Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Qupperneq 16
32
MIÐVIKUD’AGUR 'll. OKTÓBER 108ð.
Utanferdir
Kaupmannahöfn í vetrargrámyglunni:
„Hyggen" lifir
Þó grámyglan hvíli eins og mara yfir Kaupmannahafnarbúum og stemningin sé heldur daufleg við fyrstu sýn eru fjölmargar leiðir til að hafa það
huggulegt í Kaupfnannahöfn á köldum vétrardögum. „Hygge“ er nú einu sinni aðrll Dana.
Þú ert í hlutverki ferðalangsins
sem stendur ósofinn á Kastrup-
flugvelli um hádegisbil einn októb-
er- eða nóvemberdag. Utan við flug-
stöðvarbygginguna bíða leigubílar
í röðum eftir því að flytja fólk inn
í bæ og eftir um það bil korter ertu
kominn inn á hótel í miðbænum.
Ef manni liggur engin ósköp á og
er ekki yfirhlaðinn farangri er
jafngott að taka SAS-strætóinn sem
flytur mann inn á aðaljárnbrautar-
stöðina, Hovedbanegárden, í hjarta
borgarinnar. Með því móti getur
maður sparað um það bil hundrað-
kall, eða ígildi 6 bjóra á veitinga-
stað. En ef „sannur íslendingur"
er á ferðinni er hann ekkert að spá
í sbka smámuni auk þess sem yfir-
leitt liggur líflð á að komast á hótel-
ið eða heim til vina og kunningja.
Þeir sem gista á hóteli hafa sjálf-
sagt pantað gistingu áöur en þeir
fóru af stað, ef gistingin hefur þá
ekki verið innifalin í helgar- eða
vikupakkanum. Það er fjöldinn all-
ur af ágætis hótelum í eða við mið-
borgina en smekkurinn og pyngjan
ráða mestu um valið. Meðal þekkt-
ari og dýrari hótela eru D'Angle-
terre við Kóngsins Nýjatorg, sem
alls kyns virðingargestir gista,
Palace við Ráðhústorgið og Plaza
við aðaljámbrautarstöðina aö
ógleymdum SAS-háhýsunum í
miðborginni og úti<á Amager. Þá
má nefna Admiral, í gömlu korn-
þurrkunarhúsi við höfnina, sem ér
mjög glæsilegt að utan sem að inn-
an. Af ódýrari hótelum þekkja
margir „Missionshótehn“ Hebron
og Mayfair við Helgolandsgade,
rétt á bakviö aðaljárnbrautarstöð-
ina.
Rambað af stað
Eftir að hafa komið sér fyrir á
hóteh eða heima hjá vinum eða
ættingjum bíöur borgin eftir
manni. Það sem flestum dettur
strax í hug þegar minnst er á Kaup-
mannahöfn er Strikið, fyrsta
göngugata heims, Tívolí, Ráðhús-
torgið, pylsuvagnar,
„smörrebröd“, öl og snaps, djass
og nokkrar klassískar búðir eins
og Bing og Gröndal, Den Kongelige,
Magasin og Georg Jensen.
Árstíðin setur strik í reikninginn
hvað skemmtanir úti undir beru
lofti varðar. Kaupmannahöfn getur
verið köld og andstyggileg á haust-
in, með rigningu og kuldalegri grá-
myglu sem hvílir yfir borginni dög-
um saman.
Tívoh er lokað 15. september ár
hvert og ekki opnað aftur fyrr en
1. maí. Skemmtigarðurinn Bakk-
inn, í útjaðri höfuðborgarsvæðis-
ins, er einnig lokaður frá hausti og
fram á vor þannig að skemmtun
af því taginu verður að bíða um
sinn.
Hins vegar er víða líf og fjör inn-
an dyra og af nógu af taka. Tónhst-
arlíf hefur ahtaf verið fjölskrúðugt
í Kaupmannahöfn og mikið af stöð-
um þar sem hægt er að heyra lif-
andi tónhst.
Djassklúbburinn Montmartre við
Nörregade, upp frá Gammel Torv,
er líklega þekktasti tónlistarstaður
Danmerkur. Þar hafa aUar helstu
stjömur djassins spflað og margar
djassstjömur uppgötvast. Þó stað-
urinn sé þekktastur fyrir djass hef-
ur hann lagað sig að nútímanum
og hleypt rokk- og popplistamönn-
um inn í ríkara mæh. Montmartre
auglýsir dagskrá sína mánuð fram
í tímann og Uggur dagskráin víða
frammi. Ef um þekkt nöfn er að
ræða er eins gott að tryggja sér
miða í tæka tíð þ.ví staðurinn rúm-
ar takmarkaðan gestafjölda þó
hann virðist nokkuð rúmgóður.
