Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Page 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989.
Akureyri:
Glatt á hjalla
Að sögn lögreglu á Akureyri var
mikill fognuður yflr íslandsmeist-
aratign KA-manna á laugardaginn.
Voru skemmtistaðir yfirfullir og
mikill gleðskapur í KA-heimilinu
fram eftir nóttu. Vegna leiðindaveð-
urs var ekki mikið af fólki á götum
úti er leið á nóttina. Þeir sem
skemmtu sér í heimahúsum voru svo
ánægöir og glaðir að lögregla þurfti
nánast engin afskipti að hafa af fólki.
-hlh
Sex á
slysadeild
Mjög harður árekstur varð milli
- tveggja bíla á mótum Hringbrautar
og Njarðargötu í gærmorgun. Voru
sex fluttir á slysadeild en enginn
mun vera alvarlega slasaður. BOarn-
ir eru töluvert skemmdir.
Ekki er vitað nákvæmlega um til-
drög árekstursins en víst þykir að
annar bílanna hefur verið á miklum
hraða og annar hvor þeirra farið yfir
á rauðu ljósi. -hlh
Þrír 18 ára
" drengir teknir á
152 km hraða
Lögreglan tók þrjá drengi á Suður-
landsveginum, austan Selfoss, á
laugardagskvöld þar sem þeir óku
hver sínum bílnum á 152 km hraða.
Voru piltarnir, allir um 18 ára gaml-
ir, sviptir ökuskírteini á staðnum og
eiga ekki von á að sjá það aftur í
bráð. Er einn þeirra grunaður um
ölvun við akstur. Einhver piltanna
mun hafa keyrt bíl félaga síns en
tveir verið á eigin bílum. Aö sögn
Selfosslögreglunnar er þessi uppá-
koma meö því grófara sem gerst hef-
ur lengi hvað hraðakstur varðar og
flokkast undir hreina glæpa-
mennsku.
Fyrir utan þessa þrjá pilta stöðvaði
lögregla nokkra ökumenn á 120 km
hraða um helgina. Hraðakstur mun
annars eitthvað hafa minnkað á
þessumslóðumundanfarið. -hlh
Jóhann með
jafntefli
Jóhann Hjartarson gerði jafntefli
við Ivanchuk frá Sovétríkjunum í 3.
umferð skákmótsins í Tilburg og er
meö einn og hálfan vinning. í fyrstu
umferð tapaði hann fyrir Kortsnoj
en vann síðan Piket frá Hollandi.
Kasparov og Kortsnoj eru efstir með
"^2,5 vinninga. í næstu umferð mætir
Jóhann Lubojevic frá Júgóslavíu.
-SMJ
LOKI
Fær Þjóðviljinn þá
fullvirðisrétt?
Þýsk-íslenska áfrýjar úrskurði í lögtaksmálinu:
Embættið blett-
ur á íslensku
réttarfari
- segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður
„Það er rétt að ég krafðist þess
aö dómarinn viki sæti á þeim for-
sendum að hann væri einkadómari
Gjaldheimtunnar í Reykjavík.
Hann dæmir eingöngu í málúm
Gjaldheimtunnar gegn meintum
gjaldendum. Rekstrarkostnaður
embættisins er greiddur af inn-
heimtufé Gjaldheimtunnar og
hann var þar lengi til húsa. Hann
er nú fluttur í næsta hús. Hann er
í litlum tengslum við borgarfógeta-
embættiö í Reykjavík. Ég krafðist
þess aö hann viki sæti. Því var
synjað. Það var kært til Hæstarétt-
ar. Hæstiréttur staðfestisynjunina.
Þetta embætti hefur gert fiölda lög-
taka í Reykjavík í mörg ár. Mér er
ekki kunnugt um að þess hafi veriö
krafist áöur að dómarinn viki sæti.
Það hefði yerið mikið mál að sam-
þykkja að hann viki. Staða þessa
dómara er þannig að hann upp-
fyllir engan veginn alþjóðlegar
kröfur um hlutleysi dómara. Það
er deginum ljósara. Þetta fyrir-
komulag er blettur á íslensku rétt-
arfari," sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson, lögmaður Þýsk-íslenska.
Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-
maður Þýsk-íslenska, hefur ákveð-
ið að áfrýja úrskurði fógetaréttar
um lögtak vegna skattskulda fyrir-
tækisins frá árinu 1984. Páll Þor-
steinsson borgarfógeti kvað upp
úrskurðinn á fimmtudag.
