Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Sá yðar sem syndlauser. . . Fyrir skömmu var þaö aðalfrétt- in á Stöð 2 að maður nokkur væri kominn heim frá útlöndum. Og mynd kom af manninum. Hann hafði verið dæmdur á „viðeigandi stofnun" erlendis fyrir kynferðis- afbrot. Þar átti hann að vera í 15 mánuði en kom heim eftir 10 mán- uöi, enda töldu læknar í samráði við dómsmálaráðuneytið að frekari vist þjónaði engum tilgangi. Þetta var tilefni fréttarinnar ef tilefni skyldi kalla. Þess var getið að maö- urinn hefði ráðið sig á bát. Allt sem hann gerir er nú orðið tortryggilegt og notað gegn honum af fjölmiðl- um. Þá var skýrt frá tveimur kær- um sem lagðar hafa verið fram á hendur honum. Ekki kom þó fram hvers eðlis þær væru eða hvort þær væru á rökum reistar. Hver er tilgangur svona fréttaburóar? Hann virðist aöeins sá að blása upp hrylling og hasar. Þekktur kynferðisafbrotamaður kominn á kreik og eins gott að vara sig. Og nú bíða auövitað allir í ofvæni eftir fréttum af kauða. Gengur hann ef til vill í AA-samtökin þar eð hann braut einungis af sér undir áhrifum áfengis? Stöð 2 yrði víst fljót að koma þeim sinnaskiptum á fram- færi. Kannski „frelsast" hann og fer að vinna kærleiksverk. Stöð 2 mun þá dyggilega feta í fótspor hans og tíunda góðverkin fyrir þjóðinni. Þorsteinn A. Jónsson, deiidar- stjóri í dómsmálaráöuneytinu, seg- ir að fjölmiðlar leggi þennan mann í einelti. Og það eru orð að sönnu. Stöð 2, Stjarnan og DV hafa þar gengið fram fyrir skjöldu. Og í okk- ar fámenna þjóðfélagi er auðvelt að gera einstaklingi með öllu ólíft í landinu með því að leggja hann í einelti í fjölmiölum. Umræddur maður á engan sjens. Fjölmiðlar hafa blátt áfram gert hann rétt- dræpan í öllum skilningi nema hin- um bókstaflega. Þó er hann smæl- ingi. Leiksoppur skapgerðarbresta sinna og ills atlætis í æsku og skil- ur ekki rök örlaga sinna. Samfélag- ið gæti ekki fundið vamarlausari blóraböggui til að bera eigin sekt. Og við skulum muna að ýmsir eiga ekki betri feril en þessi maður. En þeir eiga sterka verjendur. Þess eru jafnvel dæmi aö sjálf þjóðkirkjan hafi breitt yfir saurlífissyndir þjóna sinna af því að heiöur hennar sem stofnunar skipti meira máli en lagalegt réttlæti og hagur fórnar- lambanna. Og Páll Magnússon fréttastjóri skyldi nú huga nokkuð að ábyrgð sinni. Það er hætt við aö maður verði grýttur í hel úr því búið er að kasta fyrsta steininum. Vió erum samsek Framferði brotamannsins er auð- vitað óafsakanlegt. En um þetta hljóta allir aö geta orðið sammála. Refsing í hefndarskyni fyrir kyn- ferðisafbrot gegn bömum er ekki í sjálfu sér það sem máli skiptir. Það sem skiptir máli era fyrirbyggjandi aðgerðir og raunhæf meðferð á þeim sem brot fremja. Og hún er vandaverk þjálfaðra fagmanna og getur ekki farið fram í fjölmiölum. Þaö versta í baráttunni gegn kyn- ferðislegu ofbeldi er að ræða ein- staka brotamenn opinberlega þó almenn umræða sé góð og gild. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er frétta- burður fjölmiðla af þessum mönn- um því alvarleg yfirsjón. En þeir skilja það ekki. Og þeir hirða ekki um að gera grein fyrir tengslum þessara brota við félagslegar og mannlegar staðreyndir: fátækt, drykkjuskap, lélegt uppeldi, sjúk- dóma, meðfædda og áunna skap- gerðarbresti. Og síðast en ekki síst: taumlausa dýrkun ofbeldis í karla- veldinu með sérstakri fyrirlitningu á konum og bömum. Við erum öll sek þegar kynferðislegt ofbeldi gegn bömum er annars vegar. Og hvað þennan sérstaka mann varð- ar ætti íslenskt velferðarsamfélag að kunna að skammast sín. Það hefur ekki farið hátt að árum saman var reynt að fá yfirvöld til að koma honum í viðeigandi með- ferð. En hún er dýr og vandasöm og hann á enga að. Þess vegna ypptu embættismenn öxlum og létu allt dankast. