Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 15
MIDVrKÍJDÁGtlR 11'OKTÖBKR 1989. 31 Utanferðir Lech þykir einn flnasti staðurinn í Aust- urríki og sá dýrasti. Þorpið stendur í um 1.450 metra hæð og hæsti tindurinn er 2.377 metr- ar. íbúafjöldinn er 1.270 manns og gistirými er fyrir 6.700 gesti. Skíðasvæðin eru í Kriegerhorn, Oberlech og Rufikopt. Skíðabrekkumar í Lech tengjast þeim í Zurs sem er aðeins í 5 kíló- metra fjarlægð. Skíðabrautinn á milli þessara tveggja staða er 20 kíló- metra löng og kjörinn fyrir miðl- ungsskíðamenn sem vilja leggja eitt- hvað á sig. Kvöld og næturlífiðp þykir íjörugt og á kvöldin röltir fólk gjarnan um götur og torg til að sýna sig og sjá aðra. Gárungarnir segja að á þessum kvöldgöngum séu pelsar nánast skyl- dufatnaður. Vinsælt er að koma við á Gashof Post þar sem aðalsfólk Evrópu dvel- ur gjarnan og fá sér þar veiðimann- afe eða heitt súkkulaði. í leiöinni er alltaf von til að sjá einu þekktu and- hti bregða fyrir. Svo fækkar fólkinu á götunum, nátthrafnamir skemmta sér hins vegar fram eftir nóttu á hót- elunum, í næturklúbbunum eða di- skótekunum. Mayrhofen hefur verið nefndur staður unga fólksins. fbúafjöldi bæjarins er 3.300 en gisti- rými er fyrir 7.700 manns. Mayrhofen stendur í um 630 metra hæð og hæsti tindurinn er 2250 metr- ar. Skíðasvæðin eru í Ahorn, Penken og Horberg-Gerent. Mayrhofen er stærsti skiöastaður- inn í Zillertal. Byrjendabrekkumar era á Ahornfjalh sunnan við bæinn en brekkur fyrir miðlunga og lengra komana eru hinum megin bæjarins og upp á jökhnum við Hintertux. Bærinn hefur notið geysilegra vin- sælda undanfarin ár. Vinsældirnar hafa á hinn bóginn haft þann ókost í fór með sér að langar biðraðir hafa myndast við skíðalyfturnar og hefur skíðafólk oft orðið að bíða allnokkra stund til að komast upp í brekkurnar aftur. Næturlífið er óformlegt en fjöl- skrúðugt og drykkja oft á tíðum ah- nokkur. Nokkur diskótek eru í bænum svo og vinalegir barir, skemmtileg veit- ingahús og gott kvikmyndahús sem aðahega sýnir myndir á þýsku. Kitzbuhel stendur í um 800 metra hæð og er íbúafjöldi bæjarins 8000 og jafnmörg gistirými em þar fyrir gesti. Hæsti tindurinn er í 2000 metra hæð og skíðasvæðin em í Hahnenk- amm, Kitzbuheler Horn, Ehrenbach- höhe og Pengelstein. Að dómi margra er enginn staður í Austurríki sem býður upp á betri aðstöðu til skíðaiðkana fyrir miðl- unga og þá sem lengra eru komnir. Böm og byrjendur finna einnig brekkur við sitt hæfi þó þær séu ekki taldar jafngóðar og fyrir fyrrnefnda hópana. Til Kitzbuhel sækir margt ríkt fólk og þekkt og þeir sem vhja láta sjá sig með fina liðinu fylgja í kjölfarið. Bærinn er nokkuð stór og þar er að finna skemmthegan miðbæ þar sem elstu byggingamar telja daga sína aht th miðalda. Þar eru góðar fata- verslanir og veitingastaðir. Það er eiginlega aht að finna á þess- um stað th að gera vetrarfríið ánæju- legt, góðir veitingastaðir, barir, spha- víti, söfn og gestir af öllum þjóðern- um. Saalbach- Hinterglemm stendur í 1003 metra hæð og hæsti tindurinn í nágrenninu er 2097 met- ar. Íbúaíjöldinn er 2.500 en gistirúm er fyrir 17.000 manns. Sitíðasvæðin eru Schattberg, Ost, Zwölferkogel, Kohlmais, Schönleit- en, Hochalm, Reiterkogel og Bernkogel. Saalback og Hinterglemm eru'íjöl- sóttustu ferðamannastaðir Austur- ríkis næst á eftir