Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 42
42 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Fólk í fréttum Lúðvík Jósepsson Lúövík Jósepsson, bankaráðs- maður í Landsbanka íslands, hefur verið í fréttum DV vegna ádeilu hans á kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum. Lúðvík er fæddur í Neskaupstað 16. júní 1914 og ólst þar upp. Hann varð gagnfræðingur á Akureyri 1933 og eftir það kennari við Gagnfræða- skólann í Neskaupstað 1934 til 1943. Hann vann að útgerð í Neskaupstað á árunum 1944 til 1948 og varð for- stjóri Bæjarútgerðar Neskaupstað- ar 1948 til 1952. Lúðvík var alþingismaður fyrir Sameiningarflokk alþýðu - Sósíal- istaflokkinn og síðar Alþýðubanda- lagið frá 1942 til 1979. Jafnframt var hann bæjarfulltrúi í Neskaupstað frá 1938 til 1970 og af þeim tíma for- seti bæjarstjómar í ellefu ár. Lúðvík var formaður Alþýðu- bandalagsins 1977 til 1980. Hann var einnig formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins 1961 tfl 1971 og aftur 1975 tfl 1979. Lúðvík var sjávarútvegs- og við- skiptaráðherra 1956 tfl 1958 og aftur 1971 tfl 1974. Hann var fulltrúi á hafréttarráðstefnum og hefur setið í fjölmörgum opinberum nefndum. Lúðvík hefur setið í bankaráði Landsbankans frá árinu 1980 og var áður í bankaráði Útvegsbankans á árunum 1957 tfl 1971. Lúðvík er sonur Jóseps Benedikts Gestssonar, sjómanns í Neskaup- stað og á Eskiíirði. Jósep var fæddur 13. október 1894 og lést 22. mars 1969. Hann var sonur Gests Guðmunds- sonar, sjómanns á Hrútseyri við Fáskrúðsíjörð, og Katrínar Þor- steinsdóttur. Móðir Lúðvíks var Þórstína Elísa Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins Bjarnasonar, bónda á Kirkjubóli í Norðfirði. Þórstína var fædd 28. ágúst 1880 og lést 1. ágúst 1944. Fyrri maður Þórstínu var Jón Hávarðsson. Þau skfldu. Þau áttu þrjú böm: Guðjón, sjómann í Nes- kaupstað; Ólöfu, sem bjó í Færeyj- um, og Jón Hávarðsson, sjómann í Neskaupstað. Síðari maður Þórstínu var Einar Brynjólfsson, sjómaður í Neskaup- stað. Lúðvík ólst upp með honum og móður sinni. Böm Þórstínu og Einars: Rafn, skipstjóri í Neskaupstað, seinast á Bjarti NK, fæddur 6. ágúst 1919. Hann er nú látinn. Kona hans var Anna Kristinsdóttir. Oddný Sumarrós, húsfreyja í Ár- nesi í Ámeshreppi á Ströndum, fædd 22. aprfl 1922. Maður hennar er Benedikt Valgeirsson, bóndi í Ámesi. Kona Lúðvíks er Fjóla Steindóttir, fædd 15. október 1916. Hún er dóttir Steins Snorrasonar og Steinunnar ísaksdóttur, búenda í Steinskoti í Hjaltadal í Skagafirði. Lúðvík og Fjóla eiga einn son. Það er Steinar íþróttakennari og nú sundhallarforstjóri í Kópavogi, Lúðvík Jósepsson. fæddur 2. júní 1936. Kona hans var Guðrún Helgadóttir en þau era skfl- in. Dóttir þeirra er Elín námsmaður. Afmæli Ármann Snævarr Ármann Snævarr, fyrrv. háskóla- rektor og hæstaréttardómari, Ara- götu 8, Reykjavík, er sjötugur í dag. Ármann fæddist á Nesi í Norðfirði (Neskaupstað) og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1938, embættisprófi í lögfræði við HÍ1944 og stundaði framhaldsnám í lög- fræði við háskólana í Uppsölum 1945-46, í Kaupmannahöfn 1946-47 og í Osló 1947-48. Auk þess stundaði hann framhaldsnám viö Harvard Law School 1954-55. Starfsferill og trúnaðarstörf Ármann var prófessor í lögum við HÍ1948-72, rektor HÍ frá 1960-69, gistiprófessor við Uppsalaháskóla 1969-70, við Ohio Northem Univers- ity 1971 og ’72 og við McGeorge laga- skólann í Sacramento í Kalifomíu 1976. Hann var hæstaréttardómari frá 1972-84. Þá var hann stunda- kennari við lagadefld HÍ frá 1973 og viö guðfræðidefld 1967-79. Hann hefur verið prófdómari við lagadeild HÍ. Armann var formaður Náttúra- vemdamefndar Reykjavíkur 1957- 62, sat í stjóm Norræna húss- ins 1965-76 og formaður þar 1965-68, í stjóm norrænu lögfræðingaþing- anna, íslandsdefldar frá 1951 og for- maður þar