Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989. 25 LífsstOI Bjóða aðeins raðgreiðslur - 50% skuldabréfa lenda í vanskilum Verslunarfólk litur svo á að korthafar séu betri kúnnar en aðrir. „Víö höfum hætt aö selja fólki hluti á skuldabréfum en erum einungis með raögreiöslur á kreditkortum," sagði Hreinn Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmiöstöðvar- innar, í samtali við DV. „Ástæöan er fyrst og fremst sú aö 50-50% skuldabréfanna lentu í vanskilum og viö höfum neyðst til þess að afskrifa stóran hluta þeirra. Til þess aö bæta þetta,upp bjóðum viö 10% stað- greiðsluafslátt." Þótt DV sé ekki kunnugt um fleiri verslanir sem tekið hafa upp þennan hátt í afborgunarviðskiptum er vitað að fleiri kaupmenn íhuga þennan kost. Þeir sem enn bjóða afborganir á skuldabréfum bjóða yfirleitt 30-40% afborgun og afganginn á 4-6 mánuðum sem eru talsvert þrengri skilmálar en raðgreiðslurnar. Einnig er í vaxandi mæli farið að kreíjast ábyrgðarmanna á skuldabréf sem hefur tæplega tíðkast fram til þessa nema um hærri upphæðir sé að ræöa. „Við bjóðum enn skuldabréf þeim sem það vilja en það er mun tryggara fyrir verslunina að skipta við kort- hafa og best væri ef allir væru með greiðslukort," sagði Pétur Stein- grímsson, framkvæmdasljóri Japis, í samtali við DV. „Skuldabréfin eru fyrst og fremst fyrir þann talsvert stóra hóp fólks sem af einhveijum ástæðum er ekki með kort,“ sagði hann. „Við höfum ekki fengið kvartanir frá kortleysingjum vegna þess aö þeir fái síðri þjónustu," sagði Elva Benediktsdóttir, starfsmaður Neyt- endasamtakanna, í samtali við DV. Slæmt fyrir neytendur Að sjálfsögðu er það slæmt fyrir neytendur ef valkostum fækkar í af- borgunarviðskiptum. Hitt er svo Neytendur annað mál að sýnt hefur verið fram á að 22% ódýrara er að staðgreiða hluti en að kaupa þá á raðgreiðslum. Séu raðgreiðslur bomar saman við þann kost að taka lán í banka til þess að geta staðgreitt hlutinn kemur í ljós að munurinn er 4,6%, rað- greiöslum í óhag. Séu raðgreiðslur bornar saman við skuldabréfavið- skipti er munurinn sáralítill en skuldabréf hagstæðari ef eitthvað er. Fjöldi fólks kýs aö nota ekki kort af ýmsum ástæðum og kann því eðli- lega illa að vera stimplað vanskila- fólk fyrir vikiö. Sá hópur verður verst úti ef afborganir með skulda- bréfum leggjast af. í viðræðum DV við verslunarfólk vegna þessa máls kom glöggt í ljós að korthafar eru sjálfkrafa álitnir betri viðskiptavinir en aörir. „Sá sem er ekki með kort er undantekningar- lítið vanskilamaður,“ sagði verslun- arstjóri í stórri raftækjaverslun. -Pá Hvernig neytandi ert þú, hugsunarlaus eða hirðusamur? Ertu hugsunarlaus eða meðvitaður neytandi? fótanuddtækjum, Soda Stream-tækj- um og ótal biluðum raftækjum sem keypt voru í útlöndum og engin þjón- usta fæst fyrir. Gerir aldrei verðsamanburð heldur kaupir bara nokkum veginn það sem hann heldur sig vanta og er aldrei með tossamiða í búðinni. Kaupir vömr sem komnar eru fram yfir síðasta söludag og nennir svo ekki að'skila þeim þegar þær reynast óhæfar til neyslu. Veit ekkert hvað mjólkurlítri kostar eðe bensínlítri og hefur yfirhöfuð ekki snefil af verðskyni. Stendur aldrei í biðröð og skammast yfir því að matvömverslanir skuli ekki vera opnar allan sólarhringinn og að ekki skuli vera fleiri verslanir. Er alltaf klæddur eftir nýjustu tisku og fór til sólarlanda í sumar á kredit- kortinu af því það var svo leiðinlegt veður „héma heima". Álítur neytendasamtökin vera sam- tök nöldrara og framapotara og dett- ur sko ekki í hug að ganga til liðs