Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989. 21 Utanferðir Konungshöllin I Bangkok með hallir sínar, hof, turna og spírur er staður sem enginn sem til borgarinnar kemur ætti að láta framhjá sér fara. 1974 1989 Ferðaskrifstofan Land & saga hefur langa reynslu á skipulagningu ferða um ísland. Látið fagmennína aðstoða, ykkur að kostnaðar lausu. BANKASTRÆTI2, SIMI: 62 71 44 sjálfsagt að koma við í Wat Arun, Musteri morgunroðans, sem er á bökkum árinnar, 79 metra há spíra með fjórum lægri í kring. Þetta must- eri var byggt í mörgum áföngum og er allt skreytt með postulíni. Fyrstu hótehn í Bangkok voru byggð við ána enda ekki óeðlilegt vegna þess að flestir komu siglandi upp ána. Frægast þeirra er Oriental hótehð sem byggt var árið 1888 og hýst hefur marga ffæga gesti í ár- anna rás. Fjöldi stórra hótela hefur síðan risið við ána til að gefa gestum innsýn í fjölbreytt lífið á ánni ásamt htríku mannlífi í Bangkok. Annars eru hótehn í Bangkok kapítuh út af fyrir sig. Þau eru hvert öðru glæsi- legra og þar gefst tækifæri til að njóta meiri glæsileika í aðbúnaði fyrir mun færri krónur en víðast hvar annars staðar. Leiðirtil allra átta Þegar dvöhnni í Bangkok lýkur hggja leiðir til margra átta. Einkum er það þó í þrjár áttir sem leiðir ferða- manna liggja. Margir leggja leið sína til Norður-Thailands, til Chiang Mai og nágrennis, upp til Chiang Rai og „gullna þríhyrningsins". Þar gefst tækifæri til að heimsækja fjallaþjóð- flokka, skoða hstiðnað sem er háþró- aður í þessum landshluta og skoða sig um í aht öðru landslagi. Það ætti enginn sem á annað borð heldur til Thailands að sleppa því að halda á þessar slóðir. Aðrir halda til Pattaya, baðstrand- arbæjarins sem er tveggja klukku- stunda akstur til frá Bangkok. Þar er hægt að njóta baðstrandarlífs eins og það gerist best, sigla út til kóral- eyja þar sem sjórinn er kristalstær og 27 stiga heitur allt árið um kring. Á Pattaya er fjölbreytt mannlíf og val á gististöðum og aðstöðu við allra hæfi. Loks er það eyjan Phuket í suðri sem heillar marga, en þar er rólegra yfirbragð en á Pattaya, hótehn mörg hvert með sína eigin vík með baö- strönd. Heillandi þjóðlíf Það eru ekki einungis glæst búdda- hof og góðar baðstrendur sem heilla ferðamanninn í Thailandi. Ekki síð- ur er þaö hið fjölbreytta mannlíf sem heillar. Búddatrúin hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks enda eru 98% landsmanna, sem eru um 55 milljón- ir, búddatrúar. Líkt og í öðrum Asíulöndum ber mikið á bihnu á mihi ríkra og fá- tækra. Þrátt fyrir að stór hluti lands- manna, einkum th sveita, virðist ekki hafa mikið á mhli handanna er fólkið ánægt og hlýtt í viðmóti. Mikið hefur verið gert th þess að taka á móti ferðamönnum í landinu, enda ferðamannaiðnaður ört vax- andi iðngrein. Mikið hefur verið gert úr „kynlífsiðnaði" í Thailandi meðal Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að minna ber á þessu en margir vhja halda. Það er aðeins á mjög afmörkuðu svæði í Bangkok, Patpong, og við strandgötuna í Patta- ya, sem ferðamaðurinn verður var við þennan iðnað. Það má segja að hér hafi aðeins nokkur þúsund orðið th þess að kasta óverðskuldaðri rýrð á 55 mhljón manna þjóð sem hefur upp á margt forvitnhegt að bjóða. JR Komdu með ti I MADEIRA Perla Atlantshafsins EVRÓPUFERÐIR Sími 628181 Söluaðilar um allt land fisléttur ferðafélagi NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN ÖLL ALMENN FARSEÐLASALA OO SKIPULAQniTÍQ FERÐA PERSÓnULEG ÞJÓIiUSTA LAUGAVEGI 3, REYKJAVÍK I V/FJARÐARGÖTU, SEYÐISFIRÐI SÍMI 91-626362 TELEFAX: 91-29450 I SÍMI 97-21111 TELEFAX: 97-21105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.