Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989.
Spumingin
Lesendur
Ferðu oft í kirkju?
Auður Magnúsdóttir: Ég fer aldrei í
kirkju, mér finnst það svo leiðinlegt.
Birna Blöndal: Nei, ég fer örsjaldan.
Daníel Ingvarsson: Ég fer tvisvar á
ári, á jólum og á páskum.
Lilja Oddgeirsdóttir: Nei, og ég kann
enga ástæðu fyrir því.
Hjalti Halldórsson: Nei, ég fer alltof
sjaldan í kirkju.
Skila sjónvarps-
auglýsingar arði?
Kaupmaður skrifar:
Ég var að enda við að horfa á kynn-
ingu í sjónvarpinu um ágæti sjón-
varpsauglýsinga, mátt þeirra og
notagildi fyrir auglýsendur. Ég verð
nú að segja mitt álit á þessu há-
stemmda lofi. Ég hef oft prófað þenn-
an hátt við að koma vöru minni á
framfæri. Niðurstaðan er neikvæð.
Öll önnur form auglýsinga hafa
reynst mér áhrifaríkari.
Ég hef þó allsæmilega reynslu af
svokölluðum skjáauglýsingum á
báðum sjónvarpsstöðvunum og tel
þær skásta kostinn á þeim vettvangi.
Hins vegar eru blaða- og tímaritaaug-
lýsingar aö mínu mati þær sem skila
sér best og svo eins skyndiauglýsing-
ar á útvarpsstöðvunum, ekki síst á
gömlu gufunni (rás 1).
Viðamiklar og dýrar sjónvarpsaug-
lýsingar tel ég mikla sóun á flármun-
um, þar sem staðreyndin er sú hér á
landi sem annars staðar þar sem þær
birtast ekki inni í dagskránni að fólk
notar tækifærið milli dagskráratriða
að standa upp frá sjónvarpinu og
„Tel að blaða- og tímaritsauglýsingar skili sér best...,“ segir bréfritari m.a.
gera eitthvað annað þar til næsti
dagskrárliður hefst.
Hvað varðar auglýsingar í blöðum
og tímaritum er maður að kaupa
auglýsingu sem er varanleg, a.m.k. á
meðan viðkomandi blað eða tímarit
er í gildi og meðan fólk heldur áfram
að handfjalla þann fjölmiðil.
Svart/hvítar auglýsingar eru síður
en svo áhrifaminni en litaauglýs-
ingar, en ég vel þó gjaman einn
aukalit sem svo er kallaður, þegar
ég tel það við hæfi vegna vörutegund-
ar.
Að öllu samanlögðu tel ég að alltof
mikið sé gert úr árhifamætti hinna
rándýra sjónvarpsauglýsinga, sem
að öðru jöfnu eru svo greiddar af
viðskiptavinum okkar því ekki er
annars staðar hægt að ná þeim
kostnaði inn. Það má því segja mér
allt annað en furðusögur um áhrifa-
mátt auglýsinga 1 sjónvarpi, þeim
trúi ég ekki og allra síst þegar þær
eru útfærðar af sjónvarpsstöðinni
sjálfri með aðstoð einhvers stórves-
írsins í viðskiptamannaliði hennar.
Rafmagnsnotendur
Rafveita Hafnarfjarðar þakkar þeim fjölmörgu sem greiða rafmagnsreikninga
sína skilvíslega. Vegna mikilla framkvæmda hjá rafveitunni, þarf að herða á
innheimtu gagnvart þeim sem komist hafa í vanskil, þeir mega búast við
innheimtuaðgerðum, sem eru nú þegar að hefjast.
Rafveita Hafnarfjaröar.
Svona fara þeir að hjá R.H. i Hafnarfirði er þeir tilkynna vanskil.
Rafveita Hamargaröar:
Vinsamleg innheimta
Kona í Hafnarfirði skrifar;
Ég sendi hér með til ykkar á les-
endasíðunni smáorðsendingu frá
Rafveitu Hafnarfjarðar til rafmagns-
notenda í bænum. Hún talar sínu
máli og sýnir hvemig hægt er að fara
í hlutina á vinsamlegan og smekkleg-
an hátt.
