Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. 17 ison, lækka talsvert meöalaldurinn í landsliðshópnum í knattspyrnu. DV-mynd S ð á lands- um í gær í landsliðshópnum í fyrsta skipti undir neinni pressu núna og stefnan er aö hafa gaman af þessu og gera sitt besta. Við gerum okkur grein fyrir aö Tyrkir eru með gott lið en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa þá.“ Tek við þegar Bjarni fer að gefa eftir Ólafur Gottskálksson, markvörður Akumesinga, er í A-landsliöshópnum í knattspymu í fyrsta skipti. Hann er 21 árs gamall og hefur átt marga frábæra leiki í sumar, bæði með ÍA og 21-árs landshöinu, og verðskuldar landsliðs- sætið fyllilega. „Það er rosalega gaman að koma í þennan hóp, sem er bæði skemmtilegur og samstilltur, og það kom mér þægi- lega á óvart að vera valinn. Ég vonaðist auðvitað eftir því að þetta myndi gerast en vissi að ég átti í samkeppni við fleiri markverði," sagöi Ólafur í samtali við DV í gær. „Ég hef sett stefnuna á að tryggja mér fast landsliðssæti á næstu tveimur ámm. í dag er Bjarni Sigurðsson besti markvörður íslands en um leið og hann fer að gefa eftir ætla ég að vera tilbúinn að taka við af honum,“ sagði Ólafur. Ólafur er fjölhæfur íþróttamaður því að hann er snjall í körfubolta og hefur leikið þar með Keflvíkingum í úrvals- deildinni. Hann tók sér frí á síöasta vetri en ætlar að taka upp þráðinn með ÍBK í vetur. „Ég ætlaði reyndar að byrja að æfa með liðinu í dag en verð að fresta því um sinn fyrst ég var valinn í lands- liðshópinn. Það fer ágætlega saman að vera bæði í knattspyrnu og körfubolta og ég hef áhuga á að leggja líka stund á badminton í vetur," sagði Ólafur. -JÖG/VS Fimmtíu tyrkneskir fréttamenn mæta Áhugi tyrkneskra fjölmiðla á aldrei jafiimargir erlendir frétta- landsleik íslendinga og Tyrkja, sem menn tilkynnt komu sína á fþrótta- fi*am fer á Laugardalsvellinum á viðburð á vellinum. Flestir hafa þeir morgun, er gífurlegur. 50 tyrkneskir veriö á vellinum þegar Fram Iék gegn fjölmiðlamenn hafa tilkynnt komu spænska félaginu Barcelona í Evr- sína til landsins og óskað eftir að- ópukeppni meistaraliöa í fyrra. Þá stöðu á vellinum. komu um 30 fréttamenn frá ýmsum Leikur þjóðanna er liður í for- fjölmiölum á Spáni. keppni heimsmeistararaótsins og er Mikil eftirvænting rikir fyrir leikn- áhugi Tyrkjanna til kominn vegna ura í Tyrklandi og munu hörðustu möguleika þeirra á að tryggja sér stuðningmenn liösins, sem skipta annað sæti í rlölinum. Þaö sæti gefur tugum, fylgja liöinu hingaö til lands aögöngumiða í úrslifakeppninni á en jafnframt verður leiknum sjón- Italiu næsta sumar. varpaö beint til Tyrklands. Aö sögn Jóns Magnússonar, verk- -JKS stjóra á Laugardalsvellinum, hafa Iþróttir verður í flórar vikur hjá félaginu Baldur Bjamason, knattspyrnu- maðurinn efiúiegi úr Fylki, fer á raorgun til Belgiu þar sem hann raun æfa meö 1. deildar iiöi Loker- en í fjórar vikur og lengur ef vel gengur. Baldur ieikur væntanlega með varaliöi félagsins á laugardaginn kemur en mun æfa með Lokeren fram yör Evrópuleiki 21-árs lands- liðsins í Hollandi og Vestur-Þýska- landi í næsta mánuði. Aðaliiö Lokeren er i Kuwait við æfingar og keppni i þessari vfku en gangi allt að óskum fer Baldur að æfa með þvi í næstu viku. Vara- lið félagsins er mjög sterkt um þessar raundir og er i þriðja sæti í deildakeppni varaliða í Belgíu. -VS ( Baldur Bjamason fer til Lo- keren ð morgun. Gunnar í vörninni gegn Tyrkjunum? - Gunnar Oddsson leikur væntanlega sinn fyrsta landsleik Miklar líkur eru á því að Gunnar Oddsson, Keflvíkingurinn úr KR, leiki sinn fyrsta A-landsleik þegar ís- land mætir Tyrkjum á Laugardal- sveUinum annað kvöld. Gunnar leik- ur væntanlega í vöm íslenska hðsins en hann hefur verið í landshöshópn- um í tveimur síðustu HM-leikjum ís- lands, án þess aö koma inn á. Sex breytingar Sex leikmenn sem hófu leikinn gegn Austur-Þýskalandi á dögunum eru ekki í hópnum að þessu sinni. Það em Friðrik Friöriksson, Sævar Jónsson, Ágúst Már Jónsson, Ómar