Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 9
9
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989.
iíor ■ - ■ . -- 11 ■ ■■ i
Sælkerinn
Gamli og nýi tíminn.
„Svona gerum
við þegar við brugg-
um okkar bjór"
- í heimsókn hjá þýskum bruggurum
Eftir 77 ára bjórbann er loks búiö
að heimila sölu á áfengum bjór hér
á landi. Bjór hefur hins vegar veriö
bruggaður hér á landi í aldaraðir.
Á 15. og 16. öld var fluttur inn bjór
hingað til lands frá Þýskalandi. Þjóð-
verjar hafa löngum verið taldir úr-
vals bruggarar og þýskur bjór heims-
frægur. Líklegast má m.a. þakka Vil-
hjálmi IV, hertoga af Bæjaralandi,
hve vinsæll þýskur bjór hefur orðið.
Árið 1516 setti hann lög þess efnis
að ekki mætti nota neitt annað í öl
en bygg, humla og vatn. Þessi laga-
grein hefur veriö kölluð „hreinleíka-
boðið“ og er elsta löggjöf sem vitað
er um er varðar matvælaframleiðslu.
Þessi lög eru enn í fullu gildi í Þýska-
landi. Þjóðverjar lentu í deilum við
önnur lönd Efnahagsbandalagsins
fyrir nokkrum árum þar sem þeir
fóru m.a. fram á það að önnur lönd
bandalagsins brugguðu bjór sam-
kvæmt hinu gamla „hreinleikaboði".
Þessari kröfu Þjóðverja var hafnaö.
Það má því segja að þýskur bjór sé
hrein náttúruafurð þar sem ekíd eru
notuð nein aukefni í hann. Það þarf
því engan að undra að Þjóðverjar eru
með mestu bjórdrykkjumönnum í
heiminum.
Árið 1987 drakk hver Þjóðverji 144
Utra af bjór en aðeins 21 lítra af víni.
Mest dí ekka samt Þjóðverjar af kaffi
eða 184 Utra á hvem íbúa og þeir
drekka aðeins 76 Utra af gosi. I flest-
um löndum heims eru ein eða tvær
bjórtegundir ráðandi á markaðnum.
í Danmörku eru það Carlsberg og
Tuborg. í Þýskalandi eru hins vegar
yfir 1000 brugghús starfandi og á
markaðnum era yfir 120 tegundir af
bjór. Það má segja að hver borg,
hvert landsvæði eða sýsla hafi „sinn
bjór“. í Hamborg drekka menn t.d.
Holsten-bjór. Fyrir nokkrum árum
átti Sælkerasíðan kost á því að heim-
sækja brugghús í Suður-Þýskalandi.
Þá mátti sjá bruggarana í hvítum
samfestingum og stígvélum á þönum
um brugghúsið.
Sælkerasíðan var á ferð í Hamborg
fyrir skömmu og heimsótti þá meðal
annars Holsten-brugghúsið. Oel-
schlager yfirbruggari var svo vin-
samlegur að sýna okkur verksmiðj-
una. Nú sáust ekki neinir bruggarar
að störfum, hvar voru þeir eiginlega?
Jú, Oelschlager yfirbruggari benti
okkur góðfúslega á að nú sætu þeir
í stjórnstöð og fylgdust með á tölvu-
skjám. Verður þessi nýmóðins bjór
eins góður og sá gamh?
„Já, mikil ósköp, hann er betri,"
svaraði Oelschlager, „og gæðin verða
jafnari. Hins vegar erum viö alls ekki
búnir að leggja niður skynmatið. Við
tökum prufum af öhum bjór, sem fer
út úr húsinu, og brögðum á hon-
um.“ En hvað er mikilvægast við
bruggun góðs bjórs?
„Vatnið skiptir auðvitað miklu
máh,“ svaraði Oelschlager, „og við
hjá Holsten erum þaö heppnir að fá
Sælkerinn
Sigmar B. Hauksson
ljómandi vatn úr neðanjarðarUnd
sem er hér skammt frá. Annað sem
skiptir ekki minna máU er gerið. Hjá
Holsten framleiðum við okkar ger
sjálfir því það er ekki hægt að nota
neitt annað en fyrsta flokks ger. Síð-
an er það auðvitaö hreinlætið. Nú
orðið kemur mannshöndin varla
nokkurs staðar nærri við bruggun-
ina. Bjórinn er bruggaður í lokuðu
kerfi ef svo má segja.
