Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 26
j E
38
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER lfe.
Lífestm
Kypurœ
Afródítu
Það sem helst laðar ferðalanga til
Kýpur er náttúrufegurð. góðar bað-
"'strendur, gestrisni íbúanna, forn-
minjar, ljúffengur matur, góð vín og
hagstætt verðlag.
„Ef þú elskar að elska ættir þú að
fara til Kýpur," sagði kona nokkur,
ekki alls fyrir löngu og svo fór hún
að segja sögur af gyðjunni Afródítu.
Gullna Afródíta, fijósemis- og ást-
argyðjan, steig upp úr freyðandi
sjávarbylgjum í nágrenni eyjarinnar
Kyrþern. Þaðan sem vestanvindarn-
ir báru hana til Kýpur. Hún var
gædd allri þeirri fegurð og yndis-
þokka sem mannlegt auga fékk
skynjað. Enda var það trú manna að
af hennar völdum sprytti upp allt það
blómskrúð sem vorið ber í skauti sér.
Frá ómunatíð hefur rómantikin
blómstrað á Kýpur og mannlíf eyjar-
innar og fegurð hefur veitt skáldum
og rithöfundum innblástur aUt síðan
á dögum Hómers.
Löng saga
Kýpur er þriðja stærsta eyjan í
Miðjarðarhafinu. alls 3.572 ferkíló-
metrar að stærð. íbúarnir eru tæp
670.000. Um 80 prósent þeirra eru
Kýpur-Grikkir en um 20 prósent
þeirra teljast til Kýpur-Tyrkja. Þeir
fyrrnefndu teljast til grísku rétttrún-
aðarkirkjunnar en þeir siðamefdu
eru múslímar.
Sögu Kýpur má rekja allt að 7000
ár aftur í tímann. Fyrstu heimildir
um búsetu fólks á eyjunni eru frá
nýsteinöld, (5800-3000 f. Kr.) Á kopar-
öíd (3000-1000 f. Kr.) finnast þó miklu
merkari heimildir um íbúa eyjarinn-
ar og það mannlíf sem þreifst þar.
Nú má þar m.a. flnna minjar um
koparvinnslu og enn þann dag í dag
má sjá þar stórar og miklar koparná-
mur frá þessu tímabili.
Síðustu 1000 árin fyrir Krist burð
var eyjan hernumin af Assýríu-
mönnum, Egyptum og loks Persum.
Árið 333 f. Kr. náði Alexandir mikli
yfirráðunum yfir eyjunni en
skömmu eftir dauða hans, 295, náðu
ptólómear Kýpur á sitt vald og var
eyjunni á þeim tíma stjómað frá
Egyptalandi. Rúmri hálfri öld fyrir
Veðrið í útlöndum
HITASTIG I GRÁÐUM
Byggl á veöurlróttum Veöurstolu Islands kl. 12 á hádegl, löstudag
lólmur 15'
auDménnahöfn 15
Berlín 15'
Londorra
Luxembt
eneyja
Malloi
Heiöskli
Montreal 13
Léttskýja
Hálfskýjaö
Chicago 9
AiskýjaoV^ Los Angeles 19'
Rigning V Skúrir
Snjókoma Þrumuveöur
Þoka
Reykjavík 7°
%
Þórshöfn 10° 0
Bergen 1
Glas
New York 24°
Orlando 24°
*
DVJRJ
Glæsilegar strendur þar sem hægt
er að sóla sig allt árið um kring.
Krist hertóku Rómverjar eyjuna.
Kunnugleg nöfn, sem stjórnuðu
Kýpur á næstu öldum, voru meðal
annars Cíceró, þá Júlíus Sesar en
hann afhenti Egyptum eyjuna aftur
og komst hún þá undir stjórn Kleópö-
tru.
Kýpur var fyrsta ríki heimsins sem
hafði kristið yfirvald. Árið 45 komu
þeir Páll postuli og Bamabas til Kýp-
ur að boða kristna trú og varð þeim
vel ágengt því á skömmum tíma tókst
þeim að kristna yfirvöld staðarins.
Árið 330 verður Kýpur svo hluti af
býsanska heimsveldinu og var svo
næstu aldimar eða til loka tólftu ald-
ar er einn af herforingjum heims-
veldisins lýsti yfir sjálfstæði eyjar-
innar og sjálfan sig æðsta yfirvald
hennar. Ekki stóð hann lengi við því
árið 1191 gerði Ríkharður ljónshjarta
innrás og innlimaði hann Kýpur í
veldi sitt. Kýpur varð svo peð í valda-
tafli ljónshjartans en hann skipti á
henni við Frakka gegn yfirráðum í
Jerúsalem. Réðu Frakkar eyjunni
næstu 300 árin.
Feneyingar náðu eyjunni á sitt vald
um aldamótin 1500 og byggðu þeir
múra umhverfis höfuðborgina Ni-
kósíu og standa þeir enn. Tyrkir voru
næstir til að ná yfirráðum yfir Kýpur
og héldu þeir um stjómartaumanna
aUt til ársins 1878 er eyjan komst
undir yfirráð Breta. Raunar fengu
þeir hana á silfurfati eða svo gott sem
því Tyrkir afhentu þeim eyjuna fyrir
aðstoð þeirra í Krímstríðinu.
Árið 1960 fengu Kýpverjar svo
sjálfstæði en fljótlega skarst í odda
milli grískumælandi og tyrknesku-
mælandi íbúa eyjarinnar. Tyrkir
gerðu innrás á eyjuna árið 1974 og
hertóku þeir norðurhluta eyjarinn-
ar. í desember 1983 lýstu Tyrkir yfir
sjálfstæði norðurhlutans og síðan
hafa verið tvö sjálfstæð ríki á eyj-
unni.
GjaldmiðiDinn kallast Kýpur- Hótelherbergi fyrir tvo á firam ur sólarhringurinn í tveggja
pundogkostarpundið 121,33 krón- stjömu hóteli kostar frá 4,600 og raanna herbergi,
ur. Hægt er að skipta peningum á upp í 8.800 krónur sólarhringurinn, Eins stjömu hótel er svo ódýrast,
hótelum og í bönkum. Öll helstu Rjögurra stjömu hótelherbergi kostar á bilinu 800 tíl 1200 krónur
greiöslukort em gjaldgeng á hótel- fyrir tvo kostar 3.300 til 5.600 krón- sólarhringurinn fyrir tveggja
ura, stærri veitíngastöðura og í ur fyrir sólarhringinn. raanna herbergi.
velflestum verslunum. Hótelherbergi á þriggja stjömu Morgunveröur kostar frá 240
Dagsleiga á reiðhjóli kostar tæp- hóteli kostar svo á biflnu 2300-3000 krónum, hádegisverður og kvöid-
ar 250 krónur en á mótorbjóli krónursémiðaðviðtveggjaraanna verður frá 300 krónum fyrir mann-
360-1400 krónur. herbergi. inn.
Bílaleiguböl kostar á bilinu 2000 Dvöl á tveggja stjömu hóteli kost- -J.Mar
til 3000 krónur dagurinn. ar fi*á 1100 krónura upp i 1800 krón-