 milljónir. Heildarskuldir fyr-
irtækisins, miðað við sjö mánaða
uppgjör, eru 310 milljónir.
Leigutilboð Gullbergs hf. hljóðaði
upp á 3% af greiðsluverði afurða sem
unnar verða fram að áramótum en
þá rennur leigutilboðið út. Þar með
gætu leigutakar nýtt fyrirtækið fyrir
komandi síldarvertíð, auk þess sem
önnur fiskvinnsla yrði í gangi áfram.
-SMJ
LOKI
Það sannast á Eppo
að þrautseigjan vinnur
jafnvel á Dönum!
Stefnir í rigningu
Á morgun verður milt veður. Á Suöur- og V esturlandi gengur á með skúrum en á Norðaustur- og Austurlandi verður léttskýjað.
Á mánudag verður sunnanátt og rigning víða um land en síst á Norðausturlandi. Hitinn verður 8 til 12 stig.