Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989: 17 Leifur í Hnausum og Baldur á Siðu fitla við fleygana. Gunnar á Bjarnastöðum fylgist með. DV-myndir Magnús Olafsson, Sveinsstöðum Það fylgir því jafnan ævintýraljómi: í göngum á Grímstunguheiði „í hópi á þráöbeinum skínandi vegi“. Gangnamenn leggja á Grímstungu- Sif í Saurbæ og Siila i Asi í göngum. heiði. „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur," kvað Jónas forð- um og fjölmargir aðrir hafa ort um göngur. En hvað er það sem er svona eftirsóknarvert? Marga fýsir fyrst og fremst að komast í fjalla- kyrrðina og sjá lagðprúðar æmar renna á undan sér með væna dilka. Aðrir sækjast eftir félagsskapnum eða ævintýrunum sem oft fylgja göngum. Sólríkir dagar á heiðum Undirritaður minnist sólríkra daga á heiðum uppi þegar allt leik- ur í lyndi en svo koma einnig fram í hugann aðrir og erfiðari dagar, þegar stormurinn lemur og regnið bylur svo að erfitt er að hafa augun opin. Eitt sinn lágum við dag um kyrrt vegna blindþoku og í öðrum göngum /hamlaði stórhríð okkar för. En umskiptin í veðráttunni eru mikil og hinn næsta dag var glaða- sólskin og einstaklega ánægjulegt að smala yfir Stórasand og niður að Réttarvatni, þrátt fyrir nokkuð erflða ferð um Sandinn vegna snjóa. Á þeim árum vorum við með nesti og viðlegubúnað á trússahest- um og legið var í tjöldum. En í dag er nestið flutt á bíl, legið í góðum skálum og ráðskona bíður með heitan mat þegar komið er í nátt- stað að kvöldi. Gangnamenn á Grímstungu- og Haukagilsheiðar héldu að venju frá Grímstungu á þriðjudegi og höfðu fyrsta náttstað í Oldumóðuskála. Eg var í þeirra hópi. Tveimur dög- um fyrr höfðu undanreiðarmenn farið af stað og með hjálp farsíma fylgdumst við með að þeim gekk vel að reka féð norður yfir Stóra- sand. Við hlökkuðum til að hitta þá glaða og reifa hinn næsta dag. Aldursforseti í okkar hópi var Leifur í Hnausum, fyrrum undan- reiðarforingi. Hann kvaðst hafa ,farið 55 ár í göngur. Síðan var þarna fólk á ýmsum aldri, allt nið- ur í unglinga sem voru að fara í fyrsta sinn. Margir bíða með óþreyju eftir því að veröa 14 ára og þar með fullgildir gangnamenn en aðrir hafa enga þrá til svona ferða en fara af illri nauðsyn. Svo koma kaupstaðabúar stundum ár eftir ár og blanda geði með gangna- mönnum og njóta öræfakyrrðar- innar. í þeirra hópi eru menn eins og Guðmundur Stefánsson, fyrrum hagfræðingur hjá Stéttarsamþandi bænda en nú framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri. Hann kemur árlega í göngur með Húnvetning- um og hefur alltaf jafngaman af. FJeira kvenfólk í göngum Nokkrar ungar stúlkur voru í göngunum og meðal undanreiðar- manna var Sigrún hreppstjóri í Saurbæ. Það eru ótrúlega fá ár síð- an það var óþekkt að kvenfólk færi í göngur. Hin síðari ár hefur þeirra þáttur farið vaxandi og flestar þeirra gefa karlmönnum ekkert eftir. Ég minnist þess að þegar stelp- urnar fóru að fara í gongur höfðu margir eldri bændur áhyggjur af þessu uppátæki og töldu lítið vit í því. Á þessum árum var það eitt sinn aö nokkrir bændur sátu sam- an niðri í byggð meðan göngur stóðu yflr. Ræddu þeir um göng- umar og hve lítið vit væri í því að senda stelpur á fjöll. Þegar umræð- an stóð sem hæst var verið að lesa fréttir í útvarpinu og þar kom m.a. frétt sem undirritaður, sem þá var staddur á miðjum Stórasandi, hafði komið til fréttastofu um talstöð. Sagði þar frá hvernig gengi og hvernig fénaður