Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Síða 25
24
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989.
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989.
25
íþróttir
íþróttir
Svona
endaði
1. deildin
14.00 - Flautað tU leiks í fjór-
um leiRjum af finun i 1. deild.
Einar Hjartarson eftirlitsdómari
eykur taugastríðið með því aö
láta færa sjónvarpsmyndavélar
fjær hliöarlinu í Kaplakrika og
leikmenn FH og Fylkis bíða í
nokkrar minútur og berja sér tii
hita í næðingnum.
14.07 - FlautaðtilleiksíKapla-
krika og í sömu andrá skorar
Pétur Ormslev fyrir Fram gegn
Víkingi, 1-0. F'ramarar hóta að
blanda sér í baráttuna.
14.09 - Guðmundur Valur Sig-
urösson kemur FH-ingum yfir
gegn Fylki. íslandsbikarinn er til
staðar i Hafnarfiröi og virðist
ekki þurfa flutning þaöan.
14.13 - KA-menn byija að
teygja sig eftir bikamum þegar
Öm Viðar Amarson skorar fyrir
þá í Keflavík.
14.23 - ÖmValdimarssonjafn-
ar fyrir Fylki í Kaplakrika. KA
fær með því tak á íslandsbikam-
um og tilvera Þórs og Keflavikur
í 1. deild er veralega ógnað.
14.45 - Flautað til hálfleiks á
fjórum stöðum, og í Hafnarfirði
sjö mínútum sfðar. Samkvæmt
hálfleikstölum er KA á toppnum
en ÍBK og Fylkir í failsætum.
Spennan er gifUrleg á hvoram
tveggja vígstöðvum og greinilegt
að hvert mark héöan i frá hefur
úrshtaþýðingu.
15.08 - Þórsararkomaákveön-
astir til síðari hálfleiks og taka
forystu gegn ÍA með marki Sæv-
ars Ámasonar. ÍBK og Fylkir eru
þar með komin f erfiða stöðu og
fallhætta Víkinga eykst nokkuð.
15.19 - Baldur Bragason skor-
ar fýrir Val gegn KR og þar með
eru vonir Vesturbæinga um Evr-
ópusæti nánast að engu orðnar.
15.37 - Kristinn Tómasson
kemur Fylki yfir gegn FH. Ljóst
er að ísiandsbikarinn er að renna
FH úr greipum og vonir Fylkis
um áframhaldandi 1. deildar sæti
vaxa til muna.
15.38 - Ellert B. Schram, for-
maður KSÍ, ris úr sæti sínu í heið-
ursstúkunni í Hafnarfirði og yfir-
gefur völiinn. Hans bíður giæfra-
leg ökuferð i iögregiufylgd til
Keflavíkur meö íslandsbikarinn
í farangursrýminu.
15.41 - Bojan Tanevski skorar
gegn ÍA, 2-0, maric sem innsiglar
örlög tveggja liöa. Það heldur
Þórsurum í 1. deild en sendir
Fylki i 2. deild.
15.42 - Akureyringarhafaekki
undan að fagna - i Keflavík skor-
ar Jón Kristjánsson maridð sem
gulltryggir KA-mönnum íslands-
meistaratitilinn í fyrsta skipti.
Keflvíkingar sitja eftir með sárt
ennið, 2. deildin er orðin aö bitr-
um veruleika.
15.45 - Sigursteinn Gíslason
skorar fyrir ÍA gegn Þór en þaö
breytir engu úr því sem komið
er. Um leið er flautað til leiksloka
á fjórum stöðum og ijóst aö KA
er meistari, FH hlýtur Evrópu-
sæti og Fram brons, og Fylkir og
Keflavík era fallin í 2. deild.
15.49 - Ólafur Sveinsson flaut-
ar til leiksloka í Kaplakrika, og
þar með f l. deild. Fylkismenn
fagna tU að byrja með en þeim
fallast fljótt hendur og bæði lið
ganga hnípin af velli. Ótrúlegu
Islandsmóti er lokiö, það eru
Akureyríngar sem fagna manna
mest. KA hefur hreppt titilinn og
Þórsarar forðað sér firá falli.
16.17 - Ellert B. Schram er
mættur með íslandsbikarinn til
Keflavikur og þar tekur viö hon-
um Eriingur Krisfjánsson, fyrir-
liöi KA. Norðanmenn lyfta hon-
um sigri hrósandi, og flýta sér
sfðan til að ná flugi heim á lelð
til frekari veisluhalda.
