Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUÐAGUR 11. OKTÓBER 1989. ; Utanferðir___________________________________dv Heimsókn í Óðinsskóg í Þýskalandi: Þar sem rómantíkin ein ræður ferðinni Jóhaima S. Sigþóisdóttir, DV, Beienbach; Þeir eru margir sem bregöa sér út fyrir landsteinana þessa dagana, ýmist til aö versla eða sjá sig um og framlengja um leið sumariö íslenska sem aldrei kom. Margir leggja leið sina til Þýskalands í þessu skyni og geta þá slegið báðar þessar flugur í einu höggi. Veðrið þar ytra er nefni- lega mjög gott um þessar mundir, sólin hefur skinið í heiði undanfarna daga og hitinn farið upp allt upp í 20 gráður. Haustlitirnir skarta sínu fegursta um þetta leyti og mennirnir gömlu spá mildu'm vetri, svipað því sem gerðist í fyrra en þá ríkti „eilift vor“. Það er því upplagt fyrir þá sem hyggja á orlofsferðir til útlanda á næstunni að bregða sér yfir haftð á þýska grund og skoða sig um. Þeir sem vilja láta rómantíkina ráða ferð- inni og njóta náttúrufegurðar geta heimsótt Odenwald eða Óðinsskóg eins og hann er nefndur á íslensku. Þetta tilkomumikla svæði afmarkast af ánum Rin, Main og Neckar og ligg- ur í hjarta Þýskalands ef svo má segja. Það er friðað og hefur mikið verið lagt upp úr að vernda það fyrir hinum ýmsu eyðingaröflum svo hinn mikli og fjölbreytilegi gróður haldist óskemmdur. Um 60 prósent þessa mikla flæmis eru vaxin ýmsum skóg- artegundum eins og nafniö gefur til kynna en þar er einnig mikill fjöldi þorpa og bæja sem eru svo einkenn- andi fyrir Þýskaland. í þeim má finna alla þá þjónustu og afþreyingu sem hugurinn gimist enda mikið lagt upp úr að laða ferðamenn að. Gamlar hallir og kastalar svo og rómantískar hagverksbyggingar færa ferðamann- inn aftur til fortíðar. Jafnvei í minnstu þorpunum eru útiböð, sund- hallir, leikvellir fyrir börn, golfvellir og annaö sem of langt yrði upp að telja. Auóvelt á eigin bíl Fyrir þá sem á annaö borð treysta sér til að aka á þýsku hraðbrautun- um er langhentugast að hafa eigin bíl til umráða þegar Óðinsskógur er heimsóttur. Rúmgóð bílastæði eru þar á hveiju strái og frá þeim liggja velmerktir göngustígar yfir gróna akra og skógi vaxnar hæðir og auö- vitað er alltaf best að vera eigin herra á ferðalögum því á þann hátt kynnist ferðamaðurinn landinu best. Sem fyrr sagði liggur Óðinsskógur mjög miðsvæðis. Þær hraðbrautir, sem liggja að honum, eru: Basel- Frankfurt, Frankfurt-Múnchen Wúrdsburg-Heilbronn, Stuttgart- Mannheim. Sé ekið eftir þessum hraðbrautum er nokkuð einfalt að aka eftir vegakorti í Óðinsskóg því vegamerkingar eru greinargóðar og auðskildar. Vínrækt er mikil í þessu héraði og eins og Þjóðveijar segja: „Þar sem vin er ræktað verður einnig aö vera til góður matur.“ Þetta á við þarna því héraðið er frægt fyrir hina góðu spergilrétti sem eru raunar trompið á hverjum matseðli í Óðinsskógi. Spergillinn er tekinn upp að morgni og að kveldi er hann borinn fram glænýr með bragðmiklum sósum, litlum pönnukökum og safaríkri skinku. Hin íjölmörgu veitingahús, sem þarna-eru, bjóða einnig upp á gómsæta rétti sem einkennandi eru fyrir héraðið svo sem hérasteik í ijómasósu, rauövínsleginn fasana og eldsteikta villibráð í koníaki. Ekki má gleyma kjamasúpunni góðu sem er gerð úr grænum rúgi eftir æva- gamalli uppskrift, hefur mörgum ferðamanninum þótt forvitnilegt að smakka þjóðarréttinn þann. Það er annars fróðlegt aö láta fylgja með í stuttu máli sögu þessarar súpu, svo að einhveijir þeir er lesa þetta geti rifjað hana upp þegar þeir eru sestir yfir glóðheitum súpudiskinum í Óðinsskógi: Það var endur fyrir löngu að horfur voru á uppskem- bresti eitt árið vegna langvarandi stórrigninga. Leit helst út fyrir að komið myndi skemmast þar sem það haföi ekki náö að þroskast. Bænd- umir gripu til þess neyðarúrræðis að slá hálfþroskað kornið og freista þess að þurrka það í bakaraofnum sínum. Þegar þeir reyndu aö baka úr mjölinu, sem þeir höfðu malað úr kominu, reyndist afraksturinn alls- endis óætur. Þá var reynt að sjóða kornið og þótti það takast betur. Þar með björguöust bændur og búalið frá hinni miklu hungursneyð sem hafði vofað