Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 19
.esei flaHMa'naíí .& EVDAGffAOUAi . 8, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. 19 Sviðsljós Bakaradreng- urinn fer í mál við Cher Það ætlar ekki að reynast auðvelt fyrir óskarsverðlaunahafann og söngkonuna Cher að losna við fyrr- um elskhuga sinn, bakaradrenginn Rob Camilletti. Hafi Cher haldið að það væri nóg fyrir sig að benda á dymar og biðja hann um að taka hafurtask sitt og hypja sig þá hefur hún stórlega misreiknað sig. Rob fer núna fram á um 36 milljónir í skaða- bætur. Þegar Cher og Rob kynntust fyrst vann hann sem bakari. Eftir að hafa lifað kóngalífi í tvö ár er nú svo kom- ið fyrir honum að hann vinnur sem barþjónn á næturklúbbi á Manhatt- an í New York til að geta borgað leig- una. Að sögn manna mun Rob hafa litið svo á þau Cher hafi búið saman sem hjón og það hafi alls ekki verið létt- asta verk í heimi að vera félagi henn- ar í sambúð. Hafi hann þurft að þola niðurlægingu á almannfæri. Þó að hann hafi t.d. aðeins unnið í bakaríi mjög skamman tíma hefur hann aldrei verið kallaður annað en bak- aradrengurinn. Cher er að sjálfsögðu yfir sig reið yfir ósvífninni í bakarastráknum. Hún heldur því fram að hún hafi kynnt Rob fyrir rétta fólkinu, hjálpað honum til að fá hlutverk í kvikmynd og leyft honum að koma fram í myndböndum með sér. Án henpar hefði hann aldrei komist svona langt. Rob aftur á móti stendur á því fastar en fótunum að hann eigi rétt á „smá“sárabótum fyrir sambúðar- slitin. Hann hafi vingast við 12 ára gamlan son leikkonunnar og veitt henni stuðning á mikilvægum stund- um. Þó nokkuð sé síðan þau skötuhjú héldu hvort í sína hefur Cher ekki enn tekist að komast alveg yfir þetta. Hún mun nefnilega vera mjög trygg þeim sem henni eru kærir en væntir trygglyndis af þeirra hálfu einnig. Cher mun ekki enn vera komin yfir sambúðarslit sin og bakaradrengsins. Rob Camilletti og Cher meðan allt lék i lyndi. íþróttapistill Pétur Pétursson sést hér skora fyrra mark sitt gegn Tyrkjum. Nú verður stefnan tekin fram á við íslenska landsliðið í knattspymu lauk keppni í undankeppni heims- meistaramótsins með glæsibrag á miðvikudagskvöldið. íslendingar sigruðu Tyrki og gerðu um leið draum þeirra um sæti í úrslita- keppninni á Ítalíu næsta sumar nánast að engu. íslendingar höfðu fyrir leikinn ekki lengur möguleika í riðlinum en margt kom fram í leik þeirra sem yljaði mörgum landanum um hjartaræturnar. Stillt var upp breyttu liði frá und- anfórnum leikjum í keppninni og var ekki annað að sjá en breytingin hefði komið vel út. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í riðlakeppn- inni. Pétur á heima í landsliðinu Baráttan, sem er okkur íslend- ingum í blóð borin, var allsráðandi í leiknum. Pétur Pétursson sannaði rétt eina ferðina að hann á heima í landsliðinu. Sigi Held, sem stjórn- aði öllum leikjum liðsins í for- keppninni, að undanskildum leikn- um á miðvikudagskvöldið var, sá ástæðu til að halda þessum marka- hrók fyrir utan liðið. Nær undan- tekningarlaust hefur Pétur sýnt góða leiki í þau skipti sem hann hefur kiæðst landsliðspeysunni. Sigi Held sá ekki ásftæðu til að nota krafta Péturs og er það ámælis- vert. Við getum aldrei svarað þeirri spumingu hvernig landsliðinu hefði vegnað ef Pétur Pétursson hefði