Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 11
LÁUGARDAtiUR 16. SEPTEMBER 1989. 11 Þaö er skynsamtegra fyrir leikhúsfólk að standa saman á erfiðum tímum í stað þess að níða hvert annað niður, segir Inga Bjarnason. DV-mynd KAE Leikhúsið skortir siðfræði - segir Inga Bjamason leikstjóri o „Leikstjóri hefur í raun aöeins skyldur við leikhúsið; sýninguna og leikarana. Leikstjóri, sem eyðileggur eigin sýningu, er eitthvað ruglaður. Þetta hafði ég að leiðarljósi þegar deilumar komu upp á Akureyri í vetur,“ segir Inga Bjamason leik- stjóri í samtali við DV. Gagnrýni hefur verið talsverð undanfarið á leiklistarstarfsemina í landinu og ekki séð fyrir endann á þeim málum. Inga Bjamason er ein þeirra sem hafa verið í sviðsljósinu bæði vegna deilna á Akureyri sl. vetur og vegna uppfærslu hennar á leikritinu Mac- beth. Vandamál í hverri uppfærslu „Ég neitaði að taka þátt í fjölmiðla- umræðunni sl. vetur, einfaldlega vegna þess að það er ekki rétti vett- vangurinn. Leikstjórum finnst oft ýmislegt athugavert við leikara og öfugt. Upp koma alls kyns vandamál í hverri uppfærslu, að hlaupa með þau í blöðin gerir ekkert annað en að eyðileggja leikhúsið," segir Inga. Síðasta leikár var erfitt fyrir leik- listarlífið í landinu. Heitar deilur urðu á Akureyri sem enduðu með uppsögn leikhússtjórans. Leikritið Dagur vonar var tekið upp í sjón- varpi undir stjóm annars leikstjóra en með helmingi leikaraliðs úr sýn- ingu LR. Hver sýningin af annarri í Þjóð- leikhúsinu féll og þjóðleikhússtjóri og leikhúsráð voru sökuð um lélegt verkefnaval og vanstjóm. Inga segir að tímabært sé að gera eitthvað til bjargar leiklistarlífinu í landinu. „Við verðum að bregðast við þessu innan stéttarinnar; leikhúsfólk verð- ur að taka höndum saman. Ég hef þungar áhyggjur af Þjóðleikhúsinu og framtíð þess. Það breytir htlu að kalla sífellt ráð og stjóra til ábyrgðar því ábyrgðin hggur hjá fleirum. Reyndar hef ég áhyggjur af leik- húslífinu almennt. Leikhúsið hefur tapað áhorfendum síðustu ár og vil ég kenna um tíðarandanum og sið- leysi innan stéttarinnar. Við höfum vanrækt uppeldishlutverk okkar. Tónhstin bætir sífellt við sig áheyr- endum og tónhstarskólamir fyhast á haustin. Markvisst tónhstaruppeldi stuðlar að framgangi tónhstarlífs í landinu. Það sama ætti aö gilda um leikhstina en við megum ekki lengur koma inn í skólana og kynna ný verk. Þessu til viðbótar er búið leggja niður skipulagðar skólasýningar í leik- húsunum. Ég segi stundum að undir- stöðuatvinnuvegimir séu þrír; sjáv- arútvegur, landbúnaður og hstin. Takmarkið er að framleiða verðmæti og það gerir hstin.“ Skortir siðfræði Að sögn Ingu skortir siðfræði inn- an leikhússins. Fólk kemst upp með að níða hvert annað niður opinber- lega í stað þess að leysa hlutina innan síns hóps. „Þessi mál hafa tekið alvitlausa stefnu þegar leikstjórar era famir að tjá sig opinberlega um einstaka leikara. Svona vinnubrögð em út í hött og þvílíkt siðleysi að það tekur engu tah. Það er líka siðlaust að taka verkefni eins leikstjóra og flytja yfir á annan miðil með öðmm leikstjóra og leikumm að hluta til. Leikarar geta ekki stokkið úr ruhum sínum og endurskapað aht aftur, kannski eftir fimm ár en ekki með mánaðar- milhbih. Við þurfum að rannsaka hver höfundarréttur leikstjórans er. Siðferðilega er þetta hættulegt því að það drepst eitthvað í manni. Ég uppliíði martraðir í marga mánuði eftir að ég kom að norðan. Þess vegna vh ég ekki að svona nokkuð komi fyrir aftrn-. Það má aldrei setja leik- ara eða leikstjóra í þá aðstöðu að svíkja sína samstarfsmenn. Það sem vantar í leikhúsið er siðbót. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að hver uppfærsla stendur ein og sér en við þurfum að vinna saman um ókomin ár. Því er skynsamlegra fyrir okkur sem manneskjur og fyrir leik- húsið í hehd að vinna saman og halda okkar erjum innan okkar hóps.