Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Erlendbóksjá Glæpaforingi Bandar í kj anna Bandarísku glæpasamtökin, sem ganga gjaman undir nafninu Mafían, dafna vel. Foringjarnir reka viðskipti sín með ógnunum, mútum og morðum og hafa teygt arma sína inn í flestar greinar atvinnulífsins. Þótt lögregla nái stundum að stinga einhverjum þeirra í steininn eru aðrir meira en tilbúnir aö taka við - ef hinir fangelsuðu foringjar stjórna þá ekki áfram öllu klabbinu úr fangaklefanum eins og dæmin sanna. Þessi bók tveggja bandarískra blaðamanna um öflugasta Mafíu- leiðtoga Bandaríkjanna um þess- ar mundir, John Gotti í New York, er lýsandi dæmi um magn- leysi stjómvalda gagnvart Maf- íunrú sem er eins og ríki í ríkinu. Höfundarnir rekja blóðugan feril Gottis, sem hefur komist á toppinn í svokaUaðri Gambino- fjölskyldu Mafíunnar með morð- um og öðmm ógnarverkum. Þótt næg vitneskja sé til staðar um glæpastarfsemi Gottis og kump- ána hans standa stjórnvöld ráð- þrota. Réttarríkið verndar menn eins og Gotti, sem hefur um sig lögfræðingahirð sem kann að nýta út í ystu æsar ákvæði laga sem vernda eiga saklausa borg- ara. MOB STAR. Höfundar: Gene Mustain og Jerry Capeci. Penguin Books, 1989. ITIÍSSÁ DÁ.HJj! Leitin að ást og sjálfstæði Mörkin milli skáldskapar og sjálfsævisögu em afar óskýr í þessari fyrstu skáldsögu Tessu Dahl. Vafalaust munu margir lesa hana fyrst og fremst sem nærgöngular svipmyndir úr lífí Tessu og foreldra hennar, rithöf- undarins góðkunna Roald Dahl og kvikmyndastjömunnar Patriciu Neal. Enda ljóst að hér er byggt á dramatískum atburð- um úr lífi fjölskyldunnar, svo sem hörmulegum missi eins bamanna og nær algerri lömun Patriciu eftir hjartaáfóll, en henni tókst með stuðningi íjöl- skyldunnar að ná bata á ný og vinna leiksigra. Sagan fjallar þó fyrst um fremst um ást sem ekki er á lausu. Dótt- irin, sem er söguhetjan, reynir sífellt að öðlast þá ást föður síns sem hún þráir öllu öðm fremur en fær ekki. Þörf hennar fyrir ást er heldur ekki fullnægt í hjóna- bandinu. Eiginmaðurinn tekur í reýnd við hlutverki föðurins aö þessu leyti en veldur henni ekki minni vonbrigðum. Loks stendur hún ein uppi með böm sín og reynir að skapa sér sjálfstæða til- vem á rústum hjónabandsins. Þetta er afar opinská og per- sónuleg frásögn af sársaukafull- um átökumá vígvelli ástarinnar. WORKING FOR LOVE. Höfundur: Tessa Dahl. Penguln Books, 1989. Þýskur almenningur, Hitler og nasisminn Hver var eiginlega hugur alþýðu manna í Þýskalandi til nasista? Hvers vegna tókst Adolf Hitler og kumpánum hans að ná alræðisvöld- um í landinu á örfáum mánuðum án þess að um nokkra skipulagða and- stöðu væri að ræða? Þessar spurningar hafa verið áleitnar allt frá árinu 1933 að nasistar tóku við stjómartaumum í Þýska- landi. Þeim tókst á fáeinum mánuð- um að ryðja úr vegi öllum helstu andtæðingum sínum. Geysifjöl- mennir stjórnmálaflokkar og fjölda- samtök, sem vom vel skipulögð um allt landið, hurfu sem dögg fyrir sólu án þess að efnt væri meö skipulegum hætti til umtalsverðs andófs af hálfu forystu þeirra. Þetta átti til dæmis við um flokka jafnaðarmanna og kommúnista og um alþýðusamtökin. Hvers vegna? Gögn þeirra sjálfra Sagnfræðingar hafa á síðustu ára- tugum reynt að skýra þetta óvenju- lega hrun. Jafnframt hafa þeir kann- að heimildir sem varpa ljósi á afstöðu almennings tíl Hitlers og nasismans á tímum Þriðja ríkisins. Einn þessara sagnfræðinga er Detlev Peukert, sem hefur samið sér- stakar bækur um viðhorf æskufólks og kommúnista til nasistastjómar- innar. Inside Nazi Germany hefur víðara svið: hér fjallar hann um af- stöðu hinna ýmsu stétta í Þýskalandi til