liti út og fleíra al- mennra tíðinda úr göngunum en síðan endaði fréttin eitthvað á þessa leið: Það fer nú sífellt vax- andi að gildir bændur leggi ekki á sig erflðar gangnaferðir en okkur yngri mönnunum í göngum líkar vel að sífellt fleiri ungar og röskar stúlkur bætast í okkar hóp. í frétt- inni sagði ekki fleira en mér er sagt að tal þessara bænda, sem ekki nenntu sjálfir í göngur, hefði fallið niður eftir þennan fréttalest- ur. Það var fagurt veður þegar við riðum upp Grímstunguna og á brekkubrún var áð. Vatnsdalur skartaði sínu fegursta. Það var fitl- að við fleyga og glaðværð í hópn- um. Þessi fyrsti dagur gangnanna var léttur, aðeins samreið í Öldu- móðuskála. Það þykir jafnan skyn- samlegt að hafa fyrsta áfanga stutt- an. Raunar hafði undirritaður haf- ið för tveimur dögum fyrr og riðið fram Vatnsdai. Það var gert til þess að þjálfa rass og hesta og veitti ekki af, enda samhæfing fyrr- nefnds líkamshluta og þarfasta þjónsins í lágmarki. Matur og rjúkandi kaffi Hjónin í Norðurhaga fóru á bíl á undan okkur í Öldumóðuskála. Þar biöu þau okkar með heitan mat og rjúkandi kaffl. Oft er mikil gleði í skála þetta fyrsta kvöld, þó að þessu sinni stæði hún skemur fram eftir kvöldi en oft áður. Snemma var gengið til náða en að morgni beið okkar erfiður dagur. Það var upp úr kl. fimm sem hjónin í Norðurhaga fóru að und- irbúa morgunverðinn og fyrir kl. sex var hann snæddur. Áður var hestum geflð hey og síðan var farið að leggja á. Enn hélst sama góða veðrið en þoka virtist þó liggja yfir Stórasandi. Aldrei varð hún þó til vandræða þennan dag en á hásandi var þokuslæðingur og gekk á með éljum. Ég smalaði Forsæludalskvíslar með fleirum. Þar er mikið gósen- land og norðarlega í þeim reisti Björn Eysteinsson sér nýbýli á síð- ustu öld og bjó þar í nokkur ár. Þar fæddist sonur hans, Lárus í Grímstungu, sem látinn er fyrir fáum árum. Hann var lengi gangnaforingi á Grímstunguheiði og þar átti hann mörg spor. Ströngum degi lokið Það var farið að skyggja þegar við komumst norður í Stórakrók og komið myrkur þegar viö höfðum komið fénu norður fyrir Refskeggs- læk. Þá taldi Einar gangnaforingi á Hjallalandi kominn tíma til að halda í skála. Ströngum degi var lokið en menn komu ánægðir í skála að loknu góðu dagsverki þeg- ar klukkan var langt gengin í 10. Næsta morgun var enn risið snemma úr rekkju. Mikilvægt var að gangnaröð væri komin á í birt- ingu þannig aö framsæknar ær hefðu ekki tíma til þess að renna svo langt að þær kæmust bak við gangnaröð. Nokkrar sviptingar voru við að snúa þeim kindum við Lagðprúðar ærnar renna heim. sem ekki töldu kominn tima til að halda til byggða. Sunnangolan átti sinn þátt í þessum þráa sauðkind- arinnar þennan fagra september- morgun. Það var blankalogn og ró og friður við fjaUavötnin. Þar syntu svanir og þar sáust ófleygir ungar, dæmi um það hve seint vorið kom. Við komum með safnið tíl byggða skömmu fyrir myrkur og það kvöld fóru flestir til síns heima. Næsta morgun, fóstudagsmorgun, var safnið rekið til UndirfeUsréttar og réttað þar eftir hádegið. Raunar tók undirritaður ekki þátt í þeim rekstri því að hann þurfti að fara eins og margir aðrir vestur í Víði- dalsfjall og smala þar þann dag. Þaðan komum við ekki fyrr en á fóstudagskvöld og var safnið þaðan réttað á laugardagsmorgun. Þar með var þessum göngum lokið og hér sleginn botn í pistiUnn. Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.