Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989.
Útlönd
Fulltrúar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa rætt um að flýta fundi
Georges Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjov, sovéska forset-
ans, og getur farið svo að hann verði haldinn í desember, eftir því sem
ins segir aö fundurinn fari ef til vill fram á hlutiausum fundarstað.
Utanríkisráðherrar stórveldanna náðu samkomulagi i síðasta mánuði
um að leiðtogarnir tveir hittust í Bandarikjunum annaðhvort næsta vor
eða sumar. Blaðamenn Post segja að annar hugsanlegur fundur fyrr, á
hlutlausum ftmdarstað, myndi ekki raska undirbúningi leiðtogafundar í
Bandaríkjunum síðar. Samkvæmt heimildarmönnum dagblaðsins myndi
leiðtogafundur í desember líklega ekki snúast um afvopnunarmál, eins
og búist er við að muni verða efst á baugi á fundi þeírra á næsta ári,
heldur um samskípti á.milli ríkjanna.
í ft-étt blaðsins er einn mögulegur fimdarstaður neíhdur og er það að
leiðtogamir hittist um borö í skipi á Miðjarðarhafi.
Pólitískur órói á Indlamli
Stuöningsmenn Congress-flokksins á Indlandl I kosningabarattunnt
Nýju-Dehli. Þingkosningar fara fram á Indlandi 22. og 24. nóvember.
Simamynd Rcuter
Miki] pólitísk spenna ríkir nú innan indverska sfjómarflokksins,
Congress-flokks Rajivs Gandhi forsætisráðherra, eftir að varnarmálaráð-
herrann neitaði aö taka þátt í þingkosníngunum sem fram fara í næsta
mánuði, Heimiidir herma að neitun Chandra Pant varnarmálaráðherra
sé bein ógnun við stöðu Gandhis og tilraun af hálfu íhaldsafla innan
flokksins til að ná völdum úr höndum hinna yngri flokksfélaga. Pant
segir ástæðúna vera þá að hann fói ekki að bjóða sig fram fyrír heimahér-
áö sitt
Pant hefur og látið í Ijósi skoðanir sem ganga á skjön við opínberar
skoðanir forsætisráðherrans. Segja fréttaskýrendur aö það og neitun
hans um sæti á framboöslista flokksins muni koma sér illa fýrir Gandhi.
Sönnunargögní Lockerbie-málinu?
RannsóknaraöiJar i Evrópu hafa sönnunargögn sem tengja palestinsk
landi í í desember í fyrra. Frá þessu er greint í bandaríska dagblaðinu
The New York Times í dag.
Blaðið hefur það eftir bandarískum embættismönnum að Palestínumað-
ur, sem er í haldi i Svíþjóð ákærður um hryðjuverk, hafi játað að hafa náð
í og afhent öðrum manni sprengju sem falin var í byggingu í Vestur-
Þýskalandi. Byggingin hafði verið notuð af Alþýöufylkingunní sem herst
fyrir frelsi Palestínu.
Talið er að sprengjan sé svipuð þeirri sem grandaði Boeing 747 far-
biðu bana. Er haft eftir bandarískum embættismönnum að jafnvei geti
verið um sömu sprengju aö ræða.
Vestur-þýska lögreglan fann ekki sprengjuna þegar hún gerði húsleit
hjá samtökunum í október í fyrra og handtók fjórtán meðhmi þeirra.
Þrjú hundruð þúsund Austur-Þjóðverja gengu um götur Leipzig í gær og kröfðust umbóta. Símamynd Reuter
Krenz heimsækir
Gorbatsjov
Egon Krenz, leiðtogi Austur-
Þýskalands, sagði í viðtali við sov-
éska sjónvarpið í gærkvöldi að hann
hefði áhuga á að kynna sér þær
breytingar sem orðið hefðu í Sovét-
ríkjunum. Krenz kemur í opinbera
heimsókn til Moskvu í dag í boði
Gorbatsjovs Sovétforseta. Verður
það fyrsta utanlandsferð hans frá því
að hann tók við leiðtogaembættinu
af Honecker fyrr í þessum mánuði.
Samtímis því sem Krenz kom fram
í sovéska sjónvarpinu efndu hundr-
uð þúsunda Austur-Þjóðverja til
mótmælaaögerða í þremur borgum
Austur-Þýskalands. Um þrjú hundr-
uð manns gengu um götur Leipzig í
gærkvöldi og kröfðust umbóta, að því
er austur-þýska sjónvarpið greindi
frá. Einnig var sýnt frá mótmælum
í Schwerin þar sem um áttatíu þús-
und manns söfnuðust saman.
Nokkrir mótmælenda báru spjöld
með kosningaseðlum fyrir stjórnar-
andstöðusamtökin Nýjan vettvang
og nýja sósíaldemókrataflokkinn.
Var greinilegt að veriö var að hvetja
til frjálsra kosninga.
Þúsundir Austur-Þjóðverja gengu
að aðalstöövum kommúnistaflokks-
ins í Halle en lögreglan hafðist ekk-
ert að þar frekar en annars staðar.
Krenz lagði í gærkvöldi áherslu á
að enginn mætti draga í efa styrk
kommúnistastjómarinnar þó svo að
nú væri verið að ræða bresti opin-
berlega. Hann þykir þar með hafa
gert ljóst að þær umbætur, sem gerö-
ar verða í Austur-Þýskalandi, verði
í samræmi við stjórnarskrána og að
ekki verði hægt að breyta forystu-
hlutverki kommúnistaflokksins.