leikið með liðinu í ailri keppn- inni. Pétur hefur leikið vel með fé- lagi sínu, KR, í allt sumar en Sigi Held var aldrei á landinu og fylgd- ist aldrei með Pétri, sem og öðrum leikmönnum í 1. deildinni. Eftir leikinn gegn Tyrkjum lét einn landsliðsmanna þau orð falla að ef Pétur hefði leikið með landsliðinu í öllum leikjum keppninnar væri íslenska liðið ef til vill á leiðinni í úrshtakeppnina á Ítalíu. Átti Held að stýra liðinu gegn A-Þýskalandi? Sú spuming hlýtur að koma upp í hugann hvort ekki hefði verið rétt að láta Held hætta strax með liðið eftir að hann réð sig sem þjálf- ara hjá tyrkneska félaginu Galatas- aray. Ég hygg að það heföi verið hið eina rétta í stöðunni. Held var kominn með hugann við tyrkneska félagið og Guðni Kjartansson hefði auðveldlega stýrt liðinu síðasta spölinn í keppninni. Hefðu ekki allir leikið sama leikinn? Ef litið er á árangur Sigi Held með landsliðið er hann ekki svo slæmur. Hins vegar vaknar sú spurning hvort flestir þjálfarar hefðu ekki náð svipuðum árangri. Ekki er hægt að segja að Held hafi svitnað í starfi sínu hér á landi. Held kom aðeins nokkrum dögum fyrir landsleikina og lagði grunn- inn að leikaðferðinni - hefðu ekki allir í hans spomm getað leikið sama leikinn? Það sem mönnum sárnar helst í starfi Sigi Held hér á landi er hvað hann gaf íslandsmót- inu lítin gaum. Margir leikmenn á nýafstöðnu íslandsmóti bönkuðu hressilega á landsliðsdyrnar en landsliðseinvaldurinn var hvergi sjáaniegur enda var kappinn stadd- ur í Vestur-Þýskalandi að leika tennis. Sigi Held á undir högg að sækja í Tyrklandi um þessar mundir. Lið hans, Galatasaray, hefur ekki unn- ið leik til þessa og heyrast gagnrýn- israddir úr öllum áttum. Tyrkne- skir íþróttafréttamenn, sem voru hér á dögunum í tengslum við landsleikinn, sögðu að ef gengi liðs- ins breyttist ekki á allra næstu vik- um væru dagar Sigi Held taldir hjá félaginu. Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með tyrkneska félaginu á næstu vikum. Við eigum aó leggja allt í sölurnar íslenskri knattspyrnu hefur fleygt fram á síðustu árum. Frammistaða landsliðsins er glöggt dæmi því til staðfestingar. Næsta verkefni landsliðsins verður Evr- ópukeppnin en hún fer af stað næsta haust. Við eigum að leggja allt í sölurnar svo árangur þar verði enn betri en í heimsmeistara- keppninni. Ef vel verður að málum staðið er ekki að efa að góður ár- angur næst. Nú stendur knatt- spyrnuforystan frammi fyrir því að ráða landsliðsþjálfara og nú þeg- ar hafa umsóknir borist áður en staðan er auglýst. Það sýnir að þjálfarar líta íslenska landsliðs- þjálfarastarfið hýru auga enda er starfið mjög áhugavert fyrir áhuga- saman þjálfara! Kostar sitt að halda úti góðu landsliði Knattspyrnan nýtur gífurlegra vinsælda hér á landi, sem og ann- ars staðar, almenningi fmnst gam- an að eiga gott landslið og það get- um við svo sannarlega enda efni- viður nægur í ekki stærra landi en því sem við búum í. Auðvitað kost- ar mikla peninga að halda úti góðu landsliði en eitt er víst að þeir pen- ingar myndu skila sér til baka. Ekki myndu áhorfendur láta á sér standa og fyrirtæki sem og aðrir kæmu fram í dagsljósið. Ekki má heldur gleyma þeirri landkynn- ingu sem fylgdi í kjölfarið. Jón Kristján Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.