Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 31
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989.
31
Fréttir
Þegar loks stytti upp var drifiö í að koma saltfiskinum frá Norðurtanganum á reitinn við Sjóminjasafnið.
DV-myndir BB, ísafirði
LÍÚ 50 ára:
Lætur gera heimildar-
mynd um sjávarútveg
Vilborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði:
Síöustu daga hafa starfsmenn Lif-
andi mynda hf. verið aö störfum í
Neðstakaupstað á ísafirði við tökur
á atriðum í heimildarmynd sem ver-
ið er að vinna fyrir LÍU í tilefni af
50 ára afmæli þess í ár. Myndin hefur
vinnuheitið „Verstöðin ísland" og er
í tveimur hlutum. Báðir eru þeir 50
mínútna langir.
Annar hlutinn fjallar um sjávarút-
veginn frá upphafi árabátaútgerðar
til okkar tíma. Upphafs- og lokaatriði
þess hluta verða tekin í Osvör í Bol-
ungarvík. Þar fer kvikmyndataka
fram í nóvember eða desember.
Fyrri hlutinn fjallar um nútímaút-
gerð togara og báts í dæmigerðum
útgerðarbæ í eitt ár og er hann tek-
inn upp í Vestmannaeyjum. Gerö
myndarinnar hófst á vetrarvertíð í
hittifyrra og er tökum í Vestmanna-
eyjum að mestu lokið. Áætlað er að
myndin verði í heild sinni tilbúin til
sýningar í kvikmyndahúsum og á
myndbandi næsta haust.
I Neðstakaupstað voru m.a. tekin
atriði sem gerast árið 1893 þegar
Ásgeirsverslun gerði út sextán þil-
skip og Ásgeir G. Ásgeirsson kaup-
maður hugði á kaup á gufuskipi til
flutninga á milli landa. Sett eru á
svið atriði þar sem Ásgeir kaup-
maður og Árni Jónsson faktor virða
fyrir sér saltfiskinn á reitnum og
rabba saman í stofu í Faktorshúsinu.
Illa ætlaði reyndar að ganga að
mynda saltfiskinn, sem fenginn var
að láni hjá Norðurtanganum, því það
rigndi í tvo daga varð að breiða plast
yfir fiskinn þar til stytti upp.
Ánægjulegt samstarf
við ísfirðinga
„Þetta hefði aldrei tekist nema með
sérstaklega góðu og ánægjulegu sam-
starfi við ísfirðinga," sagði Erlendur
Sveinsson leikstjóri í samtali við DV.
„ísafjarðarbær hefur verið okkur
innan handar við ýmislegt, m.a. við
flutning á möl og grjóti og öðru sem
til þurfti í leikmyndina. Eins nutum
viö velvilja Norðurtangans sem lán-
aði okkur fiskinn og þökkum við
kærlega fyrir það,“ sagði Erlendur.
Vemdaður vinnustaður á Vesturlandi í nýtt hús:
Getum fjölgað starfsmönnum
- segir Einar Guðmundsson forstöðumaður
Gaxðar Guðjónsson, DV, Akianesi:
„Húsið, sem við erum í núna, er
ekki nema um hundrað fermetrar
svo það hefur ekki boðið upp á marga
möguleika. En þar verður gífurleg
breyting á þegar við flytjum í nýja
húsið,“ sagði Einar Guðmundsson,
forstöðumaöur Vemdaðs vinnustað-
ar á Vesturlandi, í samtali við
DV.
Vemdaður vinnustaður hefur ver-
iö í þröngu leiguhúsnæði til þessa en
nú um helgina verður starfsemin
flutt í nýtt og miklu stærra hús við
Dalbraut. Jafnframt verður þar rek-
in dagvistun fyrir fatlaöa en hún er
einnig í óhentugu leiguhúsnæði.
Nýja húsið er 526 fermetrar og fær
Vemdaður vinnustaður tvo þriðju
hluta þess til umráða.
Fjölgum starfsmönnum
og aukum framleiöslu
„Þetta verður gjörbreyting á að-
stöðu bæði fyrir okkur og dagvistun-
ina. Við vonumst til þess að geta
aukið framleiðsluna og íjölbreytni
hennar og fjölgað starfsmönnum í
framtíðinni," sagði Einar.
Þegar DV heimsótti Vemdaðan
vinnustað var húsnæðið nær undir-
lagt pokum með drykkjarambúðum
- vinnustaðurinn tekur við umbúð-
um fyrir Endurvinnsluna. Uppistað-
an í starfseminni hefur verið sam-
setning útiljósasería en þær hafa orð-
iö aö víkja fyrir umbúðunum og
verða í kössum þar til flutt verður í
Þórarinn Gunnlaugsson, Sverrir Haraldsson, Unnar Olsen og Einar Guó-
mundsson. Þeir eru í þann veginn að fiytja i nýtt og glæsilegt húsnæði við
Dalbraut. Á myndina vantarfjórða starfsmanninn, Finn Malmquisl.