Krenz gaf einnig í skyn að flokkur-
inn myndi einungis samþykkja um-
bætur ef það væri hægt án jafn-
mikils óróleika og í Póllandi og Ung-
verjalandi þar sem kommúnista-
flokkarnir hafa misst forystuhlut-
verk sitt.
Reuter og Ritzau
Mótmælendur í Prag ákærðir
Tékknesk yfirvöld munu ákæra
hundrað fjörutíu og níu manns
vegna þátttöku þeirra í mestu mót-
mælum í landinu í tuttugu ár. Alls
voru þijú hundruð fimmtíu og
fimm manns handteknir þegar lög-
regla leysti upp mótmælafund tíu
þúsund Tékka í miðborg Prag á
laugardaginn.
Hundruð lögreglumanna börðu á
mótmælendum sem kröfðust nýrr-
ar stjómar, frjálsra kosninga og
afsagnar harðlínumannsins og
flokksforingjans Milos Jakes.
Það hefur vakið athygli að gagn-
stætt málgagni kommúnistaflokks-
ins, Rude Pravo, skrifar málgagn
unghðahreyfingarinnar, Mlada
Fronta, að lögreglan hafi umkringt
marga mótmælendur og ráðist á
þá. Rude Pravo sagði að mótmæl-
endur hefðu ráðist að lögreglunni
með grjótkasti en Mlada Fronta
kvað mótmælendur hafa verið frið-
sama og að þeir hefðu kallaö að
þeir vildu ekkert ofbeldi. Mlada
Fronta skýrði einnig frá því aö
mótmælendur hefðu hrópað að
þeir vildu lýðræði og umræður.
Reuter
Pravda ól
Hinn nýi ritstjóri Prövdu, mál-
gagns sovéska koramúnistaflokks-
ins, lofaði því í gær að blað hans
yrði óháð og fijálst og helgað um-
bótastefnunní. Ritstjórinn, Ivari
Frolov, sem veriö hefur aöstoöar-
maður Gorbatsjovs síöustu tvö ár-
in, hét þessu á óvæntum fundl meí
eriendum fréttamönnum ellefu
dögum eftir aö hann tók viö rit-
stjóraembættinu,
Frolov tók viö af Afanasyev, hug-
myndafræðingi sem verið hafði rit-
stjóri Prövdu frá 1976 og ekki farifi
leynt með andúö sína á mörgu
varðandi perestrojku Gorbatsjovs.
Hann var rekínn 19. október.
Ivan T. Frolov, hinn nýi ritstjóri
Prövdu. Símamynd Houter
De Klerk til Fílabeinsstrandarinnar
De Klerk, forseti Suöur-Afriku, mun fara í opinbera heimsókn til FOa-
beinsstrandarinnar í desember. Mun það verða fyrsta heímsókn de Klerks,
leiötoga minnihlutastjómar hvítra x Suöur-Afríku, til lands sem er undir
stjóm blökkumanna.
Það var forseti f'ílabeinsstrandarinnar, Felix IIouphouct-Boigny, sem
tilkynnti fyrirhugaöa heimsókn de Klerks. Ekki er Ijóst um hvaö Houp-
houet-Boígny og de Klerk munu ræða.
Reuter
Ortega, forseti Nicaragua:
„Mun sýna sveigjanleika“
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Perez de Cuellar, lagði að
forseta Nicaragua, Daniel Ortega, í
gær að binda ekki enda á vopnahlé
sandinistastjómarinnar og kontra-
skærufiða í Nicaragua eins og forset-
inn hefur hótað að gera. Þetta kom
fram í máli heimildarmanns í gær.
Ortega hefur sagt að ef ekki kæmu
fram greinileg merki afvopnunar
skæruiiðanna í dag, þriðjudag,
myndi sljóm sín strax á morgun falla
frá vopnahléi því sem nú hefur ríkt
í nítján mánuði.
De Cuellar, sem stutt hefur friðar-
áætlun forseta fimm Mið-Ameríku-
ríkja, sendi Ortega bréf þar sem hann
kvaðst óttast að frekari átök í Nic-
aragua kynnu að ógna kosningunum
sem þar eiga að fara fram í febrúar
á næsta ári. Sameinuöu þjóðimar
munu fylgjast með þeim kosningum.
Talsmaður stjómvalda sagði að
Ortega myndi tilkynna ákvörðun
sína varðandi vopnahléið í dag. í
morgun, vegna mikils póhtísks
þrýstipgs utan að, kvaðst forsetinn
mundu sýna sveigjanleika er hann
tæki ákvörðun um vopnahléið þar
sem þrír forsetar Mið-Ameríku hefðu
samþykkt aö leggja að Bandaríkjun-
um, sem styðja við bakið á kontra-
skæruhðunum, að hvetja skærulið-
ana til afvopnunar.
Forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja
náðu samkomulagi í ágúst þar sem
kveðið er á um afvopnun kontra-
skæruliðanna fyrir 5. desember. Enn
sem komið er bendir ekkert til þess
að slík afvopnun fari fram á réttum
tíma.
Talsmaður vamarmálaráðuneytis
Nicaragua sagði að fimm stjómar-
hermenn heíðu verið myrtir og ellefu
særðir í árásum kontraskæruliða í
Norður- og Mið-Nicaragua síðustu
dægrin. Báðir stríðsaðilar hafa sakað
hinn um að brjóta gegn vopnahléinu.
Reuter
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
mun tilkynna hvort stjórn sandinista
hyggst halda vopnahlé það sem rikt
hefur. Teikning Lurie