Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 14
MIDVIKUpAGyp.il, OKTÓBER 1989.,
30
Utanferöir dv
Á skíðum 1 Austurríki
Komdu með ti I
PORTUGAL >i+i£
með EVRÓPUFERÐUM Sími 628181
Ef folk nennir ekki að renna sér má alltaf leigia ser hestasleða.
Upplýsingar um neyðarlæknisþjón-
ustu er víða að fá meða annars á lög-
reglustöðum, gestamótttökum hótela
og í símaskránni.
Yfirleitt er hægt að fá pössun fyrir
börnin á skíðastöðunum en misjafnt
er hversu tekið er við ungum börn-
um í gæslu, sumsstaðar er hægt að
fá gæslu fyrir böm frá 21/2 árs aldri
en annars staðar ekki fyrr en þau eru
orðin 4 ára.
Hér á eftir fjöllum við um nokkra
þá staði sem fjölsóttir hafa verið af
íslenskum skíðamönnum á undan-
förnum ámm.
St. Johann im Pongau
er einn af ódýrari skíðastööunum
í Austurríki en býður upp á allgóða
aðstöðu fyrir skíðafólk.
Bærinn stendur í um 650 metra
hæð yfir sjó en hæsti tindurinn er í
1850 metra hæð.
íbúafjöldi bæjarins er um 8000
manns og þar er gistirými fyrir 3.200
skíðamenn.
Skíðasvæði bæjarins er tiltölulega
lítið en hentar vel fyrir byijendur og
miðlungs skíðamenn. Góðir skíða-
menn gætu hins vegar átt í vandræð-
um með að finna heppilegar brekk-
ur.
Aðrir skíðastaðir í nágrenni St.
Johann im Pongau eru Aipendorf,
Wagrein og Flachau þar sem aðstæð-
ur fyrir góða skíðamenn er framúr-
skarandi.
Skemmtanalífið er ekkert til að
hrópa húrra fyrir, í bænum eru þó
nokkrir næturklúbbar og barir en í
nágrannabæjunum er hins vegar
mun fiölskrúðugra næturlíf og þang-
að er ekki langt að fara. Aðall þessa
bæjar er að hann talinn er ódýr.
Badgastein
Ef einhvern langar að sameina
heilsuböð og skíðaiðkun, þá er
Badgastein staðurinn.
Bærinn er frægastur fiögurra
skíðastaða í Gasteinerdalnum, sér í
lagi fyrir heilsuhnd sem þar er að
finna.
Svo má ekki gleyma spilavítinu
sem kallar sig Monte Carlo, Alpa-
fiallanna, spilafíklar fá því eitthvað
fyrir sinn snúð í þessum bæ.
íbúafiöldinn er 5.600 og gistirými
er fyrir 7.700 gesti.
Bærinn stendur í um 870 metra
hæð yfir sjávarmáh og hæsti tindur-
inn er 2.686 metrar.
Badgastein hentar öllum skíða-
mönnum sama hvor þeir eru byrj-
endur eða þaulvanir skiðamenn.
. Tvö diskótek eru starfrækt í bæn-
um og hægt að dansa þar fram undir
morgun auk þess sem sum hótehn í
bænum bjóða upp á dansleiki á
kvöldin.
Sölden
Ef fólk vih fiörugt vetrarfrí þá er
Sölden staðurinn. Þar er ótölúlegur
fiöldi næturklúbba, bara og veitinga-
staða,. enda er það sagt um staðinn
að hann sé fyrir fiörugt og athafna-
samt fólk.
Bærin stendur í 1.377 metra hæð
og hæsti tindurinn er 3.058 metrar.
íbúafiöldinn er 2.400 en gistirými
er fyrir 8.300 manns, íbúafiöldinn
margfaldast því á vetuma.
Skíðasvæði bæjarins eru í Sölden,
Hochsölden og Gaislachkogl. í næsta
nágrenni bæjarins er hægt að renna
sér niður tvo jökla en það er víst
ekki tahð fyrir byrjendur á skíðum
að gera slíkt.
Skíðaskóhnn í Sölden þykir afar
góður og starfsmenn hans yfir há-
annatímann eru um 200. Mikið er
lagt upp úr að þeir séu mæltir á fleiri
tungumál en þýsku og tala flestir
þeirra ensku og margir tala einnig
frönsku.
Zell am Zee/Kaprun
Bærinn Zeh stendur'í um 750 metra
hæð og eru íbúar bæjarins 8.700 og
gistirými fyrir um 9000 gesti. Kaprun
- góð aðstaða fyrir skíðafólk
Austurríki býður skíðafólki upp á
glæsilega skíöaaðstöðu.
stendur 50 metrum hærra en Zell og
íbúafiöldinn er 2.800 en gistirými fyr-
ir 4.500 gesti. Hæsti tindur á svæðinu
er 3.029 metrar.
Bestu skíðasvæðin eru í Maiskogel,
Kitzsteinhorn, Schimttenhöhe, Zeh-
er Berg og Sonnkogel.
