Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 10
10 MÁNU^AfiUB, 18-SEPTEM^Efi. 193$. Utlönd Búast við lausn Mandela Bandarílgastióm býst við að hinn nýi forseti Suður-Afríku, de Klerk, leysi blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela úr haidi og aflýsi neyðar- ástandslögum að því er skýrt er frá í nýjasta tölublaði tímaritsins News- week. En haft er eftir háttsettum bandarískum embættismanni að líklega taki breytingar á kynþáttaaðskilnaöarstefiiu stjórnvalda í Suður-Afríku lengri tima en flesta grunar. í tímaritinu segir að Hvíta húsið sé reiðubúið að auka þrýsting á stjóm- vöid í Suður-Afríku hafi de Klerk ekki komið á breytingura aö ári. Forset- inn hefur sett umbótasinnann Gerrit Viijoen í embætti ráðherra sera hefur meö stjórnarskrárendurskoðun og þróun að gera. Skálað í mjólk hessi ungi Miinchen-búi, fklæddur hefóbundnum klæðum Bæjaralands, skáiaði i mjólk á hinum árlegu Oktoberfest-hátíöarhöldunum en mjólkin er nýjasta „æði“ hátiðahaldanna þetta árið. Búist er við að sex milljón gestir hvaðanæva úr veröldinni taki þátt i þessari stærstu bjórhátið sem haidin er í heiminum. Sfmamynd Reuter Líkamsmálin skipta miklu fyrir heilsuna Vísindamenn segja að dreifing aukakílóanna á líkama mannsins sé mun miklvægara fyrir heilsu hans en offita ein sér. Þetta kom fram á árs- fundi vísindamanna um rannsóknir á offitu sem haldinn var í Maryland- fylki í Bandaríkjunum nýverið. „Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu feitt fólk er heldur einnig hvernig aukakílóin dreifast á líkamann," sagöi doktor George Bray, próf- essor við læknaháskólann í Louisiana. Fólk sem þjáist af verulegri offitu er þó undantekning en það er í hættu, alveg sama hvar á líkamanum aukakílóin eru. Bray sagði að fólk undir sextíu og firam ára, sem hefúr rangt hlutfall milli mittismáls og miaðmamáls, sé í raeiri hættu á að fá krabbaraein og hjartaslag eða -áfall en aörir. Hann kvað hættuna sem er slíku vaxtar- lagi samfara jafnast á við hættuna sem fylgir reykingum, háum blóð- þrýstingi og háu kólesteróli. Hlutfóllin hættulegu, aö sögn Brays, eru 1:1 fyrir karlmenn en 0,85 á raóti 1 fyrir konur. Á ársfundinum kom einnig fram aö Bandarikjamenn þjást mesta allra þjóða heims af offitu. Þijátíu og fjórar milljónir Bandaríkjamanna eru of feitar. Ein af ástæðunum segja vísindamenn vera að BandaríKjamenn hreyfa sig ekki eins mikið og Evrópuraennu Önnur ástæða er fæðuvaliö. Nýtt sunnudagsblað í Bretlandi Nýtt sunnudagsblað kom út í Bretlandi í gær. The Sunday Corre- spondent, sem artlað er að höíða til ungra, velmenntaðra Breta, er fyrsta nýja sunnudagsblaðið í Bret- landi í rúm þrjátíu ár. Peter Cole ritstjóri vonast tii að ná tii um 350 þúsund lesenda á hin- um harða markaöi bresku dag- blaðanna þar sem Sunday Times, Observer og Sunday Telegraph eru ráöandi. „Þetta verður hörö bar- átta því aö nú eru fleiri um hit- una,“ sagöi Cole. Hann hét því að blaðið yrði óháð stjómmálaöflum í landinu. Correspondent var hieypt af stokkunum með 18 milljón punda fjármagni. Meðal þeirra sem lögðu til fé var bandaríska Tribune-fyrir- Nýtt sunnudagsblað, Sunday tækið og Prudential tryggingarfé- Correspondent, kom út i Bretlandi lagið. í gær. Símamynd Routor í forystugrein blaösins var spáð „grasrótar-uppreisn" gegn stjóm Thatc- hers for8ætisráðherra á ársfimdi íhaldsflokksins sem verður haldinn í næsta mánuöi. Blóðug minningarhátíð í S-Kóreu Rúmlega eitt hundraö og fimmtíu létu lífið og hundmð særðust í bifreið- arslysum í Suöur-Kóreu síðustu daga. Á miðvikudag hófst Chusok- minningarhátíðin þar sem fjölskyldur koma saman tU aö minnast látinna ættingja og var mikill fjöldi fólks á vegum úti. Vegna mikilla rigninga vom þjóðvegir hættulegir, að sögn lögreglu. Hátt í þrjú þúsund umferöarslys áttu sér stað hátíðardagana, flest á hraöbrautum sem tengja saman stærstu borgir Suður-Kóreu. Talið er að allt að tíu milljónir Suður-Kóreubúa hafi verið á ferð á meöan á hátíðinni stóð Qg slær það fyrri met. Chusok-hátíöin, sem kennd er við fullt tungl, er stærsta hátíð Suöur-Kóreumanna. Keuter Straumur Austur-Þjóöverja til vesturs: Hindra Tékkar ferð flótta- mannanna? Nú, viku eftir að straumur austur- þýskra flóttamanna til vesturs hófst í gegnum Ungverjaland og Austur- ríki, segja