Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 2
i. 18 MIÐVfKÚDAriUR U. OKTÖBER 1989. Utanferðir Bandaríkin: Paradís skíðamannsins - 1200 skíðastaðir Bandaríkin eru gósenland fyrir skíðaunnendur og þar er marga frábæra skíðastaði að flnna líkt og í Evrópu. Skíðastaðir í Evrópu eru ein- hvers staðar á bilinu 700-800 en vestur í Bandaríkjunum eru þeir taldir vera um 1200. Það er því úr nógu að velja fyrir skíðamenn og ef hugurinn stendur til þá er alltaf hægt að fmna nýjan og nýjan stað til að renna sér á. Á öllum skíðastöðunum er hægt að velja um margs konar gistingu, allt eftir efnahag hvers og eins. Þar er aö finna hótel í hæsta gæða- flokkki og allt niður í svefnpoka- pláss, allt eftir því hvað hæfir pyngju hvers og eins. Annars kjósa Bandaríkjamenn sjálfir fremur að búa í íbúðahótelum og eru þau af öllum stærðum og gerðum, allt frá eins herbergis íbúðum upp í margra. herbergja íbúðir. Flest þessi íbúðahótel eru vel búin af heimilistækjum og öðrum þeim hlutum sem þarf til að geta lifað áhyggjulausu lífi í fríinu. Flestir bestu skíðastaðirnir í Bandaríkjunum eru í Colorado, Idaho og Nýju Mexíkó. Á öllum þessum stöðum eru reknir skíðaskólar og er markmið þeirra flestra að koma nemendun- um sem fyrst úr byrjendabrekkun- um yfir í erfiðari brekkur. Skólarn- ir eru í flestum tilfellum góðir og ekki taldir gefa skíðaskólum í Evr- ópu neitt eftir. Skíðaskólamir eru ekki einungis fyrir þá sem eru byrjendur. Þeir sem lengra eru komnir finna auð- veldlega kennslu við sitt hæfi þar sem þeir geta bætt við kunnáttu sína. Á mörgum stööum er einnig boðið upp á skíðakennslu fyrir börn og á einstaka stað eru starf- ræktir sérstakir skólar fyrir ungl- inga. Veðurfarið á skíðasvæðunum er t yfirleitt mjög gott. Til dæmis eru um 300 sólardagar í meðalári í Col- orado á ári hveiju. Loftrakinn er lítiU og snjóbirtan mikil og fólk verður að gæta þess að brenna ekki. Aspen í Colorado er Aspen einn vinsæl- asti staðurinn og af mörgum talinn einhver allra besti skíðastaður heims. Það er rúmlega hálf öld síð- an farið var að byggja upp skíöaaö- stöðuna í Aspen og sökum þess hversu „aldinn“ skíðabær hann er er hann stundum kallaður „afi“ skíðabæjanna. Enn er verið að bæta ferða- mannaaðstöðuna í Aspen og á síð- ustu árum hefur tugum milljóna króna verið varið í að bæta alla aðstöðu fyrir skíðamenn þar. Fyrr á tímum var Aspen frægur námubær þar sem sfifrið gerði menn ríka, enn þann dag í dag hafa silfumámumar á svæðinu mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Aspen er umkrin'gdur fjórum stórum fjöllum, Aspen, Buttermilk, Aspen Highlands og fjórða fjallið, Snowmass, er í um 20 kílómetra fjarlægð. Hægt er aö nota sama skíðapassann á öllum stöðunum. Það hefur löngum þótt gott að versla í Aspen enda er þar mikill flöldi alls konar verslana sem selja ýmiss konar vaming, bæði dýran og ódýran. Þar era góðir matsölu- staðir, leiksýningar og tónleikar og næturlfflð þar þykir sérlega Qör- ugt. í Aspen er því að finna eitt- hvað af öllu sem getur glatt feröa- fólk í vetrarleyfi. Það er stöðugt eitthvað um aö vera í Aspen en vilji menn vera fjarri skarkala heimsins þarf ekki að