Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Silfurstjarna í barmi Stefán Valgeirsson alþingismaður og Qármálamaður er eitt helzta einkennistákn ríkisstjórnar, sem hefur sagt skihð við hefðbundin siðalögmál stjórnmála á Vest- urlöndum. Hann er gangandi dæmi um, hvernig óholl- ustan grefur um sig í kerfi miðstýringarinnar. Fjölmiðlar hafa að undanfórnu rakið furðuleg dæmi um þóknun kerfisins til eins þingmanns fyrir stuðning hans við ríkisstjórnina, til frænda hans og til fyrirtækja á hans vegum. Þessar fréttir hafa veitt innsýn í siðlítinn hugarheim þeirra, sem með völdin fara í landinu. Hvorki ríkisstjórnin í heild né einstakir ráðherrar hafa viðurkennt, að stöðu Stefáns í kerfmu þurfi að breyta. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur raunar fullyrt, að Stefán sé lítilþægur að kreíjast ekki að fá fleiri aðstoðarmenn setta á launaskrá ríkisins. Stefán Valgeirsson vissi, hvað hann vildi, þegar hann hafnaði stöðu samgönguráðherra í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar. Hann kaus í staðinn að vera formaður stjórnar Búnaðarbankans og Stofnlánadeildar landbúnaðarins og stjórnarmaður í Byggðastofnun. Stefán kaus einnig að koma tveimur frændum sínum á framfæri ríkisins, öðrum sem formanni Atvinnutrygg- ingarsjóðs og hinum sem deildarstjóra í forsætisráðu- neytinu. Sá síðamefndi er um leið stjórnarformaður Silfurstjörnunnar, hölskyldufyrirtækis Stefáns. Byggðastofnun hefur lánað Silfurstjömunni 140 millj- ónir króna og hefur þar að auki lagt fram 20% hluta- gárins. Þá hefur Byggðastofnun lánað öðru úölskyldu- fyrirtæki Stefáns, Fiskeldisþjónustunni, níu milljónir króna til að kaupa hlutafé í Silfurstjörnunni. Þessi óráðsía og þetta siðleysi í meðferð opinberra peninga ætti að varða brottrekstri forstjóra og stjórnar Byggðastofnunar. En alhr sitja þeir sem fastast í skjóh ríkisstjómar, sem streitist svo við að sitja í hlýjunni, að hún hefur misst sjónar á hefðbundum siðalögmálum. Þá hefur forsætisráðherra tekið á ráðuneyti sitt að greiða stórfé í ólögleg mánaðarlaun th stjórnarformanns Silfurstjörnunnar fyrir að vera aðstoðarmaður Stefáns á þingmannsskrifstofu hans í Þórshamri. Þetta jafnghd- ir opinberum stuðningi við átta manna þingílokk. Peningalegur ribbaldaháttur einkennir ríkisstjómina á ýmsan hátt. Hún hefur sprengt ramma póhtískra mannaráðninga. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa hvor um sig misnotað heimhd th eins aðstoðar- manns th að ráða þrjá póhtíska kommissara hvor. Ríkisstjóminni hefur samtals tekizt að verja hálfum þriðja milljarði króna úr ríkissjóði th ýmissa gæluverk- efna og annarra útgjalda, sem engin heimild er fyrir í neinum lögum. Þetta er kahað hinu fína nafni „aukaíjár- veitingar" á tungumáh siðspihingarinnar. Verst er þó mihifærslukerfið, sem ríkisstjómin hefur eflt. Hún hefur komið á fót sjóðum, sem eiga að brenna tólf milljörðum í arðlausum rekstri á borð við pappírs- fyrirtæki Stefáns Valgeirssonar. Þessir sjóðir em undir stjóm sérfræðinga á borð við Stefán Valgeirsson. Engri ríkisstjóm hefur miðað betur við að breyta stjómmálum í baráttu um stóla og völd th að úthluta á kostnað skattgreiðenda nægtabrauði th gæludýra og annarra, sem leggjast niður við að væla út undanþágur og leyfi eða aðra fyrirgreiðslu skömmtunarkerfisins. Mikhvægasta verkefni almennings á næstunni er að segja upp