Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Utlönd Friðaráætlun samþykkt Michel Aoun, yfirmaöur herafla kristiima í Líbanon, kvaðst í gær hafa samþykkt áætlun Araba- bandalagsins um aö binda enda á borgarastríðið þar. Kvaðs Aoun hafa samþykkt friðaráætlunina þar sem honum hefði verið veitt trygging fyrir því að erlendir herir færu frá Líbanon, þar á meðal 33 þúsund sýrlenskir hermenn. í friðaráætlunni er ekki getið um brottíor sýrlensku hermannanna en Aoun sagði að sendimaður Arababandalagsins hefði fullyrt að þörfin á brottflutningi erlendra hermanna væij viðurkennd. í Lí- banon eru auk sýrlenskra her- manna ísraelskir hermenn í suður- hluta landsins á hinu svokallaða öryggissvæði þar sem ísraelar hafa ráðið ríkjum síðan 1985 til að koma í veg fyrir skæruliðaárásir. Þegar Aoun hitti fréttamenn í gær var það í fyrsta sinn í margar vikur sem hann yfirgaf forsetahöll sína í austurhluta Beirút þar sem hann hefur sofið og starfað í neðan- jarðarbyrgi. Að sögn stjórnarerindreka var Aoun undir miklum alþjóðlegum þrýstingi eftir að honum hafði mis- tekist að afla stuðnings við herferð sína gegn sýrlenskum hermönnum í Líbanon. Aðeins örfáum mínútum eftir til- kynningu sendimanns Araba- bandalagsins skutu múhameðstrú- armenn í vesturhluta Beirút úr vélbyssum sínum í loft upp til að fagna því að sex mánaða blóðbaði, hinu versta í fjórtán ára borgara- stríðinu, væri lokið. Mikill hluti Beirút hefur eyði- lagst og yfir helmingur borgarbúa, sem voru ein og hálf milljón, hefur flúið síðan Aoun herforingi lýsti yfir frelsisstríðinu. Yfir átta hundruð og þrjátíu manns hafa látið lífið síðan í mars er herferð Aouns fyrir brottfór sýr- lensku hermannanna hófst og þrjú þúsund og fjögur hundruð særst. Sýrlensk yfirvöld hafa sagt að þau kalli ekki hermenn sína heim fyrr en Líbanon sé sameinað og friður ríki. Heimildarmenn sögðu að Sýrlendingar hefðu þó sam- þykkt að flytja hermenn sína til Bekaadalsins í austurhluta Líban- on. Sýrlendingar og líbanskir þjóð- varðliðar, sem styðja þá, sam- þykktu friöaráætlunina stuttu eftir ■ að hún var kynnt fyrir viku. í henni er meðal annars hvatt til þess að hafnbanni verði aflétt og að flug- völlurinn i Beirút verði opnaður. Tvær stjórnir hafa ríkt í Líbanon síöan 22. september í fyrra þegar Amin Gemayel, þá fráfarandi for- seti, útnefndi Aoun sem leiðtoga nýrrar stjórnar Líbanon. Sýrlend- ingar styðja stjórn múhameðstrú- armanna undir forystu Selim Hoss. Reuter Björgunarmenn leita í rústum byggingar sem eyðilagðist í sprengjutilræði í Deal i Englandi í gær. Simamynd Reuter Blóðbað í Bretlandi Lögregluyfiryöld í Evrópu höfðu lengi óttast að írski lýðveldisherinn, IRA, gerði alvöru úr hótunum sínum um að gera harða árás gegn breska hemum í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að breskir hermenn voru sendir til Norður-írlands. Blóð- baðið varð í gærmorgun. Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og tuttugu og tveir særðust þeg- ar sprengja sprakk í herstöð í Deal í suðausturhluta Englands þar sem var tónlistarskóli fyrir meðlimi í hljómsveit breska flotans. IRA kvaöst bera ábyrgð á sprengjutilræð- inu sem var blóðugasta árás samtak- arrna í Bretlandi á þessum áratug. íbúar í nágrenni skólans sögöu að skyndilega hefði kröftug sprenging yfirgnæft hljóðfæraleikinn. Hefði sprengingin minnt þá á loftárásimar í London í seinni heimsstyrjöldinni. Svartur reykur steig upp frá einni byggingunni sem kviknað haíði í og síðan hrundi. Þök rifnuðu af nálæg- um íbúðarhúsum við sprenginguna. Meðlimir IRA, sem heitið höfðu „blóðugu sumri“, eru nú betur vopn- aðir en nokkm sinni. Var fjórum skipsfórmum af vopnum smyglað til þeirra til írlands 1985 og 1986. Er tal- ið að þeir hafi birgöir af heimatil- búnu semtex-sprengiefni til margra ára. Síðasta sprengjuherferð þeirra hófst í júlí síöastliðnum er þeir sprengdu breskan