Nú skulda eflaust einhverjir í bæn-
um rafmagn og til þeirra verður að
ná og helst að fá þá til aö greiöa sem
fyrst. Og er þá ekki ráð að byrja á
aö þakka þeim fjölmörgu sem ávallt
greiða reikninga sína skilvíslega,
heldur en eins og stundum t.d. er
gert, að senda öllum tilkynningu um
að greiða sín gjöld, jafnt þeim sem
eru búnir að því og þeim sem skulda?
Mér finnst þessi stutta tilkynning
frá Rafveitu Hafnarfjarðar sýna
mikla háttvísi í innheimtuaðferð og
vera vinsamleg tilmæli frekar en
bein og hörð hótun - jafnvel þótt hún
taki svo beina afstöðu til þeirra sem
komnir eru í vanskil. Þetta mættu
aðrir innheimtuaðilar gjaman taka
sér til fyrirmyndar.
Eru Islendingarsiðspilltir?
Magnús Ólafsson skrifar:
Það sem á undan er gengið hér á
landi í ýmsum málum gefur tilefni
til að staldra við og íhuga á hvaða
leið við erum sem þjóð og menning-
arsamfélag. - Kannski er hann ekki
svo fjarri lagi vitnisburðurinn sem
ein þekkt leikkona gaf íslensku þjóð-
inni í viðtali 18. þessa mánaðar í
Þjóðviljanum.
Þar svaraði hún spumingu blaða-
manns sem spurði hana hvaða bresti
landans hún ætti erfiðast með að
þola. Hún sagði: Þeir em margir. ís-
lenska þjóðin er illa upplýst, siöspillt
og vanþróuð.^- Ég get alveg tekið
undir þetta með henni og ég held að
fleiri séu sama sinnis.
íslenska þjóðin er vel menntuð, það
vantar ekki. En það segir ekki allt.
Og það fer ekki endilega saman
menntun, upplýsing og menning.
Menntaður maöur kann að vera
menningarlaus, illa upplýstur og sið-
spilltur.
Ég tel að við íslendingar séum með
eindæmum menningarsnauðir og
illa upplýstir. í fyrsta lagi temjum
við okkur engar kurteisisvenjur á
borð við aðrar þjóöir, getum varla
heilsað sómasamlega og það á við
bæði böm og fullorðna. Slikt er enda
hvergi kennt, hvorki á heimilum né
í skólum. Það er oft sláandi hvað fólk,
sem hefur þó verið við langskóla-
nám, er langt frá því að geta tjáð sig
í orðræðu. Það hefur mjög góð próf
úr skólum en vantar samt alla fágun
og menningu í háttum og umgengni.
Menntun fylgir oftast máttur en
ekki endilega menning, hvað þá að
henni fylgi siðvæðing. Og það er sið-
væðingin sem tilfinnanlega skortir
hér. Græðgin og sjálfselskan er alls-
ráðandi. Einkar áberandi er það í
fari ráðamanna sem skirrast ekki við
að segja rangt frá og beinlínis blekkja
almenning, jafnvel í beinni sjón-
varpssendingu, til aö tryggja aöstöðu
sína eitthvaö lengur.
Auðvitað getur hver fyrir sig svar-
aö þessum áleitnu spurningum um
siðferði, vanþróun og menntun þjóð-
arinnar en það getur varla talist guð-
last þótt einstakhngur segi sína skoð-
un opinberlega ef hann finnur sig
knúinn til eða ef honum blöskrar.
Rannsóknargleði
forsætisráðherra
Leifur hringdi:
Það %r með ólíkindum hvað forsæt-
isráðlíerrann hefur mikla tilhneig-
ingu líl að skélla allri skuld og óáran
í þjóðfélaginu á Sjálfstæðisflokkinn
og þá einkanlega á formann hans.
Þetta kemur fram í ólíklegustu
myndum, ekki síst varðandi spum-
ingar sem upp hafa verið bomar af
blaða- og fréttamönnum um vín-
málin og rekstur ráðuneyta, þ. á m.
bifreiðakostnað forsætisráðuneytis.