DV-mynd Garðar
nýja húsið.
Aö sögn Einars eru uppi ýmsar
hugmyndir um nýja framleiðslu hjá
fyrirtækinu. M.a. hefur verið rætt
um að kaupa plaststeypuvél og hefja
framleiöslu á meðalaglösum sem nú
era flutt inn. Vinnustaöurinn hefur
samið við þijú sjúkrahús um kaup á
þessum glösum. Þá hafa einnig verið
uppi hugmyndir um að framleiða
öryggislæsingar á skápa. Jóhannes
PáJsson hefur hannað þær en Vernd-
aðan vinnustað vantar vélakost til
þess að geta framleitt þær.
Starfsmenn Vemdaðs vinnustaðar
eru nú íjórir auk forstöðumanns en
að sögn Einars væri hægt að hafa
allt að tuttugu starfsmenn í nýja
húsinu.
SL
ÍTALSKA. SPÆNSKA,
ENSKA, DANSKA
fyrir BYRJEIMDUR
Upplýsingar og innritun í síma 20236.
RIGMOR
Æ
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVlKURBORGAR
Droplaugarstaðir
Snorrabraut 58, Reykjavík
Leiöbeinanda í félags- og tómstundastarfi vantar frá
1. okt. 1989.
Vinnutími frá kl. 12.45-17.15, s.s. 73,13% vinna.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í iðjuþjálf-
un, handavinnu eða sambærilega menntun og
reynslu í félagsstörfum. Nauðsynlegt er að umsækj-
andi sé hugmyndaríkur og geti unnið sjálfstætt.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli
kl. 9 og 12 f.h. alla virka daga.
Eftirtaldar biikksmiðjur eru aðilar að Félagi biikksmiðju-
eigenda og þótttakendur i sérstöku átaki sem miðar að því
að bæta og uppfylla hæstu faalegu kröfu. Þessar smiðjur
hafa leyfi til að bera fagmerki félagsins og munu því ávallt
leagia sig fram um að skila traustu og faglegu verki.
Oskir þú eftir vandaðri vinnu, hafðu þá samband við ein-
hverja eftirtalinna blikksmiðja, sem allar bera fagmerki
FBE:
AKUREYSí:
BLIKKRAS HF. Hjalteyrargötu 6, s. 96-27770/96-26524
BLIKKVIRKI HF. Kaldbaksgötu 2, s. 96-24017
UORGARNES: - v y
VIRNET HF: Borgarbraut, s 93-71296
FÁSKRÚÐSfJÖR&UR:
BLIKK OG BILAR Túngötu 7, s. 97-51108
GARÐABÆR:
BLIKKIÐJAN SF. Iðnbúð 3, s. 46711
KAFNÁRFJÖRÐUR:
BLIKKTÆKNI HF. Kaplahrauni 2-4, s. 54244
RÁSVERK HF. Kaplanrauni 17, s. 52760
KEFLAVÍK:
BLIKKSMIÐJA
ÁGÚSTAR GUÐJÓNSSONAR Vesturbraut 14, s. 92-12430
KÓPAVOGUR: ,
AUÐAS HF. Kársnesbraut 102 a, s. 641280
BLIKKÁS HF. Skeljabrekku 4, s. 44040
BLIKKSMIÐJA EINARS SF. Smiðjuvegi 4 b, s. 71100
BLIKKSMIÐJAN FUNI SF. Smiðjuvegi 28, s. 78733
BLIKKSMIÐJAN VÍK HF. Smiðjuvegi 18, s. 71580
K.K. BLIKK HF. Auðbrekku 23, s. 45575
REYKJAVÍK*
BLIKKOG STÁL HF. Bíldshöfða 12, s. 686666
BLIKKSMIÐJA AUSTURBÆJAR HF. Borgartúni 25, s. 14933
BLIKKSMIÐJA GYLFA HF. Vagnhöfða 7, s. 674222
BLIKKSMIÐJA REYKJAVÍKUR Súðarvogi 7, s. 686940
BLIKKSMIÐJAN tæknideild Ó.J. & K. Smiðshöfða 9, s. 685699
BLIKKSMIÐJAN GLÓFAXI Ármúla 42, s. 34236
BLIKKSMIÐJAN GRETTIR HF. Ármúla 19, s. 681996
BLIKKSMIÐURINN HF. Vagnhöfða 10, s. 672170
BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF. Sigtúni 7, s. 29022
HAGBLIKK HF. Eirhöfða 17. s. 673222
SELFOSS:
BLIKK HF. Gagnheiði 23, s. 98-22040
FÉIAG BUKKSMIÐJUEIGENDA
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
s: 91-621755