-VS
• Erlingur Kristjánsson, fyrirliði
KA, stígur út úr flugvélinni á Akur-
eyri með íslandsbikarinn.
DV-mynd Tómas Lárus
• Ormarr Örlygsson hvarf af velli í
Keflavík 15 minútum fyrir leikslok til
að ná flugi til Parísar!
DV-mynd Ægir Már
• Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, kyssir íslandsbikarinn eftirsótta. Guðjón handlék hann nokkrum sinnum sem
leikmaður með ÍA. DV-mynd Ægir Már
Kærkomið hjá
KA-mönnum
- íslandsmeistarar í fyrsta skipti eftir 0-2 sigur í Keflavík
Ægir Már Karasan, DV, Suðumesjum:
KA, Knattspyrnufélag Akureyrar, varð á laugardaginn Islandsmeistari
í knattspyrnu og flutti með sér íslandsbikarinn í höfuðstað Norðurlands
í fyrsta sinn. Til þess aö af þessu gæti orðið urðu KA-menn að sigra í
Keflavík og treysta á að FH-ingar næðu ekki að leggja Fylki að velli í
Hafnarfirði. Þetta gekk eftir, KA náði öllum þremur stigunum, sigraði
0-2, og fógnuður akureyrsku knattspyrnumannanna og fjölmargra stuðn-
ingsmanna þeirra var mikill og innilegur þegar flautað var til leiksloka
og ljóst hver lokaúrslitin yrðu.
Viðureignin réð úrslitum á tvo vegu.
Keflavík mátti láta sæti sitt eftir í kjöl-
far tapsins og leikur þvi í 2. deild á
næsta keppnistímabili eftir átta ára
samfellda veru í þeirri fyrstu.
Leikurinn einkenndist af mikilli bar-
áttu þar sem um líf og dauða var nán-
ast að tefla hjá báðum liðum, en auk
þess markaðist viðureignin af miklum
norðanvindi.
KA skoraði snemma
KA-menn léku á móti vindi í fyrri
hálfleiknum en það kom ekki í veg fyrir
að þeir næðu forystunni á 13. mínútu.
Þá skoraði Öm Viðar Amarson mark
eftir sendingu frá Bjarna Jónssyni en
knötturinn haiði viðkomu í varnar-
manni Keflvíkinga. Örn hitti knöttinn
ekki mjög vel en hann var í góðri að-
stöðu og fór boltinn í stöng og inn.
Eftir þetta atvik hresstist lið heima-
manna og sóttu þeir undan vindi. Færi
vora hins vegar af skornum skammti.
KA-menn voru hættulegir í skyndisókn-
um á móti vindi og áttu dauðafæri und-
ir lok hálfleiksins er Jón Grétar Jónsson
stóð andspænis Þorsteini Bjamasyni
en sá síðamefndi varði skotið mjög
vel.
Sláarskot Keflvíkinga
í seinni hálfleik komu Keflvíkingar til
leiks, staðráðnir í að halda velli í fyrstu
deild. Þeir börðust mjög vel og spiluðu
ágætlega saman en forsjónin var hins
vegar ekki á þeirra bandi eins og svo
oft áður í sumar.
Þrátt fyrir ákafa sókn vildi knötturinn
ekki inn í mark norðanmanna. Sluppu
þeir sérlega vel er Freyr Sverrisson,
þrumaði boltanum í þverslá KA-marks-
ins.
Skyndisókn og Jón skoraði
Er nær dró lokum lögðu Keflvíkingar
aRt í sölumar en þegar svo er vill oft
brenna viö að liðið gleymi vörninni og
fá síðan á sig mark. Þaö gerðist einmitt
í Keflavík undir lok leiksins. Gauti Lax-
dal átti þá sendingu frá vítateig inn á
galopið svæði þar sem Jón Kristjánsson
var eldfljótur að átta sig. Lék hann upp
allan völlinn með Þorstein Bjamason
einan gegn sér og gat því lagt á ráðin
lengi hvemig hann ætti aö ljúka dæm-
inu. Jón skaut fram hjá Þorsteini sem
hálfvarði boltann en af honum fór sá
hnöttótti í netiö. Markið kom á 87. mín-
útu.
Keflvíkingar játuðu sig sigraða er
þetta henti, lögðust margir þeirra á
grúfu í grasið enda blasti aðeins fallið
við.