Þegar þessir bæir auglýsa sig, aug-
lýsa þeir sig gjarnan sem skíðamið-
stöð Evrópu. Og óumdeilanlegt er að
þeir eru í fremstu röð. Hægt er að
nota sama lyftupassann fyrir bæði
svæðin og þar er að finna brekkur
við ahra hæfi. Eðall þessara bæja er
að þar er ahtaf einhvem snjó að finna
jafnvel á snjóléttustu vetrum.
Helsti galli Kaprun er að bærinn
er nokkuð dreifður og því erfitt að
flandra á milli skemmtistaða og bara.
Bærinn þykir hins vegar fahegur og
þeir klúbbar sem era starfræktir þar
era líflegir. Öhu fiörugra þykir þó í
Zeh am Zee, fleiri barir, skemmtileg-
ir klúbbar og tríólakvöld.
Niederau
er þorp í Wildschönaudalnum og
er íbúafiöldi þess 850 manns en þar
er gistirými fyrir 2.900 skíðafíkla.
Skíðasvæði þorpsins era í Mark-
bachjoch og Lanerköfph.
Þorpið þykir afar aðlaðandi og þar
þykir gott að kynnast skíðaíþrótt-
inni. Góðar brekkur er þar að finna
fyrir byijendur og böm. Þeir sem
búa yfir meiri kunnáttu finna einnig
brekkur fyrir sitt hæfi. Þorpið þykir
kjörinn staður fyrir fiölskyldur til
að eyða frti saman.
Tvö önnur þorp er í dalnum, Obe-
rau og Auffach og ganga strætis-
vagnar á milli þeirra og Niederau.
Barir era nokkrir á þessu svæði
og era þeir jafnan fiölsóttir og á
hveiju kvöldi era haldnar fondue-
veislur og tríólakvöld.
Um 400 skíðaskólar eru starfræktir
í Austurríki og þar starfa á milli 8000
og 9000 skíðakennarar, sem leiðbeina
einni mhljón nemenda á hveijum
vetri. Á öllum helstu vetrardvalar-
stöðunum eru skíðaskólar fyrir byrj-
endur jafnt sem lengra komna og svo
yngstu ferðamennina, börnin.
Þeir sem ekki kunna á skíöum eru
ekki lengi að ná einhveijum tökum
á íþróttinni því óvíða er skíðakennsla
jafn góö og í Austurríki. Þá tæpu öld
sem þessi íþróttagrein hefur verið
stunduð hefur bæði búnaður og að-
Flugfarmiðar
Flugfarmiðar fyrir 2 til
Evrópu eru til sölu.
Góður afsláttur.
Uppl. í síma 98-75098.
ferðir við kennslu stöðugt verið í
framþróun og um leið hefur orðið
auðveldara hefur að læra á skíðum.
Yfirleitt tekur ekki nema fáeina
daga að læra nóg th að geta rennt sér
niður lét-tari brekkurnar og njóta
þess að vera á skíðum.
Ef fólki líkar ekki að vera á svig-
skíðum er einnig hægt að bregða sér
á gönguskíði því víða er góð aðstaða
til slíks. Svo er hægt að þjóta um á
skautum á íshögðum vötnum eða
bregða sér í sleðaferðir á milh þor-
pannna.
í Austurríki eru um 5.500 svif-
brautir eða kláfabrautir og stólalyft-
ur og ná sumar þeirra upp í yfir 3000
metra hæð. Á öllum helstu skíðastöð-
unum er landslagið svo fiölbreythegt
að hægt er að renna sér dögum sam-
an án þess að fara nokkrum sinnum
sömu brekkuna.
Þegar fólk hefur svo verið ahan
daginn á skíðum má eyða vetrar:
kvöldunum á kaffihúsum, böram,
diskótekum, fara í leikhús eða á tón-
leika og svo mætti halda áfram að
telja.
Læknar og lyfiafræðingar era
starfandi í öhum bæjum og þorpum.
1974
15 ára
1989
SAHARA
HALFSMANAÐARFERÐ
Ævintyraferð í nóvember
Flogið er til Parísar - Algeirsborgar - Djanet. Eitt
magnþrungnasta leiksvœði Sahara. Tjassili des Ajjers við
norð-austurjaðar Djanet í Alsír er stórkostlegt völundarhús
kletta, glúfra og sands. Útilokað erfyrir venjulegtfararlœkiað
komast lciðar sinnar og verðurþví að leita til skips eyðimerkurinnar,
úlfaldans. Helmingur úlfaldalestarinnar flytur vistir, hinn
helmingurinn flytur ferðamennina íþar til gerðum söðlum. í þessari
lest uppgtitvum við leyndardóma eyðimerkurinnar bg glampa liðinna
alda. Á heimteið er viðdvöl í París. Fararstjóri er hinn góðkunni
Filippus Pétursson, öðru nafni Philippe Patay.
PANTIÐ TIMANLEGA !
LAND OG SAGA
Bankastrœti2(Bemhöftstorfu), sími: (91) 62 7144