Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 14
14
Frjálst,óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð;
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Gera vondan banka verri
Sem oftar haföi forsætisráðherra rangt fyrir sér, þeg-
ar hann leitaði dæma til stuðnings gremju sinni í garð
Seðlabankans. í útlöndum eru seðlabankar alls ekki
eins þjónustuliprir og ráðherrann lýsti og allra sízt
Seðlabankinn í Bandaríkjunum, sem er afar sjálfstæður.
Meðan Reagan var við völd í Bandaríkjunum og rak
þar ábyrgðarlitla seiðkarlastefnu í efnahagsmálum,
svona á svipaðan hátt og Steingrímur Hermannsson
gerir hér, stóð Volcker seðlabankastjóri eins og klettur
úr hafmu og varðveitti skynsemina í brotsjóunum.
Flest vestræn lönd reyna að stæla seðlabanka Banda-
ríkjanna og Vestur-Þýzkalands, þar sem hæfustu menn
eru fengnir til að gæta þess, að óskhyggja skammlífra
ríkisstjórna skoh ekki þjóðarhag á glæ. Meðal þessara
landa eru Norðurlönd, öll nema útkjálkinn ísland.
Margt er við Seðlabankann á íslandi að athuga, en
einmitt ekki það, sem veldur gremju forsætisráðherra.
Seðlabankinn hefur alls ekki lagt stein í götu ríkis-
stjórna, heldur gert sér far um að þjónusta sérhverja
þá ríkisstjórn, sem að völdum hefur setið.
í stað þess að gæta skynseminnar sem klettur í
brotsjóm ábyrgðarlítilla seiðkarla, hefur Seðlabankinn
hagað seglum eftir vindi og þjónustað verðbólguhvetj-
andi aðgerðir þeirra. Verst er, að bankinn hefur prentað
peningaseðla eftir þörfum sérhverrar ríkisstjórnar.
Þar á ofan hefur Seðlabankinn tekið þátt í að rugla
dómgreind þjóðarinnar með því að hafa forustu í notkun
stofnanamáls, þar sem gengislækkanir heita gengis-
breytingar og lánaforgangur gæludýra heitir frysting
innlána, aht til að dylja veruleikann fyrir fólki.
Formaður bankastjórnar Seðlabankans er réttilega
gagnrýndur fyrir að hafa lá'tið bankann vaxa samkvæmt
Parkinsonslögmáli á þrjátíu árum upp úr skrifborðs-
skúffu í Landsbankanum í að verða að svörtum stein-
kastala með hálft annað hundrað manna á launum.
Þar á ofan hefur formaður bankastjórnarinnar haft
forustu um að venja forstjóra og aðra yfirmenn í þjóð-
félaginu á óþarflega mikinn persónulegan lúxus, svo
sem í skrifstofubúnaði, bílaútgerð, laxveiðum og veizlu-
höldum. Of margir vilja herma eftir Seðlabankanum.
Gagnrýnendur Seðlabankans hafa rétt fyrir sér, þegar
þeir gagnrýna þaulsetur bankastjóra. Auðvitað ætti
Jóhannes Nordal að vera hættur fyrir löngu. En gallinn
er bara sá, að gagnrýnendur eru ekki að hugsa um að
fmna betri mann, heldur að finna sinn mann.
Stjórnmálaforingjar eru að eyðileggja Seðlabankann.
Annars vegar gera þeir það með því að troða í banka-
stjórastólana stjórnmálamönnum, sem taldir eru þurfa
hægan sess að loknum erilsömum ferh. Hins vegar gera
þeir það með því að heimta aukna þægð bankans.
Pólitískir bankastjórar minnka reisn bankans, draga
úr sjálfstæði hans og sjálfstrausti og gera hann háðari
hvers konar rugli, sem efst er á baugi á stjórnarheimil-
inu hverju sinni. Þeir eru næmir fyrir kröfum ráðherra
um hlýðni bankans við sjónhverfmgar ríkisstjórna.
Eini kosturinn við núverandi formann bankastjórnar
Seðlabankans er, að hann situr í sæti, sem annars gæti
verið fyllt einhverjum Sverri Hermannssyni, Steingrími
Hermannssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni eða öðrum riddara íslenzkra burtreiða.
