Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 31/ QKTÓBER 1989. 3 VIRÐ ISAU KASKATTUR Betri skattskil koma öllum Virðisaiikaskattur tekur við af söluskatti um næstu áramót. Hann tryggir ákveðið sjálfseftirlit í skattkerfinu sem verður til þess að treysta skattskil í landinu. Með virðisaukaskattinum verður skattkerfið heilsteyptara og rökréttara. Reglur um skattskyldu verða skýrari, undanþágum fækkar og uppgjör og innheimta verður auð- veldari. Virðisaukaskattur er talinn öruggari en söluskatt- ur vegna þess sjálfseítirlits sem myndast í kerfinu með írádráttarheimildinni. Undandráttur ætti að minnka því hvert fyrirtæki hefur hag af því að telja fiam öll innkaup og fá innskattinn af þeim dreginn ffá. Innheimta skattsins dreifist á fleiri aðila en verið hefur þannig að lægri fjárhæð kemur til innheimtu hjá hveijum og einum og ætti það að bæta skattskil. Stór hluti virðis- aukaskatts verður og innheimtur í tolli og þannig fá skatt- yfirvöld glöggar upplýsingar sem auðvelda allt effirlit. Virðisaukaskatturinn er því traustara kerfi sem leiðir af sér betri skattskil — sem koma öllum til góða. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.