Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 40
40
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989.
LífsstOl
Reynsla notenda af bifreiðum:
24,5% eiga
tvo bíla en
69,3% einn
í könnun, sem Neytendablaðið
gerði á reynslu notenda af bifreiðum
og náði til 2.850 manna í Reykjavík,
á Suðumesjum og Suðurlandi, kom
í ljós að 87,2% aðspurðra áttu bíl en
12,8% áttu engan bíl. 24,5% áttu tvo
bíla, 5,3% áttu 3 bíla og 0,7% áttu
fjóra bíla.
Á 59,6% heimilanna voru tveir með
bílpróf en á 16,3% heimila var aðeins
einn með próf og á 17,2% heimila
voru þrír með bílpróf.
Meirihluti bdanna var 4 ára og
yngri eða um 55,6%. Flestir bílar
komu fram af árgerð 1987 eða 446
bílar, 17,9% af heildinni. 55,3% bíl-
anna voru keyptir notaðir en 44,7%
þeirra keyptir nýir.
Þriðjungur
farinn að ryðga
Þriðjungur bílanna í könnuninni
er farinn að ryðga. Ryðmyndun eykst
ört við 3-5 ára aidur og nær hámarki
Neytendur
upp úr 10 ára aldri en þá er ryð áber-
andi í meira en 80% bifreiðanna.
Samkvæmt niðurstöðunum ryðga
bílar af gerðunum Fiat, Daihatsu,
Lada og Skoda einna mest en minnst
var sagt bera á ryði í AMC Jeep,
Saab, Mercedes-Benz, Range Rover,
BMW og Volvo.
Toyotur, Lödur og
Mözdur algengastar
Samkvæmt könnun þessari er Toy-
ota algengasti bíllinn á íslandi en 291
bíll af þeirri tegund kom fram í könn-
uninni. í öðru sæti var Lada með 229
bíla en Mazda í þriðja sæti með 209
bíla. Hæsti meðalaldur mældist á
Land Rover og Rang Rover eða tæp
13 ár og AMC Jeep kom næstur með
9 ára meðalaldur.
Lægstan meðalaldur hafði Skoda,
tæp 3 ár, Mitsubishi mældist með 3,2
Alagning kaupmanna á mjólk er nú 13,8% en verður trúlega lækkuð eftir helgina um 1%. Kaupmenn segja að
álagningin þyrfti að vera 19,8%
Álagning á mjólk:
Álagning á mjólkurvörur þyrfti að
vera 19,8% í stað 13,8% eins og nú
er til þess að standa undir beinum
og sameiginlegum kostnaði og skila
1% framlegð til ávöxtunar á eigin fé.
Þetta kemur fram í úttekt sem Jón
Sævar Jónsson rekstrarverkfræð-
ingur vann fyrir Kaupmannasam-
tökin 1988.
„Þessi skýrsla er nokkurs konar
meðaltal. Það er hægt að gera hlutina
öðruvísi," sagði Jóhannes Jónsson,
kaupmaður í Bónus, í samtali við DV.
Bónus selur eins og fleiri verslanir
mjólk með um 8% álagningu. „Það
hafa ýmsar forsendur breyst síðan
skýrslan var gerð,“ sagði Jóhannes.
„Til dæmis eru plastpokar nú seldir
en umbúðakostnaður vegur þungt
þegar mjólk er annars vegar.“ Leyfð
álagning á mjólk er nú 13,8% og var
leyfð 1% hækkun á henni 1. septemb-
er. Flest bendir til þess að sú ákvörð-
un Verðlagsráðs aö leyfa þessa
hækkun verði dregin til baka til þess
að auðvelda lækkun á mjólk og
álagningin verði þá 12,8% eins og var
áður.
í skýrslu Jóns Sævars er ítarlega
farið í forsendur þess hver álagning
á landbúnaðarvörum þurfi að vera
og eru flestar tölur, sem settar eru
fram í skýrslunni um nauðsynlega
álagningu, talsvert miklu hærri en
raunveruleg álagning er.
Þannig segir um kjötvöru í skýrsl-
unni: „Meðalálagning á Kjötvörum
er samkvæmt könnuninni 20,7% en
þyrfti að vera 37,8%.“ Fram kemur
að meðalálagning á landbúnaðarvör-
um yfirleitt er 17,2% en í skýrslunni
er komist að þeirri niðurstöðu að
álagning á landbúnaðarvörum þyrfti
að meðaltali að vera 31,3%. Þær skila
versluninni 34% af álagningarteKj-
um hennar og eru 40,7% af veltu.