Bestu menn Keflvíkinga vora þeir
Valþór Sigþórsson og Ingvar Guð-
mundsson. Þá átti Kjartan Einarsson
góðan dag og Þorsteinn Bjarnason varði
vel.
í liði nýkrýndra íslandsmeistara var
það liðsheiidin sem skóp sigurinn en
það er einmitt hún sem hefur komið lið-
inu í þá stöðu sem ljós varð í Keflavík
í gær.
Maður leiksins: Erlingur Kristjáns-
son, fyrirliði KA.
Dómari: Friðjón Eðvarðsson. Dæmdi
þokkalega og fær tvær stjömur.
• Akureyringar fjölmenntu á flugvöllinn, með Sigfús Jónsson bæjarstjóra j farar-
broddi, til að taka á móti íslandsmeisturunum. DV-mynd Tómas Lárus
• Antony Karl Gregory, markahæsti leikmaður KA, lyftir íslandsbikarnum
og félagar hans fagna. DV-mynd Ægir Már
• Aðdáendur KA, með Gunnar Kárason t broddi fylkingar, fagna sigrinum í Keflavík.
DV-mynd Ægir Már
Leikmenn KA fallast í faðma þegar þeim er Ijóst að titillinn er þeirra.
DV-mynd Ægir Már
Erlingur Kristjánsson fyrirliði og Guðjón Þórðarson þjálfari fengu væna blómvendi eins og aðrir KA-menn við komuna til Akureyrar.
DV-mynd Tómas Lárus
Það var tími til kominn“
„Þetta er æðisleg tilftnning aö vinna
íslandsmótið,“ sagði Erlingur Kristj-
ánsson, fyrirliði KA-manna, sem lék
gnöarlega vel í Keflavík á laugardag.
„Ég hef aldrei unnið svona titil áður
og þetta er alveg ólýsanlegt. Þessi tími
hefur verið frábær hjá KA og það var
tími til kominn aö við ynnum titii.“
Erfitt utan vaiiar
„Þaö var mjög erfltt að vera utan
vallar en maður treysti á að strákarnir
mýndu klára dæmið. Viö áttum þetta
fyllilega skilið - við höftim ekki haft
of mikla heppni með okkur í sumar,"
sagði Þorvaldur Örlygsson í samtali
við DV en hann mátti fylgjast með fé-
lögum sinum af áhorfendabekkjum.
Hann tók út leikbann.
Þorvaldur hefur verið einn burðar-
ása í liði KA í sumar en hann mun nú
búa sig undir landsleik gegn íyrkjum
í vikunni. Þarvaldur fer síðan til Nott-
ingham Forest í Englandi.
Allt verió stórkostleg
„Þetta er alveg frábært, ég hef unniö
tvo titla með Val en aldrei upplifað
aðra eins stemmningu,“ sagöi Jón
Grétar Jónsson, fyrrum leikmaður
með Val en núverandi framheiji hjá
KA.
„Þetta hefur verið mjög skemmtileg-
ur og samstilltur hópur og þjálfarinn
er frábær. Það hefur allt verið stór-
kostlegt í kringum liðið. Ef ég á þess
kost verð ég áfram hjá KA, maöur
skiptir ekki úr besta liöinu,“ sagði Jón.
Stóiuóum á Fylkismenn
„Ég er varla búinn aö átta mig á
þessu en fyrir leikinn kom ekkert ann-
að en sigur tii greina. Við stóluöum á
að Fylkismenn myndu sigra FH-inga
þar sem þeir eru með gott lið. Sú varð
raunin og ég er þess fúllviss að þeir
eigi eftir að koma upp aftur,“ sagði
Steingrímur Birgisson úr KA.
„Árangurinn má fyrst og fremst
þakka samheldni og einnig áhorfend-
um og stuðningsmönnum sem haía
verið frábærir.
Dásamleg tilfinning
„Þetta er dásamleg tilfinning að
verða orðinn meistari á nýjan leik,“
sagði Gauti Laxdal við DV en hann
varð íslandsmeistari meö Fram fýrir
fáeinum árum.
„Þessari tilflniúngu veröur einfald-
lega ekki lýst. Síðustu þrjú árin hefur
þetta allt verið á uppleið hjá liðinu. í
fýrra höfiiuðum viö í flórða sæti, í
sjötta sæti árið á undan en nú á toppn-
um. Það var bara spuming hvenær að
þessu kæmi hjá þessum samstillta
hópi,“ sagði Gauti.
