Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Spumingin Er næg löggæsla í höfuðborginni? Ágúst Fylkisson: Nei, hún er ekki nógu mikil. Lögreglan er alltof lítið á ferðinni. Sigurður Jóhannsson: Þaö eru alla- vega engin morð. Sigrún Björnsdóttir: Yfirstjórnun lögreglunnar skiptir máli. Þegar hún getur ekki staðið undir ábyrgð hlýtur eitthvað að vera að. Elínbjörg Ingólfsdóttir: Nei, manni finnst alltaf mikið vera aö gerast þar sem lögreglan ætti að vera til staðar. Sigurveig Sigurðardóttir: Ég veit það ekki. Sveinn Gunnarsson: Ég er nú að- komumaður en ég held að það sé næg löggæsla í Reykjavík. Lesendur Til bjargar landsbyggðinni: Veðurfar 09 al- þjóðaflugvöllur Frá Kirkjubæjarklaustri. - Ekki nema um 270 km þangað og enn styttra til Víkur eðá 192 km. Gunnar Þórðarson skrifar: Það hefur mikiö verið rætt og ritað um hinn svokaliaða landsbyggöar- vanda og oftast er þá m.a. minnst á að flestir vilji búa á höfuðborgar- svæðinu. Þar sé allt að hafa sem ekki finnst í hinum dreifðu byggðum landsins, flestar opinberar stofnanir, aðstaða til skemmtunar meiri, og loks að þar sé sambandiö við um- heiminn. Menn komist t.d. ekki til útlanda nema fara til Keflavíkur og þá fyrst um Reykjavík. Ég held að tvennt sé það sem geti komið landsbyggðinni til bjargar í því efni að fólk hætti að flytja suður í svo ríkum mæh sem hingað til hef- ur veriö. Annars vegar veðurfarið og hins vegar alþjóðaflugvöllur sem reistur yrði á Norður- eða Norðaust- urlandi. Margir kunningjar mínir, sem búsettir eru syðra, segjast vera í þann veginn að gefast upp á því veðurfari sem nú sé orðið viðloðandi á Suöurlandi og þó einkum á suð- vesturhorni landsins, í kringum Reykjavík. Þessir kunningjar mínir, sem stundum koma nú hingað norður, segja að t.d. í sumar hafi raunar ahs staðar annars staðar á landinu verið mjög þolanlegt sumar, og jafnvel sunnanlands, nema í Reykjavík. E.kki hafi þurft nema að fara lítið eitt í austurátt, t.d. að Kirkjubæjar- klaustri eða til Víkur, sem er enn styttra, og þá hafi verið þar sumar- blíða. Einnig ekki nema stutt í vestur eða norður og þar hafi verið sama sagan. - Reykjavík og næsta ná- grenni hafi verið eitt veðravíti allt sumarið. Fólk sé orðið þreytt á þessu. Ég veit um marga sem eru einmitt að hugsa um að flytja búferlum frá höfuðborgarsvæðinu til annarra staða á landinu, einkum á Norður- og Austurlandssvæðið, til þess eins að geta búið við aðra veðráttu en nú virðist vera landlæg þama á suðvest- urhominu. - Þetta getur haft mikil og góö áhrif ef tilhneigingin verður þessi í framtíðinni. Þetta er þó ekki nægilegt aðdráttar- afl að mínu mati. Margir setja það fyrir sig að ekki skuh vera hægt að komast til útlanda annars staðar frá landinu en Keflavík (Reykjavík). Ég er viss um og fullyröi reyndar að væri sú aðstaða á Norðurlandi eða Norðausturlandi sem fylgir stórum flugvelh, sem nota má th farþega- flugs til og frá landinu, myndi það breyta viðhorfum margra til búsetu annars staðar en á höfuðborgar- svæðinu. Og beindi þá um leið ferða- mannastraumi frá útlöndum th þessa svæðis einnig. - Þetta tvennt sem ég nefni hér hygg ég að geti hreinlega komið í veg fyrir frekari flótta frá landsbyggðinni en orðinn er. Endurvinnslan og innleggsriótur: Dregið úr áhrifum Aðalsteinn hringdi: Það vantaði ekki flennistórar aug- lýsingar í blöðum nýlega frá verslun- um sem tækju á móti einnota umbúð- um til endurvinnslíi. - Vel að merkja, dósum eingöngu. Mikil áhersla var lögð á að nú væru komnar vélar sem stinga mætti dósunum inn í og þá fengju menn