Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Side 2
2
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Deila Steingríms viö Seölabankann:
Kjörnir fulltrúar
ráði en ekki
embættismenn
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra ítrekaði á fundi í gær þá
skoðun sína að Seðlabanki Islands
ætt að verða virkt sfjómtæki í hönd-
um ríkisstjórnarinnar. Hann sagöi
að kominn væri tími til að kjömir
fulltrúar fólksins fengju að ráða í
stað embættismanna.
Steingrímur sagði að stjórn Seðla-
bankans hefði ekki fylgt stefnu
stjórnvalda. Þegar ríkisstjórnin hefði
lagt á það áherslu á fundum með
stjóm bankans að raunvextir í
bankakerfinu yrðu lækkaðir í 6 til 7
prósent hefði bankinn framkvæmt
það með þeim hætti að ráðleggja við-
skiptabönkunum að taka upp kjör-
vexti. Þetta hefði leitt til þess að þó
að lægstu vextir í bankakerfinu væm
nú um 7 prósent þá fengju engir lán
á þessum kjömm. Jafnframt hefði
Seðlabankinn ráðlagt bönkum að
taka sérstakt 2 prósent álag vegna
skuldbreytinga. Því þyrftu fyrirtæki
í erfiðleikum að greiða um 9 prósent
vexti í bankakerfmu.
Steingrímur sagði aö ríkisstjómin
stefndi að því að vextir yrðu svipaðir
og þeir voru á árinu 1986. Þá vom
meðaltalsútlánsvextir í bankakerf-
inu um 5 prósent en inniánsvextir
um 0,9 prósent. Það að útlánsvextir
hefðu lækkað úr 10,3 prósentum í
fyrra í um 8 prósent nú taldi Stein-
grímur ekki nóg.
Steingrímur vildi taka fram að
gagnrýni hans á Seðlabankann væri
ekki persónuieg. Deila hans og
bankastjórnar byggðist á mismun-
andi skoðunum. Hans skoðun, og
fleiri í ríkisstjórninni, væri sú að
bankinn ætti að framkvæma stefnu
ríkisstjórnarinnar. Hann sagði að
rætt hefði verið um að færa bankann
undir fj ármálaráðuneytið í þessum
tilgartgi en engar tillögur þar um
væru skýrt mótaðar. Hann benti á
að með breytingum á lögum um
Seðlabankann á síðasta þingi heföi
verið sett inn ákvæði sem veitti
bankanum völd til að setja hámarks-
vexti. Það væri vilji ríkisstjómarinn-
ar að þessu ákvæði yrði beitt.
-gse
Deilt um gjöld af Helguvíkurhöfn:
Herinn vill ekki borga
„Þetta er eina upphæöin sem við
fáum af Heiguvíkurhöfn en við
leggjum þama til landsvæðL Það
er þvi ekki óeðlilegt aö viö fáum
eitthvað í staöinn. Þetta er sams
konar gjaldtaka og hefur tíðkast í
Straurasvík,“ sagði Guðfinnur Sig-
urvinsson, bæjarstióri í Keflavik,
en deila hefur komið upp á raiMi
bæjaryfirvaida í Keflavík og
birgðadeildar bandaríska hersins.
Hefúr herinn hreyft athugasemd-
um vegna fyrirætlana Keflvíkinga
um gjalttöku af Helguvíkurhöfn.
Telur herinn sér ekki skylt að
greiða vöragjald né önnur bafhar-
gjöld af uppskipun í Helguvíkur-
höfn en þar hefur eitt skip þegar
skipað upp 27.000 tonnum af olíu.
Sagði Guöfmnur að reikningar
hefðu verið sendir vegna þess en
vörugjald af þessari uppskipun er
um 2,1 milijón króna. 77 krónur era
teknar af hverfu tonni í vörugjald
þannig aö hann áætlaöi að þessi
gjaidtaka Keflvikinga gæti numið
um 5 til 8 milijónum á ári. Einnig
var sendur reikningur upp á
300.000 fyrir öðrum haöiargjöldum.
Sagði Guðfinnur að engin athuga-
semd hefði komið frá hemura
vegna reikninganna þannig að
menn eru að vona aö deilan sé
leyst.
Greinargerð hefur hins vegar
verið send til varaarmáladeildar
utanrikisráðuneytisins en Keflvík-
ingar vitna í samning frá 21. apríl
1983.
Að sögn Scotts Wilson, upplýs-
ingafúiltrúa hersins, dregur herinn
í efa réttmæti gjaldtökunnar og er
upphæðin, sem hér um ræðir,
250.000 dollarar. Embættismenn firá
Norfolk koma tfl Keflavíkur um
helgina og munu þeir fara yfir
máliö og er gert ráð fyrir niöur-
stöðuínæstuviku. -SMJ
Blýmengun í sandkössum:
Bömum ekki hætta búin
Niðurstöður rannsóknar Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur á blým-
engun í sandi í sandkössum þriggja
bamaheimila borgarinnar benda til
að bömum sé ekki hætta búin af
dvöl sinni á bamaheimilunum. Hins
vegar leiða niðurstöðumar í ljós að
um uppsöfnun á blýi í jarðvegi í
Reykjavík geti veriö að ræða.
Rannsóknin var framkvæmd
vegna tilmæla Foreldrasamtakanna
en þau höfðu kynnt sér niðurstöður
svipaðrar rannsóknar í Kaupmanna-
höfn. Sú rannsókn leiddi í ljós að
mikið magn af blýi var í jarðvegi
bamaheimila þar, allt að 470
millígrömm í hverju kilói jarðvegs.
