Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýir íslandsmeistarar Æsispennandi íslandsmóti í knattspyrnu er lokið. Úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu og nýir ís- landsmeistarar voru krýndir á laugardaginn eftir harða baráttu margra liða út allt keppnistímabilið. Þegar flaut- að var til leiks í síðustu umferð, gátu fiögur bð hreppt íslandsbikarinn. Hafnfirðingar og Akureyringar stóðu best að vígi og þeir síðarnefndu reyndust sterkari á endasprettinum. Knattspyrnufélag Akureyrar varð ís- landsmeistari í knattspymu í fyrsta sinn í sögu félags- ins og raunar er þetta í fyrsta skipti sem íslandsbikar- nin fer norður yfir heiðar. Það er engin furða þótt hmurn nýkrýndu meisturum hafi verið tekið með kostum og kynjum við heimkomuna og mikið sé um dýrðir á Akur- eyri. í íþróttum ráðast hvorki hagsmunir né stjómmál. Keppnin snýst ekki um völd eða áhrif. Fyrir þá sem utan íþróttanna standa skiptir það btlu hvorum megin sigur eða ósigur lendir. En þeir em næsta fáir og áhrif íþróttasigra og keppnisþátttöku em meiri en margan grnnar. Áhugi á íþróttum, og þá sér í lagi á knattspyrnu, er með óbkindum mikih hér á landi sem best sést á því að vart er fmnanlegt það byggðarlag í landinu sem ekki teflir fram kappbði og leggur metnað sinn í sem bestan árangur. Afrek hafa verið unnin af bðum frá hinum smæstu stöðum. Má þar nefna Ólafsfjörð, Garðinn og þá ekki síst Akranes, þar sem glæsbeg frammistaða knattspyrnumannanna hefur lyft nöfnum þessara staða og hrifið langflesta bæjarbúa til fylgis og þátttöku. Stjaman, bð Garðbæinga, hefur unnið sér rétt tb þátttöku í fyrstu debd á ótrúlega stuttum tíma. Vest- mannaeyingar em aftur á meðal hinna bestu, én þar á knattspyman sterkar rætur. Siglfirðingar og Grindvík- ingar hafa sigrað í þriðju debd og svona mætti áfram telja. Hvarvetna um landsbyggðina er knattspymuá- huginn að skba sér í betri bðum og bættum árangri. Og knattspyman skbar sér ekki síst í skemmtbegra mannlífi og miklu félagsstarfi í nafni bæjarfélagsins. Á bak við hvert bð standa hundmð ósérhlífinna félags- manna sem aldrei telja eftir sér að leggja af mörkum endurgjaldslaust sjálfboðastarf. Bæjarbúar taka þátt af lífi og sál í velgengni og mótlæti síns bðs og þannig verður knattspyman snar þáttur í bfi og starfi þúsunda manna og þarf þó ekki abtaf sigra eða afreksmenn tb. Uppeldis- og æskulýðsþáttur þessa starfs verður aldrei metinn sem skyldi. Hvað þá hin beinu áhrifi Eða skyldi ekki upphtið á þeim norðanmönnum verða djarfara og stoltara þegar strákamir þeirra bera bikarinn með sér heim í hlað? Debdarkeppnin í ár hefur sjaldan verið jafnspenn- andi. Reykjavíkurismium fataðist flugið og FH var kom- ið með aðra hönd á íslandsbikarinn þótt þeir í Firðinum hafi hingað tb verið frægari fyrir framgöngu sína í hand- knattleik en fótbolta. KA varð hins vegar það félag sem kom, sá og sigraði og er vel að þeim sigri komið. Sigur þess verður mikb hvatning fyrir íþróttalífið fyrir norðan og raunar má ætla að sú athygb og spenna sem fylgt hefur íslandsmótinu, að ekki sé talað um óvænt úrsbt, muni verða lyftistöng fyrir íþróttina þegar tb lengri tíma er btið. Knattspymufélagi Akureyrar em fluttar sérstakar hamingjuóskir með ffækbegan sigur. Það hefur unnið tb hans. Biðin hefur verið löng en sigurinn er því sæt- ari þá loks hann er í höfn. Ehert B. Schram Adolf Hitler hylltur á fjöldafundi í Þriðja ríkinu. - „Hann valdi sömu vinnubrögð og marxistar, þótt hann hafn- aði ýmsum viðhorfum þeirra," segir m.a. í greininni. íslenskir nasistar Helstu talsmenn íslenskra kommúnista á kreppuárunum, þeir Brynjólfur Bjamason og Halldór Laxness, héldu því óspart fram, að nasismi væri skiigetið af- kvæmi kapítalismans, örþrifaráð borgarastéttarinnar, þegar fokið væri í flest skjól. í hinni frægu bók Friðriks Ágústs von Hayeks, Leið- inni til ánauðar, er gagnstæð kenn- ing reifuð - að nasismi sé ein teg- uhd sósíalisma. Sá sannleikskjami er að minnsta kosti í kenningu Hayeks, að nas- istar töldu sig sósíahsta: Nasista- flokkurinn er sem kunnugt er ekk- ert annað en stytting á nafninu Hinn nasjónal-sósíalíski verka- mannaflokkur Þýskalands. Margt var vissuiega likt með nasistum og kommúnistum: Þetta vom flokkar valdbeitingar og