leita mjög langt til að finna ós- nortna náttúra. Vail Vail er annar skíðastaður í Col- orado sem vinsæll hefur orðið með- al skíðamanna. Staðurinn hefur löngum þótt dálítið dýr en afar skemmtilegur. í Vail er að fmna allar tegundir skíöabrekkna; breiðar brautir með trjám til beggja hliða, mjóar braut- ir fyrir þá sem eru orðnir nokkuð færir 1 íþróttinni, góöar göngu- brautir og fleira. Vail er líklega eini staðurinn í Bandaríkjunum sem getur keppt við Aspen hvað varðar fjölskrúðugt næturlíf og fjölbreytt menningarlíf. Staðurinn saman- stendur raunar af þremur þorpum, Vail, Lions Head og West Vall. Góð- ar almenningssamgöngur tengja þessa bæi saman á daginn og raun- ar langt fram á nótt. Aðeins 16 kílómetrum vestanvið Vail er Beaver Creek og þar er að finna frábæra skíðaaðstöðu enda aukast vinsældir þess bæjar sem skíðaparadísar stöðugt. Skíða- brekkumar í Beaver Creek þykja mjög góðar, sér í lagi fyrir góða skíðamenn, en þaö er sama hversu mikið skíðamaðurinn kann fyrir sér, í Beaver Creek á hann að geta fundið brekku við sitt hæfi. Yfirbragð staðarins er hins vegar heldur rólegra en þeirra fyrr- nefndu og ekki alveg eins mikið um að vera á kvöldin, hvorki í skemmt- analífinu né menningarlffinu. Skíðið á toppinn í Colorado er einnig að finna stað- ina Breckenridge Copper Mounta- in og Keystone. Þessir þrír staðir . hafa með sér samstarf sem þeir kalla Ski the Summit, eða skíðið á toppinn. Fyrst nefndi bærinn er gamall námubær eins og Aspen, skammt frá honum er að finna þrjú fjöll sem bjóða upp á fjölbreytta möguleika hvað varðar skíðaiðkanir. Copper Mountain stendur við rætur hás fjalls en staðurinn er nánast alveg nýr og byggður upp með skíða- menn í huga enda eru nánast einu byggingamar í bænum íbúðab- lokkir sem eru leigðar út fyrir skíðafólk. Það orðspor fer af Keystone að bærinn sé fyrsta flokks staður fyrir skíðamenn sem eru komnir yfir byrjunarörðugleikana en hafa samt sem áður ekki náð fullkomn- un í skíðaíþróttinni. í nágrenni bæjarins er þó að finna mun erf- iðari brekkur sem hæfa einungis þeim sem eru orðnir verulega góðir skíðamenn. Í4000 metrahæð Skammt frá Keystone, eða í um 10 kílómetra fjarlægð, er Arapahoe Basin. Þar er að finna eitthvert hæsta skíöasvæði Bandaríkjanna og stendur það í meira en fjögur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Á milli þessara fjögurra staða eru ókeypis strætisvagnaferðir og hægt að nota sama skíðapassann á þeim öllum. Annars standa nær allir skíöa- staðimir í Klettafjöllunum, hátt yfir sjávarmáli eða í 2500-3000 metra hæð og skíðalyfturnar bera menn svo um 1000 metrum hærra. Sumum finnst þetta óþægilegt og kvarta yfir mæði, svima og höfuð- verk þegar þeir eru komnir á topp- inn. Þau óþægindi standa þó yfir- leitt stutt og flestir komast yfir þessi óþægindi á einum eða tveim- ur dögum. Idaho í Idaho er skiðastaðurinn Sun Valley, enn einn frábær skíðastað- ur. Það var árið 1936 sem maður nokkuf ákvað að byggja upp skíða- aðstöðu í Sun Valley og hugmynd hans var aö auka feraðmanna- strauminn til bæjarins yfir vetrar- tímann. Ákveðið var að byggja staðinn upp sem dæmigert tíróla- þorp, eða öllu heldur