Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Fréttir Bankaleyndin gamalt þrætuefni: Sumir vilja loka fyrir allt og eink- um sannleikann - segir Lúðvík Jósepsson, bankaráðsmaður í Landsbanka stórra samtaka eöa fyrirtækja, sem í raun eiga og gera flest, aö tilgreina skuldir sínar viö banka i reikningum sínum. Ég tel það ekkert leyndarmál hvað ríkissjóður skuldar í banka- kerfinu á hverjum tíma. Ég tel það ekkert leyndarmál hvað almenn samtök, sem ná yfir alit landið, skulda; hvað til dæmis Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda eða Sam- bandið skuldar. Það er að mínum dómi verið að snúa út úr þessu hugtaki þegar menn eru komnir með það á'þetta stig. Það liggur í raun alltaf fyrir hvað Reykja- víkurborg skuldar og getur orðið umræðuefni í borginni hvenær sem er. Það ber að hafa í huga að banka- ráðsmenn er'u beinlínis kosnir af Alþingi til að fylgjast með og líta eft- ir. Ætti það þá að varða bankaleynd að bankaráðsmenn segðu alþingis- mönnum hvað um væri að vera. Skuldarinn getur birst hvar og hve- nær sem er og sagt frá sínum skuld- um og sagt ranglega frá. Með þvi gætu þeir verið að blekkja því það er reynt að loka fyrir þá sem settir eru í bankana til að líta eftir og betur vita,“ sagði Lúðvík. -gse „Þetta er gamalt þrætuefni. En nú er tilefni til þess að minnast á að það er sterkur vilji til að loka fyrir allt svo enginn megi segja neitt og allra síst sannleikann," segir Lúðvík Jós- epsson, bankaráðsmaður í Lands- banka, um þær umræður sem hafa farið fram í millibankanefndum um hversu víðtæk bankaleyndin skuli *■ vera. Hann segist ekki á sama máli og margir bankamenn sem vilja túlka bankaleyndina sem algjört þagnarbindindi. „Ég hef mínar ákveðnu skoðanir á því hvað bankaleynd og trúnaður á að merkja en ég veit að það eru ekki allir á sömu skoðun. Ég veit að þeir eru til sem vilja gera bankaleynd og trúnað yfirmanna banka að algjörri þagnarskyldu þannig að ekkert megi segja; hvorki satt né ósatt. Það eigi nánast að loka fyrir þá sem á þessum ^ stöðumvinnaogumþessimálfara. Ég er þessu afskaplega ósammála. Ég tel að sá trúnaður sem banka- menn gangast undir eigi fyrst og fremst að vera vemd fyrir einstakl- inginn, persónuleg vemd, þannig að það á ekki að vera að upplýsa per- sónuleg skipti manna við banka. Á sama hátt tel ég að þessi leynd eigi að vera með mikilli gætni gagnvart Lúðvík Jósepsson bankaráðsmaður Landsbankans. fyrirtækjum og stofnunum þannig að ekki sé verið að segja frá því sem getur skaðað þau í samkeppni eða rekstri. En hitt tel ég vera hreina fjarstæðu að teygja þetta hugtak út í að ekki megi segja frá þýðingarmiklum al- mennum upplýsingum varðandi bankastarfsemi, eins og til dæmis þegar um er að ræða heildarlán íþróttahúsið í Keflavik. DV-mynd Ægir Már Keflavík: Ný? íþróttasalur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Aðstaða Keflvíkinga til innan- hússíþróttaiðkana fer batnandi. Ný- verið var tekin í notkun viðbygging við íþróttahúsið en starfsemi í því hófst 1980. Salurinn er 18x33 metrar með 30 fermetra geymslu. Búningsklefar og annað sameigin- legt rými er fyrir hendi í aðalíþrótta- húsinu. Þama er um æfingasal að ræða, kappleikir fara í aðalsalnum eins og áður. Með tilkomu nýja salarins gefst almenningi kostur á að leigja tíma, t.d. fyrir badminton og tennis, en húsnæðisskortur hefur háð iðkun þessara greina í Keflavík og á Suður- nesjum. Samtals kostaði byggingin tæpar 33 milljónir króna. Unnið að vegabótum í Kambanesskriðum Siguisteixm Melsted, DV, Breiðdaisvík; Miklar vegabætur eru nú gerðar í Kambanesskriðum milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar. Stór beltagrafa frá Grefli er þar að störfum við að rífa niður stórgrýti og kletta. Unnið er að breikkun á veginum og hefur hann nú stórbatnað á hættulegustu stöðunum, t.d. þar sem 2 piltar voru hætt komnir í vor þegar bíll þeirra fór út af og valt niður í sjó. Þar er nú hægt að mætast með góðu móti. Síðan á að bera ofan í