við slíkan hóp. -Pá Eftirfarandi skilgreining á hugs- unarlausum og meðvituðum neyt- endum birtist í nýjasta tölublaði Vinnunar og þó hún sé kannski ekki sett fram í fullkominni alvöm skal hún birt hér 1 heild. Meðvitaður neytandi Gerir verðsamanburð milli versl- ana og reynir að gera sér grein fyrir því hvar muni vera hagstæðast fyrir hann að versla til lengri tíma. Heldur sæmilega nákvæmt heimil- isbókhald og notar það sem stjóm- tæki við heimilisreksturinn. Vill frekar greiða hærra verð fyrir vandaða framleiöslu og trygga þjón- ustu en kaupa ódýra hluti sem end- ast skemur. Tekur alltaf nótu þegar keyptir eru hlutir eða þjónusta. Hann geymir ábyrgðarskírteini og aflar sér upp- lýsinga um það, áður en hlutir eru keyptir, hvaða atriða ábyrgð tekur til. Gerir magninnkaup til heimilisins en reynir þó að gæta hollustu í mat- aræði. Hann kaupir físk í heilu, flak- ar og frystir, tekur slátur og gerir rabarbarasultu. Leggur fé til hliðar til að geta stað- greitt við innkaup og sparað þannig fé með staðgreiðsluafslætti frekar en að greiða með afborgunum eða rað- greiðslum. Notar ekki kreditkort til daglegra matarinnkaupa. Er félagi í neytendasamtökum síns svæðis og þekkir rétt sinn til hlítar. Hugsunarlaus neytandi Er alltaf blankur og hefur ekki hugmynd um í hvað hann eyðir pen- ingunum en er síkvartandi undan dýrtíðinni. Lendir oft í því að borga dráttarvexti á kreditkortið, fær reglulega gula miða frá bankanum og símanum hans er lokað tvisvar á ári. Á fulla geymslu af hlutum eins og Skafmiðaæði íbúar Nýja-Sjálands, sem eru 3,2 mtiljónir aö tölu, hafa á einum mán- uði keypt 48 milljónir skafmiða sem nýlega voru settir á markað þar í landi. Það jafngildir því að hver íbúi hafi keypt 15 skafmiða á þeim mán- uði sem fyrsta bylgja æðisins gekk yfir. Aðstandendur happdrættisins hafa gert ráðstafanir til þess aö láta prenta 130 milljónir skafmiða til við- bótar. Skafmiðamir, sem eru seldir undir nafninu Instant Kiwi, kosta sem svarar 36 krónum íslenskum og hæsti vinningur jafngildir rúmum 350 þúsund krónum. Margir hafa orðið til þess á Nýja-Sjálandi aö mót- mæla þessari tískubylgju og stað- hæfa að miðamir ali á spilafíkn ungra bama sem hafa sést kaupa 50 miða í einu. Andstæðingar hafa kraf- ist þess að sala miðanna veröi miðuð við 13 ára aldurstakmark. Skoðana- könnun leiddi í ljós að 60% þjóðar- innar tóku þátt í skrapinu fyrsta mánuðinn. Aætianir gera ráð fyrir að Instant Kiwi velti um 1,6 milljarði íslenskrakrónafyrstaárið. -Pá Ný tegund af einnota rakvélum Heildverslun Karls H. Biamasonar fyrir konur fæst nú i flestum apó- sem flytur inn og pakki með tveim- tekum. Rakvélarnar em sænskar, ur rakvélum kostar 190 krónur. hannaðar og ftamleiddar af Adolf -Pá Kowal í Tomeliila í Svíþjóð. Það er sveppir í lagi Kinverskir sveppir hafa enn sem komið er reynst i lagi samkvæmt prófun- um Hollustuverndar ríkisins. Enn er eftir að rannsaka sýni utan af landi. DV-mynd KAEr Kínverskir Hollustuvemd ríkisins hefur að mestu lokið rannsókn á sýnum sem tekin voru af innfluttum kínverskum sveppum. Þau sýni, sem rannsökuð hafa verið, hafa reynst í lagi. Rann- sókn er þó ekki að fullu lokiö því enn er beðið sýna utan af landi. HaUdór Runólfsson, deildarstjóri Hollustuvemdar, sagði í samtali við DV að áfram yrði fylgst sérstaklega með innflutningi af þessu tagi. Rann- sóknir þessar voru gerðar í kjölfar innflutningsbanns í Bandaríkjunum á kínverskum sveppum vegna tíðra matareitrana sem rekja mátti til þeirra. -Pa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.