síðan 1972, formaður stjómar Lögfræðingafélags íslands 1958- 65 og Bandalags háskóla- manna 1958-64, forseti Þjóðvinafé- lagsins 1962-66, í stjóm Vísindasjóðs 1957-74, fulltrúi HÍ í háskóla- og vís- indanefnd Evrópuráðsins 1961-69, í fyrstu stjóm Samtaka háskólarekt- ora frá Evrópulöndum í Göttingen 1964, í stjóm Handritastofnunar ís- lands 1962-66, fulltrúi Sáttmála- sjóðs, í stjórn Ámastofnunar í Kaupmannahöfn 1969-73, formaður stjómar Dómarafélags íslands 1977-84, formaður Félags Samein- uðu þjóðanna á íslandi 1960-69, for- maður hegningalaganefndar 1970-85 og sifjalaganefndar frá 1957. Ármann hefur átt sæti í dómnefnd- um varðandi prófessorsembætti, þ. á m. við Árósarháskóla og Oslóar- háskóla. Þá hefur hann verið and- mælandi við doktorsvöm við laga- defld HÍ1968,1971 og við Cambridge- háskóla 1973. Hann hefur flutt fyrir- lestra viö háskóla á öllum Norður- löndunum og í Kanada, Þýskalandi og í Rússlandi. Þá hefur hann samið fjölmörg frumvörp tfl laga, einn eða ásamtöðrum. Ritstörf og viðurkenningar Ármann hefur samið fjölda rita og ritgerða um lögfræðfleg efni sem sum hver hafa margsinnis verið gefin út. Má t.d. nefna Almenna lög- fræði, Þætti úr refsirétti, Fyrirlestra í sifjarétti, Bamarétt og Fyrirlestra í erfðarétti. Þá hefur hann setið 1 útgáfustjórnum, verið ritstjóri og gefið út fjölda laga- og dómasafna. Hann sat í útgáfustjóm Kulturhist- orisk Leksikon 1961-80. Ármann var sæmdur doktorsnafn- bót í lögfræði við Uppsalaháskóla 1970, við Ohio Northen University 1973, Helsingforsháskóla 1980 og Oslóar- og Kaupmannahafnarhá- skóla 1986. Hann hefur verið félagi í Vísindafé- lagi íslendinga frá 1955 og var for- seti þess 1962-65. Þá varð hann er- lendur félagi í Finnsku vísindaaka- demíunni 1971, Academy of Human Rights frá 1964 og alþjóðasamtökum háskólarektora 1964. Ármann er heiðursfélagi í finnska lögfræðingafélaginu, Juridiska För- eningen í Finnlandi, í Islándska sáll- skapet í Uppsölum, í Lögfræðingafé- lagi íslands, Dómarafélagi íslands, Orator, félagi laganema og í finnska sakfræðingafélaginu. Ármann var sæmdur stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1982 og hefur veriö sæmdur flölda annarra orða og heiðursmerkja, íslenskra og er- lendra. Fjölskylduhagir Amiann kvæntist 11.11.1950 Val- borgu Sigurðardóttur, uppeldis- fræðingi og skólastjóra Fósturskóla íslands. Hún er fædd 1.2.1922, dóttir Sigurðar Þórólfssonar, skólastjóra Lýðháskólans á Hvítárbakka í Borg- aríirði, og seinni konu hans, Ásdísar Margrétar Þorgrímsdóttur. Böm Ármanns og Valborgar era Sigríður Ásdís, f. 23.6.1952, M.A. í alþjóðasamskiptum, sendiráðu- nautur í Bonn, gift Kjartani Gunn- arssyni, lögfræðingi og fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins; Stefán Valdemar, f. 25.10.1953, ljóð- skáld og magister í heimspeki og hugmyndafræði; Sigurður Ármann, f. 6.4.1955, M.Sc. í hagfræði og starfsmaður Þjóðhagsstofnunnar í Reykjavík, kvæntur Beru Nordal, listfræðingi og forstöðumanni Lista- safns íslands; Valborg Þóra, f. 10.8. 1960, fóstra og laganemi, og Ami Þorvaldur, f. 4.3.1962, fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Systkini Systkini Ármanns: Ámi, verkfræð- ingur og ráðuneytisstjóri í Reykja- vík, sem nú er látinn, var kvæntur Laufeyju Bjamadóttur og eignuðust þau fjögur böm; Laufey, húsmóðir í Reykjavík, gift Stefáni Péturssyni, fyrrv. bifreiöastjóra, og eiga þau fjögur böm; Stefán, fyrrv. prófastur á Dalvík, nú búsettur á Selfjamar- nesi, kvæntur Jónu Gunnlaugsdótt- ur húsmóður og eiga þau þrjú böm, og Guðrún, húsmóðir í Garðabæ, gift Jóni Jónssyni jarðfræðingi og eiga þau fjögur böm. Ármann Snævarr. Foreldrar Foreldrar Ármanns vora Valdemar Valvesson Snævarr, skólastjóri á Húsavík og síðar í Neskaupstað, f. 22.8.1883, d. 18.7.1961, og kona hans, Stefania Erlendsdóttir húsmóðir, f. 6.11.1883, d. 