Uppbygging að sklla sér
„Tilfinningum mínum verður ekki
lýst. Að fá bikarinn til Akureyrar eftir
alla þessi bið er stórkostlegt. Upp-
bygging okkar er aö skila sér núna,“
sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður
knattspyrnudeildar KA.
„Við höfum verið mjög ánægöir með
störf Guðjóns fajá félaginu. Viö mimum
því vitanlega ræöa við hann sem allra
fyrst. Hann hefur sýnt þaö og sannað
að hann er mjög snjall þjálfari,“ sagði
Stefán Gunnlaugsson.
Stefán heftir verið 23 ár í herbúðum
ar KA Þar af hefur Stefán verið í 6 ár
formaöur deildarinnar.
Ægir MKr Kárason, DV, Suðumasjum:
Ormarrflaug tfl Parísar
Nokkra athygli vakti er Ormarr
Örlygsson, leikmaður KA, var
tekhm af leikvelli er fimmtán
mínútur vor u til leiksloka í Kefla-
vík á laugardag. Ormaix hafði
nefhilega spilaö mjög vel en
ástæða þess aö hann vék af lei-
kvelli var sú að hann þurfti að
fljúga klukkan 16 til Parísar.
Þurfti hann að sækja námskeið
vegna vinnu sinnar og gat því
ekki fagnað meistaratitlinum
með félögum sínum.
Hafði fór Ormars verið frestað
ura einn sólarhring vegna hins
þýðingarmikla leiks. Þess má
geta að Þorvaldur, bróðír Orm-
ars, lék ekki gegn Keflvíkingum
á laugardag, þar sem hann tók
út bann.
Með á nótunum
Áhorfendur í Keflavík í gær, sem
fjölmargir voru á bandi KA-
manna, fylgdust vel meö gangi
mála. Fögnuöu þeir gífurlega er
þau tíðindi bárust úr Hafnarfiröi
að Fylkir hefði jafnað og síðan
ætlaði allt um koll að keyra er
sú fregn barst aö Árbæjarliðiö
hefði tekið forystuna.
Áhorfendur færðu tíðindln
Er leikurinn var úti í Keflavík
fögnuðu KA-menn vitanlega sigr-
inum en þeim var þá ekki Hjóst
að íslandsbikarinn væri þeirra.
Áhorfendur, sem þustu inn á
völlinn í kjölfar leiksins, bára
þeim tiðindin um afrekið og stöð-
una í stigatöfiunni. Er það ekki á
hveijum degi sem slíkt gerist í
íslenskri knattspymu en spenn-
an var þrúgandi allan þann tíma
sem leikimir stóðu yfir á laugar-
dag, bæði í hópi leikmanna og
áhorfenda.
Fá KA-menn
gervlgrasvðll?
rTjri Tíðindamaöur DV
I JO I fregnaði á laugardag
I • j að félagið hygðist
gera gervigrasvöll
norðan heiða en þótt Akur-
eyringar hafí ekki verið sam-
keppnisfærir viö sunnanliðin
hvað aðstöðu varðar þá hefur
það ekki komiö niður á keppni
þeirra í sjálfri knattspyrmmni.
En engu að síður er ætlun ís-
landsmeistaranna að setja upp
gervigrasvöll svo að stunda
megi íþróttina yfir vetrarmán-
uðina á Akureyri.
Ormarr varði titilinn
Það voru tveir leikraenn í liði
KA-manna í gær sem gengu til
leiks sem íslandraeistarar, hvor í
sinni íþróttinni
Ormarr Örlygsson varð ís-
landsmeistari með Fram í fyrra
og blýtur nú þá nafnbót með sínu
nýja félagi.
Jón Kristjánsson varð hins veg-
ar íslandsmeistari með Val í
handknattieik á síðastliðnu vori.
Þess má geta að hann mun nú
snúa sér að þeirri íþrótt á nýjan
leik á sama hátt og bróðir hans,
Erlingur. Erlingur mun stjóma
hði KA-manna í fyrstu deildinni
í handknattleik í vetur.
Verið ekki svona stressaðir
Jámkarlinn Guðjón Þórðarson,
þjálfari KA-manna, var í því að
róa félaga sína á varamanna-
bekknum á laugardag. „Veriði
ekki svona stressaðir,“ sagði
hann er tíöindin bárast á færi-
bandi frá Hafnarfirði
En um leið og kappinn með
breiða bakið, eins og fýrrum
Þær voru