Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 11
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. ...................................................................ií‘
uv Útlönd
Barátta yfirvalda í Kólumbíu gegn eiturlyfiabarónunum:
A bratlann að sækia
Kólumbiskur hermaður í viðbragðsstöðu við skyndiárás hersins á heimili grunaðs leigumorðingja eiturlytja-
smyglara í borginni Medellin fyrr í mánuðinum. Lögregla og her i Kólumbíu hafa hert mjög aðgerðir sínar i kjöl-
far striðsyfirlýsingar eiturlyfjabaróna á hendur stjórnvöldum í síðasta mánuði.
Simamynd Reuter
Bogota, höfuðborg Kólumbíu, var
eitt sinn köllutf'Aþena Rómönsku
Ameríku. Heimaborg nóbelsverö-
launaskáldsins Gabríel García Már-
quez var þekkt fyrir menntasetur sín
og menningarsöfn.
En nú ríkir ótti meðal íbúa borgar-
innar sem og landsins alls. Vegna
stríðsyfirlýsingar eiturlyfiabaróna á
hendur stjómvöldum er Kólumbía
nú stríðshijáð land, Líbanon Róm-
önsku Ameríku
Stríðsyfirlýsing
Fyrr á árinu heimilaði VirgUio
Barco Vargas, forseti Kólumbíu, lög-
reglu og her að framkvæma skyndi-
árásir á höfuðstöðvar grunaðra eit-
urlyfjabaróna. Og þann 19. ágúst,
aðeins örfáum klukkustundum eftir
að Carlos Luis Galán, einn forseta-
fi-ambjóðendanna í fyrirhuguðum
kosningum, var myrtur, tiikynnti
Vargas um áætlun og neyðarráðstaf-
anir í baráttunni gegn eiturlyfjabar-
ónum. Samkvæmt þeim er her og
lögreglu heimilt að gera eignir grun-
aðra eiturlyfj asmyglara upptækar og
framselja þá til Bandaríkjanna.
Barónamir bragðust illir viö og í
síðasta mánuði lýstu þeir yfir stríði
á hendur stjómvöldum. Forsetinn,
sem að öllu jöfiiu er talinn hæglátur
maður sem heldur sig utan skarkala
stjómmálanna, tók þá af skariö og
stríðið hófst fyrir alvöru. Síöan hafa
tólf þúsund manns verið handteknir
og tugir flugvéla, báta og annarra
eigna margra forsprakka smygl-
aranna gerðar upptækar.
Sprengjuregn
Fyrstu vikuna eftir stríðsyfirlýs-
ingu eiturlyfjabarónanna sprungu
sautján sprengjur í borginni Medell-
in, höfuðstöðvum verslunar með eit-
urlyf í Kólumbíu. Hálfgert neyðar-
ástand ríkir í þessari tveggja milljóna
manna borg. Rúmlega 2.300 morð
vora framin þar fyrstu sex mánuði
þessa árs en til samanburðar má geta
þess að í Washington-borg í Banda-
ríkjunum hafa verið framin rúmlega
þrjú hundmð morð það sem af er
árinu.
Rúmlega fimm hundrað kólumb-
ískir dómarar lögðu fram uppsagn-
arbréf sín af ótta um líf sitt strax og
stríð eiturlyfjabarónanna og stjóra-
valda hófst Og í síðustu viku ítrek-
uðu dómaramir uppsagnir sínar
vegna þess að þeir telja öryggisráð-
stafanir stjómvalda ónógar.
Rúmlega fiórir tugir kólumbískra
dómara hafa verið myrtir á síðustu
tíu árum. Margir dómarar, sem eru
ofarlega á dauðalista eiturlyijabar-
ónanna, hafa þegar fengið hótanir
um líflát. Hundruö annarra Kólumb-
íumanna hafa og fallið fjnjr leigu-
morðingjum eiturlyfjasalanna.
Enn hafa helstu leiðtogar eitur-
lyfjasmyglaranna ekki verið hand-
teknir og litlar líkur á að lát verði á
ofbeldinu í bráð.
Spilling
Margir óttast að eiturlyfjabarón-
amir reyni að seilast til áhrifa í póli-
tík. Þingkosningar fara fram í Kól-
umbíu innan sjö mánaða og tveimur
mánuðum síðar fara fram forseta-
kosningar. í síðasta mánuði var
stofnaður nýr stjómmálaflokkur í
landinu. Forystumenn hans segja
flokkinn munu beita sér fyrir bætt-
um lífskjörum. En stjómvöld vara
við að eiturlyfjabarónar séu að baki
flokknum.
Forseti Kólumbíu á erfitt uppdrátt-
ar í baráttunni gegn eiturlyfjabarón-
unum. Tahð er að gífurleg spilling
ríki innan lögreglu og hers landsins,
sem og meðal margra ríkisstarfs-
manna. Eiturlyfjabarónar Kólumbíu
em í hópi ríkustu manna landsins
Virgilio Barco Vargas, forseti Kól-
umbíu, á erfitt uppdráttar f baráttu
sinni gegn síauknu ofbeldi eiturlyfja-
smyglara.
og hafa safnað þvílíkum auði og völd-
um að slíkt hefur ekki þekkst áður.
Talið er að margir meðlima eitur-
lyfjasmyglhringanna hafi flúið land.