eins og menn í Hollywood héldu aö tírólaþorp ætti að líta út. Síðan var rithöfundinum Emest Hemingway boðið til bæjarins og bærinn auglýstur sem uppáhalds- skíöastaöurinn hans. En rithöf- undurinn mun þó aðeins hafa kom- ið einu sinni til Sun Valley og í þaö skiptið steig hann einungis einu sinni á skíði. Sun Valley er einnig frægur fyrir að þar var fyrstu stólalyftunni komið fyrir í Bandaríkjunum en síðan hafa þær breiðst hratt út. Við bæinn er fjallið Bald Mounta- in sem þykir afspyrnugott fyrir góða skíðamenn en þeir sem ekki hafa náð eins góðum tökum á íþróttinni ættu að láta vera að renna sér niður brekkur þess. Þó að staðurinn sé paradís fyrir þá sem eru góðir er þar samt sem áður að finna byijendabrekkur og brekkur fyrir miðlunga svo allir eiga að finna þar eitthvað við sitt hæfi. í nágrenni Sun Valley er bærinn Ketchum, fjörugur bær þar sem er að finna alla þá afþreyingu sem ferðamenn geta hugsaö sér; leik- sýningar, tónleika, næturklúbba, bari og svo framvegis auk aragrúa af góðum veitingastöðum. Taos Taos í Nýju Mexíkó er lítill stað- ur, en fjölsóttur af skíðafólki. Þar er að finna góðar brekkur við hæfi allra. Það hefur verið haft á orði um þennan stað að næturlíf sé þar í lágmarki, andrúmsloftið á staðn- um sé hins vegar afslappað en skíð- alöndin frábær. Það er ýmislegt annað við að vera í Taos en renna sér á skíðum, sér- staklega ef fólk hefur áhuga fyrir menningu og listum. í bænum eru mörg listagallerí þár sem list frá Miðvesturrikjunum er í hávegum höfð og svo er ýmislegt annað um að vera í menningarlífi staðarins, tónleikar og sýningar af ýmsu tagi. ÍUtah Það er svo rétt að enda þessa yfir- reið í Park City í Utah. En í þeim sögufræga bæ er að finna frábær skíðasvæði sem hæfa öllum, sama hvort þeir eru byijendur eða lengra komnir. Og þar er sömuleiðis að finna alla þá afþreyingu sem ferða- menn geta óskað sér, næturklúbba, bari og frábæra veitingastaði. Merkingar á kortum Yfirleitt þarf ekki að bíða lengi eftir því að komast í skíðalyfturnar í skíðalöndunum. Bandaríkin eru land stólalyftanna og þar leggja menn mikið upp úr að gera þær stöðugt hraðskreiöari, þeim sem óttast að þeim sé spýtt úr lyftunum á mikilli ferð þegar toppnum er náð skal á það bent að svo er ekki því lyfturnar hægja á sér þegar toppn- um er náð. Burðargeta lyftanna er einnig oft með ólíkindum því marg- ar þeirra geta flutt allt að 2500 manns á klukkustund sem er ótrú- legur fiöldi. Skíðabrekkuraar eru vel merkt- ar á kortum. í Bandaríkjunum táknar grænn hringur auðveldari brekkumar, blár ferhymingur þær erfiðari og svartur tíguU þær erf- iðustu. Merkingamai' virðast vera nokk- uð flóknar þegar það er haft í huga að þessar merkingar tákna ekki að græni hringurinn sé fyrir byijend- ur, blái ferhymingurinn fyrir miðl- unga og svarti tígullinn fyrir þá sem lengst era komnir því bera verður saman innbyrðis brekkur á einu og sama skíðasvæðinu. í Bandaríkjunum tíðkast heldur ekki að fólk renni sér utan merktra skíðasvæða, raunar er þaö bannað með lögum og ef fólk brýtur þau getur það átt yfir höföi sér strangar refsingar. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.