nasismans og áhrif hinna nýju herra á daglegt líf í landinu. í því efni vitnar hann mikið til gagna nas- ista sjálfra, en þeir vom miklir skrif- finnar og sömdu nær endalaust skýrslur um hvað fólkið á götunni var að segja og jafnvel hugsa um ástandið. .... Vanmátu Hitler Það em auövitað engin ný sann- indi, sem hér koma fram, að þýskir stjómmálamenn tóku Hitler ekki al- varlega fyrr en það var um seinan. Þetta andvaraleysi þeirra, og algjört vanmat á fyrirætlunum og getu Hitl- ers og félaga hans, haföi þær aíleið- ingar að forystumenn vel skipu- lagðra fjöldasamtaka bmgðust ekki við í tæka tíö. Þegar þeir áttuðu sig á því hvað var að gerast þá var það einfaldlega of seint: ógnarvél Hitlers haföi öll tök í hendi sér, þeir sjálfir vom komnir í fangelsi eða útlegð og fylgismennimir famir að stinga nas- istafána út um glugga heima hjá sér á tyllidögum hinna nýju herra. Samkvæmt sundurgreiningu höf- undarins var fylgið við nasista alltaf mest meðal miðstéttarfólks, sem reyndar fór verst út úr kreppunni og þeim breytingum sem fylgdu í kjölfar ósigursins í fyrri heimsstyrj- öldinni, stjórnleysisins og hruns þýska gjaldmiðilsins. En jafnvel þeir þjóðfélagshópar, sem saimfærðastir vom í andstöðu við nasismann - kommúnistar og j afnaðarmenn - lög- uðu sig harla fljótt að hinum nýja veruleika, þótt með hangandi haus væri. Raunverulegt andóf var óvem- legt. Víðtæk Hitlersdýrkun Ekki fer á milli mála að einlæg Hitlersdýrkunin var mikil meðal al- mennings. Tvennt varð öðru fremur til að styrkja þessa aðdáun á foringj- anum: aukin atvinna vegna eflingar hergagnaiðnaðar og opinberra fram- kvæmda og sá góði árangur sem Hitl- er náði þegar hann fór að bjóða veik- geðja leiðtogum annarra þjóða byrg- inn. Gögn, sem hér er vitnað til, bera með sér að maðurinn á götunni, sem gagnrýndi kerfið í einkasamtölum, beindi andúð sinni alls ekki að Hitler heldur aö meðreiðarsveinum hans. „Ef Hitler bara vissi...“ var við- kvæði margra sem áttuðu sig ekki á hinu sanna eðli einræðisherrans frekar en pólitískir andstæðingar hans. Þessi bók er sérstaklega áhugaverð vegna þeirra gagna frá dögum Þriðja ríkisins sem vitnað er óspart í. Hún er hins vegar gegnsýrð af sérfræð- ingamáli. Slík orðnotkun er afar þreytandi fyrir þá sem ekki eru inn- vígðir í fræðin og virkar satt best að segja oft á tíðum sem hreint orða- gjálfur. INSIDE NAZI GERMANY. Höfundur: Detlev J. K. Peukert. Penguln Books, 1989. Hitler fagnað í Obersalzberg: Hitlersdýrkun var almenn i Þýskalandi á valda- dögum nasista. Metsölubækur Bretland Söluhœstu klijurnar: 1. Jeffrey Archer A TWIST IN THE TALE. 2. James Herbert HAUNTED. 3. Vlrglnia Andrews: FALLEN HEARTS. 4. Cralg Thomas: ALL THE GREY CATS. 5. Elisabeth Gage: A GUMPSE OF STOCKING. 6. Anlla Brookner: LATECOMERS. 7. G. Garda Márques: LOVE tN THE TIMEOF CHOLERA. 8. Judith Krantz: TILL WE MEET AGAIN. 9. Wllllam Horwood: DUNCTON QUEST. 10. Charlotte Bingham: TO HEAR A NIGHTINGALE. Rlt almenns eðlls: 1. Rooemary Contoy: COMPLETE HIP S THK3H DIET. 2. Callan Plnckney: CALLANETICS. 3. Roaemary Conley: HIP & THK3H OIET. 4. Paul Theroux: RIDING THE IRON ROOSTER. 6. John Marrlott: BATMAN: THE OFFICIAL MOVIE BOOK. 6. Gambacclnl > Rlce: GUINNESS BOOK OF BRITISH HIT SINGLES. 7. Spike Mltllgan: MILUGAN'S WAR. 8. Elklngton 8 Hallee: THE GREEN CONSUMER GUIDE. 9. Frank Mlller: BATMAN: THE DARK KNIGHT RETURNS. 10. Grant & Jolee: FOOD COMBINING FOR HEALTH. (Byggl 6 The Sunday Tlme») Bandaríkin MeUöluklljur: 1. ROBERT LUDLUM: TREVAYNE. 2. Tom Clancy: THE CARDINAL OF THE KREMLIN. 3. Erich Segal: DOCTORS. 4. Rosamunde Pllcher THE SHELL SEEKERS. 5. Susan Isaacs: SHINING THROUGH. 