Vínarborg. Þorpin tvö hafa gnægð af skíða- brekkum fyrir aha, byrjendur jafnt sem lengra komna. Börnin hafa held- ur ekki gleymst því sérstakar brekk- ur hafa verið útbúnar fyrir þau. Utan hefðbundinna skíðabrekkna á svæðinu er eru einhverjar erfið- ustu skíðabrekkur sem fyrir finnast og þangað er ættu ekki nema þeir ahra bestu að hætta sér. Næturlífið er fjörgt í bænum og bærinn hentar því kannski ekki fyrir rólegt fjölskyldurfrí en aðrir ættu að skemmta sér konunglega. Einkunnagjöf Skíða- aðstaða Snjó- gæði Fyrir byrjend- ur Fyrir miðl- unga Fyrir lengra komna Fyrir börn Skemmt- analíf Aðrar íþróttir Gæði fyrir pening- ana Meðal- tal Bagdastein 7 7 5 8 6 6 7 8 6 6.6 St. Johann im Pongau 7 6 6 8 5 5 5 6 8 6,2 Kitzbuhel 9 6 4 9 9 5 9 8 7 7.3 Lech 8 8 7 8 8 6 7 6 6 7,1 Mayrhofen 5 5 7 6 2 7 7 5 7 6,6 Saalbach/Hinterglemm 9 7 5 10 8 5 9 6 6 7,2 Sölden 8 9 5 8 7 5 7 7 7 7.0 ZellamSee/Kaprun 7 8 5 8 4 5 6 7 6 6,2 Einkunnagjöfin er unnin upp úr Berlitz Ski Guide Austria og gefur til kynna hvar sé besta skíðaaðstaðan fyrir byrjendur í íþróttinni, þá sem teljast i meðallagi góðir og svo þá sem hafa náð góðum tökum á henni. Sömuleiðis fá staðirnir einkunnir fyrir þá aðstöðu sem þeir bjóða upp á fyrir börn. THAILAND Verð frá kr. 69.700 mMT' f m PATTAYA baðstrandarbærinn og BANGKOK Brottför alla miðvikudaga. íslenskur fararstjóri í allan vetur. = RUGFEROIR ÓTRÚLEGT EN SATT - Nú getum við boðið slíkar ævintýraferðir á Kanarí- eyjaverðí. Takmarkað sætaframboð. = SOLRRFUJC Vesturgötu 12 - Simar 15331 og 22100. BORGARFERÐIR Glasgow - helgarferð 3 nætur á Hotel Hospitality Inn. Verð frá 24.150,- London - helgarferð 3 nætur á St. Giles Hotel (áður Y-Hotel). Verð frá 33.680,- Frankfurt - helgarferð 3 nætur á Hotel Rhein Main. Verð frá 34.140,- Kaupmannahöfn - helgarferð 3 nætur á Komfort Hotel. Verð frá 36.210,- Luxemburg - helgarferð 3 nætur á Hotel Italia. Verð frá 30.980,- Amsterdam - helgarferð 3 nætur á Pulitzer Hotel. Verð frá 32.140,- Hamborg - helgarferð 4 nætur á Hotei Graf Moltke. Verð frá 29.410,- Innifalið er flug og gisting með morgunverði. Verð í öllum tilvikum á einn mann í tveggja manna herbergi. Veittur er sérstakur afsláttur fyrir hópa og barnaafsláttur. Verðið er miðað við staðgreiðslu. SOLARFERÐIR - JÓLAFERÐIR Verð frá 82.200,- Verð frá 65.600,- Kanaríeyjar 3 vikur í beinu leiguflugi: 2 í húsi í janúar. 2 vikur um London: 2 í húsi í nóvember. Flórída - Orlando/ St. Petersburg Þú ákveður dvalartímann, við skipuleggjum ferðina. Jólaferðir, 16 dagar eða 19 dagar með brottför 16.12. og 19.12. Verð frá 64.440,- Mexíkó Flug og gisting í 2 vikur. Verð frá 84.510,- Hawaii Flug og gisting í 2 vikur. Verð frá 110.970,- Thailand Flug og gisting - 17 dagar. Verð frá 95.900,- Benidorm eða La Marina á Costa Blanca ströndinni 4.11. - 6 vikur. Verð frá 73.400,- 16.12. - 4 vikúr. Verð frá 64.400,- 13.1. - 3 mánuðir. Verð frá 99.800,- Verð er miðað við staðgreiðslu og tvo í íbúð, húsi eða á hóteli. Barnaafsláttur fyrir 2-12 ára börn. Gengi miðað við 20. september 1989. Fáðu allar nánari upplýsingar hjá okkur - við veitum þér góða og örugga þjónustu. FERÐASKRIFSTOFA REYKjAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVÍK • SlMI 91-621490 • TELEX 3180 REK TRA Einfaldlega betra greiðslukort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.