Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Page 27
MÁNUpAQUR
27;
Iþróttir
„Islenskar skyttur
hitta ótrúlega11
segir Dennis Matica, þjálfari Grindvlkinga 1 körfubolta
Ægir Már Káraaon, DV, Suðomesjum:
„Ég er nyögi ánœgður með að fá
tœkifæri til að þjálfa hér á landi.
Grindvíkingar hafa tekið mér og
flölskyldu minni mjög vel. Mér
frnnst mjög gaman aö þjálfa hér í
Grindavík, leikmennirnir leggja sig
alla fram á æfirtgum og í keppni,"
sagði Dennis Matica, þjálfari körfti-
knattleiksliðs Grindvikinga, í sam-
tali viö DV.
„Það var vinur minn, Jim Dooley,
sem hafði samband við mig og tjáði
mér aö Grindvíkingar væru að leita
aö þjálfara. Ég hitti Eyjólf Guö-
laugsson þegar hann kom til
Bandaríkjanna og upp úr því var
frágengið að ég kæmi hingað. Ég
er mjög- ánægður með íslenskan
körfubolta og sérstaklega með
skyttumar sem hitta ótrúlega vel
og það er hrein unun að sjá til
þeirra,“ sagði Matica.
„Mér finnst betri körfubolti hér
en í Luxemburg en þar var ég í
fyrra," sagöi Jeff Nuli sem leikur
með Grindvikingum í vetur.
„Strákarnir hafa
tekið mérvel"
„Strákamir hafa tekið mér mjög
• Egill Eiösson var ráðinn þjálfari frjálsíþróttadeildar KR í síðustu viku og
hér sjást hann og Ólafur G. Guðmundsson, formaður deildarinnar, takast
í hendur eftir undirritun samningsins. DV-mynd Gunnar
David Grissom:
Fólkið hér
mjög indælt
- segir leikmaður Reynis í Sandgerði
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Þegar umboösmaöur minn hafði
samband við mig og sagði að ég gæti
komist að hjá íslensku liði var ég
fljótur að taka því. Þetta er í fyrsta
skipti sem fer til útlanda að spila og
fór strax að kynna mér ísland,“ sagði
David Grissom, þjálfari og leikmaður
körfuknattleiksliðs Reynis úr Sand-
gerði, en Reynismenn leika í fyrsta
skipti í úrvalsdeildinni í vetur.
„Mér finnst fólkið hér mjög indælt
og strákarnir í liðinu hafa tekið mér
mjög vél. Þetta verður örugglega erf-
itt tímabil hjá okkur en við eigum
áreiðanlega eftir að koma á óvart í
vetur og framfarir sjást hjá liðinu á
hverri æfingu," sagði Grissom.
Grissom er 25 ára gamall og kemur
frá Texas en þar lék hann meö há-
skólaliði. Hann hefur staðið sig mjög
vel meö Sandgerðingum það sem af
er haustinu og þeir binda miklar
vonir við hann sem leikmann og
þjálfara í vetur.
vel og þetta hefur verið skemmti-
legur tími. Dennis hafði samband
við mig og fékk mig til að koma,
og þetta á örugglega eftir aö vera
spennandi tímabil. Mér finnst liöin
vera jöfh og það getur áreiðanlega
allt gerst í deildinni í vetur," sagði
NulL
• Dennis Matica tif vinstri og Jeff Null, leikmaður liðsins.
• David Grissom, leikmaður Reynis, Sandgerði, í körfuknattleik.
LEIKTU SQUASH
Á FRÁBÆRUM VÖLLUM
Hvort sem þú ert byrjandi eða
keppnismaður í íþróttinni þá bjóðum
við uppá 5 glæsilega Squash-velli og
einn Racketball-völl sem gefa bestu
völlum Evrópu ekkert eftir.
Pantaðu tíma núna fyrir veturinn
í Squash eða Racketball hjá
Squash-Klúbbnum Stórhöfða 17
(við Gullinbrú). Pantanir teknar í síma
985-28163.
674333
KLÚBBURINN
Stórhöfði 17