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar voru búnir að gera allt vitlaust aö maðurinn var loks dæmdur til lækninga en ekki til refsivistar á Litla-Hráun. Ef hælis- vist hefði komið fyrr er Kklegt að einhveijir drengir hefðu sloppið. En þeir áttu engan rétt af því að hann kostaði fé og fyrirhöfn. Þess- ar skelfilegu staðreyndir skulum við nú viðurkenna og draga af þeim lærdóma í framtíðinni. Geldingaórar . Svölu Thorlacius En margir munu forheröast. Þeirra svar við mannlegum ófull- komleika er harka og meiri harka. Kynferðisafbrotamenn eigi bara aö gelda í eitt skipti fyrir öll. Með sömu rökum ætti að aflífa morð- ingja og skera tunguna úr lyguram. Þessi gamla góða heiðni merkir aö mórall ríkisvaldsins eigi ekki aö standa framar siðferði þeirra ein- staklinga er erfiðast gengur að hlýða siðaboðum og lagareglum. Sú krafa var borin fram af Svölu Thorlacius hæstaréttarlögmanni að viökomandi maöur væri geltur gegn vilja sínum. Reyndar játaöi hún, sem útlistað hefur sakasrá mannsins í blaðagrein en slíkt framferði hæfir ekki konu í hennar stöðu, að þetta væri algert neyðar- úrræði og einungis hugsað sem fyr- irbyggjandi aögerð. En hún er sérs- taklega heimskuleg og ópraktísk. Það er engin trygging fyrir því að geltur kynferðisafbrotamaður láti af athæfi sínu. Hins vegar er nokkra hættara við að hann gangi enn harkalegar vil verks. Hann hefur nú engu að tapa. Miklu nær væri að stinga úr honum augun eða höggva af honum hendurnar. Þá færi að veíjast fyrir honum að koma fram vilja sínum. En sá verknaður að augnstinga menn eða handstýfa er nákvæmlega sama eðlis og það að skera undan þeim. Og greddan grenjar í höfðinu, góðir hálsar, en ekki í kynfærunum! Nema kannski í kynvilltum (orðið hér notað í spánnýrri merkingu: að vaða í vfilu um kynferðislegar staðreyndir) lögspekingum. Og meðal annarra orða: hveijir eiga að gelda? Læknarnir auðvitað! En hvert er þá sjálfstæði læknisfræð- innar sem mannúðlegra vísinda gagnvart yfirvöldum? Ef enginn læknir fengist nú til að gelda? Myndi þá frú Svala skella undan þeim með eigin höndum í gleði sinni? Þetta er sem sagt rosalega flókið og viðkvæmt mál. Og svo Sigurður Þór Guðjónsson. þessi spuming: hvað má samfélag- ið ganga langt til að niðurlægja jafnvel brotlegustu þegna sína? Að mínum dómi er geldingarómantík Svölu Thorlacius miklu hættulegri samfélagslegu siðferði en verknað- urinn sem hún sprettur af. Og sem betur fer var henni hafnað af dóm- stólum. Að lokum þetta Hvað ætla íjölmiðlar að ganga langt yfirleitt gegn fólki sem brýtur lög? Hver verður næst lagður í ein- elti? Ef fram heldur sem horfir mun jafnvel að þvi draga, að saklausir menn verði ofsóttir fyrir einhveija duttlunga íjölmiölanna, sem vilja hasar til að selja sjálfa sig. Græða peninga. Ég vona að menn beri svo gæfu til að lesa þennan pistil, þó strang- ur sé á köflum, með opnum skiln- ingi en ekki læstu hjarta. Og ekki er hægt að saka mig um vanþekk- ingu á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn bömum. Ég þekki þær af eigin reynd. En ofbeldi verð- ur ekki upprætt með ofbeldi. Ekki með hatri og hefnigirni. Þaö verður aðeins sigrað með raunverulegum skilningi á eðli þess og orsökum. Sigurðuy Þór Guðjónsson Finnur þú fimm breytingar? 21 Vseruð þið ekki til í aö tala svolítiö hærra. Myndin er svo hávær að ég næ ekki aö fylgjast með þvi sem þiö segið! Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós • að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 1. Elta útvarpsklukka að verðmæti 3.500,- Vinningarnir koma frá Óp- us, Snorrabraut 29, Reykja- vík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 21 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir nítjándu getraun reyndust vera: 1-Magnús V. Guð- mundsson, Baldursgötu25,101 Reykjavík. 2. Guðmundur M. Guð- mannsson, Lyngholti 2, 400 ísaflrði. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.