Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 36
OTIÐ • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglysmgar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. Gjaldþrot Sigló: Gatið er um 300 milljónir . ^ Verksmiðjuhús Sigló var slegið ríkissjóði á 90 milljónir á nauðungar- uppboði á fostudag. Næsthæsta boð var frá Útvegsbankanum, 86 milljón- ir. Heimamenn buðu ekki í eignina. Kröfur í þrotabú Sigló eru 350 til 400 milljónir. Ríkissjóður var stærsti kröfuhaf- inn. Meðal annarra stórra kröfuhafa má nefna Útvegsbankann, Byggða- stofnun og Sparisjóð Siglufjarðar. Eftir er aö selja tölvur og annan skrifstofubúnað auk annarra smærri hiuta. Auk þess á þrotabúið hæð í tvíbýlishúsi. Ekki eru mikil veðbönd á íbúðinni og því vænta menn þess að við sölu á henni komi eitthvað til gjaldþrotaskiptanna. Vinnslubúnaður í verksmiðjunni mheyrir ekki þrotabúi Sigló. Það er kaupleigufyrirtæki sem á búnaðinn. Enn er ekki vitað hversu stórt gjaldþrotið verður. Þó er sýnt að það verður fast að 300 milljónum króna. Siglunes, sem er fyrirtæki eigenda Sigló og nokkurra annarra, var með verksmiðju Sigló á leigu þar til 6. nóvember að leigusamningur við þrotabúið rann út. Nú er engin starf- semiíverksmiðjunni. -sme Akranes: "■ Innbrot í matvörubúð Brotist var inn í kjörbúðina Grund- arval á Akranesi aðfaranótt laugar- dags. Tveir menn voru þar aö verki en engu tókst þeim að stela því annar var gripinn á staðnum og hinn skömmu síðar. Töluverð ölvun var á Akranesi um helgina en enginn hlaut skaða af. -JJ Rúðubrot Rúður voru brotnar í íjórum versl- ^ttnurn aðfaranótt laugardagsins í Vestmannaeyjum. Aðfaranótt sunnudags voru rúður brotnar í einni verslun. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem skeyttu skapi sínu á þennan hátt. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum hef- ur þessi rúðubrotafaraldur gengið um bæinn en í fæstum tilfellum hafa skemmdarvargarnirnáðst. -JJ Níu ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur í Kópavogi um helgina, frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorg- uns. Tveir voru teknir á sunnudags- morgni og töldu þeir báðir að af þeim -Aæri runnið en mæhngar lögregl- unnarsýnduannað. -JJ LOKI Atti ao sprengja Öskjuhlíðarkúluna? 39 ára gamall maöur lést: Banaslys er jeppi valt í mik- Illi halku ut I sjo - björgunarbátur og kafari á vettvang Banaslys varð í fjörunni við Ara- Grunur lék á ölvunarakstri og vang. Fleiri reyndust þó ekki vera arnes, skammt frá flugvellinum á var lögreglan skammt frá þegar í bílnum sem er af gerðinni Ford ísafirði, á níunda tímanum í gær- slysið varð. Jeppinn hafnaði i sjón- Bronco. Um þriggja metra hæðar- morgun þegar 39 ára gamall maður um en maðurinn fannst í fjörunni. munur er frá vegi og niður í sjó þar missti stjórn á jeppabifreiö sem Björgunarbáturinn Daníel Sig- sem slysið varð. Ekki er hægt að hafnaði úti í sjó. Maðurinn var á mundsson var kallaður út þar sem greina frá nafni mannsins að svo leiðíátttilSúöavíkur. ogvaItjepp- ekki var vitað hvort fleiri væru í stöddu. inn við beygju í mikilh hálku. bíinurn. Kafari fór einnig á vett- -ÓTT Heiti lækurinn í Nauthólsvík er mikil heilsulind og þangað hafa margir leitað með bólgna og stirða vöðva og feng- ið bót meina sinna. Grímur Guttormssom er einn af þeim sem hafa trú á heita læknum því hann segist hafa baðað sig þar daglega í 15 ár. DV-mynd BG Átök greiðabfla og leigubflstjóra Lögreglan varð tvívegis á laugar- sem var með farþega, á raótum Fram kom við skýrslutöku að dagskvöld að hafa afskipti af átökum Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Síð- leigubílstjórar fylgjast með fjarskipt- leigubílstjóra við ökumenn greiða- ar um kvöldið fór lögregla í Árbæjar- um greiðabílanna og einhverjir bíla. í fyrra sinnið höfðu nokkrir hverfi vegna ósátta leigubhstjóra og reyna að sitja fyrir þeim ef grunur leigubílstjórar umkringt greiðabíl, bílstjóra á greiðabíl. er um farþegaflutninga. -sme Veðrið á morgun: Rignir suðvestan- lands Á morgun verður vaxandi suð- austanátt og fer að rigna suðvest- anlands þegar hður á daginn. Hæg sunnanátt og bjart veður norðaustantil á landinu. Hiti fer hækkandi, verður á bihnu 0-4 stig. Bensínleki í Öskjuhlíö: Heppni að eld- ur komst ekki að holræsinu - segir gatnamálastjóri Á laugardaginn var bilaði nýr dælubúnaður í bensínafgreiðslu Skeljungs í Öskjuhlíð með þeim af- leiðingum að mikið af bensíni lak niður. Svo köhuð bensínghdra, sem taka á viö bensíni verði svona óhapp, reyndist vera lek og því komst bens- ínið í holræsakerfið og fór með því til sjávar út í Nauthólsvík. Mikinn bensínfnyk lagði upp úr holræsinu á móts við Valsheimhið og þannig upp- götvaðist lekinn. „Það var happ að ekki komst eldur að eftir að bensíniö var komið í hol- ræsakerflð, því það hefði getað or- sakað mikla sprengingu. Erlendis eru dæmi shks,“ sagði Ingi Ú. Magn- ússon gatnamálastjóri í samtali við DV í morgun. Ingi sagði að á hverri bensínstöð væru svokallaðar bensíngildrur. Verði óhapp, eiga þær að taka við því bensíni sem fer niður. Eftirhts- menn frá borginni skoða bensín- gildrurnar reglulega. ■ Ekki lá fyrir í morgun hve mikið magn af bensíni lak niður í Öskju- hlíðinni en í dag á að kanna það mál. •_______________-S.dór Farmannasambandiö: Sættir náðust Eins og skýrt var frá í DV ætlaði Vélstjórafélag íslands að ganga úr Farmanna- og fiskimannasamband- inu á þingi þess sem lauk síðastliðinn laugardag. Deilur mihi vélstjóra og skipstjórnarmanna innan sam- bandsins hafa staðið lengi yfir. Á síð- asta degi þingsins náðust sættir með því að samþykkt var lagabreyting, sem tryggir vélstjórum aukin áhrif innan Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Lagabreytingin felur í sér meðal annars að vélstjórar fá fleiri fulltrúa á þing sambandsins í framtíðinni, en þeir hafa haft th þessa. Vélstjórafé- lagið er stærsta aðhdarfélag sam- bandsins. -S.dór Grindavlk: Bfll skemmdur Bíll af gerðinni Toyota ’82 var skemmdur fyrir utan hús eigandans í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Þegar eigandinn kom að bílnum um morguninn var toppur og húdd mik- ið skemmt. Líklegt er talið að þama hafi einhver verið að fá útrás og hoppað á bílnum th þess eins að skemma hann. Sá sem þetta gerði hefurennekkináðst. -JJ Um allan heím alla daga ARNARFLUG •Ssí KLIVI Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060 ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.