störfum formönnum flokka sinna og öðmm þeim, sem hafa gert landið að leikfangi ribbalda. Jónas Kristjánsson Mikhail Gorbatsjov flytur framsöguræöu á miðstjórnarfundinum í Kreml Gorbatsjov lætur skálka lúgumar Lokið er margfrestuðum fundi miðstjómar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna til afgreiðslu á stefnuyfirlýsingu um aukið vald- svið og réttindi stjóma einstakra Sovétlýðvelda gagnvart alríkis- stjóminni í Moskvu, svo og eflda stöðu stjóma sjálfstjórnarsvæða þjóðemisminnihluta innan lýð- veldanna. Sovétlýðveldin eru fimmtán talsins og þjóðir, sem ríkið byggja, á annaó hundrað. Um leið og samtakafrelsi og mál- frelsi koma tfl sögunnar sam- kvæmt stefnu Mikhafls Gorbatsjov og manna hans um glasnost, op- inskáa umræðu, brýst upp á yfir- borðið spennan sem áratuga harð- stjóm lætur eftir sig. Er ekki ör- grannt um að valdamenn, sem sjá að umbótastefnan hlýtur að reyn- ast þeim skeinuhætt, kyndi undir þjóðemisfllindum til að bregða fyr- ir hana fæti. Svo mikið er víst að svæðin í Mið-Asíu og handan Kákasusfjalla, þar sem tfl blóðugra þjóðemisofsókna hefur komið, em löngu alræmd fyrir rótgróna íjár- málaspillingu og valdníðslu. Samþykkt miðstjómarfundarins er í öflum meginatriðum sú sama og kynnt var fyrir mánuöi sem til- laga stjómmálanefndarinnar. Hún fjallar um valddreifingu, sér í lagi í sljórnmálaákvörðunum og í stjóm efnahagsmála. Miðstýring- arárátta liðins tíma er fordæmd og heitið að koma á stjómarháttum sem hæfa raunverulegu sambands- ríki. Sjálfsákvörðunarréttur lýðveld- anna í efnahagsmálum, sem fram tfl þessa hefur aðeins náð til Eystrasaltslýðveldanna þriggja, skal héðan af vera almenn regla. Staðfestur er réttur lýðveldanna tfl að ráðstafa afrakstri bjargræðis- vega sinna og þeim er frjálst að taka upp hvert það rekstrarform í atvinnulífi sem þau telja sér henta. Með þessu er grundvellinum kippt undan miðstýringu úr ráöu- neytum í Moskvu á hvers konar ákvörðunum í atvinnulífi tfl ystu endimarka hins víðlenda ríkis. Al- ríkisstjóminni er þó áskilinn réttur tfl ákvarðana sem „nauðsyn krefur tfl aö tryggja öfluga og stöðuga þró- un atvinnulífsins í heild“. Lýðveldin fá rétt tfl eigin löggjaf- ar en hann er takmarkaður af því aö öllum sovéskum borgurum skulu hvarvetna tryggð sömu rétt- indi. Þá er stjómum lýðveldanna opnuð leið tfl að hreyfa mótbárum við alríkislöggjöf, sem þær telja ganga á sín réttindi. Skal sett á laggimar stofnun tfl aö skera úr í deflumálum stjóma einstakra lýð- velda og alríkisstjómar, sem í raun og vem yrði stjómlagadómstóll. Komnar í framkvæmd væm þessar ákvarðanir risaskref frá Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson þeim miðstjómarviðjum sem læst- ar hafa verið um Sovétríkin á und- anfarinni hálfri öld. En við ríkjandi aðstæður er langt í frá að þær full- nægi öllum óskum. í Eistlandi, Lettlandi og Litháen hafa til dæmis komið fram kröfur um að komm- únistaflokkar lýðveldanna verði sjálfstæðir og aðskildir frá Komm- únistaflokki Sovétríkjanna, að Eistar, Lettar og Litháar gegni að- eins herþjónustu í eigin landi og myndi þannig sjálfstæða lýðvelda- heri og að lýðveldin fái sjálfstæða aðild að Sameinuðu þjóðunum. Einnig eru uppi kröfur um að Eystrasaltslýðveldin gangi hrein- lega úr Sovétríkjunum. Þeirri kröfu vísaði Gorbatsjov á bug sem ævintýramenhsku í fram- söguræðu sinni á miðstjómarfund- inum. Og