Enginn banki er svo vondur, ekki einu sinni Seðla-
bankinn, að forsætisráðherra og aðrir foringjar geti
ekki gert hann verri með að fá vilja sínum framgengt.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989.
Uppskeruvélarnar raða sér upp á akri bandarísks stórbús.
Lífræn ræktun fær
hagkvæmnivottorð
Deilan um notkun lifrænna eða
ólífrænna efnasambanda og að-
ferða við ræktun matvæla, jafnt úr
jurtaríki og dýraríki, hefur fram til
þessa einkum snúist um heilnæmi
afurðanna. Áhangendur lífrænnar
ræktunar telja augljóst að óholl-
usta fylgi því að menn og búpening-
ur, sem gefur af sér mannamat, fái
í líkamsvefi efnasambönd ættuð úr
áburði búnum til með kemískum
aðferðum í efnaverksmiðjum og úr
margvíslegu eitri sem beitt er til
að halda meindýrum í skefjum. Við
þessa efnamengun fæðunnar megi
losna með því að beita húsdýra-
áburði og rotnunaráburði tii að
glæða uppskeruna og vinna með
náttúrunni sjálfri að því að halda
smádýraplágum í skefjum.
Faraldsfræðilegar rannsóknir til
að ganga úr skugga um hollustu
fæðu, eftir því hvort hún er sprott-
in af húsdýraáhurði eða efnasam-
böndum úr áburðarpoka, eru tor-
unnar og tímafrekar. Hitt fer ekki
milli mála, að notkun tilbúins
áburðar og skordýraeiturs í stórum
stíl í landbúnaði er tekin að valda
umhverfisspjöllum í jarðvegi,
vötnum og innhöfum og eru því
ráðstafanir til að stemma stigu við
efnaaustri á bújarðir á döfinni víða
í þétt setnum og þaulræktuðum
löndum.
En fram til þessa hafa stjórnvöld
hvarvetna gengið að því sem vísu
að tæknivæddu búskaparhættimir
hefðu hagkvæmnina með sér,
ódýrara sé að framleiða korn og
kjöt með liðsinni tilbúins áburðar
og skordýraeiturs en með þróuðum
afbrigðum gömlu ræktunaraðferð-
anna sem bændur studdust við áð-
ur en tækniöld rann upp.
Þessu er ekki þannig varið, segir
nú Búnaðarmálaráð Vísindaaka-
demíu Bandaríkjanna. Niðurstaða
ráðsins af áralangri samanburðar-
rannsókn er að ekki verði séö að
framleiðni vel rekinna búa liði fyr-
ir að þar sé notaöur lífrænn áburð-
ur úr haugum í stað kemísks úr
pokum og víxlræktun í staö skor-
dýraeiturs.
Það hefur blekkt menn við hag-
kvæmnisamanburðinn til þessa,
segir í skýrslu bandarísku búvís-
indamannanna, að styrkjakerfi
Bandaríkjastjómar hefur verið
hliðhollt stóiframleiðendum, eink-
um á komi, sem beita tilbúnum
áburði og skordýraeitri til að ná
hámarksuppskeru. Þetta á ekkert
skylt við raunverulega hagkvæmni
fyrir þjóðarbúið. Ríkið greiðir til
dæmis nú einn dollar í styrk á
hveija skeppu af maís, hvort sem
markaður er fyrir afurðina eða
ekki.
Væru styrkimir skertir, segja
Erlendtíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
skýrsluhöfundar, yrði ekki lengur
hægt að gera svona út á ríkissjóð,
framleiðsla og eftirspurn leituöu
jafnvægis, sem yrði til þess að af-
uröaverð til meðalbónda myndi
hækka og afkoma batna almennt í
bandarískum landbúnaði. Það yrði
svo bændum hvati að taka upp þró-
aða, lífræna ræktunarhætti.
Ríkiö myndi spara sér styrkja-
greiðslur, sem þetta árið nema 13,9
milljörðum dollara. Áhrif á matar-
verð til neytenda yrðu ekki stór-
vægileg hvað maísinn snertir því
hann kemur að jafnaöi inn í vöru-
verðiö sem lítið brot af kostnaði í
framleiðslu unninna afurða.