veginn. Leiðin um firðina hefur batnað mjög mikið síðustu ár og er nú sam- fellt slitlag frá Kambanesskriðum að V attarnesskriðum. En vegurinn um Breiðdal til Egils- staða virðist hafa gleymst og er lát- inn drabbast niður. Þar hefur lítið verið gert. Fólk hér um slóðir er líka mjög óánægt með að Breiðdalsheiði skuli ekki vera rudd á vetrum. Það væri ekkert stórmál þar sem þetta er snjóléttur fjallavegur. Menning Áferðarfalleg prentsverta - Gaflerí 11 opnað með sýningu Birgis Andréssonar Frá því Nýlistasafnið missti hús- næði sitt í maí síðastliðnum hefur farið heldur lítið fyrir tilraunaanda á sýningum hér í borg. Sýningar- salir miða gjarnan við að geta hagnast eitthvað á sölu og taka æ sjaldnar áhættu svo nokkru nem- ur. Samdráttur í efnahagslífinu kallar á samdrátt í hugmyndaflugi og nýjungum. En nú er von til að úr rætist þar sem opnað hefur ver- ið nýtt gallerí þar sem áður var Gallerí Grjót að Skólavörðustíg 4a og er samkvæmt fréttatilkynningu „viðbragð við mikilli þörf á hent- ugu sýningarrými sem hin mikla frjósemi í íslensku myndlistarlífi kallar á“. Sýningarsalurinn nýi nefnist Gallerí 11 (Gallerí einn einn) og er í eigu Hannesar Lárus- sonar nýlistaprófasts. Húsið sjálft kemur að öllum líkindum til með að teljast til menningarsögulegra verðmæta þegar fram líða stundir. Þar bjó Eyjólfur Eyfells listmálari í hálfa öld og þar fæddist sonur hans, Jóhann, sem nú er þekktur myndhöggvari í Bandaríkjunum. Húsið að Skólavörðustíg 4a er byggt árið 1901 og er meðal elstu húsa á þessum slóðum. Þar hefur litlu verið breytt frá þvi Gallerí Gijót var við lýði. Sjálf sýningarað- staðan er jafnstór, eða jafnlítil rétt- ara að segja. Húsnæðiö hentar því aðeins litlum sýningum. Lýðveldisfrímerki Sá listamaður, sem ríður á vaðið Myndlist Olafur Engilbertsson í nýja salnum, er Birgir Andrésson sem sjálfur hefur rekið lítinn sýn- ingarsal við Vesturgötuna. Sá salur hefur hýst margar skemmtilegar sýningar i .raunalistamanna síð- ustu mánu^.na og verið e.t.v. þeirra helsti samastaður. Sá staður hefur þó aldrei verið nema að hálfu leyti opinber og opnunartími á reiki. Það er vonandi að Gallerí einn einn geti bætt úr þeirri reiki- stefnu að nokkru. Á sýningu Birgis eru eftirprent- anir af gömlum lýðveldisfrímerkj- um, stækkaðar á álþynnur sem alla jafna eru einungis notaðar við prentverk. í bókinni „Nálægð", sem fylgir sýningunni, má svo sjá vatnsmerki frá konungstímanum og útfærslur Birgis á þeim, t.d. krít- arteikningar og útskorinn pappa. Rannsókn á rás tímans Hugmyndir Birgis taka greini- lega mið af alþjóðlegum póstmód- emisma. Þar er fortíðin lofsungin í einhvers konar vísindalegri rann- sókn. Vísindalegar stellingar póstmódemista em þó sjaldnast freðnari en svo að persónuleiki þeirra skíni ekki í gegn. Þetta gild- ir einnig um sýningu Birgis. Spum- Krítarmynd af vatnsmerki eftir Birgi Andrésson. ing er hvort salurinn henti frí- og vatnsmerkjarannsókn hans þar sem einungis hluti verkanna virð- ist hafa komist upp á veggi. Það hefði t.a.m. verið fengur í að sjá hin raunverulegu handunnu verk, krítarmyndimar og klippiverkin, sem sjálfstæð verk á sýningunni í stað þess að láta þau aðeins vera atriði í bók. Annars hefði sýningin sjálfsagt getað styrkst enn frekar með meiri og áþreifanlegri rann- sóknum. Rás tímans skín ekki nógu greinilega í gegn á sýningu Birgis. Það hefði hugsanlega verið sterkur leikur að beita fleiri miðlum; myndböndum, málverki o.s.frv. En Birgir Andrésson er áhugamaður um prentverk enda er hann í starfi sínu sem teiknari í nánum prent- tengslum. Prentsverta getur verið áferðarfalleg og grafisk hönnun er vissulega vanmetin listgrein. Birg- ir Andrésson er með sýningu sinni að sýna okkur fram á að rás tímans fegrar ekki endilega hlutina; hún eykur gildi þeirra jafnvel þeirra sem einu sinni vom eins og hvert annað rusl. Sýningu Birgis Andréssonar lýk- ur á fimmtudag, 21. september. -ÓE-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.