Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989.
11
Utlönd
Tíu milljónir barna
selja blíðu sína
Þessar litlu brasilísku telpur voru seldar af foreldrum sinum.
Tíu milljónir bama, á aldrinum
fjögurra til fimmtán ára, eru seldar
af foreldrum sínum, neyddar til
vændis og svívirtar af vestrænum
frygðarferðalöngum. Samkvæmt
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna er að minnsta kosti ein
milljón barna neydd til vændis á
hverju ári.
Ekkert virðist geta spornaö við
þessu þrælahaldi nútímans í Thai-
landi, Fiiippseyjum, Brasilíu, Kenýa
og fleiri löndum þriðja heimsins.
Daglega fljúga Evrópubúar, Amerík-
anar og Japanir í hópum til þessara
landa til þess að kaupa konur og
böm sem flúið hafa frá landsbyggð-
inni og úr fátækrahverfum stórborg-
anna í rúm ferðalanganna.
Án nokkurrar vonar um menntun
eða starf em milljónir bama neyddar
af foreldrum sínum til þess að afla
sér tekna á einhvem hátt. Vinna
barnanna er oft síðasta úrræði fá-
tækra foreldra til að framfleyta fjöl-
skyldunni. En skrefið frá bamavinn-
unni til barnavændisins er ekki
langt. í þróunarlöndunum fer þeim
bömum fjölgandi sem selja sig á
meðan velmegunin og feröalöngunin
eykst í hinum vestræna heimi. Árið
1978 komu átján milljónir ferða-
manna til þessara landa, tíu áram
seinna hafði fjöldi ferðamanna tvö-
faldast.
Tókstaöflýja
í nuddstofum og hóruhúsum stór-
borganna njóta margir ferðamenn
þeirra stúlkna sem fluttar hafa verið
frá landsbyggðinni. Ein þeirra er hin
fimmtán ára gamla Pim sem kom frá
norðurhluta Thailands til Bangkok.
Henni tókst að flýja heim í þorpið
sitt en í hvert skipti sem hún heyrir
í bifreiö hrekkur hún við. Pim er
hrædd um að þar sé á ferðinni um-
boðsmaður hennar sem gegn gjaldi
lofaði skuldugri fjölskyldu hennar
að hún fengi góða stöðu í spunaverk-
smiðju. Þegar til Bangkok var komið
var farið með Pim, sem þá var fjórtán
ára, beint í nuddstofu sem var eitt
af mörgum hundraöum hórahúsa í
stórborginni. „Það voru þrjú hundr-
uð stúlkur þar,“ segir Pim og hylur
andht sitt. „Ég gerði það fyrir móður
mína og litlu bræður mína þrjá.“ Pim
er hrædd um að umboðsmaðurinn
komi og sæki hana þar sem hún hafði
aðeins unnið fyrir helmingi þess
gjalds sem greitt var fyrir hana.
Skammt frá Pim býr Subin sem er
sautján ára. Hún hefur unnið þrjú
ár á sömu nuddstofu og Pim var.n á
og er löngu búin að greiða skuldir
sínar. Fjölskylda Subin hefur notið
góðs af atvinnu hennar. Gerðar hafa
verið endurbætur á húsinu og fjöl-
skyldan getur státað af litasjónvarpi.
„Blessað bamið sér fyrir okkur,"
segir faðir hennar um leið og hann
sýnir nýtt mótorhjól sem Subin hefur
unnið fyrir. Hún er ekkert að hugsa
um að hætta vændinu.
Dóttir fagnaðarefni
Áður fyrr var fæðing sonar tilefni
fagnaðar því það vora þeir sem gátu
séð fyrir fjölskyldunni. Nú gleðjast
bændur meir yfir fæðingu dóttur
„því stúlkur eiga svo auðvelt með að
útvega sér vinnu.“ Skiptir þá ekki
máh hvort þær vinna á hrísgrjóna-
akri, í verksmiðju eða vændishúsi -
þær gegna dótturhiutverki sínu.
Fórnarlömbunum fjölgar
Á meðan eymdin í Asíu, Afríku og
Suður-Ameríku vex fjölgar möguleg-
um fórnarlömbum vændisins. Eins
og til dæmis í Brasihu þar sem böm
hafa lengi þurft að sjá fyrir sér sjálf.