í nýlegu viðtali við forsætisráð-
herra út af rekstri hifreiðar ráðu-
neytis hans vildi hann engu svara
beint um það sem að honum sneri,
heldur venti hann sínu kvæði í kross
og fór að tala um rekstur bifreiöar
ráöuneytisins í tíð formamis Sjálf-
stæðisflokksins. - Þetta kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti vegna þess
að hann var ekki spurður um þann
þátt. Fréttamaðurinn lét þetta gott
heita!
Og nú fyrir mjög stuttu var forsæt-
isráðherra enn í viðtali á annarri
sjónvarpsstöðinni og sló því þá fram
að ýmsar tölulegar upplýsingar
lægju fyrir í ráðuneyti hans frá fyrri
tið og þær gætu reynst fréttamönn-
um forvitnilegar... - Hvað átti mað-
urinn við?
Og enn var það á fundi í Hafnar-
firði þar sem forsætisráðherra var ’
ræðumaður að hann lét í þetta sama
skína en bætti við að hann sjálfur
tæki ekki þátt í „svoleiðis leik“. Hann
myndi láta það öðmm eftir. Sama
kvöld kom frétt um að hann hefði
óskað eftir því að Ríkisendurskoð-
andi færi yfir rekstur forsætisráðu-
neytisins til að fá allt upp á borðið!
Hann neitaði að verða við þeirri
beiðni og sagði að þar væri allt end-
urskoðað nú þegar og þyrfti ekki að
gera aftur.
Þannig standa málin þegar þetta
er skrifað, hvað sem síðar verður.
Mín spá er hins vegar sú að ekki séu
öll kurl komin til grafar um eyöslu
í ráðuneytunum og þá sérstaklega
að því er varðar ferðalög ráðher-
ranna og æðstu stjómar ríkisins.
Hygg ég að vínkaupin og það sem
um þau hefur veriö upplýst sé hor-
tittur einn miðað við það sem eftir á
að upplýsa um ferðalögin og útgjöld
af sameiginlegum sjóði landsmanna
vegna þeirra. - En rannsóknargleði
forsætisráðherra virðist í hámarki
þessa dagana. Og varla er það nema
af hinu góða?
Er að drukkna í pappír
Óskar Sigurðsson hringdi:
Ég bý á ósköp venjulegu heimili
hér í Reykjavík og held að hér sé
ekki eytt meira en gengur og gerist.
En það era hér þvílík ógrynni af
pappír í alls konar formi að mér er
farið aö þykja nóg um. - Hingað
koma að vísu þijú dagblöð og stund-
um fjögur og eitthvað af tímaritum
er keypt í lausasölu. Þaö er reynt aö
henda þessu með hæfilegu millibili,
þegar allir era búnir að fara yfir les-
efnið, en þaö sér bara ekki högg á
vatni.
Svo koma bréfin og bæklingarnir
inn um bréfalúguna dag hvem. Ef
það era ekki tilboð í einhverju formi,
þá bæklingar með hveijum greiðslu-
kortaseðli - eða þá þykítir doðrantar
frá hinum og þessum fyrirtækjum,.
versluríum og öðram hveiju nafni
sem nefnast.
Nú myndi mig langa til að spyijast
fyrir um það og biðja þá einhvem
kunnugan aö svara þvi, hvort ekki
sé hægt að safna þessum pappír sam-
an og skila til endurvinnslu eða á
annan hátt að losna við hann annars
staðar en í raslatunnumar. Þær
hreinlega nægja ekki fyrir allan
þennan pappír þegar maður lætur
venjulegt rasl ganga fyrir.
Er þjóðfélagið ekki að eyða um of
í allan þennan. pappír sem hér er
brúkaður? Þetta getur ekki verið ein-
leikið og það hlýtur að vera hægt aö
stemma stigu við einhveiju af þess-
um ósköpum. Þetta ættu nú fyrirtæki
í landinu að athuga og sjá hvort það
er hreinlega ekki spamaðarliður að
draga saman pappírseyðslu, a.m.k.
vegna bréfa og bæklinga sem er í
flestum tilfellum til ama að móttaka.
- Það virðist t.d. lítið hafa minnkað
pappírseyðslan með tilkomu tölvu-
væðingarinnar. Og ég sem hélt að
nú mætti geyma flestar upplýsingar
í tölvum, á filmum eða mikrófilm-
um!!