Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Sínum gjöfum líkastur Erró er kominn heim eftir rúmlega þriggja áratuga útlegð. Hann hefur treyst Reykjavíkurborg umfram aðra til að varðveita listasögu sína. Hann hefur gefið henni um 2000 listaverk eftir sjálfan sig, og borgin ætlar að koma þeim veglega fyrir í safni á Korpúlfsstöðum. Erró er dæmi um, að menn geta verið spámenn í sínu fóðurlandi. Fyrir rúmlega þremur áratugum seldi hann grimmt á sýningu í Listamannaskálanum, áður en hann hélt út í hinn stóra heim til varanlegrar útivistar. Þá þegar hafði þjóðin viðurkennt hann sem listamann. Hann hefur haft mikið að gera þessa þrjá áratugi. Hann er hamhleypa til verka og vinnur frá morgni til kvölds, dag eftir dag, viku eftir viku. Auk þess hefur hann ferðast um heiminn til að safna í hugmynda- bankann. Hann hefur raunar tæpast litið upp í 30 ár. Þess vegna hefur hann haft lítinn tíma til að halda tengslum við fóðurlandið. Nokkrum sinnum hefur hann þó komið heim, en mest í mýflugumynd. Núna loks má segja, að hann sé varanlega kominn heim. En þeim mun glæsilegri er bragurinn á heimkomu listamannsins. Erró hefur með sér um 2000 listaverk, sem spanna allan listferil hans, frá því að hann var tíu ára gamall til allra síðustu ára. Meðal annars eru nokkur sýnis- horn úr öllum 42 myndflokkum hans, sem frægir hafa orðið. Þessi gjöf er raunar sjálfsævisaga hans. Erró er þekktur að gjafmildi. Hann hefur frá barn- æsku alltaf verið að gefa af sjálfum sér. En þessi gjöf er miklum mun stórfenglegri en nokkurn gat órað fyr- ir. Hún gerir Reykjavík skyndilega að menningarsögu- legum punkti á korti alþjóðlegrar listasögu. Hann fylgir í kjölfar Bertels Thorvaldsen, sem er hinn íslendingurinn, er hefur öðlazt veigamikinn sess í hsta- sögunni. Og það er til marks um, að þjóðin hefur geng- ið götuna fram eftir vegi, að nú þarf ekki að velja Kaup- mannahöfn sem öruggan samastað hstaverkanna. Hann er einn af fremstu málurum popptímans í mál- aralist. Þetta tímabh poppsins spannar yfir sömu þijá- tíu árin og eru starfsvettvangur Errós. Hann er að því leyti þátttakandi í forustusveit alþjóðlegra málara, um- setinn af listaverkasöfnum og listaverkasöfnurum. Um leið hefur Erró ætíð haft sinn persónulega stíl, sem er hvarvetna auðþekkjanlegur, óhkur stíl annarra þekktra málara þessara þriggja áratuga. Þennan stíl hefur hann mótað og þróað á sjálfstæðan hátt við góðar undirtektir alþjóðlegra listunnenda samtímans. íslendingar hafa áður þegið stórar gjafir hstamanna, Einars Jónssonar, Ásgríms Jónssonar, Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar Kjarval. En gjöf Errós er. sérstök, ekki vegna verðmætisins, sem nemur hundruð- um mihjóna, heldur vegna stöðu hennar í hstasögunni. Ætlunin er að gera Korpúlfsstaði upp og koma þar fyrir hinni miklu hstasögu, sem felst í höfðinglegri gjöf- inni. Það verður mikið og dýrt fyrirtæki, því að raka- stig og lofthiti verða að vera í fullkomnu jafnvægi og öryggisbúnaður svo fullkominn, sem hæfir verkunum. Enginn aðih á íslandi er líklegri til að gera þetta með sóma en einmitt Reykjavíkurborg, sem nýlega endur- reisti Viðeyjarstofu með glæsibrag og er nú að ljúka við nýtt og stórfenglegt Borgarleikhús. Um leið varðveitir borgin Korpúlfsstaði, minnisvarða íslenzks framtaks. Þannig verður gjöfin bezt þegin og bezt svarað hinu mikla örlæti Errós, sem borgarstjóri lýsti á laugardag- inn rétthega svo: „Hver er sínum gjöfum líkastur“. Jónas Kristjánsson ..einnig búið að greiða tolla, söluskatt o.s.frv. af byggingarefni o.fl.“, segir m.a. í greininni. Eignarskattar Núna í september boðaði Húseig- endafélagið til fundar um hækkun eignarskatta. Á fundinn var boðið þingmönnum Reykvíkinga og Reyknesinga. Á fundinum gerðu margir, aðallega ekkjur og ein- hleypar konur, grein fyrir eignar- skatti sínum og breytingum milli áranna 1988 og 1989. Auk hækkunar eignarskatta var til umræðu mismunun í skatt- heimtu á einhleypa og gift fólk. Ein frúin orðaði það svo að ef hún gerð- ist svc léttúðug að fá sér mann yrði hann að vera eignalaus, ella yröu eignarskattar of þungbærir. Fundurinn var í raun gagnlegur umræðuvettvangur. Skattbreytingar Svo oft er nú búið að rekja breyt- ingamar sem urðu á eignarskatti að líklega er verið að bera í bakka- fullan lækinn að gera það einu sinni enn. Á Alþingi 22. desember 1988 var eignarskattsprósenta hækkuð úr 0,95% í 1,2%. Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist eng- inn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.500.000 kr. greiðast 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 7.000.000 kr. greiðast að auki 1,5%. Síðara þrep- ið er nýtt. í frumvarpinu, sem lá fyrir Al- þingi um breytingu á lögum nr. 75/1989 um tekjuskatt og eignar- skatt, með síðari breytingum, var gert ráð fyrir að viðbótarþrepið 1,5% tæki viö þegar 6.000.000 kr. skuldlausri eign væri náö. í með- ferö fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar var markið hækkað í 7.000.000 kr. Síöar, eða í maí 1989, var enn á ný gerð breyting á þessum lögum. Með lögum um ráðstafanir vegna kjarasamninga komu í maí svo- hljóðandi breytingar við 81. gr. lag- anna: „Á sama hátt skal viö álagningu eignarskatts skipta eignarskatts- stofni eftirlifandi maka sem situr í óskiptu búi og reikna eignarskatt hans eins og hjá hjónum væri næstu fimm ár eftir lát maka.“ Þessi grein gildir því aftur til 1984 en var svo seint samþykkt aö hún komst ekki inn á skattseðla við álagninguna núna en leiðréttingar verða sendar. Fjármálaráðuneytið segir í grein- argerð: „að eignarskattar einstakl- inga sem misstu maka sína á árun- um 1984-87 verða jafnvel lægri á árinu 1989 en þeir hefðu oröið mið- að við þau lög sem hér hafa gilt á undanfómum árum.“ Álagning skatta Ríkisvaldiö þarf á hverjum tíma Kjállarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður arbókhlöðu og endurbætur menn- ingarbygginga. Þá er hvorki talinn með skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði ef um shkt er að ræða né fasteignagjöld. Sjálfstæðismenn greina rétt frá því að þeir börðust hart í stjórnar- andstöðu gegn hækkun eignar- skatta. En þó ljóst væri að þessi hækkun næði fram á þinginu lögðu þeir fram frumvarp um framleng- ingu eignarskattsaukans vegna þjóðarbókhlööu og annarra menn- ingarbygginga. Málefnið var að sjálfsögðu þarft bg ég studdi það. En það er yfir- drepsskapur að berjast gegn hækk- un ákveðinna prósenta í eignar- skatti og koma síöan er hækkun hefur orðið og berjast fyrir fram- lengingu eignarskattsaukans, sem áður var tímabundinn og var senn Það er verulegt umhugsunarefni hve eignarskattar koma þungt niður í Reykjavík vegna þess hversu mat á fasteignum þar er hátt. að ákveða hvernig það innheimtir það fé, er verja skai til opinberra, sameiginlegra þarfa. Þessar þarfir hafa verið að vaxa í velferðarríkinu og er nú komið svo að skera verður ríkiskerflð upp, spara og stöðva skattahækkanir. Ríkisvaldið velur milli ýmissa skattforma, svo sem neysluskatta, tekjuskatta, eignarskatta o.s.frv. Ekkert skattform hefur fundist sem er fyhilega réttlátt. Tekju- skattar eru óréttlátir vegna þess að þeir leggjast þyngst á þá sem réttast gefa upp til skatts og eru stundum kallaðir launamanna- skattar. Neysluskattar innheimtast einnig misvel og efst í huga er umræðan um innheimtu sölu- skatts. Eignarskattar hafa að ýmsu leyti sérstöðu. Margir telja þá óréttláta vegna þess að skattlögö er eign en< þegar hafa veriö greiddir tekju- skattar af fé sem fór til öflunar hennar. Ef um fasteign er að ræða er einnig búið að greiða toUa, sölu- skatt o.s.frv. af byggingarefni o.fl. Þar að auki eru sumar eignir þess eðlis að þær færa eiganda sínum engar tekjur og hann verður aö selja þær ef á þær er lagöur hár eignarskattur. Eignarskattur nemur í hæsta þrepi 2,95% nú af eignarskatts- stofni ef með er taUnn skattur 0,25% samkvæmt lögum um þjóð- að renna út. Þetta ættu sjálfstæðis- menn að hafa í huga er þeir ræða eignarskattinn. Skrifaö stendur: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Eins og fram kom á fundinum er það verulegt umhugsunarefni hve eignarskattar koma þungt niður í Reykjavík vegna þess hversu mat á fasteignir þar er hátt. Breytingar enn í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis- stjórnar er ákveðið að lækka eign- arskatta. Við samþykkt frum- varpsins á Alþingi lögðu starfs- menn fjármálaráðuneytis fram ýmsar talnarunur um hversu álagning eignarskattsins mundi koma út. Flestir þingmenn munu sammála um að niðurstaðan varð önnur en þeir væntu. Því hefur rík- isstjórnin í nýjum málefnasamn- ingi ákveðið að lækka eignarskatt- ana. í þingflokki framsóknarmanna hefur talsvert verið íjallað um þessa álagningu eftir að álagning- arseðlar komu fram. Nefnd þing- manna undir forystu Stefáns Guð- mundssonar þingmanns vann að ýmsum tillögum í efnahags- og at- vinnumálum. Meðal tillagna nefndarinnar eru verulegar breyt- ingar á álagningu eignarskatts. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.