Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 4
MfPVIKlJpAGUR.11. 0K^pER,19í®; 20 Utanferðir Thailand: Heillandi land og fjölbreytt þjóðlíf Til skamms tíma voru ferðalög til Austurlanda ekki íslenskum ferða- mönnum ofarlega í huga en nú hefur orðið breyting þar á og eru slík ferðá- lög algengari og sjálfsagðari valkost- ur en áður. Það land, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hjá þeim sem leggja leið sína til Austurlanda, er Thailand - perla Austurlanda að mati margra þeirra sem lagt hafa land undir fót í þessum heimshluta. Eitt helsta einkenni Thailands er að það hefur eitt landa í þessum hluta Asíu aldrei verið nýlenda Evrópurík- is. Þetta hefur kostað harða baráttu síðustu 800 árin við að halda sjálf- stæði landsins en sú barátta hefur eflt þjóðarvitund Thailendinga. Heppileg vetrarveðrátta Besti árstíminn fyrir okkur aö heimsækja þetta fallega land í austri er frá miðjum október og fram í apríl, en þá eru veðrátta og hitastig heppileg. í október er regntíminn að ganga yfir og í staðinn kemur milt og gott veður, oftast heiður himinn og hitastíg á bilinu 20 til 30 gráður. Kaldast er um áramótín og getur þá hitastigið fallið niður í 15 gráður að nóttunni og meðalhitinn yfir daginn er þá oft í kringum 25 gráður. Þegar dregur nær páskum fer að hitna og þá má oft reikna með allt að 35 til 40 stiga hita. Margir sjá fyrir sér regntímann í Asíu sem samfeUda rigningu dag eft- ir dag. í Thailandi er helsta einkenni regntímans, sem spannar tímabilið frá lokum maí og fram í október, óstöðug veðrátta, það rignir kannski stöðugt í nokkra daga með tilheyr- andi þrumveðri en á milli koma bjartír dagar með sól og hita. Fyrir þá sem sækja baðstrendur við Pattaya, skammt sunnan Bang- kok, eða á Phuket í suðri skiptir minna máli á hvaöa árstíma þeir sækja landið heim því hitastig sjávar er nánast óbreytt allt árið um kring - 27 gráður. Musteri morgunroðans - eitt sér- stæðasta Búddamusterið í Bangkok - gnæfir með sína 79 metra yfir umhverfið á bakka Chao Phya árinn- ar sem rennur um borgina og setur sterkt mark á daglegt líf borgarbúa. Bangkok -borgenglanna Flestír sem fara til Thailands heíja dvöhna í höfuðborginni, Bangkok. Það virðist ótrúlegt fyrir íslenska ferðamenn að þessi milljónaborg skuli.nánast vera jafngömul Reykja- vík, en grunnur borgarinnar var lagður árið 1782 af Rama I. eftir að hin forna höfuðborg landsins Ayut- haya var lögð í rúst af innrásarher Búrma 1767. Eftir faU Ayuthaya tókst einum af Uðsforingjum Thailendinga, Taksin að nafni, að hrekja innrásarher Búrma á brott og setti upp bráöa- birgðahöfuðborg í Thonburi við Cháo Phya ána. Taksin ríkti aðeins í tíu ár og var þá tekinn af lífi vegna geðveiki. Einn hershöfðingja hans varð þá konungur, Rama I., sá fyrsti af núverandi Chakri-konungsætt sem ríkir enn í dag í Thailandi. Hann valdi frekar aö reisa höfuðborg landsins í Utlum bæ, Bangkok, hand- an Chao Phya árinnar, beint á móti Thonburi. Á tungu Thailendinga nefnist borg- in Krung Thep sem þýðir „borg engl- anna“, en það nafn fékk borgin þegar uppbygging Rama I. hófst. Borg