Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Andlát Margrét Simonardóttir er látin. Harry Russell Deridder lést í New York 16. september. Sigurlaug Björnsdóttir frá Veðra- móti lést í Reykjavik 15. september. Guðrún Stefánsdóttir, Hólmgarði 14, lést í Landspítalanum 14. þ.m. Svava Bjarnadóttir, Hábæ 40, Reykjavík, lést laugardaginn 16. september. Hallgrímur Fr. Hallgrimsson, fyrr- verandi forstjóri, Vesturbrún 22, Reykjavík, andaðist þann 16. sept- ember. Jarðarfarir Margrét Björgólfsdóttir lést 12. sept- ember sl. Hún var fædd 28. október 1955. Foreldrar hennar voru Björ- gólfur Guðmundsson og Þóra Hall- grímsson. Eftirlifandi eiginmaður Margrétar er Jónas Sen. Útfór henn- ar verður gerð frá Dómkirkkjunni í dag kl. 13.30. Friðberg Kristjánsson lést 10. sept- ember. Hann fæddist 1. febrúar 1905 á Hellissandi. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundur Gilsson og Sig- ríður Cýriusdóttir. Friöberg lauk skipstjóraprófi frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavik árið 1933 og stund- aði sjómennsku eftir það. Frá árinu 1960 til 1971 vann hann hjá Reykja- vikurborg við alhliða verkamanna- vinnu. Hann giftist Guðrúnu Guð- mundsdóttur, en hún lést árið 1984. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Útför Friðbergs verður gerð frá Að- ventukirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Steinar Karlsson bifreiðastjóri, Asparfelh 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn í Fossvogskirkju miðviku- daginn 20. september kl. 13.30. Útför Mörtu Pétursdóttur, er lést í St. Marys, New South Wales, Ástral- íu, 27. ágúst sl., hefur farið fram. Guðmundur Þorleifsson bóndi, Bæ, Súgandafirði, sem andaðist 12. sept- ember sl., verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju þriðjudagLnn 19. september kl. 14. Baldur Nikulásson, Mávabraut 7, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflarvíkurkirkju miðvikudaginn 20. september kl. 14. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði í Höfnum. Stefán Brynjólfsson, Seljabraut 42, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 20. september kl. 13.30. Elías Jón Guðjónsson skókaup- maður, Staðarfelh, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. september kl. 11 f.h. Tilkyimingar Fæðingarheimilið opnað að nýju Fæðingarheimili Reykjavikur hefur ver- ið opnað að nýju frá og með 4. september sl. að afloknu sumarleyfi. Ný yfirljósmóð- ir, Sólveig S.J. Þórðardóttir, hefur verið ráðin og kemur tíl starfa 1. október nk. Á Fæðingarheimilmu er aðstaða fyrir 13 sængurkonur í heimilislegu umhverfi. AUur nútíma tækjabúnaður er til staðar og samstarf hefur verið aukið við kven- lækningadeild Landspítaláns. Nuddskóli Rafns Nuddskóli Rafns var settur þann 4. sept. sl. Þetta er fyrsti sjúkranuddskólinn á íslandi. Alls eru 48 nemendur skráðir í námið. Kennsla hófst 3. september sl. Nuddskóli Rafns er sniðinn i samræmi við bandaríska nuddskóla. Þó eru kennslustundir fleiri en í nokkrum nudd- skóla þarlendis, eða 1252 ahs. Auk þess fer bókleg kennsla fram í fjölbrautaskól- um landsins, sem er algengt form á Norð- urlöndum. Nuddskóli