Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989. 25 x>v Utanferdir því sem skipið er stærra er sú afþrey- ing, sem í boði er um borð, fjölskrúð- ugri og farþegar geta valið úr fleiri matseölum. Ókostirnir eru hins vegar þeir að stóru glæsiskipin, þau sem eru yfir 20.000 tonn, geta ekki lagst að bryggju nema á fáum stöðum, farþegar verða því að sigla í land í minni bátum. 'Andrúmsloftið um borð er líka oft ópersónulegt. Á móti kemur að þau eru yfirleitt hraðskreiðari og geta því siglt yfir stærra svæði en minni skip- in. Um leið er hætta á að viðkomu- staðir skipsins verði færri. Minni skipin, eða þau sem eru und- ir 20.000 tonnum að stærð, geta yfir- leitt lagst að bryggju á öllum eyjun- um. Andrúmsloftið um borð er yfir- leitt persónulegra og farþegar kynn- ast hveijir öðrum betur en um borð í stóru skipunum. Þau fara ekki eins hratt yfir en viðkomustaðimir eru fleiri og yfirleitt er lagt meira upp úr að eyða minni tíma á sighngu en meiri tíma í skoðunarferðir um eyj- amar. Það gefst því oft og tíðum betra tækifæri á að kanna eyjarnar betur og kynnast menningu eyja- skeggja með því að velja minni skip- Dýr eða ódýr sigling Mismunandi verð er á siglingunum og fer verðið meðai annars eftir því hvers konar káeta verður fyrir val- inu. Dýrastar em káetumar sem snúa að skipshlið, svo fer verðið eftir því hvort þær eru á fyrsta þilfari, öðru þilfari eða miðskips, en þar er best að vera, minnstur hávaði og minnstur titringur. Hafa ber í huga að í flestum káetun- um er boðið upp á sér baðherbergi, það fer eftir verðinu hversu mikið er í það lagt. Það er til dæmis ódýr- ara að hafa sturtu í stað baðkers og sturtu og enn dýrara er að velja sér lúxusklefa þar sem er að finna sturtu, baðker og nuddpott. í flestum káetum eru kojur, eða tvö rúm, ef káetan er þeim mun betur búin er tvíbreitt rúm í henni. Allar káeturnar em loftkældar en svo er það spurning hvort fólk kýs aö í þeim sé að finna sjónvarp, út- varp, video og þar fram eftir götun- um. Það borgar sig að vanda valið á káetunni í upphafi því mjög oft er erfltt aö skipta um káetu ef fólk er ekki ánægt þegar það kemur um borð því skipin eru yfirleitt þétt- bókuð. Ef pyngjan leyflr ekki dýra káetu má hafa það í huga að allir fá það sama að borða, sama hvort þeir borga mikið eða lítið fyrir káetuna sína. Þegar fólk áætlar hvað ferðin komi til með að kosta þarf að reikna inn í verðið flugfar, dvöhna um borð og þá þarf að hafa í huga að það er til siðs að gefa þjónum þjórfé. Tilhlýði- legt þykir th dæmis að gefa þjónin- um, sem þjónar til borðs í hádegis- og kvöldverði, tvo til þrjá dollara og þeim sem þrífa káetuna þykir einnig fllhlýðilegt að gefa tvo th þijá dohara á dag. Nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur eru með umboðssölu fyrir skipafélög sem sigla um Karíbahafið og það er sjálfsagt að ráðfæra sig við þær áður en haldið er af stað. Einnig eru Flug- leiðir með beint flug til Orlando og þar er auðvelt að komast yfir upplýs- ingar um skipafélög sem sigla um Karíbahafið. Yfirleitt er einhvers staðar laust pláss að finna á þessum árstíma. í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park, Broncemar og Barbacan Sol. Tveir nýir staðir eru t.d. Arco Iris og Duna Flor. Beint dagflug til Gran Canaria: Mánúdaginn 18. desember ’89. Mánudaginn 8. janúar ’90. Mánudaginn 29. janúar ’90. Mánudaginn 19. febrúar ’90. Mánudaginn 12. mars ’90. Bjg Mánudaginn 2. apríl ’90. Mánudaginn 16. apríl ’90. Allar nánari upplýsingar færðu á sölu- skrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300 og á söluskrifstofum Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. FLUGLEIÐIR jiliiiii Skógarhlíð 6 • 101 Reykjavík • Sími: 91-25855 • Telex- 2049 • Telefax: 91-25835

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.