andstæðna Bangkok, en það nafn hefur haldist meðal útlendinga, er borg mikUla andstæðna. Þegar útlendingar fóru að venja komur sínar til borgarinnar í lok síðustu aldar hafði hún allt ann- að yfirbragð en nú. í stað breiðstræta evrópskra höfuðborga voru það síki og skuröir sem voru aöalsamgöngu- leiðirnar ásamt Chao Phya árinnar. Byggingar allar voru lágreistar, nema konungshöUin og næsta ná- grenni og nokkur búddahof, svo sem Wat Arun, musteri morgunroðans, sem stendur á bakka Chao Phya, Thonburi-megin við ána. Uppbygging þeirrar Bangkok, sem við þekkjum nú, hófst af alvöru upp úr 1950, æ fleiri skurðir og síki, sem heimamenn kaUa „klong" voru fyllt upp tU að hægt væri að gera breið- stræti undir ört vaxandi bílaeign. í dag eru íbúar Bangkok og næsta nágrennis á bilinu 7-8 mUljónir manna og sagt er að bílaeignin sé svo mikU í Bangkok að ef öUum bílunum væri lagt við gangstéttarbrún í einu væri ekki pláss fyrir þá aUa. Hvað er að sjá? Hvað hefur þessi borg, sem stund- um hefur verið köUuð „Feneyjar Austurlanda", upp á' að bjóða? Gagn- stætt flestum höfuðborgum er eng- inn raunverulegur „miðbær" heldur eru nokkur svæði sem hvert um sig þjóna sem slík og hafa byggst upp í kringum verslun og þjónustu. Að þessu leyti er Bangkok lík París. Fyrir ferðamanninn duga ekki minna en fjórir dagar til að sjá þaö helsta í Bangkok. AUir sem til borg- arinnar koma þurfa að sjá konungs- hölhna, en í haUargarðinum er fjöldi stórfenglegra bygginga og búdda- mustera, elstu byggingamar era allt frá því er Rama I. byijaði að byggja upp aðsetur sitt á þessum stað. (.OIIV tlltll >11» RATUS o I THAIIAM) _____________________ íslenskur fararstjóri aðstoðar alla okkar farþega í vetur. Skipulögö hópferð 5. nóvember. Bangkok, Norður-Thailand og Pattaya. Verð kr. 105.500,- Tveir í gistingu, 14 daga ferð. FL0R1DA Mikið úrval gististaða í Orlando og nærliggjandi ströndum. Þú ákveður dvalartíma og við skipuleggjum ferðina. Verð frá kr. 64.800.- HEIMSMEISTARAKEPPMN ÁÍTALÍi 1989 Ratvís er með einkaumboð á ferðum á heimsmeistara- keppnina í fótbolta 1990. Þeir sem ætla á úrslita- og undanúrslitaleiki þurfa að staðfesta sem fyrst því aðeins takmarkaður fjöldi kemst í þessa pakka. RORCARPAKKAR Helgar- og vikuferðir til helstu stórborga Evrópu og New York. Útvegum leikhúsmiða og fleira. Sér verð fyrir hópa. KAINARÍ Hægt er að velja um þriggja vikna feröir í beinu flugi eöa eins og tveggja vikna ferðir um London. Athugið að bóka þarf tímanlega. SÉRFERDIR 0G FARGJÖLD Hjá okkur færðu ferðir sniðnar samkvæmt þínum óskum og efnahag. Fáðu upplýsingar og uppástungur hjá sölufólki okkar. HAMRABORG 1-3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI64 1522 FLUGLEIDIR , MUMIFICIIW ORLAADOIIST HJA OKKllR IFARKORT [fTf] Ur þjóðdönsum Thailendinga má lesa baráttu landsmanna við að haida sjálfstæði sinu gegnum aldirnar en landið hefur aldrei verið nýlenda Evr- ópuríkis eins og löndin i kring. Glæsilegasta byggingin við kon- ungshöllina er Wat Phra Keo eða Musteri smaragðsbúddans. Þetta hof er af mörgum talið eitt hið glæsileg- asta í heimi og er