11.12.1970. Föðurforeldrar Ármanns voru Val- ves Finnbogason, b. og hákarla- formaður á Þórisstöðum á Sval- barðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu, og kona hans, Rósa Guðrún Sigurð- ardóttirhúsfreyja. Móðurforeldrar Armanns vora Er- lendur Árnason, b. og útgerðarmað- ur í Hellisfirði, síðar á Ormsstöðum og víðar á Norðfirði. Ármann og Valborg taka á móti gestum í Átthagasal Hótel Sögu í dag klukkan 17-19. Bjöm Kristmundsson Bjöm Kristmundsson, fyrrver- andi vörabifreiðarstjóri og síðast gjaldkeri á Reykjalundi, er áttræður ídag. Bjöm Gísli er fæddur á Kolbeinsá í Bæjarhreppi í Hrútafirði og ólst upp þar og síðar á Borðeyri. Hann sat í Samvinnuskólanum á Bifröst veturinn 1928 til 1929 og hóf eftir það útgerð vörabifreiðar í Strandasýslu, þeirrar fyrstu þar um slóðir. Árin 1947 tfl 1961 starfaði Bjöm í Prentsmiöju Þjóðvfljans. Eftir það gerðist hann gjaldkeri á Reykja- lundi og gegndi því starfi tfl ársins 1979 þegar hann varð sjötugur. Bjöm var í framboði fyrir Komm- únistaflokkinn tfl Alþingis 1934 og fyrir Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn árið 1942. Bjöm er sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur og Kristmundar Jóns- sonar, bónda að Litlu-Hvalsá í Bæj- arhreppi, síðar kaupfélagsstjóra á Borðeyri og síðast fulltrúa í dóms- málaráðuneytinu. Sigríöur var fædd 4. apríl 1885 aö Reykjum í Miðfirði og lést 26. nóv- ember 1935. Hún var dóttir Ólafs Bjömssonar, bónda á Kolbeinsá í Hrútafirði, og konu hans, Elísabetar Stefánsdóttur, bónda á Þóreyjar- núpi, Jónssonar, prófasts í Stein- nesi, Péturssonar. Ólafur Bjömsson, faðir Sigríðar, var sonur Bjöms Sigurðssonar, bónda í Belgsholti í Melasveit, og konu hans, Ingibjargar Þorvalds- dóttur, prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum. Systir Ingibjargar var Þuríður Þorvaldsdóttir, móðir séra Þorvalds Jakobssonar, fóður Finn- boga Rúts, föður Vigdísar Finn- bogadótturforseta. Kristmundur, faðir Bjöms, var sonur Jóns Guðmundssonar, bónda og söðlasmiðs á Litlu-Hvalsá, Andr- éssonar, bónda í Guðlaugsvík í Hrútafirði, og konu hans, Sigur- rósar Kristjánsdóttur, dóttur Kristj- áns Ögmundssonar, bónda á Fjarð- arhomi í Hrútafirði. Bjöm átti fimm systkini en þijú þeirra era látin. Þau era: Ólafur, sýsluskrifari á Selfossi, stúdent frá MA1934, fæddur 1. júní 1912, dáinn 15. febrúar 1968. Kona hans var Guðrún Guðlaugsdóttir frá Selfossi. Hún er einnig látin. Marta Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, fædd 3. desember 1917, dáin 9. júní 1983. Maður hennar var Guðmundur Vigfússon, bæjarfull- trúi í Reykjavík. Hann er einnig lát- Björn Kristmundsson. inn. Stefán Baldur, húsasmíðameistari í Reykjavík, fæddur 25. maí 1920. Kona hans er Unnur Magnúsdóttir fráFlateyri. Tvíburasystir Stefáns var Sigrún en hún dó fárra mánaða gömul. Þorvaldur, arkitekt í Reykjavík, fæddur 8. september 1922. Kona hans er Sólveig Gísladóttir frá Skóg- argerðiíFellum. Jón Skúli, bifreiðarstjóri í Reykja- vík, fæddur 6. júlí 1926. Hann er nú látinn. Kona hans var Bima Bjöms- dóttir. Bjöm tekur á móti gestum í Goð- heimum, Sigtúni 3, í dag milli kl. 17 og 19. Agnar K. Hreinsson, Leifsgötu 14, Reykjavík. Ólafur Ásmiuidssou, Langagerði 78, Reykjavík. Margrét S, Blöndal, Kambsvegi ÍA, Reykjavík. Guörún Árnadóttir, Sæviöarsundi 7, Reykjavík. Guörún Sigfúsdóttir flrá Húsavík, Efstalandi 24, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. Brynjólfur Sandholt, Laugarásvegi 34, Reykjavik. Gunnar Sæmundsson, Broddadalsá 1, Fellshreppi. Guðjón S. Öfjörð, Fossheiði 48, Selfossi. Jórunn Karkdóttir Thors, Selbraut 20, Seltjamamesi. Friðrik Jónsson, Brekkutúni 22, KópavogL Ólafia Hlifarsdóttir, Boöagranda 7, Reykjavík, Guðrún óiafsdóttir, Brekkugötu 25, Akureyri. Þórður G, Siguijónsson, Kleppsvegi 46, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.