Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 41
MÁNUDACUR 18. SEPTEMBER 1989.
41
Ólyginn
sagði...
Dolly Parton
hefur ávallt haldið því fram að
hún búi í hamingjusömu hjóna-
bandi. Hefur hún verið gift sama
manninum, Carl Dean, í tuttugu
og þrjú ár. Sannarlega langlíft
hjónaband á mælikvarða Holly-
wood. Þessa dagana er hún fjúk-
andi vond vegna þess að blað eitt
í Los Angeles heldur því fram að
hún hafi haldið við lagahöfund
einn í Nashville í átján ár. Stjarn-
an neitar öllum ásökunum og
segir blaðið enga sönnun hafa
fyrir fréttinni. Þeir sem best
þekkja til segja þó að fréttin sé
að öllum líkindum sönn. Það hafi
ávallt verið orðrómur um að
Dolly Parton ætti sér viðhald.
Sviðsljós
Zsa Zsa Gabor sýnir í réttarsalnum hvernig hún sló til lögreglumannsins
Jack Kramer.
Zsa Zsa Gabor
í vandræðum
Hin „aldna“ kvikmyndastjama,
Zsa Zsa Gabor, er í miklum vandræð-
um þessa stundina. Gabor, sem sam-
kvæmt fæðingarvottorði er 68 ára
þótt hún sjálf segist vera 58 ára göm-
ul, er ákærð fyrir aö ráðast á lög-
regluþjóninn Jack Kramer. Aðdrag-
andinn að málaferlunum var sá að
mótorhjólalögreglan Kramer stöðv-
aði Gabor sem var í Rolls Royceinum
sínum í bíltúr í Beverly Hills og sagði
henni að númersplötur hennar væru
ógiidar. Þegar Kramer fór fram á að
sjá ökuskírteini hennar brást hún
reið við ók í burtu. Hann elti hana
og stoppaði hana aftur. Þá tók hún
sig til og sló Kramer í andlitiö.
Jack Kramer gafst ekki upp, fékk
ökuskírteinið hjá henni. Það var að
sjálfsögðu ekki í gildi. Þegar Kramer
kom á lögreglustöðina kærði hann
Gabor fyrir líkamsárás og að hafa
keyrt réttindalaus og ölvuð. Hann
hafði tekið eftir opinni áfengisflösku
í framsæti bílsins.
Ef Zsa Zsa Gabor verður sek fundin
um öll ákæruatriðin gæti hún fengið
Þessi mynd er tekin at Zsa Zsa
Gabor er hún kom til réttarhald-
anna. Með henni er einkahár-
greiðslumaður hennar sem sér til
þess að greiðsla og andlitssnyrting
aflagist ekki meöan á réttarhöldun-
um stendur. Símamyndir Reuter
aRt að álján mánaða fangelsisdóm.
Stefnir í hörkuréttarhöld því lög-
fræðingur Gabor ætlar að saima það
að Kramer hafi beitt skjólstæðing
sinn ofbeldi og að hann sé á móti
frægu fólki.
LEITIN ENDAR
HJÁ OKKUR!
SYNISHORN UR SOLUSKRA:
É f" M
Ford Bronco, 1984, Mazda 626 iTlX.
beinsk., 3ja dyra,
svartur, ekinn 55 þús.
Verð 1.100 þús.
1988, sjálfsk., 4ra
dyra, ljósbrúnn, ekinn
44 þús. Verð 980 þús.
steingrár, ekinn 11
þús. Verð 870 þús.
Mazda 323 1,6 GT,
1988, beinsk., 3 dyra,~
rauður, ekinn 29 þús.
Verð 830 þús.
SÉRLEGA
HAGSTÆTT
VERÐ OG
GREIÐSLU-
KJÖR.
Mazda 323 1,3 LX,
1987, beinsk., 5 dyra,
hvítur, ekinn 39 þús.
Verð 490 þús.
Mazda 626 2,0 GLX,
1987, sjálfsk., 4ra
dyra, rauður, ekinn 45
þús. Verð 720 þús.
Mazda 323 1,3 LX,
1987, beinsk., 3ja
dyra, blár, ekinn 45
þús. Verð 470 þús.
Mazda 323, station,
1,5, GLX, 1987,
beinsk., 5 dyra, hvít-
ur, ekinn 32 þús. Verð
600 þús.
Subaru, 1988,
beinsk., 5 dyra, grár,
ekinn 62 þús. Verð 630
þús.
MMC Lancer, stat-
ion, 1988, beinsk., 5
dyra, rauður, ekinn 32
þús. Verð 680 þús.
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11. SÍMI68 12 99
Tom Jones
hefur sent aðdáendum sínum
reglur um hvemig eigi að um-
gangast hann. í bréfi, sem um-
boðsmaður hans hefur birt opin-
berlega, segir söngvarinn að það
sé allt í lagi að senda honum gjaf-
ir en ekki hvaða gjafir sem er.
Efst á óskahsta Jones eru ávext-
ir, heimabakaðar kökur, hand-
klæði og kampavín. Þá er aðdá-
endum hans bannað að koma bak
við sviðið eftir hljómleika en er
ráðlagt að reyna að koma inn
góðum orðum hjá blöðum og út-
varpsstöðvum. Já, það er erfitt
að vera frægur og vinsæll.
Joan Collins
er ekki mjög ánægð þess dagana.
Ákveðið hafði verið að gera heim-
ildamynd um stjörnuna sem á
sjálfsagt fleiri ár í ástarhlutverk-
um en nokkur önnur kvikmynd-
stjarna. Eftir þónokkurn undir-
búning var hætt viö gerð þáttar-
ins og var Collins ekki ánægð
með þá ákvörðun. Hún ætti samt
að vera sátt við það því heyrst
hefur að ein aöalástæða fyrir
þessu hafi veriö að enginn sem
rætt var við hafi getað sagt neitt
gott um Collins. Einn þeirra sem
léku með henni í Dynasty sagði
aö hennar mesti hæfileiki lægi í
búðarápi. Öðrum varð tíðrætt um
að hún væri alltaf að fjúga til um
aldur og neita því að hún hefði
farið í andlitslyftingu.
Sumarhús
í sérflokki
Við seljtim nú
sýníngarhúsíð
okkar sem
hlotið hefur
frábærar víð-
tökur og góða
dóma fyrir
glæsilegt útlít
og afbragðs
hönnttn.
Húsið er mjög hlýtt (góð einangrun) og traust heíls árs hús, með svefnlofti sem víð byggðum sérstaklega með islensktveðurfar í huga.
Husið verður selt með öllum innréttingum og búnaði, svo sem raflögn, eldhúsinnréttingu, eldhúsborði + stólum, vöskum, blöndun-
artækjum, eldavél, isskápi, sturtuklefa, klósetti, hjónarúmi, 2 eins manns rúmum, ljósakrónu, veggljósum, lampa, sófasetti, sófa-
borði, hornborði, skápum, gluggatjöldum, 45m2verönd, skjólveggjum o.fl. Sem sagt: „eittmeð öll«“.
Með ánægju upplýsum við að 25 hús sömu gerðar hafa eígnast nýja eigendur sl. 10 vikur og nokkur í víðbót eru i smiðum.
Komdti víð í Trönuhrauní 8, Hafnarfírðí, sfeoðaðu sýníngarhúsíð og gerðu ofefeur
tílboð. Það feostar efefeert.
VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM.
Útvegum lóðír undír sumarbústaðí.
" ~ ma 'tsrrs
TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SlMI 652501
Sjónersöguríkari!