Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 1
V'i.ii r n: Heim- sókn í Óðins- skóg - sjá bls. 25-26 Thailand - sjá bls. 20-21 Á skíð- um í Banda- ríkjun- um - sjá bls. 18 Borg tumanna - sjá bls. 32 Ástralía - sjá bls. 22-23 Fljótandi lúxus- hótel - sjá bls. 24-25 Ferðatil- boð vetr- arins - sjá bls. 28-29 Austur- ríki - sjá bls. 30-31 Það er hægt að fara á rjúpna- og villisvínaskyttirí hér og þar eða njóta vetrarlifs í stórborgum. Spánn er ekki einungis heitar strendur og sólböð. * ° r ° o Spann: Sveppatínsla og skíðaferðir Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona: Að renna sér á skíðum í Pýreneafjöll- um og Sierra Nevada, að baða sig í heitum laugum á heilsuhælum til fjalla, að fara á rjúpna- og villisvína- skyttirí hér og þar eða njóta vetrar- lífs í stórborgum. Spánn er ekki ein- ungis heitar strendur og sólböð. Augu heimsins eru að opnast fyrir því að fyrir innan strendurnar er stórt land sem hefur upp á ýmislegt að bjóða. Bn hvað er hægt aö gera sér til dundurs á Spáni á veturna? Skrýtið sambland af sveita- ogborgarmenningu Þótt Spánn hafl löngum byggt af- komu sína á landbúnaði er þar að flnna eina elstu borgarmenningu álf- unnar. Fullyrða má að fá ríki geti státað af jafnmörgum heimsþekktum borgum og Spánn. Hver þekkir ekki Madrid, Barcelona, Valencia, Granada, Sevilla, Toledo og Segovia, svo aðeins örfáar borgir séu nefndar? Það verður því að teljast harla skrýt- ið að fáir skuli sækja þessar heims- þekktu borgir heim. Spænskar borgir urðu margar hverjar ansi voldugar fyrr á öldum, til að mynda Tarragona sem um tíma var önnur höfuðborg rómverska heimsveldisins og Bilbao sem var ein helsta viðskiptaborg álfunnar undir lok miðalda vegna hagnaðar sem íbúar hennar höfðu af hvalveiðum við íslandsstrendur. Þá var Kordóba fremst í flokki evrópskra borga í menningu, vísindum og listum á Máratímanum. Skil tveggja menningarheima Það sem gerir spænskar borgir mest heillandi eru hin fjölbreyttu menningaráhrif sem um þær hafa leikið alla tíð. Er afgangurinn af Evr- ópu var í myrkasta menningartíma- bili sögunnar blómstraði hámenning í borgum Suður-Spánar. Kordóba ásamt Granada og Sevilla lifði þá sitt blómaskeið og ber þess enn merki. Þá áttu gyðingar sér ekki ómerkari borg, Toledo. Ef skoða á spænska borgmenningu er veturinn einmitt rétti tíminn. Kæfandi sumarhitinn gerir það að verkum að borgirnar tæmast og tóm borg er htið spennandi. Hins vegar fer allt af stað í september. Ef litið er á þaö sem í boði er nú á haustmánuðum ber fyrst að geta um leiklistarhátíðir í Madrid og Barcel- ona þar sem á dagskrá er rjóminn af leiklistarlífi heimsins. Þá eru ýms- ar uppákomur í svo að segja hverri borg allan liðlangan veturinn. Yfir Granadaborg á Suður-Spáni gnæfir fjailgarðurinn Sierra Nevada eða Snæfjöll. Þar er ennfremur eitt besta skíðasvæði landsins og mikið stundað af Spánverjum. Öll aðstaða er þar eins og best verður á kosið. Pýreneafjöllin eru einnig talin góð til skíðaiðkunar og eru skíðasvæði þar óteljandi. Þar er ennfremur hægt að leggja stund á skíðagöngu í yfir tvö þúsund metra hæð. Sveppatínsla á haustmánuðum Frá septemberbyrjun og fram í des- ember hlaupa allir sem vettlingi geta valdiö upp til handa og fóta til að tína sveppi. Þetta gerir fólk alls staðar þar sem skógur vex og er hreint ótrúlegt hvað þetta er almennt stundað. Sveppir vaxa alls staðar en mesta úrvalið er í barrskógunum í innsveit- um Miðjarðarhafshéraða. Og teg- undirnar