hermann í Hano- ver í V-Þýskalandi í augsýn konu hans og bama. Og fyrr í þessum HELGARFERÐIR ÁD1 istei É |1%1 4 dagar. Verð frá kr. 29.400 1111 Miðaó viö tvíbýli Ha mb< )X[ f 4 dagar. Verð 30.950 m.v. tvíbýli. Fcrtkkr llnfnurstncU 2 - Sími 02-30-20 £ Peningamarkaður mánuði myrtu byssumenn IRA v- þýska eiginkonu bresks hemianns. Sögðu hryðjuverkamennirnir að þeim hefðu orðið á mistök, fórnar- lambið hefði átt að vera annað. Taliö er að tveir hópar IRA-manna séu starfandi í Bretlandi. Segja þeir að þar sé eitt sprengjutilræði meira virði en hundrað heima á írlandi. Reuter Fórnarlömbum Hugos fjölgar Að minnsta kosti þrír biðu bana í Suður-Karólínu í gær er fellibylur- inn Hugo æddi þar yfir með aílt að 222 kílómetra hraða á klukkustund. Miðborg hinnar sögufrægu Charles- ton leit út eins og stríðshijáð svæði og á einni aðalgötunni þar mátti sjá skútu sem losnað haföi frá festum við ströndina. „Það er eins og maður sé kominn á aðra plánetu,“ sagði lögreglumaöur í Charleston er hann gekk út er Hugo var á bak og burt. „Eða eins og mað- ur hafi lifað af kjamorkusprengju." Að sögn embættismanna eyðilögð- ust tuttugu og tvær byggingar, þar á meðal blokk og sjúkrahús í úthverfi borgarinnar sem notað var sem bækistöð fyrir sjúklinga sem njóta heimahjúkrunar. Að sögn björgun- arstarfsmanns héngu sjúkrarúm út um glugga hússins. í gær var leitað í rústum íbúðarhússins til að kanna hvort einhveijir hefðu grafist þar undir. Er Hugo hafði ætt yfir Charleston hægði hann á sér og kraftur hans minnkaöi. Búist var við að hann gæti gert usla í austurhluta Kanada en færi fram hjá Washington, New York og Boston í Bandaríkjunum. Reuter INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 6-9 Úb.Sp 3ja mán. uppsögn 6,5-11 Úb 6mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán. uppsögn 7-11 Ob 18mán. uppsögn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar Innlán verðtryggö 3-9 Ob.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 2,25-3,5 13-16 Ib Bb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,5-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 8-8,5 Vb.Sb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 24-26 Úb.Ab Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 27-29 Sb.Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 28-32 Lb . Skuldabréf Utlántilframleiðslu 7-8,25 Lb Isl. krónur 25-30 Ob SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allir nema Ob Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Ob Vestur-þýsk mörk Húsnæðislán 8,25-8,5 3,5 Ob Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverötr. sept 89 Verótr. sept. 89 30.9 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2584 stig Byggingavísitala sept. 471 stig Byggingavisitala sept. 147,3 stig H úsaleiguvísitala 5%hækkaöi 1-júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.181 Einingabréf 2 2,307 Einingabréf 3 2,742 Skammtímabréf 1,435 Lifeyrisbréf 2.102 Gengisbréf 1,862 Kjarabréf 4,167 Markbréf 2,212 Tekjubréf 1,803 Skyndibréf 1,258 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,999 Sjóðsbréf 2 1,565 Sjóðsbréf 3 1,409 Sjóðsbréf 4 1,182 Vaxtasjóösbréf HLUTABRÉF 1,4140 Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 388 kr. Flugleiöir 172 kr. Hampiöjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 132 kr. lönaöarbankinn 166 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Otvegsbankinn hf. 142 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og skiptaskuldabréfum, útgefnum af j; aðila, er miðað við sérstakt kaupgi kge. Skammstafanir: Ab = Alþýöubanl Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarb inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvi bankinn, Úb= Útvegsbankinn, ' Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóöirni Nánari upplýsingar um peningamar Inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.