Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Page 19
Ótrúlega sætt að vinna Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; „Þaö var alveg ótrúlega sætt að vinna íslandsmeistaratitilinn og al- veg stórkostleg tilfinning. Við kom- um mjög afslappaðir til leiks og hugs- uðum aðeins um það eitt aö vinna Keflvíkinga. Það var eina ráðið til að vinna titilinn og það tókst.“ Þetta sagði Guðjón Þórðarson, hinn snjalli þjáifari KA-manna en hann var í sigurvímu í Keflavík á laugar- dag á sama hátt og allir leikmenn KA-liðsins og stuöningsmenn, sem margir fylgdu Uðinu frá Akureyri. „Þetta Uð átti skilið að vinna titil- inn en það hafði alla burði til þess að beijast á toppnum. Þetta er mjög samhentur hópur og góður andi hef- ur ríkt í honum allt tímabilið. Þá var stjóm deildarinnar mjög öflug með Stefán Gunnlaugsson formann í broddi fylkingar. Þá má ekki gleyma stuðningsmönnum liðsins en án þeirra hefði ekkert unnist," sagði Guöjón en hann færði norðanmönn- um fyrsta íslandsmeistarartitilinn í íslenskri knattspymusögu. Ross áfram með KR-inga Ian Ross verður þjálfari 1. deildar liðs KR í knattspyrnu á næsta keppn- istímabih og stjómar því vesturbæj- arhðinu þriðja árið í röð. Einn for- ráðamanna KR staðfesti það í sam- tali við DV eftir leik KR-inga gegn Val á laugardaginn. Ross, sem er skoskur að uppruna, hefur nú starfað hér á landi í sex ár. Hann var þjálfari Valsmanna í fjögur ár og náði þar frábæram árangri og fór þaðan til KR. -Hson/VS KA Islands- meistari 1989 - íslandsbikarinn í fyrsta skipti til Akureyrar - sjá bls. 24-25 KA fagna sigri f Keflavik á laugardaginn. DV-mynd Ægir Már Þrír nýir í lands- liðshópinn í gær - Ágúst, Viðar og Pétur úr leik og óvíst með Sigurð Jónsson Úrslit leikja í 18. og síðustu umferð 1. deildar á laugardaginn: Keflavík-KA...............0-2 FH-FyUrir.................1-2 Þór-Akranes...............2-1 Fram-Víkingur.............1-0 Valur-KR..................1-0 Lokastaðan í 1. deUd 1989: FH ...18 9 5 4 27-17 32 Fram ...18 10 2 6 22-16 32 KR ... 18 8 5 5 28-22 29 Valur ...18 8 4 6 21-15 28 Akranes ...18 8 2 8 20-21 26 Þór ...18 4 6 8 20-30 18 Víkingur.... ...18 4 5 9 24-31 17 Fylkir ...18 5 2 11 18-31 17 Keflavík....18 3 6 9 18-29 15 Markahæstir: Höröur Magnússon, FH.........12 Pétur Pétursson, KR...........9 Kjartan Einarsson, ÍBK........9 Guðmundur Steinsson, Fram.....9 Antony Karl Gregory, KA.......8 Heimir Guðjónsson, KR.........6 Öm Valdimarsson, Fylki........6 Goran Micic, Vikingi..........6 Þorvaldur Örlygsson, KA.......6 Pálmi Jónsson, FH.............6 Þijár breytingar vora gerðar í gærkvöldi á landsliðshópi Islands í knattspymu, sem þá kom saman fyr- ir HM-leikinn gegn Tyrkjum sem fram fer á Laugardalsvellinum á miövikudag. Þá var í morgun óljóst hvort Sigurður Jónsson gæfi kost á sér í leikinn. Ágúst Már Jónsson, Pétur Arn- þórsson og Viðar Þorkelsson boðuðu allir forföU úr hópnum í gær. Ágúst Már hefur ekkert getað leikið með Uði sínu, Hácken, að undanfömu vegna meiðsla og Pétur meiddist Ula í leik Fram gegn Víkingi í 1. deUdinni í fyrradag. Þá gaf Viðar ekki kost á sér vegna atvinnu sinn- ar. Sigurður í lið Arsenal? Að sögn Gylfa Þórðarsonar, for- manns landsUðsnefndar KSÍ, til- kynnti Sigurður Jónsson að hann gæti að öUum líkindum ekki komið í landsleikinn. Vegna meiðsla, sem urðu í Uði Arsenal á laugardaginn, hefur opnast möguleiki fyrir Sigurð á að vinna sér sæti en Arsenal á að leika í deUdabikamum annað kvöld. Það skýrist í dag hvom kostinn Sig- urður velur. Haraldur, EinarPáll og Gunnar í hópinn Þremur nýhðum var bætt í lands- liðshópinn í gærkvöldi. Það vora Haraldur Ingólfsson frá Akranesi, Einar PáU Tómasson úr Val og Gunnar Oddsson úr KR. Þeir Harald- ur og Einar PáU hafa staðið sig mjög vel meö 21 árs landsliðinu og era nú valdir í A-hópinn í fyrsta sinn en Gunnar hefur verið í hópnum í síð- ustu tveimur leikjum. Erlingur og Ómar höfnuðu landsliðssæti Landshðsnefnd hafði í gær sam- band við Erhng Kristjánsson, fyrir- hða íslandsmeistara KA, og Ómar Torfason úr Fram, en hvorugur var tílbúinn tU að koma tU móts viö landsUðshópinn. Erlingur er þjálfari 1. deUdar Uðs KA í handknattleik og er aö fara með því tU Færeyja í vik- unni en Ómar gaf ekki kost á sér. LandsUöshópurinn er nú þannig skipaður: Bjami Sigurðsson, Ólafur Gottskálksson, Guðni Bergsson, Gunnar Gíslason, Ólafur Þórðarson, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigur- vinsson, Sigurður Grétarsson, Ragn- ar Margeirsson, Rúnar Kristinsson, Pétur Pétursson, Þorvaldur Örlygs- son, Gunnar Oddsson, Haraldur Ing- ólfsson og Einar PáU Tómasson. Sextándi maöur er Sigurður Jóns- son. -VS JL_ _^L __ - ■ Mungan bað Ásgeir að fara ekki Ásgeir Sigurvinsson, ieikmað- ur með Stuttgart í V-Þýskalandi, kom tU íslands í gærkvöldi ásamt fleiri landshðsmönnum sem ieika eriendis tíl að taka þátt í undir- búningi íslenska landsUðsins fyr- ir leikinn gegn Tyrkjum á mið- vikudag. í samtah við DV kvað Ásgeir ráðamenn Stuttgart hafa komið aö máh við sig og farið þess á leit að hann léti kyrrt Uggja að fara í landsleikinn gegn Tyrkjum. Ásgeir sagðist hins vegar frekar vUja halda heim og spUa fyrir ís- land en að sitja á bekknum hjá Stuttgart. ,JÞað er ómögulegt að fara i gegnura fcrkeppni helmsmeist- aramótsins án þess að sigra og ég vona aö aUt verði iagt i sölum- ar gegn Tyrkjnm," sagði Ásgeir í spjallinu við blaöiö. „Það er mitt áht að þaö sé ekki annað hægt en að hætta með sigri,“ sagði Ásgeir. •JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.