í dómkröfúnum var dráttarvaxta
krafist frá 1. febrúar 1988. Krafan
er því ekki á annað hundrað millj-
ónir eins og kom fram í DV á laug-
ardag. Þar sem dráttarvaxta er
ekki krafist frá úrskurðardegi
lækkar krafan um tugi milljóna.
Krafan mun því vera innan viö 100
milljónir króna.
Þar sem ákveðið hefur veriö að
áfrýja úrskuröinum er raálið kom-
ið til Hæstaréttar. Ekki er víst að
dómur hans liggi fyrir í vetur.
-sme
Landsmenn létu af hendi rakna 10,1 milljón króna í beinum fjárframlögum til SEM-samtakanna á skemmtun sem samtökin gengust fyrir
i samvinnu vió Stöð 2 i gærkvöldi. Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, eins og hópurinn heitir, gekkst fyrir hjólastólaralli frá
Reykjavik til Keflavikur til þess aö vekja athygli á málstaö samtakanna. Auk beinna fjárframlaga barst fjöldi framlaga frá fyrirtækjum
sem vilja gefa húsbúnað, vinnu og þjónustu til húsbyggingar félagsins. DV-mynd GVA
Veöriö á morgun:
Vaxandi
norðaustan-
átt
Á morgun verður vaxandi
norðaustanátt um allt land, víða
6-8 vindstig og rigning á Norður-
og Austurlandi. Hitinn veröur 2-7
stig.
Breiðdalsvik:
Tjón í ofviðri
Sigursteinn Melsted, DV, Breiddalsvík:
Stórviðri gekk yfir Breiðdalsvík og
nágrenni aðfaranótt laugardags og á
laugardag, rok og rigning.
Pappi og einangrun fóru af mestum
hluta þaks frystihússins, tvö gróður-
hús við hús eyðilögðust, girðingar
við lóðir fuku niður, tvær fánasteng-
ur lögðust á hliðina, fiögurra til fimm
metra tré fór um koll og allt lauslegt
fauk út í buskann.
Bátaeigendur höfðu nóg að gera við
að hafa hemil á bátum sínum. Togar-
inn Andri, sem var nýkominn úr
veiðiferð, lá við ytri bryggjuna þar
sem landað er úr honum. Um nóttina
fóru landfestar að shtna - margir
sverir kaðlar. Ræsa þurfti hóp
manna út til að færa skipið aö ann-
arri bryggju sem er í skjóli af hinni.
Einhverjar skemmdir urðu á bryggj-
unni. Lítið var sofið því að fólk þurfti
að koma eigum sínum í skjól. Á
sunnudag var veðrið gengiö niður.
Þjóðviljmn:
Ólafi H. Torfa-
syni boðin rit-
stjórastaða
„Jú, það er rétt að ég hef verið beð-
inn um að taka að mér ritstjórastarf
á Þjóðviljanum. Ég er nú að ráða
ráðum mínum,“ sagði Ólafur H.
Torfason, blaðafulltrúi hjá Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins, við
DV í morgun.
Samkvæmt heimildum DV hefur
útgáfustjórn Þjóðviljans leitað til
nokkurra aðila um að taka að sér
ritstjórastarf á Þjóðviljanum á móti
Árna Bergmann sem hefur gegnt því
starfi einn frá því í vor, er ráðningar-
timi Silju Aðalsteinsdóttur og Marð-
ar Árnasonar rann út.
Útgáfusfiórnin kom saman til fund-
ar í gær til að ræða ráðningu nýs
ritstjóra. í dag mun svo fram-
kvæmdanefnd Alþýðubandalagsins
funda og þar verður væntanlega tek-
in endanleg ákvörðun um það hver
sest í ritstjórastól á Þjóðviljanum.
Þá eru fleiri breytingar í vændum
á Þjóðviljanum því að Lúðvík Geirs-
son fréttastjóri hefur sagt starfi sínu
lausu. -JSS
Sprengjumálin:
Ekkert nýtt
Mannanna, sem sprengdu dínamít-
ið á Öldugötu og Bergþórugötu, er
enn leitað. Eins hefur ekki tekist að
hafa uppi á þeim sem tilkynntu um
sprengju í bandaríska sendiráðinu.
-sme
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
BÍLASPRAUTUN
BÍLARÉTTINGAR
Q BILASPRAUTUN
Almálun og blettanir.
A RÉTTINGAR og hvera
konar boddivlðgerðir.
Varmi
Sími 44250