Eftir að lifandi tónlist hættir er
diskótek fram eftir nóttu á föstu-
dögum og laugardögum.
Þeir sem eru meira gefnir fyrir
gamaldags djass og dixieland ættu
að leggja leið sína í De tre Musket-
erer, Skytturnar þrjár, við Nikolaj
plads. Þar er mikið sving og dansað
fram eftir nóttu. Fyrir utan þessa
tvo staði má heyra djass, blús, þjóö-
lagatónlist og rokk á smærri stöð-
um víðs vegar um borgina. Maður
rambar hreinlega inn á staðina á
röltinu í miðbænum.
Meiriháttar nöfn í rokktónUst
sækja Kaupmannahöfn oft heim.
Þó er eins og að Svíar og Norðmenn
fái fleiri slíkar heimsóknir þar sem
stórstirnin skUja Kaupmannahöfn
furðu oft útundan. Tónleikar þess-
ara stjarna eru oftast haldnir í ein<
hverri íþróttahöllinni og oftar en
ekki er hljómurðurinn afleitur. Það
eru þó til miðlungsstórir staðir eins
og Saga og Carlton á Vesterbrogade
og Alexandra viö Nörregade, sem
allir voru kvikmyndahús, þar sem
hægt er að njóta þess betur sem
fyrir augu og eyru ber.
Af „smærri“ stöðum má nefna
Húsið við Magstræde, rétt neðan
við Gammeltorg á Strikinu og er
það á fjórum hæðum. Á jarðhæð
er staður fyrir lifandi tónhst, Bar
Bué, þar sem spilaður er djass, blús
og þjóðlagatónlist. Á annarri hæð
er veitingastaður, á þriðju bíó. Efst
uppi er Musi’cafeen þar sem rokk-
hljómsveitir spila á hveiju kvöldi.
Þá má ekki gleyma Pumpehuset,
sem er gömul dælustöð vatnsveit-
unnar sem breytt hefur verið í tón-
leikastað. Pumpehuset er rétt hjá
Vesterportjárnbrautarstöðinni.
„Hygge"
Menn lifa ekki á loftinu einu sam-
an en þar sem Kaupmannahöfn er
annars vegar þarf fólk ekki að
svelta. Danir eru miklir matmenn
þó sígildur danskur matur sé um-
deilanlegur út frá „hreinræktuðu
gastrónómísku“ sjónarmiði. Aðals-
merki Dana er þó hvorki smur-
brauð, víiiarbrauð né „ribbensteg",
heldur „hyggen“ eða það að „hygge
sig“. „Hyggen" lifir góðu lífi í Köb-
en. Meðan eitthvað ætilegt og
nokkrir öllarar eru innan seilingar
geta Danir huggað sig, hvort sem
setið er á bjórkassa undir húsvegg
eða á fínum veitingahúsum.
Hin alþjóðlega matargerðarlist
hefur haldið innreið sína í Kaup-
mannahöfn eins og aðrar borgir
heims og þar má flnna allt frá fínu
frönsku eldhúsi til „löðrandi"
kínagrills.
Besta leiöin til að fá dæmigerðan
danskan mat er að fara á krá. Þær
eru reyndar óteljandi en í hliðar-
götum út frá Strikinu má finna
nokkrar ágætar krár. Sem dæmi
má spsum nefna Det Lille Apotek
sem er í gömlum kjahara í Kanni-
kestræde, neðan við gamla stúd-
entagarðinn.
Það væri annars að æra óstöðug-
an að ætla að fara að telja upp veit-
ingastaði í Kaupmannahöfn og erf-
itt að hætta þegar maður er einu
sinni byrjaður. í leiðsöguriti
Fjölva, Kóngsins Kaupmannahöfn,
er ágætt yfirht yfir veitingastaði
og þekktustu krár borgarinnar. Þá
er gott að kíkja í blöðin, sérstaklega
Politiken á fóstudögum, þar sem
fjölmargir veitingastaðir auglýsa.
Þá er einnig hjálp aö finna í viku-
blaðinu Copenhagen This Week
sem liggur frammi á öhum hótelum
og ferðaskrifstofum. í þssum ritum
má fyrileitt flnna upplýsingar um
allar skemmtanir - tónleika, leik-
hús og alls kyns uppákomur.
Borg tumanna
Kaupmannahöfn er þægileg borg
að því leytinu til að hún er mátu-
lega stór og ekki mikið af háhýsum.
Þannig er nokkuð auðvelt að rata
um borgina. Ef fólk týnir áttum og
finnst það vera villt má oftast
bjarga sér með því að svipast um
eftir einhveijum hinna mörgu
tuma sem prýða borgarmyndina.
