Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 7
Utanferðir MIÐVIKUDAGURl 11. OKTÓBER 15891 DV Furðu- kletturinn Uluru Borgin Alice Springs er stærsti byggðarkjaminn í Outback. Þetta er skemmtileg borg, svolítið sveitaleg enda miðstöð fyrir hin risastóru nautgripabú allt í kring. Búgarðar í _Ástralíu geta náð yfir gífurleg land- flæmi, sumir á stærð við Belgíu. Öll samskipti á milli þessara búgarða og umheimisins fara fram í gegnum tal- stöðvar og útvarp. Jafnvel krakk- amir ganga í skóla í gegnum útvarp- ið, School of the Air, sem er í Ahce Springs. Rúmlega þijú hundruð kOómetra suðvestur af Alice er stærsti klettur í heimi. Þetta er Ayers Rock eða Ul- uru Qins og frumbyggjarnir kalla hann. Þessi risastóri furðuklettur stendur einn og yfirgefinn í flatn- eskju sem teygir sig svo langt sem augað eygir í kring. Kletturinn hefur mikið aðdráttarafl vegna hinna fjöl- mörgu rauðu blæbrigða sem hann tekur á sig við sólarupprás og sólset- ur. Þjóðgarðar á hverju strái Við Ayers Rock er nú þjóðgarður sem sameiginlega er rekinn af frum- byggjum og innfluttum. Þjóðgarðar Ástralíu eru fjölmargir og mjög mis- munandi. Kuringai Chase er þjóð- garður á suðausturstönd Ástralíu sem frægur er fyrir villt dýralíf sitt. Annar þjóðgarður, Kakadu, er skammt frá borginni Darwin við norðurströnd landins. Þar búa um 20 frumbyggjafjölskyldur í paradís náttúruunnandans. Landslagið er þar fjölbreytt og plöntu- og dýralífið fjölskrúðugt, friðaöir krókódOar, fuglar og fiskar. Ætlið ykkur ekki um of Það erfiðasta, sem ferðalangar tO Ástralíu standa frammi fyrir, er sjálfsagt að ákveða hvað á að skoða, velja og hafna. HeO heimsálfa, land sem er 24 sinnum stærra en Bret- landseyjar, hefur upp á óendanlega mikið að bjóða og oftar en ekki er tíminn, sem taka á í að skoða alla dýrðina, alltof naumur. Best er að ætla sér ekki um of en mörgum hættir til að vanáætla fjar- lægðirnar í Ástralíu. Sniðugt getur verið til dæmis að fljúga inn í landið á öðrum stað en út úr því, t.d. inn í gegnum Sydney og út í gegnum Dar- win. Þannig má fá nasasjón af fjöl- breytni landsins. Minnsta, fámennasta, flatasta og þurrasta heimsálfan Ástralía er stærsta eyja veraldar, 7.682.300 ferkOómetrar að stærð eða 74 sinnum stærri en ísland. Ástraha er einnig minnsta og fámennasta heimsálfan, méð um 16 mihjónir íbúa. 70% íbúa landsins búa í 10 stærstu borgunum svo að fæstir þeirra hafa nokkru sinni séð kengúrur eða barist við krókódíla hkt og Paul Hogan, hinn frægi KrókódOa-Dundee. Höfuðborg Ástralíu er Canberra en stærstu borgirnar eru Sydney, Melboume, Brisbane, Adelaide og Perth. Ástralía er flatasta heimsálfan. Hæsta fjalhð er 2.228 metra hátt en lægsti staðurinn er 16 metra undir sjávarmáh. Ástraha er einnig þurr- asta heimsálfan en stór hluti lands- ins er eyðimörk. Flestir íbúanna búa á suðaustur- og austurströndinni en norður-, vest- ur- og miöhluti landsins eru htt byggðir enda htt byggOegir. Næstu nágrannar Astrala eru íbú- ar Papúa Nýju-Guineu sem er aðeins steinsnar í burtu en það tekur aftur á móti 24 klukkutíma að fljúga frá London eða New York til Sydney. Árstíðimar í Ástrahu eru öfugt á við hjá okkur, þannig að veturinn hjá þeim er frá júní til ágúst og jóhn að sumarlagi. Til að gera hlutina svo enn flókn- ari er hitastigið og loftslagið mjög breytilegt frá einum hluta landsins til annars því landið nær frá hitabelt- issvæði miöbaugs í norðri tO tempr- aöra svæða með svipuðu loftslagi og á Englandi í suðri. Ferðatöskur handtöskur ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR PÓSTSENDUM 23 Verð: 1 vika frá kr. 29.120, Miðað við 4 í bíl Verð: 1 vika frá kr. 32.180,- Miðað við 2 í bíl STEINSNAR FRÁ LUXEMBOURG 9 TfUER Verðdæmi: 1 vika Verð frá kr. 32.900,- (4 fullorðnir í húsi og bíl) Verð frá kr. 36.800,- (2 fullorðnir í íbúð og bíl) Afsláttur fyrir 2-12 ára börn kr. 13:030,- Einnig styttri og lengri ferðir. íbúðarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu rómaða þýska yfirbragði, eru rúmgóð, hlý og vistleg. I húsunum er stór dagstofa með svölum og arni, nýtísku eldhús með öllu tilheyrandi, svefnherbergi, 1-3 eftir húsagerð, snyrtiherbergi og bað. Hægt er að fá hús með sauna og Ijósalömpum. Einnig er hægt að fá 2-3 herbergja íbúð- ir. Frá Hostenberg er aðeins um það bil 20 mín. akstur til Trier sem er fjölda íslend- inga kunn. Þar er að finna frábærar verslanir og hagstætt verð. Innifalið í verði er flug Keflavík - Luxem- bourg - Keflavík, bíll í eina viku með ótakmörk- uðum akstri, kaskótrygg- ingu og söluskatti og hús/íbúð í eina viku. fifÍ.. 5032 ' i iiiii i’... wiííi Skipulögð ferð með góðum fararstjóra til þessara blómum skryddu eyja ímiðju Kyrrahafinu. Eyjarnar eru sjö, en dvalið verður á Oahu, þar sem íbúar eru um 700 þúsund og höfuðborgin, Honolulu, er staðsett. Farþegar dvelja á fyrsta flokks hóteli við hina frcégu Waikiki strönd sem liggur við rœtur sprengigígsins Diamond Head, skammt frá höfuðborginni. Boðið verður upp á skoðunarferðir í bátum, bílum eðaflugvélum á milli eyja. Á Hawaii-eyjum er að finnaflciri kílómetra af hvítum sandströndum, stórkostlegan gróður og hitastigið er œtíð jafnt, árið um kring, eða 26 gráður. Tveir dagar íNew Yorkáheimleið. LAND OG SAGA Bankastrœti 2(Bemhöftstorfu), sími: (91)62 7144 rnrnm i.iiixi. Þriggjd vikna jólaœvintyri PANTIÐ TIMANLEGA !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.