-Pá
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Neytendabiaðsins voru Fiat bifreiðar
mest ryðgaðar.
ára meðalaldur, Subaru með 3,4 ára
og Lada með 3,5 ára meðalaldur.
Mjög fáir bíleigendur virðast kjósa
að leita til umboðanna þegar gera
þarf við bifreiðina eða aðeins 26,5%
að meðaltali. Flestir Citroen eigend-
ur eða 85,7% sögðust vera ánægðir
með þá þjónustu sem umboðið veitti.
Eigendur Range Rover, Chrysler og
Chevrolet voru einna óánægðastir
með þjónustu umboðsins. Þannig
voru 32,7% Chevrolet eigenda óán-
ægðir og var það hæsta hlutfall sem
mældist.
Meirihlutinn ók
á nagladekkjum
Það kom einnig fram í könnun
þessari að 59,4% aðspurðra óku á
nagladekkjum allan veturinn þrátt
fyrir áróður embættis gatnamála-
stjóra um hið gagnstæöa. 23,3% not-
uðu ónegld snjódekk, 13% notuðu
heilsársdekk og 4,3% bíleigenda óku
á sumardekkjum allan síðastliðinn
vetur.
Þátttakendur voru einnig spurðir
um hvaða tegund af bensíni þeir not-
uðu og kom í ljós að 53,2% þeirra
notuðu 98 oktana kraftbensín en
41,2% notuðu blýlaust bensín og 5,6%
notuðu báðar tegundimar jöfnum
höndum.
-Pá
Sólargeislinn
á 11,50 krónur
Nýlega birtust niöurstöður verð-
könnimar Verðlagsstofnunar um
verðlag á sólbaðsstofum. Þar kom
fram að miðað við 30 mínútna tíma
var Sólargeislinn á Hverfisgötu
einna dýrastur.
Jóna Marvinsdóttir, eigandi Sólar-
geislans, hafði samband við DV og
vildi benda á að ekki væri rétt að
miða við 30 mínútur þvi þeir tímar
væm lítið notaðir en 20 mínútna
tímar væm hins vegar það sem flest-
ir tækju.
Við athugun kom í ljós að sé verð
á 10 tíma korti, hver tími 20 mín.,
reiknað yfir í verð á mínútu þá verða
niðurstöður aörar. Þannig kostar
mínútan í Sólargeislanum 11,50
krónur. Lægsta verð, sem fékkst
miðað við þessar forsendur, var 10
krónur á mínútu hjá Kolbrúnu á
Grettisgötu. Hæsta verð samkvaémt
þessu reyndist 15,50 krónur í Betri
stofunniviðHólmasel. -Pá
Ný sveppabók
Komin er út hjá Almenna bókafé-
laginu bók sem heitir Villtir mat-
sveppir á íslandi og er eftir Ásu
Margréti Ásgrímsdóttur og Guðrúnu
Magnúsdóttur. Bókin, sem inniheld-
ur fjölda htmynda, greinir frá helstu
tegundum algengra matsveppa sem
finnast á íslandi og skýrir frá hvar
þeir vaxa, matreiðslu og meðhöndl-
un.
Hægt er að tína sveppi allt fram til
septemberloka. Sveppategundir hér
á landi skipta hundruðum og margir
óætir sveppir eru algengir. Áhugi á
sveppatínslu og nytjan sveppa hefur
farið mjög vaxandi hér á landi und-
anfarin ár og kemur því þessi bók í
góðar þarfir. Hver sem hugar að
sveppum finnur fljótlega marga
sveppi sem ekki er getið í bókinni en
þá er sennilega um að ræða sveppi
sem eru óætir, e.t.v. eitraðir, bragð-
vondir eða einskis virði til átu vegna
smæðar.
Þeir sem vilja nýta aðra sveppi en
þá sem getið er í bókinni er eindreg-
ið ráðlagt að afla sér meiri þekkingar
í greiningu og skal einkum bent á
Sveppakverið eftir Helga Hallgríms-
son eða erlendar sveppabækur sem
fást í bókabúðum.
Villtir matsveppir á íslandi fæst í
flestum bókabúðum og kostar 2.500
krónur. -Pá
Kúalubbi er mjög algengur og þyklr ágætur matsveppur meðan hann er
ungur og óskemmdur. Hann er 4-18 cm breiður, hvolflaga, flatur og holdug-
ur. Liturinn er frá þvi að vera Ijósgrábrúnn niður I dökkbrúnt. Holdið er
hvitt og þétt á ungum sveppum en svampkennt á þelm eldri.