Rafns er tveggja ára nám um kvöld og helgar. Það er alls 48 námseiningar, sem samsvarar einu ári og fjórðungi í dagskóla. Kennt er slökun- amudd, heildrænt nudd og sjúkranudd. Auk þess er kennd heilsuráðgjöf. Bókleg- ar grelnar eru líffæra- og lifeðhsfræði, heilbrigðisfræði, vöðvafræði, sjúkdóma- fræði, næringarfræði og skyndihjálp. Skólastjóri Nuddskólans er Rafn Geirdal, löggjltur sjúkranuddari, en hann lauk námi frá nuddskólanum í Boulder í Col- orado í Bandaríkjunum. Hann rak áður Nuddmiðstöðina, sem var nuddstofa, námskeiðahald í nuddi og heilsufræðsla. Fyrirlestrar Fyrirlestur um mataræðl Á vegum Foreldrafélags misþroska bama heldur Þuríður Hermannsdóttir næringarfræðingur, fyrirlestur um mat- aræði, hvað getur verið varasamt og hvað æskilegt. Gefur hún ýmis hagnýt ráð um mat og matarvenjur. Á eftir verða fyrir- spumir og síðan almennar umræður. Foreldrafélagið hvetur alla til að mæta á þennan fyrsta fund nýs starfsárs. Fund- urinn verður haldinn í Æfingadeild Kennaraháskóla íslands miðvikudaginn 20. september kl. 20.30. Gengið inn frá Bólstaðarhlíð. Tapað fundið Seðlaveski tapaðist Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist í Alftamýri eða í Kringlunni seinnipartinn á fostu- daginn sl. I veskinu vom skilríki og mik- ilvæg símanúmer, peningar og greiðslu- kort. Fiimandi vinsamlegast hafi sam- band við Jónínu í s. 33802. Fundarlaun. Hliðartaska tapaðist Svört Louis Vuitton hliðartaska úr leðri tapaðist úr bíl við Tryggvagötu á fostu- dagiim sl. í töskunni var rauðbrúnt seðla- veski og lyklaveski. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 11813 eða 621556 (Guðlaug). Góð fundarlaun. Fundir ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Brautar- holti 30. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins í Reykjavík heldur vinnufund á Hallveigarstöðum í kvöld, 19. september, kl. 20.30. Meiming I hvítri veröld Skömmu fyrir áramótin síðustu kom út í Reykjavík lítil ljóðabók. Kynning og útkoma þessarar bókar var með öllu hávaðalaus svo að vísast hefur hún farið framhjá mörgum. Bókin er hvít í bak og fyrir, framan á hana hefur höfund- ur málað stílhreina hringlaga vatnshtamynd sem ef til vill sýnir sólarlag, kannski sólarupprás yfir hafi. Myndin er í bláum, rauðum og gulum Ut. Neðan hennar stend- ur nafn bókarinnar: Á hvítri ver- önd, ofan við myndina nafn höf- undar: Þóra Jónsdóttir. Um þessa bók má hafa mörg orð. Ljóð hennar eru iðulega stílhrein eins og kápumyndin, hnitmiðuð, kyrrlát, Utrík: gul, rauð, blá, hvít. HeUdarsvipur bókarinnar er sterk- ur og aðeins eitt ljóð fannst mér þar eiUtið á skjön: ljóðið í frétta- tíma þar sem örlar á ræðumennsku sem ekki er að finna í öðrum ljóð- um; þetta ljóð er þó út af fyrir sig ekki slæmt. Bókinni skiptir Þóra í þrjá hluta, Mömmuleiki, Fánadaga og Morguninn gengur hjá. Ef til viU má Uta á þessa skiptingu sem vísbendingu um þroskabraut ljóð- mælandans - frá mömmuleikjum bemskunnar, um fánadaga lífsins, hátíðir gleði og sorgar, þar til morg- uninn er genginn hjá og komið er fram á miðjan dag. I fyrsta hlutan- um myndar hlutskipti kvenna kyn- slóðum saman óljóst