Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989,
39 '
LífsstíU
Ensk áhrif
Bresk áhrif eru ríkjandi á Kýpur.
Flestir íbúar eyjarinnar tala ensku
og vegaskilti eru þar bæði á ensku
og grísku. Vinstri handarumferð er
þar að sið breskra og mörgum íbún-
unum finnst það ómissandi þáttur í
tilverunni að fá sér te síðdegis.
Móöurmál Kýpur-Grikkja er
gríska. Fáir þeirra sem tala grísku
myndu hins vegar skilja þá grísku
sem töluð er á eyjunni því í málinu
er aragrúi af arabískum og tyrknesk-
um tökuorðum.
Margir Kýpverjar eru góðir tungu-
málamenn og auk þess að tala móð-
urmáiið grískuna, svo og ensku, er
fjöldinn allur sem talar bæði þýsku
og frönsku.
Fagurt landslag
Landslag er fjölbreytt, sléttur, dalir
og há fjöll sem mörg hver eru skógi
vaxinn upp í efstu hlíðar.
Tveir stórir fjallgarðar eru á eyj-
unni. Annar þeirra gengur eftir
norðurhluta eyjarinnar en hinn
Troödos fjallgarðurinn tekur yfir
miðeyjuna. í homun er hæsti tindur
Kýpur, Ólympus aö nafni 1951 m á
hæð.
Það sjóar í Troödos fjöllunum í jan-
úar og febrúar og verður þá hið
ákjósanlegatsa skíðafæri. Enda er á
þeim slóðum að finna góða aðstöðu
til skíðaiðkana.
Sökum smæðar eyjarinnar er sama
hvar fólk er statt það er aldrei lengra
en eins til tveggja tíma ferðalag niður
að sjó. Það er því sem best hægt að
gera hvoru tveggja í senn yfir vetrar
tímann; skreppa á skíði að morgni
og sóla sig á ströndinni í eftirmiðdag-
inn.
Loftslag er mjög milt árið um kring
og skín sólin að meðaltali í 340 daga
á ári. Meðalhitinn yfir sumarmánuð-
ina er um 30 gráður, en hitastigið í
kaldasta mánuðinum febrúar fer
niður í 14-16 gráður.
. Ótalmargt að skoða
Það þarf engum aö leiðast sem fer
til Kýpur. Fáir staðir bjóða upp á
jafnmarga og fjölbreytta möguleika
fyrir ferðamenn og þessi sólskins-
eyja. Þar er hægt að reika tímunum
saman mn fom mannvirki og virða
fyrir sér styttur og minnismerki frá
hðnum tíma.
Það er líka hægt að sóla sig á
ströndinni og svamla í sjónum, þeir
hörðustu skella sér í sjóinn allt árið
um kring jafnvel þótt sjávarhitinn
fari niður í 16 gráður í kaldasta mán:
uðinum. Svo er hægt fara í bátsferð-
ir, fara á sjóskíði og i veiðiferðir.
Dýralífið, þó einkanlega fuglalífið,
er fjölskrúðugt og víöa er hægt að
vera einn með sjálfum sér við nátt-
úruskoöun.
Kýpur er eyja andstæðna þvi þeir
sem era orðnir þreyttir á vestrænni
menningu geta haldið til fjalla og leit-
að uppi lítil sveitaþorp sem eru svo
gott sem ósnortin af vestrænni
menningu. Að vísu geta tjáskipti orð-
ið vandamál á slíkum stöðum en á
móti kemur að íbúamir eru mjög
gestristnir og gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að skilja gesti sína.
Það sem er svo einstætt við Kýp-
urbúa er að ferðalangurinn er oft
leystur út með smágjöfum. Gjaman
rétta þeir að honum ávöxt eöa köku-
sneið til að narta í, eða þá þeir svala
þorsta hans með vín- eðs bjórglasi.
Svo er hann kvaddur með fyrirbæn-
um um að honum gangi nú allt í
haginn í framtíðinni.
Næturlífið er fjörugt á stærstu
ferðamannastöðunum og þar er
sömuleiðis að fmna bestu hótehn.
Um alla eyjuna er ab finna góða
veitingastaði og það er eitt sem víst
er að maturinn er ljúffengur. Sam-
bland af grískum og tyrkneskum
áhrifum era aðal matargerðarinnar.
Sömuleiðis eru þau vín, sem eyja-
skeggjar brugga sjálfir, ljúffeng.
íslenskar ferðaskrifstofur munu
bjóða upp á ferðir til Kýpur í haust
og í vetur. Er ýmist flogið þangað í
gegnum London eða Amsterdam.
Það er því ekki úr vegi fyrir þá sem
eru að velta því fyrir sér hvert þeir
eigi að fara í vetrarfríinu að skoða
þennan ferðamöguleika.
Fjömgt næturlif á
stærstu ferða-
mannastöðun-
um.
Þröng stræti sem gaman er að reika um.
Á haustin þeysa veiðimenn út um allt land til að skjóta sér eitthvað í
soðið. í haust eins og undanfarin haust selja bændur viða um land
gæsa- og rjúpnaveiðileyfi.
Ferðaþjónusta bænda:
Boðið upp á
íjúpna- og
gæsaveiðar
víða um land
í haust líkt og undanfarin ár
bjóða bændur, sem eru aðilar aö
Ferðaþjónustu bænda, upp á gæsa-
og ijúpnaveiðar.
Alls eru það 15 bæir sem bjóða
upp á þessa þjónustu og dreifast
þeir hringinn í kringum landið.
Þessi þjónusta hefur notið sívax-
andi vinsælda og það eru margir
veiðimenn sem eiga orðið sína
uppáhaldsbæi sem þeir heimsækja
haust eftir haust til að fá að skjóta
sér eitthvað í soðið.
Ferðaþjónustan gefur út viðmið-
unarverð fyrir gæsaveiðileyfin og
Ferðamál
er það 800 til 1000 krónur fyrir leyf-
ið. Það er þó ekki algilt verð því
bændum er það í sjálfsvald sett
hvort þeir nota viðmiðunarverðið
eða ekki.
Á öllum bæjunum er jafnframt
seld gisting. Uppbúiö rúm kostar
1100 krónur og morgunverður 450
krónur.
Á bæjunum Haugum, Hóh og
Hrísum er boðið upp á gistingu í
sumarhúsum og er leigan fyrir sól-
arhringinn í sex manna húsi 3.600
krónur.
Eftirtaldir bæir selja rjúpnaveiði-
leyfi: Fljótstunga í Hvítársíðu,
Stóra-Vatnsskarð í Vatnsskaröi,
Syöri-Hagi á Árskógsströnd,
Grýtubakki í Höfðahverfi og Haug-
ar í Skriðdal.
Bæirnir Staðarskáli í Hrútafiröi,
Hunkubakkar á Síðu, Smáratún í
Fljótshlíð og Brattholt í Biskups-
tungum selja gæsaveiöileyfi.
Á bæjunum- Efri-Brunná í Dala-
sýslu, Geitaskarði í Langadal,
Ytri-Vík á Árskógsströnd, Hrísum
í Eyjafirði, Hóli í Kelduhverfi og
Felli í Breiðdal eru seld bæði gæsa-
og ijúpnaveiðileyfi.
Veiðimenn geta annaðhvort bók-
að veiðileyfi og gistingu í gegnuni
Ferðaþjónustu bænda eða haft
sambandviðbæinabeint. -J.Mar