eru fjölmargar og virðist sem allur almenningur sé með sér- fræðiþekkingu í að þekkja úr hinar eitraðri tegundir því dæmi um eitrun af völdum sveppa eru fá. Hér í Kata- lóníu er þetta helsta form útivistar meðal almennings og ekki komandi í nokkurn skóg um helgar sakir fjöl- mennis. Ein helsta dægrastytting margra Spánverja er veiðar. Þá er það einna helst rjúpan og fasaninn sem verða fyrir barðinu á skotglöðum gönguköppum, auk þess sem akur- hænan á í vök að verjast. Þeir áræðn- ari leggja til atlögu við villisvínið, eitt hættulegasta villidýr Pýrenea- skagans. Hinir efnameiri geta hins vegar leyft sér að eltast við dádýr og veiðiþjófar fella alltaf nokkur bjarn- dýr á ári hverju. Bestu veiðilendurnar eru tvímæla- laust þau fjallahéruð sem ekki hafa orðið landbúnaði eða ofbeit að bráð. Þessi héruð er víða að finna en mesta veiði er að fá í Pýreneafjöllum og í uppsveitum Aragóníu og León. Gal- isía hefur einnig upp á góðar veiði- lendur að bjóða ef menn vilja hætta á rigningu. Útibúfrá erlendum elliheimilum Er baðstrendurnar tæmast á haust- in fyílast nærhggjandi byggðarlög af norður-evrópskum ellilífeyrisþeg- um. Þeir færa sér í nyt hve ódýr vetr- artíminn er til að lifa góðu lífi fyrir elhlífeyrinn. Þetta fólk þyrpist suður á bóginn í áætlunarbílum og hefur vetursetu við ströndina. Hægt er að leigja sér íbúðir við ströndina á hlægilegu verði yfir vetr- artímann, og þótt komið sé fram á miðjan þorra er veðráttan við Mið- jarðarhafsströndina hreint ekki svo gahn. Gallinn er bara sá að diskótek- in eru öll lokuð. Það eru hins vegar ekki markverð svæði. Raunar er þetta besti tíminn til útsýnisferða um strandhéruðin því umferð er lítil og hitinn skaplegur. Síðla vetrar hefjast hátíðir í ýmsum héruðum Spánar. Balhð byrjar með appelsínuuppskeruhátíð í Valencia og nærliggjandi héruðum og svo tek- ur hver hátíðin við af annarri. Þá eru spænsk jól skemmtilega frábrugðin þeim íslensku og má geta þess að aðaldagur jóla hér er þrettándinn. Þekktust er þó páskahátíðin í Andalúsíu og þá helst í Sevilla, en þar fer öll dymbilvikan í hátíðahöld með tilheyrandi tilstandi. Dymbil- vikan í Seviha er heimsfræg fyrir íburð og skrautleik og er hið mikil- fenglegasta sjónarspil. Sama má raunar segja um svipaðar uppákom- ur í öðrum borgum Andalúsíu, þó þær séu ekki eins þekktar. Heitböðá fornum heilsuhælum Nýjasta tíska meðal Spánverja er að verja fríum sínum á fornum hehsuhælum. Þessi hæli spruttu upp eins og gorkúlur á síðustu öld alls staðar þar sem heitt vatn og ölkeldur vætluðu úr bergi. Þetta eru glæsileg- ar byggingar í fógru umhverfi, enda var markaðurinn evrópski aðallinn. Oftar en ekki er umhverfið þrungið minningum frægra listamanna sem þarna dvöldu sér til hressingar og hehsubótar. Þessi hæh féllu síðan i gleymsku en nú er búið að opna mörg þeirra að nýju. Sum hafa verið endurbyggð og allt gert til að gera staðina sem glæsilegasta úr garði. Eitt þessara hæla er í þorpinu Byb- los, aðeins í fárra khómetra fjarlægð frá einum helsta viðkomustað Is- lendinga á Spáni, Fuengirola, og er í fínni kantinum ásamt hæli í þorpi sem heitir Archena í Murcia. Hvort þessara er jafnframt fimm stjörnu hótel. Ef menn vhja spara við sig fínheit og íburð er ekki úr vegi að koma við í þorpi sem heitir Lapjarón, skammt frá Granada. Þar er að finna gamalt hehsuhæh í einhverju yndislegasta umhverfi sem th er á Spáni, skóg- lendi Sierra Nevada, Alpujarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.