baksvið; þar er ljóðið Á hvítri verönd: í svefni kleif hún stigu næturinnar draumar flæktust í hári hennar urðu í vöku endurminning ekki greind frá deginum Hún leitar húss með hvítri verönd Því gluggar hennar snúa út að engu Fánadagar Það sem ég tel að skapi slíkan heUdarblæ í þessari bók er notkun Þóm á myndmáU - táknum og lík- ingum. ’ í einu ljóði bókarinnar mætast mörg þeirra tákna sem Þóm era töm - ekki aðeins í þess- ari bók heldur ekki síður í fyrri bókum. Ljóðið heitir Fánadagar: í moldinni vex rótarkerfi endaspánna Þetta er gamalt tré Háskinn hnitar hringi Hann á egg í dyngju Óttinn breiðir yfir höfuð blundar um lágnættið Vonin sefur einsog barn með brúðu í fangi Enn á hún fánadaga í vændum Þaö er sagt að dulvitundin hugsi og skynji í táknum og þá vísast ein- földum táknum. PínuUtið þannig Bókmenntir Kjartan Árnason em Ijóð Þóru: skynjun hlaðin ein- földum, skýrum táknum. Vonin er kona í ljóðinu Fánadögum verða fyrst fyrir rætumar (rótarkerfi), tákn staðfestu, naflastrengur milU trés/manns og náttúm. Sjálft tréð, gamalt og reynt, tákn náttúru sem ekki verður skilin frá manninum né maðurinn frá henni. Náttúru- tákn em afar algeng í ljóðum Þóm og skapa óft seiðándi dularblæ. „Háskinn hnitar hringi" - hann flýgur, með öðrum orðum, hefur útsýni að ofan, yfirsýn - er yfirvof- andi. Flug, fuglar og fiaðrir koma fyrir aftur og aftur í þessari bók og fyrri bókum Þóm: frelsi, víð- sýni, þrá, jafnvel ógn því að hrafn- ar fljúga og ernir og fálkar og boða Ult. Eggið í dyngju háskans geymir eitthvaö sem síðar mun brjótast útúr skuminni og taka að vaxa. Egg em þó hjá Þóm oftast tákn hins viðkvæma sem þarfnast verndar (sbr. fjöregg) en hér er aft- ur á móti dæmi um að myndmál hennar er ekki einhUtt heldur oft óvænt. „Óttinn breiðir yfir höfuð“ - menn neita að horfast í augu við ótta sinn, líf sitt, sjálfa sig, fá sér heldur biund i myrkrinu. Vonin er hins vegar stúlkubam með brúðu í fangi - en hún sefur. Sem þýðir að hún mun vakna um síðir. Hún á fánadaga í vændum. Fánakenndir Fáni og fánaUtir, fánadagar: þetta em tákn sem ég man ekki til að hafa séð aðra nota á sama hátt og Þóra Jónsdóttir. Fáninn er margr- ætt, kannski órætt tákn. Maður hefur e.t.v. tilhneigingu tíl að tengja hann þjóöemiskennd og þjóðarstolti en það finnst mér þó sjaldnast koma heim og saman við éfni ljóðanna. Mér sýnist fáninn miklu fremur tengjast bemskunni, þegar allt er nýtt og ferskt, lífið er ævintýri og allir fánadagar hátíðis- dagar og ævintýradagar; fáninn sem blaktir við hún á sólríkum (sumar)degi er tákn gleðinnar: rjúkandi pönsur, kaffi, kleinur, blöðrur... Litir íslenska fánans em fyrir flestum aðeins tákn þess sem þeir tákna, þ.e. hafs, íss og elds. En hjá Þóru fá þessir Utir öllu dýpri þýðingu, þeir standa fyrir kenndir og tilfinningar, heitar, kaldar - dökkar, bjartar. Það er afar mikil kyrrð í ljóðum Þóm; þau eru oft eins og stilUmyndir sem veita manni sýn inn í eitt andartak eilífð- arinnar. Þau em ósjaldan trega- fuU: ljóðmælandanum finnst hann framandi í þessum heimi, þráir aðra veröld, traustari rætur, fána- daga; hann er einn á ferð, sviðið er hvítt, hann kaUar