í ályktun hans er íjallað sérstaklega um þörfina á að efla alríkisvaldið til að fara með mál eins og utanríkismál, landvarnir og innanlandsöryggi. Gorbatsjov og hans menn vita að þeir eru í kapphlaupi við tímann. Samþykktin um rétt einstakra lýð- velda og sjálfstjómarsvæða er til- raun tfl að halda tökum á þróun sem þessir menn hmndu af stað af ráðnum hug, vel vitandi að ekki yrði séð fyrir hvert hún leiddi. Gorbatsjov sagði miðstjómar- mönnum opinskátt að þörf væri mikilla mannaskipta enn á öllum fomstusviðum tfl að gera flokkinn færari um framkvæmd umbóta- stefnunnar. í því skyni að flýta fyr- ir því var næsta flokksþingi hraðað um misseri, fram tfl næsta hausts. Flokksþing eitt getur endumýjað miðstjóm. Þangað til verður Gorbatsjov aö láta sé nægja að breyta tfl í þeirri stofnun sem fer með æðsta flokks- vald frá degi tfl dags, stjórnmála- nefndinni. Á fundinum í vikunni var skipt mn þrjá af þrettán full- gfldum stjómmálanefndarmönn- um og tveir að auki án atkvæðis- réttar urðu einnig að víkja. íhaldsöflin í flokknum hafa misst af valdastólum öfluga liðsmenn, Viktor Tsébrikof, fyrrum yfirmann leyniþjónustunnar KGB, og Vald- imir Sérbitski, æðstráðanda Úkra- ínu í átján ár. Verður þess vafa- laust skammt að bíða að hann verði settur af í Kiev lika. Úkraína er næstfjölmennasta Sovétlýðveldið með tæpan íjórðung landsmanna, frjósamasta land- búnaðarsvæðið og iðnaðarhérað í fremstu röð. Ógnarstjóm Stahns bitnaði með afbrigðum hart á Úkraínumönnum. Með skipulagðri hungursneyð var að minnsta kosti milljón bænda svelt tfl bana í upp- hafi fjórða tugar aldarinnar. í hreinsununum miklu undir lok sama áratugar var unnið skipulega að útrýmingu úkraínskra mennta- manna og forustumanna á öllum sviðum þjóðlífs og önnur mflljón dregin fyrir aftökusveitir eða hrak- in í fangabúðir. í þrjú ár hefur Sérbitski htið á það sem hlutverk sitt að varðveita Úkraínu sem vigi íhaldsaflanna og hugsanlegan stökkpall til valda- töku þeirra. Umbótasinnar hafa orðiö að starfa þar með aðferðum andófsmanna frá Bresnévstíman- um. En í ár hefur smátt og smátt saxast á íhaldsvígiö. Flokksbrodd- ar féllu unnvörpum í kosningum tfl fulltrúaþingsins. Kolanámu- menn í Donbass gerðu verkfall. Og á síðustu vikum hefur verið mynd- uð úkraínsk þjóðfylking, Rukh að nafni, með svipuð markmið og þær í Eystrasaltsríkjunum. Loks efndi úníatakirkjan í Vestur-Úkraínu tfl stórfenglegrar helgigöngu og úti- messu í Lvov um síðustu helgi, en þá kirkju bannaði Stalín og situr við þaö enn. Úníatar fara að helgi- siðum rétttrúnaðarkirkjunnar en virða myndugleika páfans. Úkraína er því að komast í flaum umbótastefnunnar og veröur ekki auðvelt að hemja þau öfl sem við það leysast úr læðingi. Nú eru framundan beggja vegna áramóta kosningar til ráðanna, sem samkvæmt umbótastefnunni eiga að taka við forustuhlutverki og ábyrgö í hverju umdæmi af flokksritara og framkvæmdanefnd deildar kommúnistaflokksins. Æðstu ráð lýöveldanna verða einn- ig endurnýjuð. Sem óðast vinna þau sem nú sitja að frágangi kosn- ingalaga sem miða viö val milli frambjóðenda. Þar er margur vandi á ferðum, í þjóðfélagi sem er rétt að byrja að kynnast fijálsum framboðum og valdi hjá kjósanda. Ekki er furða þótt þeim sem farinu stýrir þyki þörf að skálka lúgur fyrir sighng- ima fram að næsta flokksþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.