í rannsókninni hér vora sýni tekin
úr sandkössum Valhallar við Suður-
götu, Barónsborgar við Barónsstíg
og Grænuborgar viö Eiríksgötu.
Þessi barnaheimili vora valin þar
sem þar var talin einna mest hætta
á blýmengun vegna nálægðar við
umferðargötur. Blýmagn í sandi á
þessum barnaheimilum var langtum
minna en niðurstöður rannsóknar-
innar í Kaupmannahöfn leiddu í ljós.
Blý hefur aðallega skaðleg áhrif á
taugakerfið og blóðmyndandi vefi
líkamans. Blý í meltingarvegi er
hættulegast litlum bömum þar sem
þau hafa ekki fullþroskað miðtauga-
kerfi.
Vegna vindasamrar veðráttu er
talið hugsanleg aö vindur dreifi
blýryki víða og því sé ekki verulegur
munur á mengun jarðvegs nálægt
umferðaræðum og fiær þeim. Er tal-
in ástæða til að rannsaka blýmeng-
unina nánar til að fá betri yfirsýn
yfir hversu mikil hún er. Þess má
geta að skipt er árlega um sand í
sandkössum leikvallanna vegna
mengunar af völdum katta. -hlh
Stuömenn og söluskatturinn:
Skattstjórinn sendi
málið til Reykjavíkur
„Jakob Frímann Magnússon og
Stuðmenn héldu þessa hátíð og þar
sem þeir eiga lögheimfli í Reykjavík
hef ég sent skattstjóra Reykjavíkur
gögn málsins,“ sagði Bogi' Sigur-
bjömsson, skattstjóri í Norðurlands-
umdæmi vestra.
Bogi sagðist ekki hafa haft laga-
heimfld tfl að kveða upp efnislegan
úrskurð um hvort Stuðmönnum ber
að greiða söluskatt af hátíðinni, sem
haldin var í Húnaveri um versluanr-
mannahelgina, eða ekki.
Bogi sendi einnig gögn vegna sam-
komu, sem Stuðmenn vora með í
Varmahlíð, til skattstjóra Reykjavík-
ur. Vitaö er að innheimtumenn ríkis-
sjóðs víðar á landinu bíða þess að
úrskuröur falli í þeim tveimur mál-
um sem hér vora nefnd.
Friðjón Guöröðarson, sýslumaöur
í Rangárvallasýslu, hefur sagt í sam-
tali við DV að hann bíði úrskurðarins
þar sem Stuðmenn hafi verið með
samkomu í sýslunni þar sem þeir
greiddu ekki söluskatt. Friðjón sagði
að hann væri ekki sáttur við það og
að málinu yrði fylgt eftir.
-sme
Danski stórmeistarinn Bent Larsen er hér á gangi á Öldugötunni ásamt
Þráni Guðmundssyni, fyrrverandi formanni Skáksambandsins, en Larsen
er kominn hingað til lands í skákleiðangur. Mun hann dvelja hér við undir-
búning að einvígi sínu við Margeir Pétursson og Jouni Yrjöla um sæti á
millisvæðamóti. Á morgun ætlar Larsen að tefla fjöltefli á Akureyri en á
þriðjudaginn verður hann í Kringlunni þar sem hann teflir við gesti og
gangandi. DV-mynd GVA
Umboðsmaöur Alþingis:
Vill skýringar
Ólafs Ragnars
Umboösmaður Alþingis, Gaukur
Jörundsson, hefur sent Olafi Ragnari
Grímssyni fiármálaráðherra bréf þar
sem hann óskar þess að ráðuneytið
skýri viðhorf sín vegna lokunar fyr-
irtækisins Steinar hf. Lögmaður
Steina, Hróbjartur Jónatansson,
kvartaði tfl umboðsmanns vegna
lokunaraðgerðanna. í bréfi sínu til
umboðsmanns sagði Hróbjartur
meðal annars að um valdníðslu og
mismunun hefði verið að ræða þegar
fyrirtækinu var lokað.
20. júní átti aö fara fram uppboð
vegna hins umdeilda söluskatts. Hró-
bjartur ætiaði aö verjast uppboðinu
í uppboðsrétti. 19. júní, eða daginn
fyrir uppboðið, komu inheimtumenn
og innsigluðu fyrirtækið. Neitaö var
að taka við ávísunum eða banka-
ábyrgð. Viku síðar var bankaábyrgð
tekin gfld.
í bréfi umboðsmanns Alþingis til
fiármálaráðherra er óskað skýringa
á þeim athugasemdum sem Hró-
bjartur Jónatansson gerði við að-
förina aö Steinum hf.
-sme
Fundu kjöt og vín
um borð í m/s Val
ÞóihaQur Aammdsson, DV, Sanðirkróki:
Menn á tveim bflum voru að
læðupokast við Sauðárkrókshöfú
kvöld eitt í byrjun síðustu viku.
Þeir koraust þó ekki upp með ólög-
legt athæfi sitt þar sem þefvísar
Krókslöggur uröu varar við grun-
samlegan burð mannanna á vam-
ingi úr flutningaskipi sem lá viö
bryggjuna.
I bflunum, sem stöðvaðir vom
áöur en þeir koraust út af bryggj-
unni, fundust á annað hundraö
flöskur afáfengi og 65 kiló af land-
búnaðarvörum, kjöti og mjólkur-
vörum.
Yfirheyrsiur leiddu í fiós aö gós-
sið var í eigu tveggja skipverja á
ms. Val sem lá við bryggjuna. Val-
ur hafði verið tollskoöaöur viö
komuna til Húsavfkur en ekkert
fundist. Frá Sauöárkróki hélt skip-
ið til Hafnarfiaröar þar sem fram
fór umfangsmikil tolleit en ekkert
fannst.