meðal þess sem flestír þeirra sem til Bangkok koma sjá og muna eftir er þeir halda á brott aftur. Wat Phra Keo var byggt af Rama I. árið 1782 og geymir einn helgasta hlut landsmanna, 75 sentímetra háa styttu af búdda sem kallast smarg- aðsbúddann þótt hún sé raunar úr jade. Allt í kringum Wat Phra Keo er safn bygginga og turna, eða „ched- is“ eins og Thailendingar kalla þess- ar oddmjóu spírur. Þá era styttur og aðrar skreytingar í svo ríkum mæli að þeir sem heimsækja staðinn mega hafa sig alla við að skoða sig um. Annað hof, sem flestir sækja heim, er Wat Trimitr eða hof „gullna búdd- ans“ en þar gefur að líta þriggja metra háa styttu af búdda úr skíra- gulli, fimm og hálft tonn að þyngd. Þessi stytta fannst af tilviljum þeg- ar danska skipafélagið ÖK var að stækka aðsetur sitt við höfnina í Bangkok fyrr á þessari öld. Styttan, sem allir héldu að væri úr leir, var flutt til bráðabirgða til Wat Trimitr til geymslu. Daginn áður en hún skyldi flutt til baka til nýrra heimkynna við höfnina gerði helli- rigningu og leirinn í styttunni blotn- aði. Þegar búið var að hífa styttuna upp shtnuðu böndin og styttan féll niður. Þá komu sprungur í leirinn og skein í gullið undir. Þegar leirinn var tekinn utan af styttunni kom þessi stóra gullstytta í ljós. Þetta búddalíkneski, sem tahð er að hafi upphaflega verið í Ayuthaya en hulið með leir til að fela það fyrir innrásar- heijum Búrma fyrir tvö hundruð áram, fékk hins végar framtíðarað- setur í Wat Trimitr. Elsta og eitt stærsta búddahofið í Bangkok er Wat Po, en innan ram- gerðs musterisgarðsins er fjöldi bygginga á átta hektara svæði. Elstu byggingarnar í garðinum eru frá 16. öld, en vegur musterisins jókst veru- lega eftir stofnun Chakri-konungs- ættarinnar þann 6. apríl 1782. Fyrstu fjórir konungamir bættu miklu við af byggingum í garðinn við Wat Po eða Wat Phra Jetupon eins og það heitir réttu nafni. Helsta aðdráttarafl ferðamanna í Wat Po er „liggjandi búdda“ sem er stærsta búddalíkneskið í öllu Thai- landi, 46 metra langt og 15 metra hátt og allt þakið gullþynnum. Iljar styttunnar, rúmlega 15 metra háar, eru innlagðar með perlumóður sem sýnir hin 108 tákn Búdda. Loks má nefna Marmarahofið sem byggt var rétt eftir síðustu aldamót úr ítölskum marmara en í hefö- bundnum thailenskum byggingar- stíl. Þetta er mjög falleg bygging og með sérstæðum skreytingum. Sigling um Chap Phya opnar nýjan heim Öllum þeim sem leggja leið sína til Bangkok er ráðlagt að fá sér siglingu um Chao Phya. Sú sigling opnar nýj- an heim fyrir ferðalöngunum. Þegar siglt er um ána og nærliggjandi „klong" í Thonburi gefur að líta aðra hlið á þjóðlífmu. Húsin standa á stólpum út í ána og þar gefur að líta fólk vera að baða sig í ánni, þvo upp leirtauið eða þvott eða bara að leika sér. Þegar siglt er um Chao Phya er í Norður-Thailandi er blómlegur listiðnaður. Hér er verið að mála skreyting- ar á sólhlífar. 1974 15ára m9 Mikið urval bóka um ísland og ritverk íslenskra höfunda á mörgum erlendum tungumálum LAND & SAGA B ANKASTRÆTI2, SÍMI: 62 71 44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.