inneignarmiða gegn skhum dósanna. - En vel að merkja aftur; þeim inneignarmiða á svo að framvísa í verslununum, því hann ghdir aðeins þar. Menn fá enga pen- inga gegn skhunum. Þetta var nú um auglýsingu versl- ananna. Það hlaut að hggja eitthvað að baki slíkra flenniauglýsinga. Það sem lá að baki var að draga til sín viðskiptavini með dósavéhnni góðu. Verslanir taka sem sé ekki á móti einnota plastflöskum eða einnota gleijum. Það er ekki frítt við aö maö- ur fari að efast um annars ágætt framtak um endurvinnslu einnota umbúða, þegar manni er gert allt sem erfiðast við að skha þessum umbúð- um. - Þetta ætti iðnaðarráöuneytið aö taka th endurskoðunar. Ég hefi reyndar tekið eftir því aö reynt er að draga sem mest úr fólki að skha þessum einnota umbúðum á „rétta staði“ og á ég þá við staði þar sem fólk fær greitt fyrir innskihn. Farið er að úthluta skátum eða ein- hverjum öðrum félagasamtökum réttindum til aö fá skerf af kökunni, og þá er ekki að sökum að spyija. En fáir kasta umbúðum í þessi rauðu og forljótu ferhki skátanna. Fólk ætlaði að vera nýtið og skila sjálft umbúðunum gegn peningum. - En þaö virðist eiga að gera allt til þess að hindra þetta átak fólksins. .YCfTAKA íHsmmsm N'YTT ÚK UOIUO'J Verið er að gera fólki erfitt fyrir með því að ekki er hægt aö skila inn ölium einnota umbúðum á sama stað? Vandið valið á skjáinn Margrét Jónsdóttir skrifar: sjónvarpinu og eins hjá Stöð 2. Það Ég var að lesa um fjölmiöla, er vandi að velja góða sjónvarps- stutta klausu sem Hannes Hólm- menn, og sennhega sést ekki steinn skrifar í DV í dag, 14. sept. hvernig þeir reynast fyrr en að Þar kemur hann inn á hæfíleika nokkrum tíma hðnum, kannski manna sem hann segir að nýtist einum mánuði eöa tveimur. - En misvel á ólíkum sviöum og tekur að þeim tíma loknum er lika alveg dæmi úr ýmsum áttum, þ.á m. sjón- séö hveijir það eru sem passa á varpinu. skerminn, ef hægt er aö taka svo Hann bendir þar á ýmsa vel og til oröa. miður hæfa sjónvarpsmenn. - Ég Það er því áríöandi að þá sé gerð vh lýsa samstöðu minni með áliti uppstokkun og skipt um þá sem Hannesar i þessu efni, og einmitt ekki falla inn í myndina. Það er dæmunum sera hann tekur í skrif- miög áríðandi að valið sé vel á skjá- um sínura um sjónvarpið. - Þar eru inn, ekki bara fyrir áhorfenduma, ekki alhr jafnhæfir. heldur ekki siður fyrir viökomandi Þetta eiga náttúrlega yfirmenn sjónvarpsstöð, sera getur misst eða sjónvarps að sjá, bæði hjá Rikis- tapaö fylgi samkvæmt því. Bflarnir of stórir fyrir stæðin Helgi hríngdi: Borgaryfirvöld þurfa nauðsynlega að gera átak í því að fjarlægja stórar bifreiðar sem lagt er í stæði fyrir utan venjuleg íbúðarhús að nætur- lagi. Fyrir utan fjölbýhshús þar sem ég bý, við Bólstaðarhlíð, er t.d. rútu- bíl lagt í stæði sem engan veginn passar þessum stóra dreka. Af þessu stáfar einnig slysahætta og er mildi að ekki skuh hafa hent óhapp vegna þessa. Víða um borgina er stórum bílum, bæði vörubílum og rútum, lagt við gangstéttir og fyrir utan hvað þetta er osmekklegt að hafa þessa bíla við húsin byrgir þaö útsýni og er stór- hættulegt. - Þessir bílar veröa aö fá afdrep annars staöar en við íbúðar- hús. Ollum rútubílum hlýtur að vera hægt að leggja við Umferðarmiðstöð- ina, þar sem flestir eru líka geymdir. Einnig á að finna sérstakt stæði fyrir aðra stóra bíla. Þetta þarf að taka til meðferðar hjá borgaryfirvöldum fyrr en seinna og sérstaklega nú þegar vetur fer í hönd og búast má við snjókomu og eríiðri færð eins og var t.d. sl. vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.