Bara í námuhéraðinu Pará bjóða
þijátíu þúsund telpur á aldrinum tíu
til fjórtán ára sig th sölu, að áhti
héraðsstjórans þar. í Suður-Ameríku
eru bömin, sem selja sig, oft í lífs-
hættu. Hommar, sem eru sérstaklega
fyrirhtnir í þessum hluta heimsins
þar sem ímynd karlmennskunnar
ríkir, myrða oft bömin eftir að hafa
keypt bhðu þeirra.
A Indlandi blandast trúarbrögð
bamavændi. í fylkinu Kamataka
fórna fátækir bændur einu sinni á
ári einni dætra sinna gyðjunni Jeh-
amma. Á það að færa fjölskyldunni
hamingju. Næstum allar telpumar,
sem eru um fjögur þúsund á ári og
á aldrinum fjögurra th tólf ára, enda
í hóruhúsi. Slíkar fómir hafa verið
bannaðar frá árinu 1983 en era samt
færðar.
Fimm milljarðar dollara
Samkvæmt norskri könnun fyrir
Evrópuráðið var veltan í viðskiptun-
um með börn áriö 1986 fimm millj-
arðar doUara. Framboð og eftirspum
ræður verðinu eins og í öðram við-
skiptum. Útflutningssvæðin era að-
aUega löndin í Suðaustur-Asíu, eink-
um ThaUand, Sri Lanka og FUipps-
eyjar, Suður-Ameríka og einnig Áfr-
íka upp á síðkastið. Innflutnings-
svæðin eru Vestur- og Norður-Evr-
ópa, Bandaríkin og Austurlönd nær.
Bara í Vestur-Berhn grípur lögreglan
um eitt þúsund vændiskonur frá
Thailandi á ári en flestar þeirra, eins
og annars staðar á Vesturlöndum,
eru átján ára og eldri. Þær voru þó
vepjulega neyddar tíl vændis börn
að aldri.
Hermenn í endurhæfingu
Glæpahringir selja börn gegnum
mUhgöngumenn th ríkra viðskipta-
vina eða vændishúsa í eigin landi eða
tU útlanda. Oft era böm frá Burtna
seld tU Thailands og telpur frá
Bangladesh fylla indverska markað-
inn. Starfsemin er vel skipulögð og
spUitir stjómmálamenn og lögreglu-
menn láta hana viðgangast.
Grunnurinn að starfseminni í
ThaUandi og FUippseyjum var lagð-
ur í kringum 1960 þegar tugir þús-
unda bandarískra hermanna fóru að
falast efhr bhðu kvenna. Á meðan á
Víetnamstríðinu stóð komu sjötíu
þúsund hermenn á hverju ári tU end-
urhæfingar á bari, vændishús og
nuddstofur í ThaUandi.
Kynferðisleg misnotkun bama
jókst í grennd við bækistöðvar her-
mannanna, samkvæmt könnun sem
norsk samtök tU hjálpar börnum
hafa gert.
80 prósent með kynsjúkdóma
Hin gífurlega eftirspurn byijaði
hins vegar ekki fyrr en kynlífsferð-
imar hófust. Árið 1987 komu þijár
og hálf rnUljón eriendra ferðamanna
til ThaUands, 1988 vora þeir yfir fjór-
ar miUjónir. Gert er að ráð fyrir að
1990 verði ferðamennirnir, sem koma
með velþeginn gjaldeyri til landsins,
yfir fimm mUljónir. Auðvitað koma
ekki alhr ferðamennimir tíl þess að
njóta bhðu thaUenskra stúlkna en
samtök í ThaUandi, sem beijast gegn
auknum fjölda ferðamanna tU lands-
ins, segja að þrír fjóröu hlutar ferða-
langanna séu karlmenn.
Enginn veit nákvæmlega hversu
mörg börn í ThaUandi stunda vændi.
Samkvæmt ágiskun franskra mann-
réttindasamtaka gætu þau verið um
fjöratíu þúsund en samtök tíl vernd-
ar réttindum barna í Bangkok óttast
að fjöldi barnanna sé um átta hundr-
uð þúsund. Áttatíu prósent þeirra
barna, sem samtökunum hefur tekist
að bjcirga úr hóruhúsunum, era með
kynsjúkdóma.
Hreinar meyjar og hjátrú
Á Indlandi og í Thailandi greiða
viðskiptavinirnir sérstaklega hátt
verð fyrir hreinar meyjar því sam-
kvæmt útbreiddri hjátrú, sérstak-
lega meðal eldri karlmanna, eykst
kyngeta þeirra eftir mök við óspjah-
aða mey. Aðrir era þeirrar skoðunar
að mök við óflekkaöar meyjar lækni
þá af kynsjókdómum. Telpurnar
smitast auðvitað samtímis.