6. Danlelfe Steel: ZOYA. 7. Kathryn Harvey: BUTTERFLY. 8. Vldorla Holt THE INDIA FAN. 9. Linda Lay Shuler: SHE WHO REMEMBERS. 10. Anne McCaHrey: DRAGONSDAWN. 11. Maeve Blnchy: FIREFLY SUMMER. 12. LaVyrie Spencer: SPRING FANCY. 13. M. Weta, R. Hickman: THE PROPHET OF AKHRAN. 14. Harold Coyle: SWORD POINT. 15. Jennlfer Wllde: THEY CALL HER DANA. Rit almenns eðlís: 1. C. McGulre, C. Norton: PERFECT VICTIM. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Kirk Douglas: THE RAGMAN’S SON. 4. Leo Damore: SENATORIAL PRIVILEDGE. 5. Bernie S. Slegel: LOVE, MEOICINE & MIRACLES. 6. Whltley Strieber: TRANSFORMATION. 7. Teresa Carpenter: MISSING BEAUTY. 8. David Brinkley: WASHINGTON GOES TO WAR. 9. Charles Higham: THE DUCHESS OF WINDSOR. 10. Hunter S. Thompson: GENERATION OF SWINE. (Byggt á New York Tlme* Book Revlew) Danmörk Metsöluklljur: 1. Johanne* Mollehave: OP AD EN MUR. 2. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 3. Isabei Allendo: ANDERNES HUS. 4. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 5. Mllan Kundera: TILVÆRELSENS ULIDELIGE LET- HED. 6. Helle Stangerup: CHRISTINE. 7. Chrletabel Blelenburg: CHRISTABEL. 8. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. 9. Antolne de Salnt-Exupéry: BLÆSTEN, SANDET OG STJERNERNE. 10. Martin Andersen Nexo: PELLE EROBREREN. (Byggt á Polltlkan Bendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson CharliísDarwin VOYACEOF THE BEAGl.F Sögufræg langferö Fyrir eitt hundrað og þrjátíu árum, þ.e. árið 1859, birtist í Bret- landi bók sem breytti viðhorfum manna til þróunar lífs á jörðinni meira en nokkurt annað rit. Uppruni tegundanna nefndist hún og var eftír Charles Darwin. Þar lagði hann grunn að þróunar- kenningunni sem svo hefur verið nefnd. Við smíði kenninga sinna, og rökstuðning þeirra, byggði Dar- win að miklu leyti á vísindalegum athugunum sínum í frægri könn- unarferö með enska herskipinu Beagle. Sú ferð hófst sama ár og Darwin útskrifaðist úr háskóla, 1831, og stóð í fimm ár. Dagbækur þær, sem Darwin hélt í þessari löngu og sögulegu ferð, urðu afar vinsælar þegar þær voru fyrst gefnar út fyrir 150 árum. Þær hafa nú veriö styttar nokkuð og gefnar út í pappír- skilju ásamt ítarlegum skýring- um fræðimanna. Hér lýsir Darwin kynnum sín- um af löndum og þjóðum við suð- urenda Ameríku en alveg sérs- taklega dýralífi, gróðri og jarð- fræði þeirra staða sem hann kannaði. Hér eru meðal annars ítarlegar frásagnir af heimsókn Darwins til Galapagoseyja, en hún haföi öðru fremur mikil áhrif á síðari kenningar hans. VOYAGE OF THE BEAGLE. Höfundur: Charles Darwln. Penguin Books, 1989. Jónatan og dúfan Jónatan Noel er liðlega fimm- tugur maður sem býr í París. Hálfa ævina hefur honum tekist að lifa vanaföstu og gjörsamiega tilbreytingalausu lífi. Hjá honum gengur sólarhringurinn alltaf nákvæmlega eins fyrir sig. Þann- ig vill hann hafa það. Og ekkert hefur orðiö til þess að rugla þessa eftirsóttu hrypjandi óbreytan- leikans í tuttugu og fimm ár. Þar til hann sá dúfuna. Hún var á ganginum fyrir fram- an herbergi hans þegar hann ætl- aði til vinnu einn morguninn. Svipur hennar er ógnvekjandi og þau bönd, sem Jónatan hefur bundið um líf sitt, bresta. Þýski rithöfundurinn Patrick Suskind vakti fyrst athygli með skáldsögu sinni Perfume, eða Ilmurinn. Dúfan, sem fylgir í kjölfarið, er stutt saga um ómerkilegan atburð sem hefur endaskipti á vel skipulögðu dag- legu lífi sögupersónunnar. Frá- sögnin minnir óneitanlega á heim bjargarleysisins í sögum Kafka og er í senn harmræn og kostuleg. THE PIGEON. Hölundur: PATRICK SUSKIND. Penguln Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.