yfir þeim því úr korninu græna kom kraftmikil og næringarrík súpa. Hófst upp frá þessu umfangsmikil ræktun á „grænu korni“ sem síðan er meöal annars notað til súpugerð- ar. Rétt þykir að taka fram til að spilla ekki matarlystinni að súpan sú arna hefur verið bragðbætt með ýmsu góð kryddi og uppskriftin þró- uð frá því að bændumir þýsku fundu upp hungursúpuna forðum daga. Það er varla hægt að tala um mat án þess að minnast á vín. Vínrækt er mikil á þessu svæði og því upplagt að bregða sér í vínsmökkun í ein- hveijum smábænum. Má þar til dæmis nefna bæinn Erlenbach am Main eöa við ána Main þar hefur vínviður verið ræktaður í nokkur hundmð ár og hefðin stendur því á ævagömlum merg. Það getur verið býsna sögulegt að sækja einhvem vínbóndann heim, fá að setjast inn í helgidóm heimilisins sem er smökkunarstofan og hlýða á hann segja frá því hvernig hin ýmsu úrvalsvín em búin til. Meðan á fyrir- lestrinum stendur fá gestirnir að dreypa á guðaveigunum, ofast 6 til 8 tegundum, síöan gefst þeim kostur á að kaupa flösku af einhverju eöalvín- inu sé þess óskað. Til þess að þetta sé hægt verður að hafa samband við viðkomandi vínbónda í tíma og panta smökkun með nokkrum fyrirvara einkum ef um stærri hópa er að ræða. Svomá alltaf sigla Ein er sú skemmtan sem þarna gefst sem enginn ferðamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Þetta er sigling á einhverri hinna þriggja áa sem umgirða héraðið. Rínarsiglingarnar hafa ætíð verið vinsælar enda útsýn- ið stórkostlegt úr ferjunum . Það er líka upplagt að bregða sér í siglingu á ánni Neckar því að útsýnið er stór- fenglegt, fornir kastalar, hátt upp í skógi vöxnum hlíðunum og lítil vina- leg þorpin sem kúra í dalverpunum. Ef áhugi er fyrir hendi má alltaf sigla alla leið til borgarinnar Heidel- berg, þar er ýmislegt að sjá svo sem rómaðar hallir og sögufrægar brýr. Kvöldganga um gamla bæinn undir hljómhst og hlátrasköllum frá kátum stúdentum sem kneyfa ölið á kránum er eitt af því sem seint gleymist. Hestaleigur eru víða í héraðinu og eins er hægt að fá leigð reiðhjól. Raunar hefur færst í vöxt aö fólk nýti sér síðarnefnda möguleikann. Ástæðan er meðal annars sú að nú er farið að bjóða upp á lengri skipu- lagðar ferðir á reiðhjólum undir sérstakri leiðsögu. Geta ferðirnar tekið allt að viku og er boöið upp á ýmsa möguleika. Þeir sem eru á höttunum eftir góðu skíðafríi geta einnig fundið eitthvað við sitt hæfi í Óðinsskógi. Þegar vet- ur konungur gengur í garð má til dæmis benda á skíðastaðinn Katzen- buckel, sem raunar er mjög vinsæll á veturna. Hann liggur í 600 metra hæð og er raunar sá hæsti i Óðins- skógi. Þar eru einar 20 lyftur í gangi allan daginn, göngubrautir eru þar góðar, 57 talsins sem hggja til allra átta. Það er því upplagt fyrir þá sem vilja liðka sig á skíðum og njóta um leiö stórkostlegrar náttúrufegurðar að sækja þennan stað heim því þar getur maður svo sannarlega verið einn með sjálfum sér kæri maður sig um. Þeir sem eru í rómantískari kantin- um geta leigt sér hestasleða og ekið með klingjandi bjöllum um snævi þakinn skóginn. Heilsuböðin Enn eitt atriði er vert að benda á en það eru heilsuböðin í héraðinu. Bad König er eitt hið þekktastaþeirr- ar tegundar og er í miðjum Óöins- skógi. Staöurinn er þannig settur aö loftslagið er ákaflega milt og gott, hvassviðri eða þoka eru þar óþekkt fyrirbæri. Þarna er boðið upp á alls konar kúra og böð fyrir þá þjást af gigt, hðagigt, taugasjúkdómum og svo mætti lengi telja. Allt er þetta að sjálfsögðu undir stjóm fagfólks. Víða sjást merkilegar fornminjar á þessum slóðum sem gaman er að kíkja á, má þar nefna Rodenstein- kastalarústirnar. Best er að aka í áttina að bænum Eberbach til að nálgast þær, vegvísar gefa þá brátt th kynna hvert aka skal. Bílastæði eru rétt hjá minjunum og um það bil tíu mínútna gangur frá bílnum á ákvörðunarstað. Fyrstu byggingar kastalans voru raunar reistar sem bóndabær árið 1250, síðan var þeim breytt í rammgeröan kastala og virk- isveggur reistur umhverfis þær. Portúgal J Madeira er okkar sérfag EVROPUFERÐIR Sími 628181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.