Haft er eftir lækni nokkram að það
sé ekki fyrr en þær komi tU hans sem
þær trúi einhverjum fyrir því að þær
geti ekki lengur unnið vegna sárs-
auka. Margar þeirra taka inn róandi
lyf og fíkniefni. „Ég get htiö gert þeim
til sáluhjálpar," segir læknirinn.
Munurinn á barnavændi í iðnað-
ariöndunum og þróunarlöndunum
er sá að í iðnaðarlöndunum bjóða
táningar sig til sölu til að geta greitt
fyrir flkniefnanotkun sína en í þró-
unarlöndunum taka þeir inn fíkni-
efni tU að geta frekar umborið kval-
imar sem fylgja kynferðislegri mis-
notkurt.
Óttinn við eyðni
Embættismaður í thaUenska heU-
brigðisráðuneytinu spáir því að inn-
an fimm ára verði ein milljón manns
í ThaUandi smituð af eyðni, þar á
meðal fjöldi mjög ungra barna.
Eftir því sem ótti viöskiptavina frá
ríku löndunum við eyðni eykst vex
eftirspumin jafnframt eftir börnum.
Margir karlmenn eru sagðir vera
þeirrar skoðunar að því yngri sem
bömin era því minni sé smithættan.
Fjölmiðlar eru farnir að fjaha um
eyðnivandamáhð og einkasamtök
úthluta ferðalöngum í skemmti-
hverfum Bangkók smokkum. Her-
menn og lögreglumenn gangast und-
ir eyðnipróf og yfirvöld hafa fyrir-
skipað að vændiskonur verði skyld-
aðar í eyðnipróf og þær sem reynist
smitaðar verði lokaðar inni. Tals-
maður mannréttindasamtaka gagn-
rýnir þessa afstöðu yfirvalda. „Af
hveiju mega viðskiptavinirnir halda
áfram að breiöa út sjúkdóminn?"
spyr hann.
Hann segir frá Tat sem er þrettán
ára. Þegar hún var tólf ára var hún
numin á brott og komið fyrir í hóru-
húsi. Ári seinna tókst henni að
smygla bréfi úr húsinu til foreldra
sinna: „Elsku pabbi og mamma, seg-
ið engum hvar ég er en bjargið mér
héðan!“ Lögreglan frelsaði barnið og
við rannsókn kom í ljós að Tat var
með eyðnismit. Höfðað verður mál
gegn eiganda hóruhússins.
Vægar refsingar
Til stendur að þyngja refsinguna
gegn hórmöngurum en hingað tíl
hafa þeir sloppið með væga dóma,
þriggja mánaða fangelsi eða sekt. Það
er heldur ekki oft sem eigendur
hóruhúsa og barnasalar koma fyrir
rétt. Það gerðist þó 1984 eftir stór-
bruna í ferðamannaparadís. Þá fór-
ust fimm ungar vændiskonur. Þær
gátu ekki bjargað sér úr eldsvoðan-
um þar sem þær vora hlekkjaðar við
rúm sín.
Ýmis mannréttindasamtök beita
yfirvöld í umræddum löndum þrýst-
ingi og reyna jafnframt að auka
ábyrgðartilfinningu manna í ríku
löndunum: Það er ekki fyrr en eftir-
spurnin hættir sem hægt verður að
binda enda á bamavændi.
Norskar konur hafa sérstaklega
látið til sín taka við að koma í veg
fyrir kynlífsferðir karla til Thai-
lands. Þær eru sagðar hafa mætt á
Fomebuflugvöll við Osló meö spjöld
þar sem á stóð: „i dag klukkan 10.55
fara tuttugu norskir karlar til Bang-
kok til þess að nauðga fátækum kon-
um í Thailandi." Eigandi ferðaskrif-
stofunnar, sem skipulagði Thai-
landsferðina, kærði konurnar en
ákærunni var vísað frá á þeim for-
sendum að ásakanir kvennanna ættu
við raunverulegt ástand í Thailandi.
Der Spiegel
Bnma-
kuldasKgvél
2 litir Kr. 1.695,-
/VIIKIIOIRÐUR
MARKADURVIÐSUND
Vegna vændis Subin gat faðir hennar eignast mótorhjól.