“ Inga segir að hvorki leikári né leik- stjóri geti gert góða hluti ef andrúms- loftið sé lævi blandið. Oftast sé gam- an að vinna í leikhúsi en þegar hlut- imir gangi iha sé vinnan hreint hel- víti. Leikstjóri hafl algert vald - En hvað gerðist á Akureyri? „Mín fyrstu mistök vom þau að ég valdi ekki leikarana sjálf en það ætti leikstjóri ahtaf að gera. Þar af leið- andi er leikstjóri kominn í erfiða aðstöðu því hann passar með einum manni en ekki öðrum. Leikstjórinn þarf að hafa algert vald þótt hann eigi aldrei að beita því. Við voram búin að vinna í mánuð hér fyrir sunnan og ég var búin að grann- leggja aht verkið. Erfiðleikarnir á æfingatímanum mögnuðust upp fyr- ir norðan og að lokum kom leik- hússtjóri inn í sphið. Hann ber mikla og þunga ábyrgð í þessu máh. Hann var gerður að aðstoðarleikstjóra verksins og það átti að getá gengið. Starf aðstoðarleiksfjóra felst aðal- lega í því að skrifa niður nótur fyrir leikstjóra en hann fór aht í einu að gefa nótumar sem sínar. Upp frá því kom krafa ff á leikurum um að hann yrði meðleiksljóri sem var rangt, og það viðurkenndi hann í votta viður- vist. Það var orðið fuhkomlega óvinn- andi við þessar aðstæður. Þegar búið var að lýsa sýninguna aha og aht nær tilbúið bauð ég að halda ákveðinn frumsýningardag ef ég fengi fuh- komið vald. Enginn þorði að taka af skarið og þá brást leikhússtjórinn og leikhúsráðið. Ég leit svó á að ég hefði skyldur við fátækt leikhú? og skhdi því aha mína vinnu eftir í höndum aðstoðarleikstjóra og fór.“ Inga segir að ákvörðunin um að fara hljóðalaust hafi eingöngu verið tekin með tihiti th hagsmuna Leik- félags Akureyrar. Hins vegar hefði verið skynsamlegra að setja lögbann á sýninguna strax. Leikstjórafélagið hafði ýmislegt að athuga við fram- gang mála og vhdi grípa th aðgerða. Lögfræðingur sendi skeyti „Lögfræðingur félagsins sendi af- skaplega hógvært skeyti þar sem far- ið var fram á - ekki krafist - að nöfn- in okkar væra tekin út í kynningú verksins. Lögfræðingurinn hringdi norður á fostudegi, sendi skeytið á mánudegi en frumsýningin var á fimmtudegi. Með þessu var gefinn góður frestur og einnig hitt að skeyt- ið var þannig orðað að auðvelt var að hafna því. Svo heyrir maður að þetta skeyti hafi komið á lokaæfing- una og einungis th að eyðheggja leik- ritið. Þetta var túlkað sem hefnd en viðbrögð okkar vora ahs ekki hugsuð þannig. Því th stuðnings má nefna að ég skhdi aha mína vinnu eftir og leiðbeindi aðstoðarleikstjóra áður en ég fór. Það var bara verið að móast við th að sýna fram á að svona færi maður ekki með fólk.“ Inga telur þær breytingar, sem orð- ið hafa á leiklistinni í landinu, ekki th góðs. „Nú er farið að selja allt í einum pakka. Vinnustaðir fara í heh- um hóp út að borða, síðan í leikhús að sjá eitthvað létt og þaðan að dansa. Ég held að þetta sé röng stefna. Við eigum að ná th einstaklingsins en ekki reyna að plata leikhúsinu inn á fólk af því það vih gjaman fara út að skemmta sér með vinnufélögum sínum. Nú á allt að vera svo fjandi létt og skemmthegt. Leikhúsið er í harðri samkeppni við ahs kyns drasl sem boðið er upp á fólki til skemmt- unar. í sannleika sagt finnst mér að við lifum á menningarfjandsamleg- um tímum.“ -JJ wn DMSSwLm Takmarkaður fjöldi nemendaí hverjum tíma HAFNARFJÖRÐUR Kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 Sími 65-22-85 Reykjavík Kennum í Ármúla ija Sími 38830 Raðgreiðslur VISA 1 Félagar í FÍD og DÍ Innritun frá kl. 13-20 Kennsla hefst 18. september Barnadanskennsla Gömlu dansa kennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Suðuramerískir Rokk/tjútt Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.