Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Side 2
Fréttir MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. ■ n r ;•» 'T rr yr=.T* * 0 r ájrr\ rn |U A TVf 16 ára piltur í miðbænum: Varð tvisvar fyrir harkalegri iíkamsárás 16 ára piltur varð tvisvar sinnum fyrir harkalegri líkamsárás í Lækj- argötu aðfaranótt laugardagsins. Tveir jafnaldrar hans voru hand- teknir eftir seinni árásina þegar tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn urðu vitni að því að sparkað var harkalega í kvið piltsins. Að sögn þess sem varð fyrir lik- - félagi árásarmannsins reyndi að hindra handtöku amsmeiðingunum var fyrst ráðist á hann í Lækjargötu. Var hann þá sleg- inn niður og sparkaöi árásaraðilinn í andlit hans með hnénu þegar hinn lá í götunni. Hlaut hann mikla bólgu við auga á eftir. Tilkynnti hann þá um atburðinn til lögreglunnar og fóru tveir óein- kennisklæddir menn með honum til að leita að árásarmanninuni. Fannst hann inni á veitingastaðnum Smá- réttir. Sá sem hafði verið laminn fór fyrstur inn en lögreglumennirnir á eftir. Kom þá árásarpilturinn auga á þann sem hafði tilkynnt um atburð- inn og réðist samstundis aftur á pilt- inn með því að sparka harkalega í kvið hans. Höggið var þaö mikið að pilturinn kastaðist á lögreglumenn- ina sem komu á eftir. Var árásarmaðurinn þá handtek- inn af óeinkennisklæddu lögreglu- mönnunum. Félagi árásarpiltsins kom þá aðvífandi og réðist að lög- reglumönnunum og ætlaði að hindra handtöku. Lögreglunni barst þá liðs- auki og voru piltarnir færöir í fanga- geymslur lögreglunnnar. Við yfir- heyrlsur viðurkenndi sá sem spark- aði aðeins aö hafa gert slíkt „í seinna skiptið" - þegar lögreglumennimir voru til vitnis um það. Hann neitaði að hafa ráðist á hinn piltinn og veitt honum áverka í fyrra skiptið. -ÓTT Bókin Á forsetavaktinni gefin út í Danmörku: Forseti með hreinan skjöld Gizur Hélgason, DV, Kaupmannahofii; Dönsku sunnudagsblöðin eru ávallt tvöfóld að stærð miðað við það sem þau eru vön að vera hvunndags. í sunnudagsútgáfu Politiken í gær var því nær heiisíðuumfjöllun um for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í tilefni útgáfu bókar Steinunnar Sig- urðardóttur sem bókaforlagið Hol- kenfeldt ser um og kemur í verslanir í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn undir nafninu Alene pá president- posten. Fyrirsögnin í Politiken er sú sama og þessi grein ber en undirfyrirsögn- in er eftirfarandi: „Vigdís Finnboga- dóttir hefur unnið marga sigra á þeim níu árum sem hún hefur setið á forsetastólnum.“ Greinarhöfundur er danska blaða- konan Inge Meshling og gerir hún efni bókarinnar góð skil. Með grein- inni fylgja tvær litmyndir, önnur er af forsetanum ásamt Margréti Dana- drottningu en hin er af Vigdísi einni saman í hvítri skósíðri kápu - glæsi- legri að vanda. Greinarhöfundur nefnir meðal annars aö Vigdís eigi ákaflega auð- velt með að fá þaö besta fram í sér- hverri manneskju. Hún leggi alla aö fótum sér, kónga jafnt sem kotunga með persónutöfrum sínum. Bókin lýsir viku í lífi forsetans. Hér sé á ferðinni kona með fádæma hæfileika sem geti rætt viö stórpólitíkusa um heimsmálin og íjárbóndann um af- komu búsins. Hún gróöursetji tré með bömum, ræði mataruppskriftir við húsmæðumar en jafnframt menningarmál hinna ýmsu landa við ráðamenn. Hún sitji einkafundi með helstu stórmennum jarðarinnar en smeygi sér á stundum í vindjakka og strigaskó, setji sjónaukann um öxl og fari að skoða gæsir. Hún hafi haft mikla jjýðingu fyrir jafnrétti kynjanna á Islandi og úti um víða veröld en greinarhöfundur undirstrikar það í greininni að það væri alvarlegur misskilningur ef menn héldu að vinsældir Vigdísar byggðu eingöngu á því að hún væri glæsileg kona. Hún búi yfir eiginleik- um sem hafa ekkert með kynskipt- inguna að gera. Greinin endar á orðum Heimis Pálssonar um forsetann: „Ég myndi kjósa hana enda þótt hún væri karl- rnaður." Hærri vextir á húsnæðislán: Hækkar greiðslubyrði um 900 þúsund krónur Ef vextir á húsnæðislánum verða hækkaðir úr 3,5 prósentum í 4,5 pró- sent munu lántekendur þurfa að greiöa Húsnæðisstofnun um 900 þús- und krónum meira á 40 árum en þeir annars gerðu af hámarksláni stofnunarinnar. Þetta er um 12,2 pró- sent hærri greiðslubyrði. Þar sem lán frá Húsnæðisstofnun hafa verið með breytilegum vöxtrnn frá 1984 þá hækka vaxtagreiðslur allra þeirra sem hafa tekið lán frá stofnuninni frá þeim tíma. Þeir sem fengu lán fyrir 1984 greiða eftir sem áður 2,25 prósent vexti. Greiðslubyrði af hámarksláni, 4,2 milljónum, hækkar úr um 12.250 krónum á mánuði fyrstu tvö árin í 15.750 krónur ef vextimir hækka úr 3,5 prósentum í 4,5 prósent. Eftir tvö ár eru greiðslumar nú um 15.500 krónur en munu hækka í um 17.250 krónur. Greiöslubyrði af hámarks- láni mun því hækka um 21 til 42 þúsund krönur á ári. Hluti lántakenda mun fá hærri vaxtabætur út úr skattkerfinu ef vextimir hækka. Þeir sem hafa hærri tekjur eða eiga meiri eignir munu hins vegar þurfa að standa undir aukinni greiðslubyrði án þess að fá til þess aðstoð frá skattinum. -gse Innbrot í skartgripaverslun Rúður vom brotnar í Skartgripa- verslun Fannars við Lækjartorg og stolið allmiklu af hringum, eymar- lokkum og nælum úr glugganum þar aðfaranótt laugardagsins. Ekki ligg- ur nákvæmlega fyrir hvert verðmæti þýfisins er. Einnig vom innbrot framin í sölu- tum í Síðumúla og stolið miklu magni af sígarettum og í vinnuskúr við Fannafold þar sem bensínrafstöð varstolið. -ÓTT 1 ’ i SlökkviliAið að störfum i Ljósheimum 2. Þröngt var um körfubílinn á bílastæðinu og þurfti að brjóta niður grindverk til að koma bílnum að húsinu. DV-mynd S Eldur í fataskáp Eldur kviknaði í fataskáp í bama- herbergi í Ljósheimum síðdegis á laugardaginn. Þar sem eldurinn var á sjöundu hæð tók nokkum tíma að koma slöngunum upp en greiðlega gekk að slökkva eldinn og var þvi lokið hálftima eftir að slökkviliðið kom á staðinn. Dymar inn í íbúðina vom opnar og lagði því mikinn reyk um stigahúsið. Grunur leikur á að þama hafi börn verið að fikta með eld með þessum afleiðingum. Engin slýs urðu á fólki en tjón töluvert og mest af reyk. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.