á tengsl, nátt- úmna, kaUar á sjálfan sig. Þetta era faUeg ljóð. Þóra Jónsdóttir: Á hvítri verönd Ljóó, 59 bis. Bókaútgáfan Brún, 1988 Kjartan Árnason Vegna útkomu Árbókar Listasafns íslands Margir skynsamir menn munu furða sig á þessari bók þar sem gefið er í skyn að hún sé helguð minningu dr. Selmú Jónsdóttur, forstöðukonu Listasafns íslands. Árbókin er einhUða og ekki einu sinni mynd dr. Selmu fremst. Lítur höf. árbókar svo á að ekkert sé af henni að segja, sem veitti þó Lista- safni íslands forstöðu í áratugi með mikilU sæmd. Árbókin hefði átt að varðveita minningarræðu séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað er hann flutti á útfarardaginn í Dómkirkj- unni í Reykjavík og aUan þann fjölda minningargreina er um dr. Selmu var skrifaður. AðalgalU Árbókar Listasafns ís- lands er í mínum augum sá að les- andi fær svo Utið að kynnast list- fræðingnum dr. Sehnu Jónsdóttur. Er þetta réttmætt gagnvart lesand- anum og minningu dr. Selmu? Hver vUl svara fyrir þessi alvarlegu mis- tök? Lesandi er jafn- ókunnugur dr. Selmu, þegar lestri bókarinnar er lokið, eins og þegar lesturinn hófst. Hörður Ágústsson Ustmálari skrif- ar vandaða grein um dr. Selmu sem er hið eina er áhuga vekur. Þekking Harðar á íslenskri menningu og lífi forfeðra hefur verið einna sterkasta hvatningaraflið til manndáðar, svo mun verða hér eftir. Orðfæri Harðar er afburða-faUegt, þess vegna er nautn að heyra hann tala og lesa úr penna hans. Einkabókasafni dr. Selmu Jóns- dóttur í „Vinnuaðstöðu fræðimanns í minningu dr. Selmu“, sem komið var upp, eru því miður engin skfi gerð í árbókinni. Þar er þó að finna bækur sem merkastar hafa verið skrifaðar af fræðimönnum í Ust- fræði. Þær eru sannarlega þess verð- ar að eftir þeim sé grennslast. Rit- verkaskrá dr. Selmu er í árbókinni. Helgi Vigfússon bókaútgefandi Fjölmiðlar Nýrri stjörau hefur skotiö upp á hirain fjölmiðlanna, Einari Oddi Krisfjánssyni frá Flateyri. Keraur hann nú fram f hveijum umræðu- og fréttatímanum af öörura. Astæö- an er auðsæ. Einar Oddur er hisp- urslaus, einlægur og eðlilegur. Hann hefur líka skemratileg sér- kenni: Hann er einstaklíngur, ekki Qölritað eintak af hinum sléttmála og sléttgreidda atvinnustjómmála- manni. Þaö sem liann segir er að jafnaði skynsaralegt, þótt það sé ekki frumlegt, og einhver þarf að segja það, þvl aö aUtaf er nóg af lýð- skrumurum sera reyna að neita því, Heimspeki Einars Odds er einföld: Viö raegum ekki eyða meira en við öflura. Við öflum því meira sem tekjur raanna eru í betra sararærai viö framlag þeirra. Hinir duglegu, hagsýnu og ráðdeildarsömu eiga að njóta þess, þvi að þá eru fleiri lík- legri en ella til aö vera duglegir, hagsýnir og ráðdeildarsarair. Þess vegna verðum við að lækka skatta, auka frelsi og efla einkafr amtak. Ég fæ ekki séð að neinn geti efast um þessl einföldu sannindl Og ólíkt hafiast þeir að. Einar Odd- ur og hinn ábyrgöariausi áróðurs- maöur, Ögmundur Jónasson, en mig grunar fastlega að hann eigi síöar meir eftir að fara eins illa raeð opinbera starfsmenn og Arthur Scargii með breska námumenn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.