flóttamennirnir og starfs- menn flóttamannabúða í Ungverja- landi að yfirvöld í Tékkóslóvakíu reyni að hindra aðra vongóða flótta- menn í aö feta í fótspor þeirra sem vifja komast til Ungverjalands og þaðan til vesturs. Embættismenn vlóttamannabúða og flóttamennirnir sjálfir segja að landamæraverðir við landamæri Tékkóslóvakíu og Ung- verjalands snúi mörgum Austur- Þjóöveijum til baka þegar þeir reyni að komast yfir landamærin, jafnvel þótt þeir hafi gildandi vegabréfsárit- un. Austur-Þjóðveijar þurfa ekki áritun til að komast til Tékkóslóvak- íu en þeir þurfa aftur á móti farar- leyfi tfl Ungverjalands. Nú þegar hafa rúmlega fimmtán þúsund austur-þýskir flóttamenn komið til Vestur-Þýskalands yfir landamæri Austurríkis og Ungverja- lands en ungversk yfirvöld ákváðu fyrir viku að opna landamærin til vesturs. Margir vongóðir flóttamenn aka nú sem leiö liggur frá Austur-Þýska- landi tfl Vestur-Þýskalands, í gegn- um Ungverjaland og Austurríki, vegna ótta um að landamærunum verði lokað jafnsnögglega og þau voru opnuð. Forsætisráðherra Ung- veijalands, Niklos Nemeth, segir aft- ur á móti í blaðagrein sem birtist í vestur-þýsku tímariti um helgina að landamærin verði opin til frambúðar „af mannúðarástæðum". Austur- þýsk stjómvöld hafa sagt aö ferðir tfl Ungveijalands verði ekki bannað- ar. Flóttamennirnir í Ungveijalandi og starfsmenn búða sem fólkið dvelur í segja að svo virðist sem tékknesk yfirvöld reyni að koma í veg fyrir að fleiri notfæri sér hina einstöku flótta- leið Austur-Þjóðveijanna. „Þetta er nokkuð sem gerst hefur í dag en við vitum ekki hvað það kemur til með Þessi ungu austur-þýsku börn sitja hin rólegustu og ræða lífsins gagn og nauðsynjar í Austurríki. Fimmtán þúsund Austur-Þjóðverja hafa flúið yfir landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Simamynd Reuter að hafa áhrif á marga,“ sagði Aleke Werde-Szechnyi, vestur-þýskur emb- ættismaður sem starfar í flóttmanna- búðum í Ungverjalandi, í gær. Hann sagöi aö austur-þýskir flóttamenn gætu nú vart komist yfir landamæri Tékkóslóvakíu og Ungverjalands, landamæraverðir vísi þeim ranga leið eöa snúi þeim til baka á ný. Reuter Enn barist í Beirút Sprengjur sprungu á íbúðarhverf- um Beirút, höfuðborgar Líbanon, í gærkvöldi þrátt fyrir hvatningu frið- arnefndar Arababandalagsins um aö stríðsaðflar fallist á vopnahlé. Sprengjumar sprangu aðeins örfá- um klukkustundum eftir að leiðtogi hermanna kristinna, Michel Aoun herforingi, hafnaöi pólitískum um- bótum í landinu, sem hefðu leitt til aukinna valda múhameöstrúar- manna, nema allir hermenn erlendra ríkja hverfi á brott úr Líbanon. Frá þvi í marsmánuði, þegar Aoun hóf „frelsisstríö“ sitt gegn herum Sýrlands og bandamanna þeirra, hef- ur hann hafnað kröfum múhameðs- trúarmanna um umbætur í stjórn- málalífi Líbanon, þar sem kristnir hafa yfirhöndina, nema rúmlega þijátíu þúsund sýrienskir hermenn hverfi á brott úr landinu. í sjónvarpsávarpi, sem talið er að hafi verið tekið upp á laugardag, sama dag og fufltrúar Arababanda- lagsins sendu frá sér friðaráætlun, hafnar Aoun einnig því að taka þátt Í— í :! Líbanskur maður reynir að hreinsa til eftir mikla bardaga fyrri hluta helgarinnar. Að minnsta kosti þrett- án létust í hörðum bardögum krist- inna og múhameðstrúarmanna áður en fulltrúar friðarnefndar Araba- bandalagsins tilkynntu um friðar- áætlun sína á laugardag. Simamynd Reuler í vopnahlésumræðum nema Sýr- lendingar taki einnig þátt. Örfáum mínútum eftir að ávarp Aouns var flutt í sjónvarpi hófust sprengjubar- dagar í borginni. Fréttaskýrendur segja að afstaða Aouns muni veikja mjög tflraunir fulltrúa Arababandalagsins sem reynt hafa lengi að koma á friði í Líbanon. Borgarastyrjöld hefur geis- að í landinu í fjórtán ár. Frá því í mars, þegar síðasta bardagahrina kristinna og múhameðstrúarmanna hófst, hafa átta hundruö látist. í friðaráætlun Arababandalagsins er hvatt til vopnahlés en ekki er minnst á brottflutning sýrlenskra hermanna. Þá hvetja fulltrúamir tfl þess aö múhameðstrúarmenn láti af umsátri sínu um svæði kristinna, bann verði lagt við vopnaflutningi og að líbanska þingið komi saman tfl fundar þann 30. september til að ræða pólitískar umbætur og veru sýrlenskra hermanna í landinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.