Torfason, Guðmundur Torfason og Viðar Þorkelsson. Guðni Kjartansson þarf því að gera miklar breytingar á hðinu og miöað við síðdegisæfmguna í gær hefja þessir leikmenn leikinn gegn Tyrkj- um: Bjarni Sigurðsson í markinu, • Gunnar Oddsson verður líklega í stöðu miðvarðar gegn Tyrkjum. Guðni Bergsson aftasti maður í vöm, Gunnar Gíslason og Gunnar Odds- son miðveröir, Ólafur Þórðarson og Þorvaldur Örlygsson kanttengiiiðir, Rúnar Kristinsson varnartengiliður, Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigur- vinsson miðjutengihðir og Sigurður Grétarsson og Pétur Pétursson fram- heijar. Kristinn fyrirSigurð Þá verða varamenn þeir Ólafur Gottskálksson, Haraldur Ingólfsson, Ragnar Margeirsson, Einar PáU Tómasson og Kristinn R. Jónsson. Kristinn var í gær valinn í hópinn í stað Sigurðar Jónssonar eftir að ljóst varð að Sigurður kæmi ekki frá Eng- landi. Hann á tvo landsleiki að baki, lék með gegn Færeyingum á síðasta ári og ennfremur ólympíuliðinu gegn ítölum. -VS Fá 173 þúsund fyrir útisigur - nýr samningur landsliösmanna Belga Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Leikmenn belgiska landshðsins í knattspymu hafa gert samning við þarlenda knattspymuforystu um greiðslur fyrir leiki í forkeppni og lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þriggja manna nefnd, skipuð þeim Jan Ceulemans, Georges Grún og Leo Clijsters, sá um samningagerð- ina fyrir hönd landsliðsmannanna. Samningurinn var opinberaður fyrir almenningi í gær. Fyrir hvem sigur á útivelii í for- keppninni fá þeir sem skipa 16 manna hópinn í það skiptið greiddar 173 þúsund krónur hver. Fyrir heimasigur fá þeir 150 þúsund, fyrir jafntefli á útivelli 90 þúsund, jafntefli á heimavelli 75 þúsund, en fyrir tap, hvort sem er á heima- eða útivelh, fá þeir aðeins 15 þúsund. Leikirnir gegn Luxemburg aðeins á hálfvirði Belgar hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli, en eiga eftir að' mæta Svisslendingum á útivelli og Luxemburgurum heima. Leikmenn- irnir hafa því þegar fengið drjúgan skilding, en þess ber þó að geta að fyrir leikina gegn Luxemburg eru aliar greiðslur lækkaðar um helm- ing! Komist belgiska landsliðið í úr- slitakeppnina á ítaliu, sem heita má öruggt, fá leikmennirnir síðan góðar aukagreiðslur eða 60 þúsund hver fyrir leikina í riðlakeppninni. Sá sem hefur verið með í öllum átta leikjun- um á því von á 480 þúsundum auka- lega. Fyrir þátttöku í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar á Ítalíu fær hver leikmaður 1,1 milljón króna. Komist belgíska liðið lengra verður sest að samningaborði á nýjan leik og gert út um málin á staðnum. Hefur fengið 2,5 milljónir án þess að leika Varamarkvörður belgíska lands- liðsins, Gilbert Bodart, hefur grætt verulega á því síðustu árin að horfa á félaga sína leika. Hann hefur nú þegið 2,5 milljónir króna í laun frá knattspymusambandinu, án þess að koma inn á völhnn! Væntanlega verður sá sjóður hans enn digurri að forkeppninni lokinni, hvað þá ef hann fer líka til Ítalíu og horfir á leikina þar! Heimsmet í snörun Sovétmaðurinn Isra- il Militosian setti í gær heimsmet í snör- un í 67,5 kg Qokki á heimsmeistaramótinu í lyfting- um sem stendur yfir í Aþenu. Hann lyfti 160 kílóum og bætti eigið met um hálft annað kíló. Góður sígur Kana B'andaríkjamenn eiga góða möguleika á að leika í úrslitum HM í knattspyrnu á næsta ári eftir 0-1 útisigur á E1 Salvador á sunnudag. Þeir berjast nú við Costa Rica og Trinidad/Töbago um þau tvö sæti sem Mið- og Norður- Ameríka fá í lokakeppninnL Wimbledon vann Wimbledon sigraði Port Vale, 1-2, á úti- velli í enska deilda- bikarnum i gær- kvöldi Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð keppninnar. Forsala á fuiiu Forsala fyrir lands- leik íslands og Tyrk- lands annað kvöld stendur nú yfir. í dag eru raiðar seldir í Austurstræti og á Laugardatsvelli frá kl. 12 til 18 og á morgun hefst miða- salan kl. 10 á Laugardalsvelli og stendrn* ósbtiö fram að leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.