Svo bregður nú við að landbúnað-
arráðuneyti Bandaríkjanna, sem
fram til þessa hefur htið ræktun
með lífrænum aðferðum hornauga,
tekur fagnaði skýrslunni frá Bún-
aðarmálaráði Vísindaakademí-
unnar. Aöstoðarráðherrann sem
fer með mál rannsókna og fræðslu
í landbúnaði, dr. Charles Hess, seg-
ir skýrsluna koma á réttum tíma,
þegar almenningur lætur sig miklu
varöa að matvæh séu laus viö skað-
leg efni og vatn hreint. Hún verði
notuð við nýja stefnumótun.
Á þingi var plagginu sömuleiðis
vel tekið. Framundan er á Banda-
ríkjaþingi undirbúningur nýrrar
stefnumótunar í landbúnaðarmál-
um. Þar munu mjög koma við sögu
vaxandi áhyggjur almennings af
umhverfisspjöllum af völdum
tæknivædds landbúnaðar, tor-
tryggni í garð aðskotaefna í mat-
vælum og óánægja með styrkja-
austur úr ríkissjóði, aðallega í vasa
eigenda fyrirtækja í stórrekstri.
Afurðir hjarða og uppskera af
flatareiningu þurfa alls ekki aö
réna við lífræna ræktunarhætti og
þess eru ýmis dæmi að afrakstur
búa hafi aukist viö breytinguna,
segir í skýrslu Búnaðarmálaráðs-
ins. Breiöist þessir breyttu búskap-
arhættir út hljóti af að spretta bætt-
ur hagur bænda almennt og veru-
legur ávinningur í umhverfisvernd
þjóðinni ahri til handa.
Náttúrlega búskaparstefnan mið-
ar að því í senn að halda tilkostn-
aði búanna niðri, forðast náttúru-
níðslu og stuðla að sem heilnæm-
ustu viðurværi manna. Markmið-
unum er fyrst og fremst náð með
því að útrýma úr búrekstrinum
notkun eiturefna og lyíja eða að
minnsta kosti halda henni í algeru
lágmarki.
Góður árangur hefur náðst í að
halda niðri illgresi, meindýrum og
jurtasjúkdómum með víxlræktun
og hún stuðlar jafnframt að því að
næringarefni haldist og myndist í
jarðveginum með náttúrlegum
hætti. Þá þykir það kostur við nátt-
úrlega'búskaparstefnu aö hún ýtir
undir blandaðan búskap, akur-
yrkju og kvikfiárrækt saman, en
slíkt fer betur með landið en ein-
hæfur búskapur.
Tæknivæddur stórrekstur í land-
búnaði hófst í Bandaríkjunum og
nýtur enn forgangs um fyrir-
greiðslu stjórnvalda. Það telst því
til tíðinda þegar rannsóknarmenn
kveða upp úr um að rétt muni vera
að söðla um í búháttum og hljóta
góðar undirtektir í ríkisstjórn og á
þingi.
En vandinn, sem af stórrekstrin-
um sprettur, er líka orðinn öllum
ljós sem sjá vilja. í þurrkum er
landið á sléttunum miklu ber-
skjaldað fyrir uppblæstri, jarð-
vatnsborð lækkar óðfluga þar sem
ræktun krefst vökvunar úr bor-
holum, ár og vötn mengast af af-
rennshsvatni sem ber með sér leif-
ar efnasambanda tilbúins áburðar
og skordýraeiturs.
Sama er uppi á teningnum austan
Atlantshafs. Mengunin, sem nú
veldur usla í grunnum innhöfum
eins og Eystrasalti, Kattegat og
Skagerrak, er að stórum hluta rak-
in til aðrennslis áburðar- og eitur-
efna frá landbúnaðarhéruðunum
sem að þessum hafsvæðum liggja.
Ástandið er þegar farið að setja
svip sinn á stjórnmálabaráttuna. í
dönskum stjórnmálum er eitt
svæsnasta deilumálið hversu ört
skuli gera bændum að draga úr
efnamengun frá búskapnum og hve
mikinn hluta kostnaðarins þeir
skuli bera sjálfir. í Hollandi sner-
ust nýafstaðnar kosningar einkum
um það hversu rösklega skuh geng-
ið tU verks við að hefta umhverf-
ismengun af öllu mannlegu um-
stangi og hvernig kostnaður skuli
koma niður. Verst kom út úr kosn-
ingunum sá flokkur sem fehdi frá-
farandi stjórn, af því hann sá of-
sjónum yfir fyrirhuguðum fiárút-
látum til mengunarvarna.