Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 4
4 íLAUGARBAGUR 16j SEPTEMBER 1986. Fréttir Versnandi hagur Sambandsins: Helmingur eigin fjár tapast og greiðslustaðan versnað Á síöustu þremur árum hefur eigiö fé Sambandsins rýrnaö um 1.900 milljónir eða rúmlega helming. Á sama tíma hafa skuldir fyrirtækisins vaxiö um 2.150 milljónir. Þá hefur velta fyrirtækisins dregist saman um 2.660 milljónir á sama tima. Þetta kemur fram þegar ársreikn- ingar Sambandsins undanfarin ár eru bornir saman. í árslok 1985 var/ svokallaö eiginfjárhlutfall Sam- bandsins 32 prósent. Þetta hlutfall gefur til kynna gjaldhæfni fyrirtæk- isins eöa hversu mikið af fjármunum þess megi tapast án þess að þaö bitni á lánardrottnum þess. Áriö 1985 voru Eimskipafélagið og Sambandið með svipað eiginfiárhlutfall. Um síðustu áramót var eiginfjár- hlutfall -Sambandsins komið niður í 15 prósent. Eiginfjárhlutfall Eim- skips var á sama tíma 37 prósent eða örhtið betra en á árinu 1985. Árið 1985 var eigið fé Sambandsins helmingi meira en Eimskips. Um síö- ustu áramót var eigiö fé Eimskips um rúmlega 30 prósent meira en Sambandsins. Árið 1985 var svokailað veltufjár- hlutfall Sambandsins 1,12. Veltufjár- hlutfall gefur til kynna hæfni fyrir- tækisins til að inna af hendi nauð- synlegar greiðslur í nánustu framtíð. Því hærra sem hlutfallið er þvi auð- veldara á fyrirtækið með að standa við skuldbindingar sínar. Ef þetta hlutfall fer niður fyrir 1,00 má draga þá ályktun að fyrirtækið muni þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til að standa við sínar skuldbingar. Um síðustu áramót hafði veltufjárhlut- fall Sambandsins hrapað niður í 0,83. Þaö er því ljóst að það á í greiðsluerf- iðleikum. -gse Réttir Réttardagur Skarðar. í Gönguskörðum Reynistaðar. í Staðarhr. sunnud. sunnud. 17. sapt. 17. sept. uppúr hád. síðdegis Laufskálar. í Hjaltadal Hlíðarr. í Bólstaðarhlhr. laugard. sunnud. 30,sept. 24. sept. upp úr héd. upp úr hád. Víöidalstungur. i Viðidal laugard. 30. sept. uppúr hád. Fjárbændum fækkar: Erfiðara að fá menn í Magnús Ólafssan, DV, A-Húnavatnssýslu: Göngur hafa staðiö yfir í liðinni viku í húnvetnsku afréttunum. Fjár- bændum hefur fækkað á undanfóm- um árum en afréttimar eru' eins víð- lendar og áður. Því gerist erfiöara meö hveiju ári að fa menn til allra þeirra starfa sem þama þarf að sinna og ef fjárbændum og fénaði. á að fækka enn meir, eins og sumir vilja, vaxa erfiðleikamir Viö að manna þennan þátt búskaparins. En flestum þykir gaman að fara í göngur og margir burtfluttir sveita- göngur menn og kaupstaðabúar koma á hverju hausti til þess að taka þátt í göngum og réttum. Sem dæmi um hvaða gangnaskil- um menn þurfa að sinna þessa dag- ana má nefna að 8 bændur í Sveins- staðahreppi em með menn í undan- reið en þær göngur taka 6 daga. Sjö af þessum bændum þurfa einnig að senda mann samtímis í fjögurra daga göngur og nokkrir em með smærri gangnaskil sömu daga. Réttarstörf hefjast í Undirfellsrétt á hádegi fóstu- daginn 16. sept. Samdráttur Sambandsins Erlendur Velta Velta Sambandsins hefur dregist saman úrl 8.927 millj. kr. í 16.267 millj. kr. á þremurárum miðað við verðlag ársins 1988. Guðjón 31.12.1985 31.12.1988 DVJRJ Jóhanni boðið á stórmót í janúar Jóhann Hjartarson, sem nú teflir á stórmótinu í Tilburg, verður meðal þátttakenda á hinu árlega Hoogovéns-stórmóti í Wijk aan Zee f Holiandi en mótiö verður í byrjun næsta árs, nánar tiltekið frá 12. til 28. janúar. Er greinilegt að Jóhann er vinsæll meðal mótshaldara enda frægur fyrir annaö en jafiitefii. Jóhann teflir í A-flokki á mótinu sem er óhemjusterkur enda í 14. styrkleikaflokki. Þátttakendur era - (elo-skákstig innan sviga): S. Ag- destein frá Noregi (2605), V. Anand frá Indlandi (2555), M. Dlugy frá Bandaríkjunum (2530), Y. Dok- hoian frá Sovétríkjunum (2570), Jóhann (2555), V. Ivanchuk frá Sov- étríkjunum (2660), V. Kortsnoj frá Sviss (2655), R. Kuijf frá Hollandi (2530), F. Nijboer frá Hollandi (2475), J. Nunn frá Englandi (2540), J. Piket frá Hollandi (2540), L. Port- ish frá Ungvetjalandi (2600), N. Short frá Englandi (2660) og J. Tim- man frá Hollandi (2635). -SMJ Gangnamenn ýr Ás- og Sveinsstaðahreppum að leggja á Grimstunguheiði á þriðjudaginn. Þeir komu með féð til rétta i gær. DV-mynd Magnús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.