allsherjarskipu- lagningar atvinnulífs, fjandsamleg- ir frjálsum viðskiptum og þvi, sem þeir kölluðu „alþjóðlegt auðvaid". En því rifja ég þetta upp, að mér barst á dögunum fróðleg bók frá síðustu jólum, íslenskir nasistar eftir bræðuma Hrafn og Dluga Jök- ulssyni. Barist við kapítalisma Bók þeirra bræðra er skemmtileg aflestrar, þótt hún sé heldur laus í reipunum. M[jög er þó villandi að mínum dómi að kalla alla þá, sem tóku þátt í þjóðemissinnuðum samtökum á þessum árum, nasista. Andúð á kommúnisma og stæk þjóðemisstefna virðist hafa sam- einað þá, ekki sjúklegt gyðingahat- ur í anda Adolfs Hitlers. Á þessum árum vissu menn ekki af gasklef- unum. Langflestir þjóðemissinnar sáu síðar að sér og gerðust lýðræðis- sinnar ólíkt kommúnistum, sem enn ganga hnakkakertir um götur borgarinnar og segja hver um ann- an: „Hann bilaði ekki í Ungó.“ Hvaö sem þvi líður, birtast í bók- inni ýmis fróðleg skjöl, sem virðast renna sterkari stoðum undir sögu- skoðun von Hayeks en þeirra Brynjólfs Bjamasonar og Háfldórs Laxness. Er fyrst til að taka bréf, sem ung- iiðar í Flokki þjóðemissinna sendu skrifstofum sambærilegra flokka í Þýskalandi og Hollandi veturinn 1933-1934 og Helgi S. Jónsson und- irritaði (en þeir Jökulssynir sækja helstu heimildir greinilega til hans). Texti bréfanna tveggja er KjáUariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði þýskri mynt „Gemeinung geht vor Eigennulz" (Þjóðarheill framar eig- inhagsmunum).“ í sama bréfi seg- ist Birgir vera andvígur gyðingaof- sóknum og hinum landlæga hem- aöaranda Þjóðveria. í öðm bréfi, dags. 20. mars 1936, skrifar Birgir, að hinn nýi þýski fyrirmyndarmaður líkist að sumu leyti hinum dæmigerða Prússa, „en hefur kosti fram yfir hann í félags- anda og socialistískum hugsunar- hætti“. Birgir hefur greinilega litið svo á, að nasismi væri ein tegund sósíahsma og einmitt hrifist af hon- um vegna þess. Hann hefur eins og svo margir æskumenn á kreppu- ámnum tahð, að kapítalismi væri kominn að fótum fram, en ekki getað hugsað sér að gerast sam- eignarmáður. Seinna hefur hann hins vegar öðlast trú á kapítalisma „Hitler taldi kenningu sína 1 rökréttu framhaldi af marxismanum.“ míög svipaöur, og er þar ehnnitt skýrt tekið fram, að íslenskir þjóð- emissinnar berjist við tvo óvini, „marxismann og kapítalismann". Þá má nefna, að í skrifum séra Knúts Amgrímssonar, sem í er vitnað í bókinni, er kapítalisma hafnað ekki síður en kommúnisma, en Knútur virðist hafa lagt kapítal- isma að jöfnu við mammonsdýrk- un og skefjalausa efnishyggju. Hann hefur ekki skilið, að kapítal- ismi er aðeins annað nafn á sjálf- stýringu við fijáls samskipti ein- staklinga. Bréf Birgis Kjarans Þá er að nefna bréf, sem Birgir Kjaran, þá námsmaður í Þýska- landi, en síðar hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Helga S. Jónssyni á ámnum 1935 og 1936. í einu þeirra, dags. 12. desember 1935, dáist Birgir mjög að uppganginum í Þýskalandi: at- vinnuleysi hafi horfið, ríkið ráðist í ótal tilkomumiklar framkvæmd- ir. Síðan segir hann: „En það em ekki framkvæmdir og þrotlaust starf, sem em einkennandi fyrir ástandið hér, heldur hinn nýji sóc- ialistíski andi. Hann er saman þrengdur í þessi orð, sem standa á eins og stjómmálaferill hans eftir stríð ber vitni um. Fleiri gögn Fleiri gögn má nefna, sem styðja söguskoðun von Hayeks. Hér í blaðinu hef ég áður bent á nýja bók eftir bandarískan sagnfræðing, Henry Tumer, German Big Busi- ness and the Rise of Hitler, þar sem þeirri gömlu goðsögn er hrundið, að þýskir stórkapítalistar hafi ráð- ið úrslitum um, að Hitler komst til valda í Þýskalandi. En einnig rak nýlega á fjörur mínar bókina Hitler talar, sem Menningar- og fræðslu- samband alþýðu gaf út árið 1940 í íslenskun Magnúsar Ásgeirssonar. Þetta er stórmerkileg heimild um hugarheim Hitlers, sem ég ráðlegg öllum áhugamönnum um sögu tuttugustu aldar að lesa, og kemur þar glöggt fram, að Hitler taldi kenningu sína í rökréttu framhaldi af marxismanum. Hann valdi sömu vinnubrögö og marxistar, þótt hann hafnaði ýmsum viðhorfum þeirra. Og stendur okkur hinum ekki á sama, hvort yfir fangabúð- unum, sem við verðum aö gista í ríki sósíalista, er letrað Belsen- Belsen eða Kolyma? Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.