Margir, þar á meðal sumir banda-
rískir embættismenn, halda því fram
að kólumbískir lögreglu- og hermenn
hafi varað þá við.
Öryggissérfræðingar Kólumbíu
segja að takist Barco ekki að hreinsa
til í her og lögreglu geti honum
reynst erfitt að halda til streitu áætí-
im sinni. Venjulegir lögreglumenn í
Kólumbíu fá um 130 dollara í laun á
mánuði. Einn fyrrum lögreglumaður
sagði að í sumum héraðmn landsins
fengju lögreglumenn „aukafaun" hjá
eiturlyfjasmyglurum, frá 225 dollur-
um upp í 5.000 dollara.
Lögregluyfirvöld vilja að laun
verði hækkuð og að komið verði á
sérsveit lögreglu og hermanna sem
sett yrði til höfuðs eiturlyfjasmyglur-
-unum.
Mismunandi afstaða íbúanna
Skoðanakannanir sýna aö mikill
meirihluti íbúa Kólumbíu, allt að 75
prósent, styður stefnu forsetans. En
óljóst er hvort þeir em reiðubúnir
til langs og blóðugs stríðs. Þá eru
margir ekki sáttir við þá ákvörðun
að senda eftirlýsta eiturlyfjasala til
Bandarikjanna. Segja þeir það líkjast
viðurkenningu á að dómskerfið í
landinu ráði ekki við vandann.
Einnig era sumir ósáttir við þá við-
leitni að loka snögglega fyrir eitur-
lyfiasöluna. Bæði sfjómvöld og hag-
fræðingar segja að verði salan stöðv-
uð snögglega geti komið til kreppu í
efnahagslífi.
Tekjur af sölu eiturlyfja á síðasta
ári námu 4 milljörðum dollara og
telja hagfræðingar að 1,5 milljarðar
dollara hafi verið í umferö. Til sam-
anburðar má geta þess að útflutning-
ur á kaffi gaf í fyrra af sér 1,2 millj-
arða dollara.
Sfjómvöld vísa því á bug að efna-
hagslegar forsendur skipti máh í
sambandi við aðgerðir þeirra. For-
setinn er harðákveðinn í aö halda
baráttunni gegn eiturlyfjasölunum
til streitu, sagði kólumbískur emb-
ættismaður nýlega.
Stuðningur Bandaríkjanna
Virgiho Barco nýtur stuðnings
Bandaríkjasfjómar í baráttu sinni
gegn eiturlyfjabarónunum. Bush
Bandaríkjaforseti ákvað í ágúst að
senda hergögn, m.a flugvélar, þyrlur
og vopn, að verðmæti 65 milljónir
dollara, til Kólumbíu, sem og ráð-
gjafa til aðstoðar ríkissfjóminni.
Bush kynnti tæplega átta mihjarða
dohara áætíun sína gegn fíkniefnum
snemma í þessum mánuði. Megninu
af fénu verður varið gegn síauknu
eiturlyfjasmygli bæði í Bandaríkjun-
um og í Rómönsku Ameríku.
AUt að áttatíu prósent aUs þess
kókaíns sem neytt er í Bandaríkjun-
um er unnið í Kólumbíu og tahð er
að eiturlyfjasamtök, sem kenna sig
við MedeUin, standi að baki stórum
hluta aUs þess kókaíns sem smyglað
er til Bandaríkjanna.
Fréttaskýrendur segja að árangur
áætlunar Bandaríkjaforseta sé að
miklu leyti kominn undir áfram-
haldandi vUja Barco til að beita eitur-
lyfjabarónana hörku. Mistakist
Barco ætlunarverk sitt minnka tölu-
vert líkur Bandaríkjastjómar á aö fá
eftirlýsta eiturlyfjasmyglara fram-
selda til Bandaríkjanna.
Framsal Eduardo Martínez Ro-
mero, háttsetts meðlims MedeUin-
samtakanna, til Bandaríkjanna ný-
verið var sigur fyrir stefnu Barco.
En prófsteinninn á aðgerðir kólumb-
ísku ríkisstjómarinnar kemur síðar
í þessum mánuði. Þá mun hæstirétt-
ur landsins endurskoða neyðarráð-
stafanir forsetans með tilhti til laga-
legrar stöðu þeirra.
Reuter, International Herald Tribune
o.H.
m
FORSALA
ÍSLAND - TYRKLAND
Heimsmeistarakeppnin 20. september kl. 17.30
Landsbyggðarfólk, athugið!
Fyrir þennan leik veröur hægt að panta miða á landsleikinn í síma
91-84444 sunnudaginn 17. sept. frá kl. 14.00-18.00.
Sækja verður pantanir fyrir lokun forsölu kl. 18.00 þriðjudaginn 19. sept.
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA VERÐUR SEM HÉR SEGIR:
Mánudaginn 18. sept. kl. 12.00-1 8.00 í Austurstræti og á Laug-
ardalsvelli.
Þriðjudaginn 19. sept. kl. 12.00-18.00 í Austurstræti og á Laug-
ardalsvelli.
Keppnisdag, 20. sept., kl. 10.00-17.30 á Laugardalsvelli.
Miðaverð:
Stúka kr. l.OOO, stæði kr. 600, böm kr. 200.
...ergóð
FLJUGLEIÐIR
íþróttir byggja upp
- áfengi brýtur niður
KN ATTSP YRNUS AM B AND
ÍSLANDS