Ráðhústurninn, Frúarkirkjuturn-
inn, Nikolajkirkjuturninn, SAS-
háhýsin og fleiri tumar hafa hjálp-
að ófáum að finna áttirnar í Kaup-
mannahöfn. Það má náttúrulega
ahtaf spyija til vegar en þá rekur
fólk sig á þann vegg sem danskan
getur verið. Þá er um að gera að
vera nógu afslappaður og reyna
ahs ekki að búa til kokhljóð. Danir
eru misþolinmóðir þegar útlend-
ingar tala dönsku og geta oft pirrað
mann með þessu „va“ og „vabb-
ha“ sínu. Best er að halda sínu
striki í rólegheitum og þá skhst
maður á endanum.
Þegar hugað er að verslun kemur
fátt annað upp í huga margra en
Strikið og næsta umhverfi þess.
Þar eru ahar þessar klassísku
verslanir sem minnst var á áðan,
stórmarkaðir, auk ótal annarra
verslana. Þá sakar ekki að halda
áfram yfir Ráðhústorgið og upp
Vesterbrogade. Við hana og í hlið-
argötum út frá henni erfjöldi versl-
ana sem í mörgum tilfehum selja
ódýrari vöm en verslanirnar á
Strikinu.
í öhum úthverfum og nágranna-
bæjararfélögum Kaupmannahafn-
ar era verslunarmiðstöðvar af
svipuðu tagi og Kringlan okkar. Ef
gist er hjá ættingja eða vini er því
ekki svo langt að fara í búðir. Það
er verslað annars staðar en á Strik-
inu en Strikið hefur óneitanlega
sjarma sem verslunarmiðstöðv-
arnar hafa ekki.
Jólafrokost
Nú hður senn að jólum og ekki
langt í að ummerki þess fari að
sjást í Kaupmannahöfn. í kringum
20. nóvember setja brugghúsin
jólabjórinn á markað og um svipað
leyti fara veitingastaðirnir að aug-
lýsa jólafrokostinn.
Jólafrokost er ein risastór máltíð
þar sem fólk fær sitt lítið af hveiju,
fiksmeti og kjötmeti, bæði köldu
og heitu. I lokin er borinn fram
kaldur rísvehingur og mögulega
ávextir og ostar. Útfærslan er mis-
jöfn eftir veitingahúsum en víst er
að allir verða sprengsaddir á eftir
- og þéttir þar sem öllu er skolað
niður með ótöldum bjóram og
snöpsum. Þessar máltíðir taka yfir-
leitt allt kvöldið þar sem ekki er
verið að flýta sér.
Um miðjan nóvember er hátíð á
mörgum veitingastöðum í mið-
bænum, sérstaklega á Grábræðra-
torgi, ofan við mitt Strikið. Þá kem-
ur nýja Beujolaisvínið frá Frakk-
landi, árgangur 1989, til borgarinn-
ar. Kappkosta veitingahús og versl-
anir að vera fyrst með þetta korn-
unga vín í bæinn og er ekkert til
sparað. Beujoilais Neuvau eða
Primeur eru fyrstu dreggjar haust-
uppskerunnar sem drakknar eru.
Það væri nær að líkja þessu við
ljúfa beijasaft og er það gjarnan
drukkið svalt. Geymsluþol er í lág-
marki en mælt er með að vínið sé
drukkið fyrir áramót.
Fortíðardýrkun
í augnabhkinu virðist Kaup-
mannahöfn kannski ekki beinlínis
vera borgin sem vahn er þegar eyða
á viku eða hálfsmánaðar fru í af-
slöppun, skemmtun og innkaup.
En það er ekki þar með sagt að
möguleikarnir séu ekki fyrir hendi
th að fullnægja öllum þessum fyrir-
ætlunum. Kaupmannahöfn leynir
á sér og þegar grannt er skoðað
býður borgin upp á fjölmarga
möguleika. Það veltur mest á
manni sjálfum að vel takist th með
dvölina.
Loks virðist einhver fortíðar-
dýrkun tengjast Kaupmannahöfn.
Þannig halda margir því fram, sem
voru tíðir gestir í Kaupmannahöfn
fyrir tveimur til þremur áratugum,
að það sé af sem áður var. Ahur
sjarmi sé farinn af borginni sem
nú sé ósköp hrá og venjuleg miðl-
ungs-stórborg með ofbeldisívafi.
Þetta á örugglega við fleiri borgir
en Kaupmannahöfn en fólk verður
bara fyrir vonbrigðum þegar það
sér að gamli góði næturklúbburinn
er or ðinn að leikfangabúð eða bak-
arhð að hamborgarabúllu. Ef hug-
arfarið er jákvætt og viljinn til að
hafa það sem best er fyrir hendi
er Kaupmannahöfn hvorki verri
né betri en aðrar borgir, svona í
það heha tekið.
-hlh