Annars byggist bjórbruggun á
fjölda smáatriða, öllum þessum smá-
atriðum verður að framfylgja, ann-
ars er voðinn vís.“ Oelschlager yfir-
bruggari brosir og heldur áfram:
„Það má eiginlega segja að það þurfi
þýska nákvæmni til að brugga góöan
bjór.“ Eins og flestir bjórunnendur
vita er hægt að fá Holsten-bjór á veit-
ingahúsum hér en enn sem komið
er þessi ágæti Hamborgarbjór ekki
til sölu í verslunum ÁTVR.
Holsten-brugghúsið var stofnað
1879 af Hansakaupmönnum. Sama
fjölskyldan hefur átt fyrirtækið frá
upphafi enda þótt nú sé það hlutafé-
lag. Holsten verksmiðjan selur bjór
til yfir 50 landa og er Holsten-bjórinn
sérstaklega vinsæll í Englandi.
Holsten-verksmiðjan er stærsti bjór-
útflytjandinn í Þýskalandi í sölu til
Evrópulanda. Holsten-bjórinn er
ekta norður-þýskur bjór og virðist
faUa Norðurlandabúum vel í geð en
hann er t.d. mjög vinsæU í Svíþjóð.
Því er haldið fram að bjór sé fit-
andi og leynist sannleikskorn í þeirri
fullyrðingu. Meðal bjórtegunda, sem
Holsten-verksmiðjan bruggar, er
svokallaður Dry Bier eða þurr bjór,
það er að segja ósætur bjór.
Að mati Sælkerasíðunnar var þessi
bjór sérlega ljúffengur og frískandi
og er vonandi að hægt verði að fá
hann hér á landi hið bráðasta. Það
er döpur staðreynd en þó sönn að
flestir bjórunnendur veröa að hugsa
um Unumar. Já’lífið er ekki bara
dans á rósum.
HAUSTONN 1989
ÍSLENSK
málfræði, stafs.
ÍSLENSKA
fyrir útlendinga
DANSKA1.~4.fl.
NORSKA1 .-4. fl.
SÆNSKA1 .-4. fl.
LATÍNA
GRÍSKA
STÆRÐFRÆÐI
ENSKA1 .-5. fl.
ÞÝSKA1 ,~4. fl.
FRANSKA1 .-4. fl.
ÍTALSKA1 .-4. fl.
ÍTALSKAR BÓKMENNTIR
SPÆNSKA1 .-4. fl.
HOLLENSKA
PORTÚGALSKA
HEBRESKA
TÉKKNESKA
RÚSSNESKA
KÍNVERSKA
VÉLRITUN
FATASAUMUR
SKRAUTSKRIFT
POSTULÍNSMÁLUN
BÓKBAND
BÓKFÆRSLA
MYNDBANDAGERÐ(vidoe)
LEÐURSMÍÐI
HLUTATEIKNING
DANSKA, NORSKA, SÆNSKA fyrir 7-10 ára börn, til að viðhalda kunnáttu þeirra
barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum.
! aimermum ílokkum verður kermt einu siimi eða tvisvar í viku, ýxnist 2, 3 eða 4 kermslustundir í senn
í 11 vikur. Kennsla fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA, LAUGALÆKJARSKÓLA, GERÐUBERGl og ÁRBÆJAR-
SKÓLA.
Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við iimrinm.
Kennsla hefst í byrjun október.
Innritun fer fram 20. og 21. september kl. 17-20 í
Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Smurstöðin okkar er í alfaraleið við Laugaveginn.
Við þjónustum allar tegundir fólksbíla, jeppa
og flestar gerðir sendibíla.
Mjög stuttur biðtími. — Þrautþjálfaðir fagmenn.
Snyrtileg veitingastofa. — Smávöruverslun með
ýmsan aukabúnað og hreinlætisvörur fyrir bílinn.
ALLIR EIGA UID UM LAUGAVEGINN
HEKLAHF
Laugavegi 170-174 Slmi 695500-695670 *
• l_________________ _____________________________[•